Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Áfram þjófar Forsætisráðherra Ítalíu og flokkur hans, Áfram Ítalía, styðja stórþjófa Ítalíu. Þeir hafa sleppt 2000 mönnum úr gæzluvarðhaldi og dregið úr baráttunni gegn mafíunni og öðrum stórglæpaflokkum landsins. Jafnframt hefur forsætisráðherrann reynt að skara eld að eigin köku. ítalir fóru úr öskunni í eldinn, þegar þeir kusu yfir sig Silvio Berlusconi í stað stjórnmálamannanna, sem leystu spillingarhðið af hólmi í gömlu stjómmálaflokkun- um og í arftakaflokkum þeiira. ítalir ímynduðu sér í kosningunum í vor, að Berlusconi væri hvítur riddari. í síðustu viku gaf Berlusconi út tilskipun um, að ekki mætti halda mönnum í gæzluvarðhaldi vegna gruns um ijárglæfra. Á grundvefli tilskipunarinnar var 2000 mönn- um sleppt úr haldi, þar á meðal mörgum þekktustu fjárglæframönnum stjómmála og viðskiptalífs á Ítalíu. Þótt tilskipun Berlusconis hafi verið dregin til baka í þessari viku, ganga hinir gmnuðu lausir og hafa fengið nógan tíma til að spilla og eyða sönnunargögnum. Vegna tilskipunarinnar verður mun erfiðara en ella að ná lögum yfir þá, sem hafa stohð öhu steini léttara á Ítalíu. Glæpaflokkar, stjómmálamenn og viðskiptahöldar hafa háð stríð gegn þjóðfélaginu á ítahu. Gæzluvarðhald var orðið að virkustu vöm saksóknara og dómara gegn þessari aðfór. Það er nauðsynlegt við ítalskar aðstæður, þótt annars staðar teljist það þrengja að mannréttindum. Berlusconi tók persónulega þátt í aðfórinni að sak- sóknurum og dómumm landsins og sagði þá hneppa menn í gæzluvarðhald til að baða sjálfa sig í sviðsljósi fjölmiðla. Hann hefur notað fjölmiðlaveldi sitt til að veit- ast að þessum bjargvættum ítalska þjóðfélagsins. Jafnframt hefur Berlusconi gert atlögu að yfirmönnum ríkissjónvarpsins til að reyna að koma á alræði sínu í ljósvakaheimi Ítalíu. Hann segir þá ekki kunna með fé að fara og reynir að troða inn stuðningsmönnum sínum. Með þessu er honum að takast að gelda samkeppnina. í kosningunum á ítahu í vor féllu mafíuandstæðingar unnvörpum fyrir stuðningsmönnum Berlusconis, sem nutu fylgis þeirra, er áður höföu kosið samkvæmt fyrir- mælum mafíunnar. Niðurstaðan var sigur fyrir glæpa- flokkana, svo sem nú er smám saman að koma í ljós. Er Berlusconi lagði fyrir sig stjómmál, var fjárglæfra- veldi hans farið að riða til fahs. Fjárfestingarfyrirtækið Fininvest skuldaði sem svarar 170 mhljörðum íslenzkra króna. Gæzluvarðhaldsúrskurðir vom famir að færast óþæghega nálægt hans mönnum og fyrirtækjum. Raunar fæddist Qárglæfraveldi Berlusconis í jarðvegi spillingar. Það var einn allra sphltasti sfjórnmálamaður gamla tímans, Bettino Craxi, þáverandi forsætisráð- herra, er úthlutaði Berlusconi sjónvarpsleyfunum, sem urðu grundvöhurinn að fé hans og póhtískum frama. ítalir áttuðu sig ekki á, að Berlusconi var að bjarga eigin skinni. Þeir létu markaðsfræðinga hans hafa sig að fífli og sáu ekkert fyrir glýjunni af auglýsingaherferð í sjónvarpi. Niðurstaðan var hrapahegur ósigur skyn- seminnar, sem ítölum er smám saman að hefnast fyrir. í stað þess að nota kosningarnar th að útvega sér heið- arlega sfjómmálamenn, fóm ítalir úr öskunni í eldinn. Eina leiðin th bjargar málunum er, að framferði Berlu- sconis leiði th stjómarkreppu og nýrra kosninga, þar sem ítalir fái annað tækifæri, ef þeir vhja nota það. í kosningunum notaði Berlusconi slagorð úr fótboltan- um, Áfram Ítalía, sem nafn á flokki sínum. Nú segja gárungamir, að réttnefni hefði verið: Áfram þjófar. Jónas Kristjánsson Nýtt átrúnaðargoð Itala féll af stalli í síðustu viku rann upp fyrir ítölum að Silvio Berlusconi, mað- urinn sem þeir hófu til valda eftir að langætt valdakerfi var hrunið í spiliingardíki, færir þeim ekki lausn á vandanum sem við er að fást heldur er hann sjálfur hluti af vandamáhnu. Við þetta reis slík reiðicdda með þjóðinni að Berlus- coni varð að taka aftur tilskipun sem hann hafði sett til að taka fram fyrir hendur rannsóknardómar- anna sem flett höfðu ofan af mútu- þægni og glæpsamlegri fjárplógs- starfsemi stjórnmálamanna og tengla þeirra við blóöveldi maf- íunnar. Fyrst í stað reyndi Berlusconi forsætisráðherra að þverskallast og lét talsmann sinn hóta sam- starfsflokkunum í ríkisstjóm stjómarshtum og þingrofi styddu þeir ekki tilskipun hans óbreytta á þingi. En brátt kom í ljós að það voru innantóm orð því að viðbrögð almennings sýndu að færi máhð fyrir kjósendur yrði það flokkur Berlusconis, Áfram Ítalía, sem gjalda myndi afhroð. Meginefni tilskipunar Berlus- conis var að leggja bann við að rannsóknardómarar beiti gæslu- varðhaldi th að granaðir einstakl- ingar í mútu- og fiárdráttarmálum hafi ekki aðstööu til að ónýta sönn- unargögn eða beita vitni þrýstingi. En aö auki var með tilskipuninni afnumin heimhd rannsóknar- manna í mafíumálum til að leyna grunaða því að þeir séu undir rann- sókn, þvert á móti skyldi þeim kunngerð rannsóknin jafnskjótt og hún hæfist. Má nærri geta hver áhrif slíkt hefði á að afla vitnis- burða á stöðum þar sem mafían hefur haft líf manna í hendi sér um langan aldur. Rannsóknardómarar í málum sem varða fiármálaspilhngu, með þá fióra í Mílanó sem mest orð hafa getið sér fyrir skelegga fram- göngu í fararbroddi, thkynntu þeg- ar í stað að þeir myndu æskja flutn- ings í önnur verkefni væri þeim með þessu móti gert ómögulegt að leiða núverandi verkefni til eðh- legra lykta. Rannsóknardómarar í mafíumálum kváðu sér gert ómögulegt að starfa með nokkurri von um árangur með thskipun Berlusconis. Roberto Maroni, innanríkisráö- herra úr Norðurbandalaginu, lýsti svo yfir að thskipuninni hefði for- sætisráðherra komið í gegnum rík- issfjóm með blekkingum, og hann myndi biðjast lausnar fengi hún samþykki þingsins, Berlusconi skoraði á ráðherra sinn að biðjast afsökunar á þessum ummælum eða hverfa úr ríkisstjórn tafar- laust. Kom þá Umberto Bossi, for- ingi Norðurbandalagsins, th skjal- anna og kvað flokkinn sem heild standa að baki Maroni. Ný ríkis- stjóm yrði mynduð degi eftir að Berlusconi féhi á thskipuninni. Þar með hafði forsætisráðherr- þeirra væri sönnuð. Sú viðbára gerði aðeins hlt verra fyrir hann því bent var á að gæsluvarðhalds- heimhd yrði áfram í ghdi fyrir grun um margs konar smærri afbrot. Því væri í raun aðeins verið að hlífa stórþjófum en smáþjófar yrðu áfram beittir hörðu. ítalskir fiölmiðlar, sá hluti þeirra sem Berlusconi ræður ekki, héldu því fram að fyrir dyram hefðu stað- ið nýjar handtökuthskipanir rann- sóknardómara á hendu kaupsýslu- mönnum, sem meðal annars tengd- ust Fininvest, eignarhaldsfélagi Berlusconi-fiölskyldunnar á stór- eignum af ýmsu tagi. Þá liggur það fyrir að rannsókn er hafin á hendur Paolo, bróður og kaupsýslufélaga forsætisráðherrans, fyrir mútu- greiðslur, og á hann að koma fyrir rétt síðar á árinu. Bettino Craxi, fyrrum forsætis- ráðherra og sá stjómmálamaður sem nánust tengsl hefur haft við Berlusconi á kaupsýslubraut hans, er borinn þyngri mútusökum en flestir aðrir stjórnmálamenn á ítal- íu. Hann dvelur í veglegu húsi sínu í Túnis neitar að sinna stefnum rannsóknardómara í Mílanó, heimaborg þeirra forsætisráðherra beggja, og ber við sykursýki. Við- leitni th að fá hann framseldan hefði oröið að engu um leið og til- skipun Berlusconis stöövaði fram- gang spillingarmálanna. Berlusconi á fréttamannfundi að verja tilskipun sína. Þar kallaði hann rannsóknardómara i mútumálum „auglýsingasjúkar sjónvarpsstjörnur" og neitaði að svara nokkurri spurningu fréttamanna. Simamynd Reuter. ann tapað og sá þann kost vænstan að semja við hina stjórnarflokkana um aö þingið hafnaði thskipuninni sem það verður að taka afstöðu th. í staðinn komi lagafrumvarp um réttarfarsefni, en án þess að svipta Magnús Torfi Ólafsson rannsóknardómara í spihingar- málum gæsluvaröhaldsheimhd og án þess að létta leyndarheimhd af í rannsókn mafíumála. Berlusconi reyndi að verja til- skipun sína með því að verið væri að verja mannréttindi, hindra fangelsun manna áður en sekt Erlend tíðindi Skoðanir annarra Hrun dollarans „Gífurleg verðlækkun dollarans gagnvart jap- anska jeninu virðist vera til langframa. Á undanfóm- um þremur vikum hefur doharinn hvað eftir annað slegið fyrri met í lágu gengi frá lokum heimsstyijald- arinnar síðari. í bhi er ekkert sem bendir til þess að gengi doharans í Japan verði mikið yfir 100 jenum sem er hinn sálfræðhegi múr sem nú hefur veriö rofinn. Ein af ástæðunum fyrir lágu gengi dollarans er stjómarskipti í Japan. Þau veikja trú manna á að nokkuð verði gert til að draga úr gífurlegum hagn- aði Japana í viðskiptum við Bandaríkin.“ Ur forustugrein Politiken 18. júlí. Leyfum Tævan að vera með „Hlutur Tævans í stjómmálum og efnahagslífi Austur-Asíu er of mikhl th að hægt sé að sniðganga það i hinni nýju heimsskipan sem er að myndast að kalda stríðinu loknu. Það á heima í fríverslunarsam- tökunum WTO og það ætti að taka þátt í öryggisvið- ræðum ASEAN-bandalagsins sem fara fram i Bang- kok síðar í mánuðinum. Og helst af öllu ætti að leyfa landinu inngöngu í Sameinuðu þjóðimar." Úr forustugrein New York Times 18. júlí. íþrótt úthverfanna „Það voru ekki margir af þeim milljónum Banda- ríkjamanna sem horfðu á útslitaleik Brasilíu og ítal- íu í heimsmeistarakeppninni sem ekki stóð á sama um hver vann. Nær hvarvetna annars staðar í heim- inum kann knattspyrnan að vera ástríða. i Banda- ríkjunum er hún hins vegar enn miklu fremur íþrótt sem iðkuð er í úthverfunum en íþrótt sem þorri al- mennings horfir á.“ Cr forustugrein Washington Post 19. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.