Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 26
34 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 íþróttir Souness og Karen með hundana tvo þegar allt var i stakasta lagi. Ömurleg heimkoma hjá Souness og Karen Graeme Souness og kona hans Karen áttu ekki skemmtilega heimkomu eftir brúðkaupsferð á dögunum. Souness, sem frægastur er fyrir leik sinn með Liverpool í ensku knattspyrnunni og sem stjóri hjá skoska stórveld- inu Glasgow Rangers, varð öskuillur er hann komst að því er hann kom heim úr brúðkaupsferðinni að bóndi einn í nágrenninu hafði skotið báða hunda hans til bana. Hundarnir höfðu drepið og étið eitt lambanna hjá Richard Reeves sem býr sauðfjárbúi skammt frá heimili knattspymuhetjunnar fyrrverandi. „Ég átti fárra kosta völ. Hundarnir höfðu þegar drepið eitt lamb og hin voru mjög skelkuö. Þeir hefðu þess vegna getað drepið mun fleiri lömb. Hundar sem byrja á þessu koma alltaf aftur svo ég varð að skjóta þá,“ sagði bóndinn og bætti við: „Ég vissi ekki að hundarnir væra í eigu Gra- eme Souness enda hefði það engu máli skipt.“ Bóndinn tilkynnti atburðinn til lögreglu og þegar Souness heimsótti hann ásamt nýorðinni konu sinni var Souness bálvondur og við lá að hann léti hendur skipta. Sagður stærsti lygalaupur í öllum heiminum Þessi myndarlegi Bandaríkjamaður heitir Calvin Lane og er fyrrum atvinnumaður í hnefaleikum. Hann er um 2,30 metrar á hæð og meyjarn- ar mega sín lítils við hlið kappans. í dag er Lane þekktastur fyrir það að geta vart sagt satt orð og er kallaður stærsti lygalaupur í heimi. Landsmótið í golíi hefst á morgun: „Frekja að ætlast til að ég verji titilinn" - segir meistarinn Þorsteinn Hallgrímsson Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég lofa því einu aö ég ætla að hafa gaman af þessu, ég ætla mér að gera allt til að halda tithnum en eftir það sem á hefur gengið væri það frekja að gera of miklar kröfur í þeim efnum,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson, íslandsmeistari í golfi, sem hefur titilvörn sína á landsmótinu á Akureyri á þriöju- dag. íslandsmótið hefst á sunnu- daginn en þá heija kylfingar í þriðja flokki karla keppni. Þorsteinn meiddist illa í baki skömmu eftir sigurinn á landsmót- inu í fyrra og hefur ekki náð sér að fullu. Hann sýndi þó í Grafar- holti um síðustu helgi að hann er að nálgast sitt gamla form og þá getur allt gerst. Margir líklegir Þorsteinn segir að þeir sem teljist líklegastir í baráttuna á Akureyri séu Siguijón Arnarson, GR, Birgir Leifur Hafþórsson GL, Þórður E. Sigurðsson GL, Björgvin Sigur- bergsson GK og heimamennina Sigurpál Sveinsson og Örn Arnar- son. Ekki er að efa að fleiri hafa áhuga á titlinum, t.d. Kristinn G. Bjarna- son frá Akranesi sem hefur leikið geysivel að undanförnu og enginn skyldi afskrifa „gömul brýni“ eins og Hannes Eyvindsson, GR, Gylfa Kristinsson, GA, og Svein Sigur- bergsson, GK. Hart sótt að Karen Karen Sævarsdóttir, GS, hefur ver- ið ósigrandi undanfarin ár og unn- iö landsmótið 5 ár í röð. Ýmislegt bendir til þess að titil- vörnin geti orðið henni erfiðari en áður og þær sem telja verður lík- legastar til að beijast við Karen eru Herborg Arnarsdóttir, GR, sem sigraði hana í Mitsubishi-mótinu fyrir norðan á dögunum, Ólöf Mar- ía Jónsdóttir, GK, og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Völlurinn á Akureyri er í mjög góðu ásigkomulagi og þátttakendur á landsmóti í golfi hafa líklega aldr- ei verið fleiri. 317 skráðir til leiks. kylfmgar eru Metþátttaka og allar aöstæöurgóðar Útlit er fyrir mjög skemmtiiegt landsmót að þessu sinni. Alhr bestu kylfingar landsins mæta til leiks og er það mál margra að aldr- ei fyrr hafi verið efiðara að spá fyr- ir um úrsht í meistaraflokki karla. Þá era taldar nokkuö góðar hkur á því að Karen Sævarsdóttir fái haröa keppni í meistaraflokki Þorsteinn Hallgrimsson hefur islandsmeistaratitil að verja á landsmót- kvenna. inu sem hefst á Akureyri um næstu helgi. DV-mynd GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.