Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 7
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
7
Fréttir
Sighvatur Björgvinsson segir afstöðu sína til ESB afar einfalda:
Sjáum ekki kostina
nema að sækja um
- er ósammála Davíð um að ekkert hafi breyst 1E vrópumálunum
2*
SVARTISVANUWNN
Laugavegi 118
Nætursala um helgar
Hamborgaratilboð
Ostborgari
lítili franskar
Vi I kókdós
kr. 350
„Afstaða mín til umræðunnar um
Evrópusambandið, ESB, er mjög ein-
föld. Hún er sú að við eigum að senda
inn umsókn. Það er eina leiðin sem
við getum farið til að sjá hvaða kosti
við getum fengið. Afstaðan til aðildar
í ESB fer eftir þeim kostum sem okk-
ur eru boönir. Þeir geta verið það
óaðlaðandi að við segjum nei en þeir
geta líka verið það aðlaðandi að við
teljum rétt að fara inn í ESB. Þessa
kosti fáum við ekki upp á borðið
nema að sækja um,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson ráðherra í samtali við
DV. Þar með tekur Sighvatur undir
orð manna eins og Jóns Baldvins og
Vilhjálms Egilssonar um aðildarum-
sókn íslands í Evrópusambandið.
Jón Baldvin hefur sagt að sækja
verði um aðild þrátt fyrir að Norð-
menn hafni aðild sinni í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Sighvatur er sam-
mála Jóni og segir aðildarumsókn
bara vera könnun.
„Þetta er eins og í launasamning-
um. Ef þú sest aldrei niður við borð
til að semja um kaup og kjör þá færðu
aldrei upp á borðið hvað þú getur
samið um. Það skiptir engu máli
hvað Norðmenn gera. Við eigum að
kanna okkar kosti engu að síður. Ef
Norðmenn fara inn í ESB en ekki við
þá eru þeir komnir með betri stöðu
til áhrifa á markaðnum. Fyrir slak-
ari stöðu verðum við að borga í lak-
ari lífskjörum. Þessu verður fólk að
átta sig á,“ sagði Sighvatur.
Davíð Oddsson lét hafa eftir sér á
blaðamannafundi að ESB-umræðan
á íslandi væri upphlaup og kallaði
hana dæmigerða íslenska sumar-
bólu. Sighvatur sagði að umræðan
væri engin sumarbóla.
„Umræðan um Evrópusambandið
er engin sumarbóla. Evrópusam-
bandið er komið til að vera. Einhvern
tímann þurfum við að grafast fyrir
um hvaða kostir bjóðast okkur í sam-
bandinu og hvað græðum við á því
að draga það í einhver misseri í við-
bót? Allir vinveittir ráðamenn í Evr-
ópu sem við höfum rætt við segja að
því fyrr sem við sækjum um, því
betri verði okkar staða.“
Guð minngóður,
ekkert gerst?
Sighvatur sagðist vera algjörlega
ósammála forsætisráðherra um að
ekkert hafi gerst í Evrópumálum
sem réttlæti stefnubreytingu ís-
lenskra stjórnvalda. „Guð minn góð-
ur, ekkert gerst? Þegar samið var um
EES gerðu menn ráð fyrir því að
Flugleiðir
semja við
Indverja
Flugleiðir undirrituðu samninga
við fyrirtæki indverska auðjöfursins
Ravi Tikkoo á fimmtudag um stofn-
un flugfélags á Indlandi. Eins og
komið hefur fram í DV er ætlunin
að fljúga til 11 staða í Indlandi með
þremur Boeing-þotum.
Reuter-fréttastofan skýrir frá þess-
um samningi og hefur eftir forráða-
mönnum Flugleiða að þeir hafi ekki
tekið ákvörðun um hvort þeir kaupi
hlut í flugfélaginu. Eins og DV
greindi frá á dögunum leggja Flug-
leiðir til mannskap og þekkingu hjá
félaginu en fjármagnið kemur frá
Ravi Tikkoo. Flugleiðum stendur til
boða 25% hlutur í félaginu sem hefur
hlotið nafnið Indotik Airways.
samningurinn myndi duga EFTA- EFTA-ríkin nema ísland hafa sótt hafa fengið hana. Svo segja menn að
ríkjunum. Nú hefur það gerst að öll um inngöngu í Evrópusambandið og ekkert hafi gerst.“
1.990
ST125 5.590
Samsung
Stereo útvarp og kasettutæk
RCR310
Saba
útvarp /
Mono
RCD 830
Samsung
Ferðatæki m/útvarpi,
einfaldri kasettu og
geislaspilara
Enfremur
gríðarlegt úrval
af heyrnartólum.
Verð frá 590
RCD
Samsung -
kasettu og geislaspilara
Kasuga
vasadiskó m/heyrnatólum
Aðeins kr. 1.990
TR5907
Saba
LR20 2 stk. pk. 259
LR14 2 stk. pk. 190
LR6 4 stk. pk. 260
LR03 4 stk. pk. 204
6LF22 1 stk. 271
Hröð og góð þjónusta fyrir landsbyggðina.
Grensásvegur 11, sími 91-886 886