Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 25
24
LAUGARDAGUF. 23. JÚLl 1994
Feðgamir Guðmundur Benediktsson og Pétur Öm um Jesúm guð dýrling og Hárið:
Leitum alltaf
afturtil
fortíðarinnar
Guðmundur Benediktsson og Pálmi Gunnarsson í hlutverkum Jesú og Júdasar i Austurbæjarbíói 1973. DV-mynd JAK
Fyrir 21 ári stóð Guðmundur Bene-
diktsson síðhærður og alskeggjaður
á sviði Austurbæjarbíós og lék aðal-
hlutverkið í söngleiknum Jesús guð
dýrlingur. Nú leikur sonur Guð-
mundar, Pétur Örn, hippann Regn-
boga í söngleiknum Hárinu í ís-
lensku óperunni og er auðvitað með
sítt hár og alskegg.
Pétur Örn segist hafa verið svona
hærður áður en hann fór að leika í
Hárinu. „En ég er nú bara að upplifa
tískuskugga hippamenningarinnar.
Pabbi var með á þessum tímum.
Unga kynslóðin í dag hefur sínar
pólítísku skoðanir en efnir 'ekki til
hópmótmæla. Það er ekki pólítísk
hnefasamstaða sem ríkir nú eins og
þá,“ segir Pétur Örn.
Guðmundur, sem hippakynslóðin
man eftir úr hljómsveitinni Mánum
frá Selfossi, vill nú ekki viðurkenna
að hann hafi verið alvöruhippi en
kveðst vissulega hafa oröið fyrir
áhrifum tíðarandans þegar hipparn-
ir undirstrikuðu heimspeki sína með
klæðnaði og hegðun sem stakk í stúf
við það sem var heíðbundið. Hann
var tvítugur þegar hann sá upp-
færslu Leikfélags Kópavogs á Hárinu
í Glaumbæ 1971. Þaö var sama ár og
Pétur Örn fæddist.
„Boðskapurinn um kærleikp og frið
er alltaf í gildi á meðan stríð geis-
ar,“ segja þeir.
„Mín kynslóð sá þetta samt í aðeins
öðruvísi samhengi. Þetta var sam-
tímaverk og gagnrýnin beindist gegn
einu ákveðnu stríði," bætir Guð-
mundur við.
Skynjaði angist
hermannanna
Hann minnist komu bandarískra
hermanna af Keflavíkurflugvelli á
sveitaböll á Suðurlandi þegar hann
lék með Mánum. „Maður skynjaöi
angistina hjá þessum ungu strákum
af Vellinum. Þeir sögðu viö mann að
þeir yrðu bara eitt ár á íslandi og svo
yrðu þeir kannski sendir til Víetnam.
Það var ofboðslegur kvíði í þeim.
„Hvað kemur okkur við það sem er
að gerast svona langt í burtu í Asíu?“
sögðu þeir. Þeir sáu engan tilgang
með því að fara eftir duttlungum
pólitíkusa. Ég gekk fram hjá svarta
veggnum í Washington á þéssu ári
með nöfnum þeirra sem aldrei sneru
aftur frá Víetnam. Það hafði mikil
áhrif á mig."
I öðruvísi samhengi
Talsvert hefur verið rætt um það
að undanförnu hvort söngleikurinn
Jesús guð dýrlingur
Það hafði einnig áhrif á ungan tón-
listarmann frá Selfossi aö leika aðal-
hlutverkið í Jesú guð dýrlingi fyrir
Hötundar söngleiksins Jesus Christ Superstar, Tim Rice og Andrew Lloyd
Webber, voru heiðursgestir á frumsýningunni í Austurbæjarbíói. Hér eru
þeir meö Guðmundi og Pálma og leikstjóranum Pétri Einarssyni sem er
lengst til hægri.
DV-mynd Bragi Guðmundsson
Hárið, eftir þá James Rado og Ge-
rome Ragni, sem frumsýndur var úti
í heimi um miðjan sjöunda áratug-
inn, höfði til ungu kynslóðarinnar í
dag. Áhrifln frá hippatímanum á
tisku undanfarinna missera hafa þó
verið augljós og dægurtónlistin hefur
dregið dám af svokallaðri sýrutónlist
hippanna.
Þeir feðgar fullyrða aö það sé boð-
skapur í söngleiknum og telja að það
sé í raun ekki neinn mismunur á því
hvernig þeir sjá hann þrátt fyrir að
þeir tilheyri hvor sinni kynslóð.
nær aldarfjórðungi. „Jóhann G. Jó-
hannsson hafði afþakkað aðalhlut-
verkið einhverra hluta vegna og Pét-
ur Einarsson leikstjóri kom austur
til að hlusta á mig syngja. Hann
spjallaði svo lengi við mig á eftir en
það hvarflaði ekki að mér að hann
væri að hugsa um mig í aðalhlut-
verkið fyrr en í lok samtalsins. Ég
hikaði aldrei þegar ég var búinn að
taka ákvörðun en auðvitað hafði
þetta áhrif á mann. Maður bar saman
uppfærsluna og sína barnatrú og
kraftaverkasögur úr biblíunni. í
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
Guðmundur Benediktsson er löngu orðinn snögghærður. Nú er það sonurinn Pétur Örn sem er með hippahár og alskegg.
DV-mynd JAK
söngleiknum skynjaði maður að Jes-
ús var fyrst og fremst maður en með
meiri þroska en venjulegt fólk.“
Presturinn bað
guð að blessamig
Guðmundur kveðst hafa ákveðið
að upplifa persónuna á annan hátt
en úr biblíunni eins og hann orðar
það. „Ég fór ekki í biblíulestur eins
og lærðir leikarar sem tóku þátt í
uppfærslunni. Ég ákvað að upplifa
persónuna á annan hátt en hlýddi
auðvitað leikstjóranum. Uppfærslan
vakti mikla athygh í þjóðfélaginu og
mér var sagt að í sunnudagsmessu
hefði prestur nokkur beðið guð að
blessa þennan unga mann sem ætlaði
að taka að sér þetta hlutverk."
Það er reyndar ekki ýkja langt síð-
an Guðmundur brá sér í hlutverk
Jesú guðs dýrlings því hann var
gestaleikari á einni sýningu Verslun-
arskólans á verkinu í vetur ásamt
Pálma Gunnarssyni sem lék Júdas
og Harald G. Haralds sem var í hlut-
verki Heródesar.
Jónas R. Jónasson lék á sínum tíma
Pontíus Pílatus og Kaífas æðsta prest
lék Jón Sigurbjömsson. Shady Ow-
ens var í hlutverki Maríu Magda-
lenu.
Webber og Rice
voru heiðursgestir
Heiðursgestir á frumsýningunni
á Jesú guð dýrhngi voru Andrew
Lloyd Webber, höfundur tónlistar-
innar, og Tim Rice, höfundur text-
ans. Áður en Webber hlaut heims-
frægð fyrir tónlist sína í Jesus Christ
Superstar hafði hann unnið til fjöl-
margra verðlauna fyrir tónsmíðar
sínar. Koma þeirra til íslands þótti
mikill viðburður.
„Á þessum tíma var verið að sýna
söngleikinn víða um heim og þeir
gerðu sér far um að sjá sem flestar
sýningar. Ég held að þeir hcifi verið
búnir að sjá þær langflestar. Vigdís
Finnbogadóttir forseti var leikhús-
stjóri Leikfélags Reykjavíkur þá og
Pétri Erni sem gitarleikara í hljóm-
sveitinni Sirkus Babalú og orgelleik-
ara í rokksveitinni Rask. Pétur Örn
stefnir á nám í klassískum píanóleik
í haust hjá Félagi íslenskra hljómlist-
armanna en hann er jafnframt með
blæðandi leiklistaráhuga. Leiklist-
arnám er því ofarlega á blaði hjá
honum og það jafnvel erlendis.
Áhugamál sonarins koma Guð-
mundi ekki á óvart. „Pétur Örn hefur
verið að fikta við öU hljóöfærin sem
ég hef sankað að mér. Hann hefur
alist upp við mikla tónlistariðkun."
Þrátt fyrir reynslu föðurins segist
Pétur Örn ekki hafa leitað ráða hjá
honum vegna hlutverksins í Hárinu.
„Ég tók vinsamlegum ábendingum
leikstjórans Baltasars Kormáks. Ég
treysti honum og öðrum stjórnend-
um algjörlega. Tónlistarstjórinn Jón
Ólafsson leiðbeindi mér lítillega með
sönginn en eiginlega syng ég að
mestu eftir eigin höfði og þeirri til-
finningu sem ég hef fyrir þessu.“
Alltafleitað
aftur tilfortíðar
Guðmundur er enn ekki búinn
að sjá sýningu Flugfélagsins Lofts á
Hárinu í íslensku óperunni sem hlot-
ið hefur einróma lof gagnrýnenda.
Hann getur því ekki tjáð sig um
frammistöðu sonarins en kveðst
mjög spenntur. Honum þykir ekkert
nema eðlilegt að ný kynslóð vilji setja
upp Hárið. „Menn leita alltaf aftur
til fortíðar og af hverju ekki aftur til
hippatímans. Það hefur verið leitað
til Presleys og Bítlanna. Það hefur
aUt áhrif hvað á annað og mér finnst
stríðsádeilan eiga rétt á sér hvenær
seni er. Mér skilst að í uppfærslunni
nú sé dregin upp neikvæðari mynd
af fíkniefnaneyslu en í gömlu upp-
færslunni því menn eru orðnir vísari
í dag en þá. Það eru aðrir timar og
það hefur ýmislegt komið í ljós varð-
andi skaðsemi fíkniefna. Pólítíski
boðskapurinn er sá sami og var áð-
ur. Hann er alltaf í gildi á meðan
menn berast á banaspjót í heimin-
um.“
hún var líka á frumsýningunni,"
greinir Guömundur frá.
Hrifnir af sviðsmynd-
inni
Hann segir nærveru höfundanna
ekki hafa haft í fór með sér viðbótar-
streitu. „Maður var svo sem ekkert
strekktari fyrir það. Það var þessi
hefðbundni frumsýningarskjálfti í
heimi. Sviðsmyndin var í rauninni
alltaf sú sama en ljós mikið notuð til
að breyta um stemningu. Heiðurinn
að leikmyndinni átti Steinþór Sig-
urðsson enda afburðasnjall."
Spilaði tæplega
12áraásveitaballi
Það eru rúmir þrír áratugir síðan
Árið 1965 stofnuðu þeir hljómsveit-
ina Mána ásamt fleiri félögum og
komu fyrst fram á landsmóti ung-
mennafélaganna á Laugarvatni það
sama ár. Guðmundi þótti spila-
mennskan koma niður á námi og
hætti tvisvar en byijaði jafnharðan
aftur. Hann lauk tónmenntakenn-
aranámi 1976 eða árið áður en hann
gekk í hljómsveitina Brimkló sem
hann var í til ársins 1979. Nú er Guð-
Atriði úr Hárinu í islensku óperunni.
manni. Þetta var bara góð tilfinn-
ing.“
Að sögn Guðmundar létu höfund-
arnir í ljós ánægju sína með sýning-
una og sérstaklega hversu vel sviðs-
myndin var hönnuð. „Sviðið í Aust-
urbæjarbíói var nú ekki stórt miðað
við svið í stóru leikhúsunum úti í
Guðmundur steig fyrst upp á svið.
Hann var þá tæplega tólf ára. „Ég
spilaði með Ólafi Þórarinssyni, sem
síðar varð þekktur undir nafninu
Labbi í Mánum, á sveitaböllum. Við
spiluðum í hálftíma og vorum keyrð-
ir og sóttir. Við vorum í raun í fylgd
með fullorðnum.
mundur einn af meðhmum þjóðlaga-
sveitarinnar Islandica.
Með blæðandi
leiklistaráhuga
Unga kynslóðin hefur kynnst