Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 22
22 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 Sérstæð sakamál Það vakti mikla athygli þýskra fjölmiðla þegar mál lögregluþjóns- ins Michaels Dernbachs kom fyrir rétt því það lá í loftinu aö óvenju- legs dóms kynni að vera að vænta. Áður hafði allmikið verið fjallaö um glæpinn sem hann hafði fram- ið, morð. Dag einn, fyrir hádegi, hafði hann skotið elskhuga konu sinnar til bana á vinnustað hans. Michael og Gabriele Dernbach höfðu verið gift síðan 1980 og áttu tvö börn, fjögurra og sjö ára, þegar til hinna alvarlegu tíðinda dró í lífi þeirra. Michael hafði verið í lög- reglunni árum saman, en Gabriele var einkaritari hjá fyrirtækinu Karner & Co í Wiirtzburg. Bæði höfðu þau verið vinnusöm og var ekki til þess vitað að neitt væri að í hjónabandi þeirra. En dag einn varö breyting á því. Nýtt kunningjafólk Það var í fyrirtækinu sem Gabri- ele vann hjá sem hún kynntist Ger- hard Kistner, manninum sem átti Gabrieie Dernbach. Michael Dernbach. Sök hins myrta eftir að verða elskhugi hennar. Kistner var þrekvaxinn maður meö skegg og gekk með gleraugu. Hann var upp á kvenhöndina og þótti hafa sterk áhrif á konur. Þeg- ar hann kynntist Gabriele var hann kvæntur. Hét kona hans Mar- iene og eftir nokkurn tíma fóru Kistner-hjónin og Dernbach-hjónin að hittast og skemmta sér saman. Fór vel á með þeim. Michael Dernbach fannst í byij- un mikið til þessara nýju kunn- ingja koma og lýsti því nokkrum sinnum yfir að hann væri mjög ánægður yfir að hafa kynnst þeim því Marlene og Gerhard væru in- dælt fólk. Sú skoðun breyttist hins vegar á einu augnabliki. Dag einn var Michael skýrt frá því að kona hans væri farin að halda fram hjá honum með Gerhard. „Ég er ástfanginn af konunni þinni" Eftir að hafa komist að ótryggð konu sinnar varð Michael ekki svefnsamt. Heila nótt lá hann and- vaka og morguninn eftir ákvað hann að ræða málið '/ið Gerhard. Hann hélt á fund hans og reyndi aö fá hann til að hætta viö að vera með Gabriele. En Gerhard brosti bara og sagði: „Mér þykir það leitt, gamli. Ég er ástfanginn af konunni þinni." Nokkru áður en þetta gerðist höfðu fjórmenningarnir ákveðið að fara saman í sumarleyfi. Því var nú aflýst í skyndi. Héldu alhr til síns heima en að Michael sótti þunglyndi og fór hann að hafa orð á því að hann myndi svipta sig lífi ef kona hans gerði alvöru úr því að skilja við hann og fara með börnin. „Hugsunin um að Gabriele færi frá mér var mér ofraun,“ sagði hann síðar fyrir rétti. Milli vonar og ótta Nú leið nokkur tími. Michael átti mörg samtöl viö Gabriele, og í hvert sinn bað hann hana um að hætta við að sækja um skilnað. Hann myndi aðeins leiða óham- ingju yfir þau bæði. Nokkrum sinn- um lýsti hún þá yfir því að hún hefði lagt allar hugmyndir um skilnað á hilluna því hún hefði ekki í huga að svíkja bæöi mann og börn. En á milli náöi þráin eftir Ger- hard yfirhöndinni og rauk þá hinn góði ásetningur út í veður og vind. Þá talaði hún þveröfugt við það sem hún gerði á öðrum stundum, Gerhard Kistner. og sagðist vilja fá skilnað. Líf Michaels einkenndist því af von og ótta þennan tíma og var óvissan honum þung í skauti. Ásetningur Ger- hards styrkist Gerhard virtist stefna að þvi einu að ganga að eiga Gabriele og átti sinn þátt í því hve óstööug hún var. Og dag einn skildi hann við konu sína, Marlene, sem fluttist af heimihnu og mátti þá flestum vera ljóst að honum var alvara. Nokkrum dögum síðar hóf Ger- hard það sem nefnt hefur verið „stórsóknin til aö ná í Gabriele". Hann lét sér ekki aðeins nægja að hafa samband við hana, heldur setti hann smáauglýsingar í blöðin til að henni mætti vera fyllilega ljóst til hvers hugur hans stóð. Michael fannst nóg um þegar hann tók sér í hönd dagblaö og las eftirfarandi í smáauglýsingadálki undir einkamál: „Elskan mín. Ég get ekki lifaö án þín. Ást mín þekkir sér engin takmörk, og hug- ur minn er alltaf hjá þér. Við eigum að vera saman til eilífðar." „Gerhard verður að hverfa!" Michael átti erfitt með að jafna sig eftir lestur auglýsingarinnar. Og meðan hann var að því harst honum fregn um að faðir hans lægi fyrir dauðanum. Hann flýtti sér til föðurins en á leiðinni til hans leitaði hugurinn langt aftur í tímann. Michael var um þrítugt, þegar hér var komið, en þegar hann var drengur hafði sá atburður gerst sem haft hafði mikil áhrif á hann, reyndar meiri en nokkuð annað af því sem gerst hafði á bernskuheimilinu. Móöir hans hafði skyndilega farið að halda fram hjá föður hans og lauk ástarsambandinu viö elsk- hugann með því að hún sótti um skilnað og sundraði fjölskyldunni. Þá hafði Michael verið tólf ára. „Ég gat ekki losnað við tilhugsun- ina,“ sagði Michael síðar um þann dag þegar hann fór að heimsækja dauðvona föður sinn. „Átti nú allt að endurtaka sig? Áttu börnin mín að þola það sama og ég forðum? Ég sá aðeins eina lausn. „Gerhard verður að hverfa!" sagði ég við sjálfan mig.“ Áfund mótherjans Michael gerði sér ljóst aö hann mætti ekki mikinn tíma missa. Gabriele gæti hvenær sem væri gert alvöru úr því að heimta skiln- aðinn. Hann hélt því á fund Ger- hards með það í huga fyrst og fremst, þrátt fyrir fyrri hugsanir um að ráða hann af dögum, að reyna að semja. Fundurinn átti sér stað á vinnu- Lögregluþjónn meó vopnið. stað Gerhards. Michael fór bónar- leiðina að honum. Hann kraup tár- fellandi á kné og bað elskhuga konu sinnar aö snúa við henni bakinu, ekki bara sín vegna heldur barn- anna vegna. En Gerhard hafnaði beiðni hans og hæddi hann. „Hver þykistu eiginlega vera?“ spurði Gerhard. „Þú ert bara lög- reglusnattari. Annað ertu ekki! Getirðu ekki haft stjórn á konunni þinni er það ekki mitt vandamál. Er það ef til vill mín sök að þú ert ekki nógu duglegur í bólinu?" „En þér er í raun sama um hana,“ sagði Michael. „Eftir nokk- ur ár veröurðu þreyttur á henni og kastar henni frá þér.“ „Og hvað þá með það?“ spurði Gerhard. „Þá verð ég vafalaust búinn að finna aðra!“ Á þessu augnabliki gerðist eitt- hvað innra með Michael. Án þess að segja eitt aukatekið orð dró hann upp lögregluskammbyssuna sína og skaut fjórum skotum á Gerhard. Síðan beindi hann hlaup- inu að hökunni á sér og tók í gikk- inn. En kúlan varð honum ekki að bana. Hann særðist hins vegar illa og honum blæddi allnokkuð þegar hann skjögraði út í bílinn sinn og ók á brott. Fleiri sjálfsvígs- tilraunir Eitthvað dró úr blæðingunum og næstu stundimar gerði Michael fleiri tilraunir til þess að ráða sér bana en engin þeirra tókst. Loks var sem honum yrði ljóst að það væri rangt af honum að svipta sig lífi, fyrst og fremst barnanna vegna. Hann fór því á sjúkrahús og þar var gert að meiðslum hans. Hann ber þó enn merki eftir kúluna sem lenti í höku hans. Að aðgerð lokinni var Michael tekinn til yfirheyrslu. Þar játaði hann á sig morðið en skýrði jafn- framt frá aðdraganda þess. Þótti sem Gerhard og Gabriele hefðu leik- ið hann grátt og greindu blöö, út- varp og sjónvarp frá málavöxtum. Fékk Michael, þessi laganna vörður sem aldrei hafði verið staðinn að neinu misjöfnu, allmikla samúð. Vægur dómur Þegar málið var tekið fyrir í sakadóminum í Wúrtzburg þótti rétt að fara yfir allt sem gerst hafði fyrir morðið. Saksóknari, sem hafði þegar kynnt sér málavexti, setti fram þá kröfu að sakboming- ur fengi fimm ára og níu mánaða fangelsi. En réttinum fannst sú krafa ekki sanngjörn og urðu lyktir þær að Michael Dernbach var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Það var þó ekki bara þessi vægi dómur sem vakti athygli, heldur dómsforsendurnar. Dómararnir lögðu sérstaka áherslu á að Micha- el Dernbach væri ekki einum um morðið að kenna. í forsendum dómsins kom fram að rétturinn taldi meginsök í morð- málinu liggja hjá þeim myrta! Ekki væri hægt að horfa fram hjá hegð- an Gerhards og Gabriele meðan samband þeirra stóð. Hluti sakar- innar lægi því einnig hjá Gabriele. Þau skötuhjú hefðu gert sakborn- ingi lífið svo leitt að segja mætti að þau hefðu rekið hann fram á ystu brún og að lokum hefðu þau ýtt honum fram af henni. „Hann er ekki sá sem mesta sekt ber,“ sagði dómsforsetinn. „Hún liggur hjá konu hans og elskhugan- um látna.“ Þar með lauk þessu óvenjulega máh þar sem sök á moröi var kom- ið á þrjá aðila, þar á meðal hinn myrta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.