Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 29
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 37 Triinin Reykj avíkurmara - þon nálgast óðum - hlaupið í ellefta sinn 21. ágúst „Þetta er í þriöja sinn sem ég er fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurmara- þons og jafnframt þriðja árið í röð sem ég keppi ekki sjálfur," sagði Sig- urður P. Sigmundsson hlaupari í samtali við trimmsíðu DV. í dag er mánuður þangað til Reykjavíkur- maraþon fer fram en í huga margra skokkara og hlaupara er það eins og þjóðhátíð. Undirbúningur er nú á lokastigi og öll formsatriði frágengin þótt mikil vinna sé eftir. Fjölmargir leggja hönd á plóginn svo hlaupið fari sem best fram. Fastir starfsmenn eru tveir en þeim smáfjölgar eftir því sem nær dregur hlaupinu og á hlaup- degi eru um 200 manns í vinnu við Reykjavíkurmaraþon. Sigurður P. Sigmundsson sagði í samtali við trimmsíðuna að erlendar skráningar væru þegar farnar að berast. í fyrra fjölgaði þátttakendum í Reykjavík- urmaraþoni úr 2.700 í 3.600 sem er gífurleg aukning. Hann sagðist ekki reikna með jafn mikilli aukningu milli ára og nú væri allur undirbún- ingur miðaður við 4.000 manns. Ingibjörg verndar hlaupið Sunnudaginn 21. ágúst kl. 11.00 verða keppendur í hálfu og heilu maraþonhlaupi og 10 km hlaupi ræstir í Lækjargötu en keppendur í 3 km skemmtiskokki 3 mínútum síð- ar. Verndari hlaupsins er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en Reykjavíkurborg er ábyrgðaraðih ásamt Frjálsíþrótta- sambandi íslands. Margir styrktar- aðilar leggja mikið af mörkum til þess að Reykjavíkurmaraþon geti orðið að veruleika og eru þessir helstir: Flugleiðir, Dagblaðið-Vísir, Vífilfell hf., Brimborg hf., íslensk verslun hf., Sláturfélag Suðurlands, Vörumiðstöðin, Ríkisútvarpið, Verk- fræðistofan Strengur hf., Vátrygg- ingafélagið Skandia, Pizza 67, Máttur og Plastos hf. Eins og nafn hlaupsins gefur til kynna verður keppt í heilu maraþoni sem er 42,195 km, hálfu maraþoni sem er 21,098 km, 10 km hlaupi og 3 km skemmtiskokki. Þátt- taka er heimil öllum en 16 ára aldurs- takmark er í hálft maraþon og 18 ára í heilt. Þátttökugjald er 1.400 krónur Búist er við 4.000 keppendum í Reykjavíkurmaraþoni i ár en þessi mynd var tekin í fyrra þegar 3.600 manns hlupu. fyrir heilt maraþon en 1.200 krónur fyrir hálft. 1.000 krónur kostar að hlaupa 10 kílómetra en 800 krónur þarf að greiða fyrir skemmtiskokkið. 600 krónur kostar fyrir 12 ára og yngri. Greiða má með debet og kred- itkortum. Hvar er pastaveislan? Reykjavíkurmaraþon er til húsa í íþróttamiðstöðinni í Laugardal næst Höllinni. Þar í anddyri verður hægt að láta skrá sig frá kl. 9 til 17 frá 8.-19. ágúst en þann 19. skal skrán- ingu vera lokið. Skráning hefst 2. ágúst á eftirtöldum stöðum: Vestur- ferðum á ísafirði, Hótel Eddu á Akur- eyri, Akrasporti á Akranesi, K-sporti í Keflavík, Sportbæ á Selfossi, Fjöl- sporti í Hafnarfirði og í Sportbúð Kópavogs. Þátttakendur skulu síðan sækja keppnisgögn í Ráðhús Reykja- víkur laugardaginn 20. ágúst milli Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson kl. 11 og 17. Þann dag verður einnig pastaveisla fyrir keppendur í stóru tjaldi á bílastæðinu við Þórshamar. Þessi veisla sem er kennd við Barilla nýtur mikilla vinsælda og þarna bera menn saman bækur sínar yfir hrok- uðum diskum og leggja á ráðin. Skipt verður í aldursflokka í 10 km hlaupi og heilu og hálfu maraþoni. Hinir hefðbundnu flokkar eru 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60-69 ára. í heilu maraþoni er miðað við 18 ára og í 10 km hlaupi eru flokkar fyrir 14 ára og yngri og' 15-17 ára. Auk þess er flokkur fyrir 70 ára og eldri. Allir keppendur fá verðlaunapening. Þeir sem sigra í maraþoni, hálfmara- Reykjavíkur-maraþon 21. ágúst 1994: Hlaupalag manna er misjafnt og mjög erfitt er að taka upp eitthvert fyrirmyndarhlaupalag ■ rifl ^jmrm!i994 9. vika 24/7-30/7 Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Samt. km (10 km) 8 km ról. hvíld 4kmjafnt hvíld 10 km hvíld okmjafnt 27 (21 km) 18 km ról.hvíld Ármanns- hlaup 6 km ról. 8 km ról. 10 km hvíld 7 km jafnt 49 Ármanns- haup Nú eru ijórar vikur í Reykjavíkur- maraþon og álagið eykst jafnt og þétt fram að síðustu viku. Við tökum mið af Ármannshlaupinu á fimmtudegin- um og látum það hlaup verða próf- raun fyrir þá sem fylgja 10 km áætl- uninni. Fyrir þá sem fylgja 21 km áætlunni er þetta hlaup ágætis æf- ing. Þrjú atriði eru mikilvægust til að forðast meiðsl. í fyrsta lagi góð upphitun/teygjur í ööru lagi góðir hlaupaskór og í þriöja lagi réttur hlaupastíll. Hlaupaiag manna er að sjálfsögðu misjafnt ve'gna mismun- andi beina- og vöðvabyggingar. Það er því mjög erfitt að taka upp eitt- hvert fyirmyndarhlaupalag. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Þú skalt ekki halla þér of langt fram, það eykur meiðslahættu í baki og fótum. Hlauptu þægilega beinn í baki með höfuðið upp og stöð- þoni og 10 km hlaupi karla og kvenna fá sérverðlaun. Sigurvegarar karla og kvenna í heilu og hálfu maraþoni fá utanlandsmiða frá Flugleiðum í verðlaun. Peningaverðlaun að upp- hæð samtals 6.850 USD eru veitt í heilu og hálfu maraþoni. Auk þess er greiddur bónus fyrir slegin braut- armet. Ennfremur verður dregið um Qölda aukaverðlauna af ýmsu tagi. Sú nýbreytni verður í verðlaunaaf- hendingum að fyrstu þrír í hverjum aldursflokki fá sérstök verðlaun. Einnig fá fyrstu þrjár sveitirnar í hveijum flokki sérverðlaun. Þetta þýðir að verðlaun auk fastra verð- laun eru alls veitt um 200 manns. Sveitir mega keppa í heilu og hálfu maraþoni og 10 km hlaupi. Þrír skulu vera í hverri sveit og konur og karlar geta myndað sveit saman. Bestklæddi hlauparinn? Síðast en ekki síst verða veitt verð- laun fyrir furðulegasta hlaupabún- inginn. Þetta eru verðlaun sem sí- fellt fleiri reyna að krækja í og eru þau nú veitt í þriðja sinn. Fyrstur hreppti þau jólasveinn með box- hanska en þekktur ljósmyndari í pilsi sigraði nokkuð örugglega í fyrra. Erlendis er þessi flokkur mjög fjölmennur og Sigurður P. Sig- mundsson framkvæmdastjóri sagð- ist hafa séð t.d. nashyrning keppa í London. Þar kepptu um árabil tveir menn sem hlupu dulbúnir sem hest- ur. Þeir hafa nú sest í helgan stein og fylgir sögunni að bakhlutinn hafi þjáðst af bakmeiðslum. aJEH2Si«94 hlaupið áfímmtu Ólíkt öðrum almenningshlaup- um fer Ármannshlaupið fram á fimmtudagskvöldið, 28. júlí, og hefst kiukkan 20. Hlaupnir verða 2, 4, og 10 kílómetrar um götur Reykjavíkur frá Ármannsheimil- inu við Sigtún. Þetta hlaup hefur oft verið mjög skemmtilegt og á sína föstu aðdáendur sem láta sig eflaust ekki vanta nú frekar en endrana r. í Þor- valdsdal Tæplega 50 manns tóku þátt í fyrsta Þorvaldsdaisskokkinu sem fram fór fyrir skemmstu við Eyjafjörð og var iilaupið 23 km leið um Þorvaldsdal endilangan. Keppendur þóttust komast að því fullkeyptu. Leiðin lá um mjóar fjárgötur yfir mýrar, skriðm', hraun og grundir og fullyrtu heimildannenn trimmsíðunnar að leiðin væri nokkuð lengri en auglýst var. Hvað sem erfiðinu leið voru menn jafnan glaðir og hétu þátttöku aftur að ári. Hlaupið í sandi Hafnarsands- hlaup íþróttafélagsins Þórs í Þor- lákshöfn fór fram í fyrsta sinn 10. júlí. Hlaupið var á sandi 10 og 3 km í fjöruborðinu frá Óseyrarbrú til Þorlákshafnar. Góð þátttaka var í þessu óvenjulega hlaupi og skemmtileg stemning í kringum það. Til eru fræ Fyrsta FRÆ-hlaupið fór fram um síðustu helgi í Reykjavík og tóku 240 manns þátt í því. Það er dugnaöarforkurinn Bryndís Svavarsdóttir sem skipulagði þetta hlaup til aö minna unglinga á nauðsyn heilbrigðis og vímu- lauss lífs. Bryndís hefur staðið að vímuvarnahlaupi í heimabæ sínum, Hafnarfirði. 12 mínútna sundpróf Viltu athuga hvað þú ert í góðri þjálfun? Fáðu einhvern til að taka tímann og telja ferðimar sem þú getur synt á 12 mínútum með ftjálsri aðferð. Til þess að prófið reynist marktækt veröur þú að taka vel á og leggja þig allan fram. Aldur í árum Líkamlegt ástand 20-29 30-39 40-49 50-59 60 + Mjög iélegt kailai '365 ' 320 '275 '228 Lélegt Sæmilegt Gott Ágætt konur karlar konur karlar konur karlar konur karlar 'konur '275 365-409 275-364 456-546 365-409 547-637 456-546 "638 ** 547 '228 320-409 228-318 410-500 320-409 501-591 410-500 "592 "501 '182 275-364 182-274 365-409 275-364 456-547 365-455 "547 "456 '137 228-318 137-227 320-409 228-319 410-500 320-409 "501 "410 '228 ■fclBM 228-274 137-181 275-364 182-319 365-455 275-364 "456 "365 Athugið að ' þýðir: minna en ** þýðir: meira en ugt og axhr eiga að vera afslappaðar. Handleggir eiga að beygja dáhtið inn á við en þeir eiga að vera afslappaðir og hnefar eiga að vera lauskrepptir. Miklar handahreyflngar á skokki eru óþarfa orkueyðsla og aðeins viö- eigandi á endaspretti. Hlauptu þann- ig að þú lendir á hælnum og frá- spyman á að koma frá tábergi og lýkur á tám. J.B.H. VOLVO 850 Áti 'ÍlLSÍ&tt'J -sizjsjyþjiiJ Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.