Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 Vísnaþáttur Vísna- glettur I Eitthvert sinn kom Jóhannes skáld úr Kötlum að sr. Helga Hraundal er hann var að mála þak- ið á húsi sínu rautt. Kastaði skáldið þá fram þessari stöku: Hvítfága mun hjarta mitt hirðirinn okkar góði, fyrst hann þannig þakið sitt þvær úr lambsins blóði. Þeir skáldmæringamir Jóhannes úr Kötlum og Kristmann Guð- mundsson bjuggu skammt hvor frá öðrum í Hveragerði og var með þeim kunningsskapur ágætur. Eitt- hvert sinn varpaði Jóhannes þess- um kviðlingi fram í gamni: Lít ég einn sem list kann. Löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði: Einkum þó við ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum. Eitt sinn voru þeir á gangi á götu á Húsavík, þeir Friörik póstur frá Helgastöðum og Sigurjón Þor- grímsson, mágur hans og hótel- haldari á Húsavík. Friðrik var allt- af að berjast við að gera vísur þeg- ar vel lá á honum og í þetta sinnið lentu þeir kumpánar i miklu um- ferðarþvargi þar á götum, bæði af bilum og annarri umferð og urðu þeir að stansa og sæta lagi með að komast áfram. Þá hóf Friðrik raust sína og kvað: Nú er vandi að veija sig að verða ei strand á götu. Botnaði þá Siguijón: Þar kom andinn yfir þig eins og hland úr fotu. Næst er ein heimspekileg vísa eftir Steingrím nokkurn Einars- son. Túlkar þessi vísa hversu stríö vort og dægurþras getur verið mis- jafnlega gjöfult: Undarleg er vor rulla í þessu jarðlífi, Ýmist er á oss drulla eða þá harðlífi. Einu sinni sem oftar voru þeir Gestur á Hæli og Gunnar frá Sela- læk saman á ferðalagi um vomótt. Riðu þeir upp Murneyrar á Skeið- um. Lausir hestar er þeir ráku vom komnir alllangt á undan og hleyptu þeir á eftir þeim. Er þeir hlupu af baki eftir sprettinn kastaði Gestur fram þessari vísu til Gunnars: Þér ætti að vera auðsótt leið inn í hjónabandið, því þú ert frægur fyrir reið íjandi víða um landið. Oddhendu þessa kvað Tómas Guðmundsson um frænda sinn, fyrrnefndan Gunnar frá Selalæk: Gunnar selur gerir vel að ganga með deliríum. í svarta éli suður á mel hann situr í keliríum. Jón Jónsson, kenndur við Haf- steinsstaði, kvað vísu þessa um skagfirskan klerk. Klerkur hafði þá nýlokið messugjörð en mætti svo eftir messuma fyrir rétti í ein- hverju málavafstri er hann átti í. Jón var einnig við það riðinn: Það er sómi þeirri stétt, þegar prestur stígur fram úr stólnum fyrir rétt, flækir mál og lýgur. Andrés Björnsson eldri var beð- inn um að skrifa fyrstur í „poesi- bók“ sem átti að gefa ungri stúlku í jólagjöf. Var vísan svona: Haltu jólin hress og kát við hangiket og bolaspað. Eigðu þetta leirílát og láttu aðra fylla þaö. Vísu þessa kvað Karl H. Bjarna- son um Einar E. Sæmundssen skógarvörð er þeir vom saman á Eyrarbakka um 1911. Um þær mundir var Einar oft fenginn til að halda erindi og skemmta á ýmsa lund á samkomum: Vífin eiga vin í þraut vörðinn grænna skóga. Þær sækja hann eins og sveita- naut suður og upp um Flóa. Þorsteinn Þorsteinsson, sýslu- maður Dalamanna, var einhver ákafasti Vísnaþáttur Valdimar Tómasson bókasafnari síns tíma og ef hans freistaði gömul eða fágæt bók varð hann hinn ákafasti. Eftir að Þor- steinn kvaddi þessa tilveru komst á kreik þessi vísa eftir Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli: Failega Þorsteinn flugið tók, fór um himna khður. Lykla-Pétur iífsins bók læsti í skyndi niður. Margan óðinn hafa menn kveðið til kvenna sinna og ástmeyja en ekki er hjal þetta alltaf jafn þrung- iö rómantík. Sigurður á Jörfa orti þessa visu til seinni konu sinnar, Ragnheiðar Eggertsdóttur frá Fitj- um í Skorradal. Þeiin hjónum samdi lítt enda skildu þau. Vísan hljóðar svo: Daglegt brauðið dauflegt er með deilu og þungum orðum. Þykir hátíð, þegar er þögn og fýla á borðum. 4) cjjtix íoltc lamux Itcm i IUMFERÐAR I DÁn Matgæðingur vikunnar Léttsteiktur svartfugl í gráðostasósu - og sólkolapaté í forrétt Guðmundur Kristjánsson, skip- stjóri á Súlnafelli EA 840, er mat- gæðingur DV að þessu sinni en hann gefur uppskrift að léttsteikt- um svartfugli í gráðostasósu og sólkolapaté í forrétt. Sólkolapaté meö chantillisósu í forrétt „Uppskriftina að sólkolapaté hef ég átt í mörg ár en ég man bara ekki lengur hvar ég fékk hana. Kannski það hafi verið í gömlum Gestgjafa," segir Guðmundur. í réttinn fer eftirfarandi: 4-5 stk. sólkolaflök 200 g rækjur 200 g sýrður rjómi 'A peh ijómi 100 g smjör, brætt 1.5 dl graslaukur salt og pipar hvitvín eða mysa Sólkolaflökin léttsoðin eða gufu- soðin og síðan kæld. Brætt smjör er síðan sett í matarvinnsluvél og fiskurinn settur saman við og hakkað saman. Sýrða rjómanum og rjómanum bætt viö og salt og pipar eftir smekk. 'A dl af graslauk blandað saman við. Bleytið matar- límiö í köldu vatni og bræðið upp í A dl af hvítvíninu (mysunni). Rækjunum blandað varlega saman við í skáhna, hrært með sleif og síðan er matarlíminu blandað var- lega saman viö. Þetta er síðan sett í form og geymt í ísskáp þangað til það er borið fram en það verður að vera minnst 3 klst. í ísskáp. Sósa: 250 g majónes 2.5 dl léttþeyttur rjómi safi úr einni sítrónu salt og pipar Guðmundur Kristjánsson, skip- stjóri og matgæðingur vikunnar. Allt hrært vel saman. Gott er að sæta sósuna með 1 tsk. af strásykri eöa 1 tsk. af hunangi. Sólkolapaté er skorið niður í hæfilegar sneiðar, sósan sett til hhðar og afganginum af söxuðum graslauknum stráð yfir. Gott er að borða þetta með ristuðu brauði eða hvítlauksbrauði. Léttsteiktur svart- fugl í gráðostasósu „Þennan aðalrétt mixaði ég sjálf- ur og hann er mjög auöveldur og alveg listagóður matur. Fuglakjöt er alltaf hátíðismatur þegar þaö er í matinn hjá mér.“ í réttinn fer eftirfarandi: 9 svartfuglar 10 gulrætur 1 sellerístiklur 1 laukur franskar grihjurtir (má vera timi- an) sojasósa salt og pipar A peh rjómi 100 g gráðostur Svartfuglinn úrbeinaður, bring- urnar settar í ílát, sojasósu stenkt yfir og einnig örlitlu af frönskum grilljurtum. Látið standa í kæh meðan annað er útbúið. Sósa: Beinagrindin af fughnum skorin í þægilega bita og brúnaðir í smjöri eða smjörlíki, laukurinn, sellerí og þijár gulrætur sett saman við. Kryddað með salti, pipar og frönsk- um grihjurtum. Það má setja vel af kryddi í þetta. Vatni er síðan hleypt vel yfir og látið sjóða í tvo tíma. Passið vel að fleyta soranum af soðinu. Soðið er síðan sigtað í pott, soðið upp og gráðosturinn settur saman við, smakkað til (má jafnvel styrkja soðið með venjulegum kjötkrafti) þykkt með maisenamjöli eða sósu- jafnara. Rjómanum síðan bætt við. Smákoníak út í skemmir ekki ef fólk er þannig sinnað. Einnig má sæta sósuna með rifsberjasultu. Afgangurinn af gulrótunum snyrtur, léttsoðinn eða gufusoðinn, síðan sykurbrúnaður eins og gert er við kartöflur. Bringuvöðvarnir eru snöggsteiktir á vel heitri pönnu, kryddaðir með nýmöluðum pipar og frönskum grihjurtum, sós- unni hellt yir og látiö krauma í ca 2 mín. Borið fram með rauðvíni, rósavíni eða íslensku vatni. Guðmundur skorar á Kristínu Halldórsdóttur, mágkonu sína í Bolungarvík, að gerast næsti mat- gæðingur en hann segist alltaf fá góðan mat hjá henni. Hinhliöin Hef ekki fundið þann rétta - segir Stefanía Stefánsdóttir, íslandsmeistari í tennis „Það var mjög ljúf tilfinning að sigra. Ég veit nú ekki hvort ég hafði búist við þessu en ég var búin að æfa nokkuð mikið,“ segir Stefanía Stefánsdóttir sem gerðir sér htið fyrir og varð fimmfaldur íslands- meistari i tennis á íslandsmótinu sem fram fór um síðustu helgi. „Fram undan hjá mér er að fara í skóla en ég er búin að skrá mig á nýmálabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð í haust. Svo ætla ég auðvitaö að halda áfram að æfa og reyna að ná eitthvað lengra. Það er stefnt að því að fara á Evrópu- meistaramót landshöa sem fram fer í Portúgal í nóvember og svo eru ólympíuleikar smáþjóðanna á næsta ári.“ Fullt nafn: Stefania Stefánsdóttir. Fæðingardagur og ár: 20. júní 1978. Maki: Hef ekki fundið þann rétta. Börn Engin. Bifreið: Eg er of ung th að eiga bíl. Starf: Vinn í bæjarvinnu uppi á Geithálsi. Laun: 42 þúsund kr. á mánuði. Áhugamál: Tennis, allar íþróttir, dans, tónhst, leiklist og myndlist. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Hef aldrei spilað í lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara á böh og dansa, fara í keppnisferðir th útlanda og spila tennis. Stefania Stefánsdóttir. DV-mynd JAK Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hafa ekki neitt aö gera. Uppáhaldsmatur: Pasta. Uppáhaldsdrykkur: Vatn eftir erf- iða æfingu en annars kóka kóla Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ólafur Stef- ánsson handknattleiksmaður og Pete Sampras tennisleikari. Uppáhaldstímarit: Ég les voðalega sjaldan tímarit, annars finnst mér Vikan ágæt. Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð? Kevin Costner. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Goran Zvanisevich. Uppáhaldsleikari: Daniel Day- Lewis. Uppáhaldsleikkona: Emma Thompson. Uppáhaldssöngvari: Joe Cocker. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Æðsti strumpur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Vista- skipti og Sækjast sér um líkir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlutlaus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég er ekki með Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Hef enga skoðun á því. Uppáhaldsskemmtistaður: Skóla- bölhn í Laugalæk. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur í handbolta, Þróttur í tennis og Fram í fótbolta. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Á Wimbeldon. Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Æfa tennis og hggja í sólbaöi (ef sóhn skín).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.