Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 15
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
15
,;:í •
: '
V
DV-mynd JAK
Líkur aukast á haustkosningum
Þeir sem fylgjast með pólitíkinni
hér heima geta ekki kvartað yfir
deyfð og drunga þótt nú sé hásum-
ar og sá tími sem venjulega er að-
gerðaminnstur á þeim vettvangi.
Hnútur fljúga á milli forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra um cif-
stöðuna til Evrópusambandsins.
Sagt er að „titringur" sé í stjómar-
samstarfinu. Annar stjórnarflokk-
anna, Alþýðuflokkurinn, er að
heita má klofinn og fyrrverandi
varaformaður hans er í hðskönn-
unarferð um landið og útilokar
ekki sérframboð. Umræður eiga
sér stað um landsframboð vinstri
flokka gegn Sjálfstæðisflokknum í
anda hins sigursæla R-hsta í
Reykjavík. Raddir um þingrof og
haustkosningar verða sífeht há-
værari. Loks sýnir ný skoðana-
könnun aö Sjálfstæðisflokkurinn
sækir verulega í sig veðrið en AI-
þýðuflokkurinn er veikur.
Við hæfi er að líta yfir þennan
völl og reyna að átta sig á því hvað
fram undan er.
Einleikur
Jóns Baldvins
Enginn vafi leikur á því að yfir-
lýsingar Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráðherra í Evrópu-
ferð hans á dögunum komu sam-
starfsflokknum í ríkisstjóm veru-
lega á óvart. Mönnum þótti sem
hann tæki mikið upp í sig af htlu
tilefni. Hann virtist vera að reyna
að setja af stað atburðarás sem
ekki væri í samræmi við stefnu-
mörkun Alþingis og ríkisstjómar.
Viðbrögð Davíðs Oddssonar voru
í samræmi við þetta. Hann kvað
málatilbúnað Jóns Baldvins á mis-
skilningi byggðan. Ekkert nýtt
hefði komið fram sem réttlætti að
máhð færi í annan farveg en það
hefði verið í. í þessu sambandi má
nefna að fyrirhugað er að Davíð
Oddsson hitti forseta fram-
kvæmdastjórnar ESB í næstu viku.
Hefur forsætisráðherra ef til vih
tahð að framganga Jóns Baldvins
væri við það miðuð að skyggja á
þýðingu þess fundar. Það leyndi sér
a.m.k. ekki að forsætisráðherra var
samstarfsmanni sínum óvenjulega
gramur að þessu sinni.
Ýmsir áhrifamenn í Sjálfstæðis-
flokknum, sem verið hafa fullir efa-
semda um skynsemi þess að kjósa
í haust, telja vinnubrögð Jóns Bald-
vins í ESB-málum undanfarna
daga vera kornið sem fyllti mæhnn
hvað afstöðu þeirra til kosninga
varðar. Slíkur trúnaðarbrestur sé
kominn upp innan ríkisstjórnar-
innar að hún hafi ekki burði til að
móta sameiginlega stefnu í þessu
mikilvæga máli að óbreyttu. Fyrir-
sjáanlegt sé að heih vetur fari í
súginn og það sé of dýru verði
keypt. Þess vegna sé rétt að kjósa
í haust.
Sérframboð
Jóhönnu
Jóhanna Sigurðardóttir virðist fá
góðar móttökur á ferðalagi sínu um
landið, ferðalagi sem hún kahar
sjálf „liðskönnun". Hún segir að
skilaboðin sem hún fái hvarvetna
séu hvatning til sérframboðs.
Jóhanna er um margt sérstæður
stjórnmálamaður. Hún hefur ekki
lagt sig eftir því undanfarin ár að
heilla kjósendur með glaðværri
framkomu og frekar forðast sviðs-
ljós fjölmiðla en hitt. En mjög
margir hafa það á tilfínningunni
að hún sé heilsteypt manneskja
sem láti málefni og hugsjónir ráða
ferðinni og erindi hennar í stjóm-
máhn sé ekki það eitt að skara eld
að sinni köku. Jóhanna höfðar til
breiðs hóps kjósenda, s.s. þeirra
sem ekki em of hnýttir við flokk-
ana yfirhöfuð og þeirra sem em að
jafnaði tortryggnir og rieikvæðir
gagnvart stjórnmálamönnum og
valdamönnum þjóðfélagsins sér-
staklega.
Sumir segja að Jóhanna nái til
sama kjósendahóps og studdi Al-
bert Guðmundsson í Borgara-
flokksævintýri hans fyrir sjö áram.
Einnig til kvenna sem gætu annars
hugsað sér að styðja Kvennahst-
Laugardags-
pistiU
Guðmundur Magnússon
fréttastjóri
ann. Færi hún fram með sjálfstætt
framboð á hún áreiðanlega mögu-
leika á talsverðu fylgi.
Enginn R-listi
Árangur R-listans í borgarstjórn-
arkosningunum í Reykjavík á dög-
unum hefur eðlilega vakið upp þá
spumingu hvort shkt samstarf eða
svipað geti tekist á milli vinstri
flokkanna í þingkosningum. Ólafur
Ragnar Grímsson hefur sem kunn-
ugt er varpað fram þeirri hugmynd
aö flokkarnir lýsi því yfir fyrir
kosningar að þeir æth að mynda
ríkisstjóm saman fái þeir til þess
stuðning kjósenda. M.ö.o. að kosið
verði um ríkisstjórn.
Hugmynd Ólafs Ragnars er í
sjálfu sér ekki fráleit en galhnn er
sá að hún fær litlar sem engar und-
irtekir meðal þeirra manna sem
hann er að biðla til. Og húgmyndir
um R-hsta fá enn verri undirtektir,
þ. á m. í Alþýðubandalaginu, þar
sem Svavar Gestsson virðist ein-
dregið andsnúinn þeim. Kvenna-
listinn hefur gert samþykkt á vor-
þingi sínu þar sem samruna vinstri
flokkanna í næstu þingkosningum
er vísað á bug. Halldór Ásgrímsson
blæs á hugmyndina.
Eini stuðningurinn sem R-lista-
framboð fær er meðal ákveðinna
hópa í Alþýðuflokknum og Alþýðu-
bandalaginu. Þar hafa menn m.a.
velt upp þeim möguleika að fá Jó-
hönnu Sigurðardóttur til að veita
shku framboði forystu. Ólíklegt er
þó að þetta gangi eftir og útilokaö
ef til haustkosninga kemur.
Sjálfstæðisflokkur
styrkist
Skoðanakannanir að undanfórnu
sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur styrkst verulega miðað við mæl-
ingar undanfarin misseri. Nýjasta
könnunin sem gerð hefur verið
sýnir hins vegar að Alþýðuflokkur-
inn er á niðurleið. I könnunum
þessum hefur ekki verið spurt um
stuðning við sérframboð Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Ymsir áhrifamenn í Sjálfstæðis-
flokknum meta stöðuna svo að
flokknum sé óhætt að fara út í
kosningar við þessar aðstæður.
Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að
verða vænlegasti samstarfskostur
hvers og eins hinna flokkanna.
Ólíklegt sé að hægt verði að koma
saman vinstri stjórn nema með
þátttöku fjögurra flokka og jafnvel
fimm gangi sérframboö Jóhönnu
eftir. Slík fjölflokkastjórn sé mar-
tröö stjómmálamanna og því sé
ömggt að látið verði reyna á sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn.
Stjórnarsht, þingrof og kosningar
í haust þurfa ekki nauðsynlega að
útiloka framhald á samstarfi Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks. Inn-
an beggja flokkanna er mikill áhugi
á slíku samstarfi og að sama skapi
mikil vonbrigði yfir því að hinn
vinsamlegi andi frá Viðey skuh
ekki lengur svífa yfir vötnunum.
Eins og mál hafa þróast eru þó
meiri hkur á því að sjálfstæðis-
menn hti næst th annarra átta.
Samstarf við Kvennalistann er t.d.
ekki óhugsandi en yrði áreiðanlega
erfitt nú þegar Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hefur haslað sér völl á
vettvangi borgarmála og nöfnurn-
ar Kristín Ástgeirsdóttir og Einars-
dóttir, sem þykja ekki beint fulltrú-
ar frjálslyndis og sveigjanleika, eru
komriar í forystu fyrir flokkinn.
Framsóknarflokkurinn er líka
sterklega inni í myndinni, enda
hefur hann færst frá vinstri eftir
að Halldór Ásgrímsson varð for-
maður. Jafnvel Alþýðubandalagið
er ekki talið útilokað þrátt fyrir
frægar orðahnippingar flokks-
formannanna í þingsölum í vetur
sem leið.
Haustkosningar
Getspakir menn, sem telja sig
þekkja vel til á stjómarheimilinu,
segja að líkur á kosningum í haust
séu nú 60 á móti 40 en hafi verið
50:50 fyrir Evrópusambandsævin-
týri Jóns Baldvins.
Verði haustkosningar á annað
borð ofan á gæti komið th þingrofs
í næsta mánuði og kosninga í lok
september eða byrjun október.
Stjórnarskráin segir að þingrofs-
valdið sé í höndum forsætisráð-
herra og hann þarf ekki að kalla
Alþingi saman til að kynna boð-
skap sinn. Hann getur einfaldlega
rofið þing heima í eldhúsinu á
Lynghaganum.
í viðtölum við fjölmiðla úthokar
forsætisráðherra ekki þingrof og
kosningar í haust en bendir á að
sterkustu rökin í því efni varði
ekki samstarf stjómarflokkanna.
Kosningar eigi að réttu að verða í
byrjun apríl á næsta ári og það
muni þýða kosningabaráttu frá þvi
í febrúar og þing sem verður tæp-
ast starfhæft eftir jól.
Hver svo sem rökin verða á end-
anum og hvort sem stjórnarflokk-
arnir verða samstiga eða ekki eru
líkurnar á haustkosningum nú
meiri en minni.