Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Síða 28
36 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 Póst- og símamálastofnunin Útboð Lóðarfrágangur - Selfossi Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í lóð- arfrágang á lóð póshússins á Selfossi, Austurvegi 24-26. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fast- eignadeildar Pósts og síma, Póshússtræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 15. ágúst kl. 14.00. Þrastaskógur Þessi glæsilegi sumarbústaður, 54 m2, til sölu. Verð 3 millj. stgr. Uppl. í síma 98-21933 VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI? Combi-Camp FAMILY MODENA tjaldvagn á íslenskum undirvagni dreginn út til heppins áskrifanda DV fyrir verslunarmannahelgina. Honum fylgir aá auki ferðapakki meá borái, 2 stólum, gaseldavél og hleásluljósi. HEILDARVERÐMÆTI KR. 380.000!!! Sýning á tjaldvagninum i Sunnuhlíð, Akureyri, föstudag og laugardag. Áskriftarsíminn er 63 9 27«00 Sækjum þaðheim! Skólavarðan í Skálholti, dómkirkjan í baksýn. Eins og greina má er varðan illa leikin af ræktarleysi um langt árabil. DV-mynd Brynjar Gauti Skólavarðan í Skálholti Steinsnar frá dómkirkjunni í Skálholti stendur Skólavarðan sem piltar í Skálholtsskóla hinum foma hlóðu einhvern tímann á fyrri öld- um. Hún var friðlýst af þjóðminja- verði sumarið 1954 en ekki er sjá- anlegt að henni hafi á nokkurn hátt verið haldið við síðan, hvað þá að skemmdir, sem á henni hafa verið unnar, hafi verið lagfærðar. Myndin hér að ofan var tekin fyr- ir nokkrum dögum. Sést greinilega að varðan er í mikilh niðurníðslu. Hún er innan hestagirðingar, þar sem ekki er auðveld aðkoma að henni, ómerkt með öllu og engar vísbendingar um að þarna sé að finna merkar fornminjar. Er þetta heldur dapurlegur vottur um rækt- arleysi „söguþjóðarinnar" við minjar um líf og starf fyrri kyn- slóða. Reist af skólapiltum Ekki er vitað hvenær Skólavarð- an var reist en líklega er hún að stofni til frá 16. öld. Skóh hefur verið í Skálholti frá fornu fari. Þar var klausturskóh í kaþólskum sið en reglulegt og samfeht skólahald hófst um miðja 16. öld. Þá var sett- ur á laggirnar skóli sem hafði það hlutverk að mennta prestsefni fyrir lútersku kirkjuna. Skólapiltar voru að jafnaði 24 í senn og tók námið 4-6 ár. Til að standa straum af kostnaðinum fékk skóhnn hluta af skatttekjum kirkjunnar í nágrannasveitunum og jafnframt voru nokkrar vænar jarðir lagðar til hans. Oft gekk þó erfiðlega að fæða og klæða skóla- pilta og kennara þeirra. Skólahald lagðist af í Skálholti í kjölfar Móðuharðinda 1783-1784. Var skólinn þá fluttur til Hólavalla í Reykjavík en síðar til Bessastaða. Samkomustaður skólapilta Skólavarðan mun hafa verið hlaðin úr stórgrýti í upphafi og sér þess enn merki. Tahð er að þá hafi hún náð hávöxnum manni í öxl. Hún var ferhyrnd, eins og hún er enn, og uppi á brúnum hennar voru hlaðnir fjórir bekkir úr grjóti. Gátu þrír menn setið á hveijum bekk eða samtals tólf á þeim öhum. Þessara bekkja sér ekki lengur stað. Niður á miðja vörðuna að ofan var skál og hvíldu þeir sem sátu á bekkjun- um þar fæturna. Nú er gijót hrun- iðofanískálþessa. Það mun hafa verið siður skóla- pilta að safnast saman uppi á vörð- unni og ræða mál sín. Hafa þeir áreiðanlega lagt sig fram um að halda henni við frá ári th árs. Land og minjar L / ST * Guómundur R I Magnússon P M. ' I skrifar Sennilega hefur hún fyrst farið að skemmast að ráði þegar skóhnn var fluttur og engir lengur th stað- ar að sýna viðhaldi hennar áhuga. Ekki er heldur ósennilegt að Skóla- varðan hafi orðið fyrir hnjaski í landskjálftunum miklu á Suður- landi 1784 en þá féllu niður eða skekktust öll hús í Skálholti nema dómkirkjan. Sagnir eru um það að á fyrstu áratugum þessarar aldar hafi Skólavarðan verið hærri og betur farin en nú. Hafi steinar þá verið fjarlægðir úr vörðunni og notaðir í einhverjar hleðslur í nágrenninu. Eiga þær sumar að vera sýnhegar. Hvort þetta er rétt veit ég ekki en þessar sögur eru enn lífseigar með- al fólks sem þarna býr. Signum gefið við Skólavörðuna Ámi Helgason í Görðum segir frá lífi skólaphta í Skálholti í ritgerð sem hann samdi 1861 (Safn th sögu íslands, IV. bindi). Faðir hans, séra Helgi Einarsson, var við nám í skólanum um það bh hundrað árum fyrr. Ami nefnir Skólavörð- una og segir að það hafi verið siður phta þegar þeir komu í skólann að hausti að safnast saman skammt frá Skálholti og ríða í flokk heim á staðinn. Á tilteknum stöðum á leið- inni æptu þeir mikið heróp sem þeir köhuðu signum. Nefnir Ámi að þriðja signum hafi verið gefið við Skólavöröuna enda var hún við heimreiðina að staðnum. Að sögn Árna fluttist þessi siður með skólanum til Reykjavíkur og var þá þriðja signum gefið hjá Skólavörðunni eldri sem stóð ein- hvers staðar á þeim slóðum þar sem nú eru stytta Leifs Eiríkssonar og Hallgrímskirkja. Skólavarðan eldri var reist af skólapiltum í Hólavallaskóla sem settur var á laggirnar 1786 eftir flutninginn úr Skálholti. Var varð- an líklega reist 1793. Eftir að skól- inn var fluttur th Bessastaða 1804 voru fáir th að hirða um vörðuna. Hún hmndi 1830 en var endurreist fjórum árum síðar. Þegar hún hrundi svo í annað sinn tóku nokkrir menn í bænum sig th og létu hlaða nýja vörðu úr höggnum steinum eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar málara. Var þetta talsvert mannvirki og um árabil helsti útsýnisstaður Reykvíkinga. Skólavaröan yngri var rifin árið 1930 th að rýma fyrir styttu Leifs Eiríkssonar. Lagfærum vörðuna Af fornum minjum í Skálholti má segja að Skólavarðan sé einna sýnilegust og áþreifanlegust. Fuh ástæða er til að bjarga henni frá frekari skemmdum og sýna henni þann sóma að gera umhverfi henn- ar aðlaðandi. Setja þyrfti upp merki þar sem athygli er vakin á því að þarna eru friðlýstar fornleif- ar. Og vel væri við hæfi aö fá jafn- framt upplýsingaskhti á staðinn þar sem saga Skólavörðunnar væri rakin. Rétt er að taka það fram að slíkar ráðstafanir kosta litla peninga svo máhð snýst ekki um það. Það snýst um hitt hvort við höfum enn nægi- lega tilfinningu fyrir sögu okkar ogþjóðmenningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.