Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Síða 39
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 47 13 V Skák Á í slendingaslóðum í Winnipeg: Tukmakov var óstöðvandi Opna kanadíska meistaramótiö er merkasti árlegi skákviðburður Kanadamanna. Er mótið var haldið í Winnipeg í Manitobafylki fyrir átta árum tefldu þar þrír íslenskir stórmeistarar, Guðmundur Sigur- jónsson, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson. í ár fór mótið aftur fram í Winnipeg og enn sóttust skákfrömuðir borgarinnar eftir ís- lenskum stórmeisturum. Úr varð að Margeir Pétursson og undirrit- aður tækju þátt í mótinu. Það er engin tilviljun að íslensk- um skákmönnum skuli vel fagnað í Winnipeg. Á ofanverðri 19. öld lá leið fjölmargra íslendinga vestur um haf og margir settust að í Winnipeg og nágrenni. Enn má sjá merki þess að íslendingar hafi skotið rótum í borginni. Þar má rekast á fólk á förnum vegi sem talar lýtalausa íslensku án þess að hafa nokkru sinni til íslands kom- ið. í símaskránni voru flörutíu og átta Árnasynir og tveir M. Péturs- synir. Alls staðar gaf fólk sig fram sem kvaðst vera af íslenskum ætt- um. íslenskra áhrifa gætti enn meir er komið var út fyrir borgina. Okk- ur gafst kostur á aö skjótast til Gimli við Winnipegvatn þar sem íslendingadagurinn er árlega hald- inn hátíðlegur fyrstu helgina í ág- úst. íslensk menning setur mikinn svip á bæinn en hefur þó tekið á sig ýmsar myndir eins og nafngift veitingastaðarins „Brennivíns- pizzahús" ber með sér. Stórkostlegt var að hitta aldna Vestur-íslend- inga sem inntu frétta frá gamla landinu og höfðu eins frá mörgu að segja. í setustofunni á Betel- elliheimilinu sátu þrjú gamal- menni sem öll reyndust tala og skilja íslensku. Sex stórmeistarar tóku þátt í mótinu og tíu alþjóðlegir meistarar að auki en alls voru 187 þátttakend- ur. Svo fór að Vladimir Tukmakov, frá Úkraínu, varð hlutskarpastur, fékk 9 vinninga af 10 mögulegum. Hann vann alla andstæðinga sína nema íslendingana tvo. Juhan Hodgson, stórmeistari frá Eng- landi, hreppti 2. sætið einn, með 8 v. en 3. sæti deildu Margeir Péturs- son, Jón L. Árnason, Igor Ivanov, Finegold (Bandaríkjunum), Herg- ott, O’Donnell, Yoos og Stone (Kanada), með 7,5 v. Tukmakov hafði sigur með harð- fylgi, tókst t.a.m. að leggja Igor Ivanov að velh í langri og strangri skák með þrjú peð gegn tveimur á sama væng í drottningarendatafh. Hann lenti ekki í verulegum vand- ræðum fyrr en gegn Margeiri í síð- ustu umferð en var þá þegar þúinn að tryggja sér sigurlaunin óskipt. Einna fjörugast var á borði Hodg- sons sem hefði trúlega boriö sigur úr býtum ef ekki hefði komið til hræðilegt „slys“ í fimmtu umferð gegn Bandaríkjamanninum Ben Finegold. Lítum á tafhð eftir 32 leiki. Hodgson hefur hvítt og á leik: 33. dxe6!! Rxel+ 34. Khl Nú standa öh spjót á svörtum. Ef 34. - fxe6 35. Dxe6+ og áfram t.d. 35. -Kg7 36. Df6+ Kg8 37. Bd5 mát. Finegold finnur bestu vörnina en nú var tími þeirra farinn að styttast ískyggilega. 34. - Hc8! 35. Dxc8 De2 36. exf7+ Kg7 37. Bh6+! Kxh6 38. Ilxf8+ Kh5 39. Bxg6 +! Kg5 Ef 39. - Kxg6 40. Dg8+ Kh5 41. Dxh7+ Kg5 42. h4+ Kg4 43. Dg6+ Umsjón Jón L. Árnason og vinnur; eða 39. - hxg6 40. Dh8+ Kg5 41. Dh4 + og vinnur - ef kóng- urinn fer á f-hnuna vekur hvítur upp með skák. Eftir leikinn í skákinni er 40. De7 + einfaldast og svartur verður mát í fáum leikjum. Hodgson var hins vegar sekúndubroti of seinn - féll á tíma og tapaði skákinni! Ég vann fjórar fyrstu skákirnar, gerði þá jafnt við Tukmakov en í sjöttu umferð mætti ég stórmeist- aranum Balinas frá Filippseyjum sem fram að þessu hefur ekki verið sérlega hátt skrifaður. Þrátt fyrir áratuga reynslu hugsaði ég mig ekki um tvisvar þegar ég fékk færi á „eitraöa peðinu" á b2 í eilítið betri stöðu. Peðið kostaði mig umsvifa- laust hrók fyrir riddara og taflinu varð ekki bjargað. Balinas og Mar- geir gerðu jafntefh í næstu umferð á eftir en síðan var allur vindur úr Filippseyingnum og hann fékk aðeins einn vinning úr þremur síð- ustu skákunum. Margeir tefldi margar athuglis- verðar skákir en var ákaflega ófar- sæll undir lokin - stóð th vinnings í tveimur síðustu umferðunum gegn Finegold og Tukmakov en missti báðar í jafntefli. Hér eru lok- in á skák Margeirs við kandíska FIDE-meistarann Ray Stone. Síð- asti leikur Stone (svart) 33. - He8- d8? var slakur (betra 33. - Hxe4 og svartur á betra). Bridge EM yngri spilara í Hollandi: ,, Fj öldj öfullinn" ruglaði Rússana Fjórtánda Evrópumót yngri spilara hófst 15. júlí í borginn Arnheim í Hollandi. Tuttugu þjóðir eru meðal þátttakenda og íslensk sveit þar á meðal. Spilaðir eru 20 spha leikir, allir viö alla, einföld umferð. íslenska landsliðið er skipað eftir- töldum sphúrum: Karl O. Garðarsson, Bridgefélagi Hrunamanna Kjartan Ásmundsson, Bridgefélagi Reykjavíkur Olafur og Steinar Jónssynir, Bridgefélagi Siglufjarðar Magnús E. Magnússon, Bridgefé- lagi Akureyrar Stefán Jóhannsson, Bridgefélagi Selfoss Fyrirhði er Ragnar Hermannsson. Þegar þetta er skrifað er sveitin í 10. sæti með 209 stig að loknum 13 umferðum. Það eru rúfnlega 16 stig í umferð að meðaltali. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að sögn fyrirliðans, Ragnars Hermannssonar, hafa strákarnir ekki tapað neinum leik iha en hins vegar hefur oft gengið hla að ná hámarksstigum úr vinn- ingsleikjum. Vonandi breytist það th batnaðar. Við skulum skoða eitt Umsjón Stefán Guðjohnsen skemmthegt sph frá leiknum við Rússa. N/Alhr * 652 V 1095 ♦ AKG975 + D * ADG V AK86 ♦ - + A109752 * K ¥ DG432 ♦ 108432 + 43 í opna salnum sátu n-s A. Petroun- ine og Dimitri Kouhtchkof, en a-v Steinar og Ólafur. Siglfirðingamir renndu sér í slemmuna: * ÍU9Ö743 ¥ 7 ♦ D6 -1- irnoc Norður Austur Suður Vestur pass llauf lhjarta dobl lspaði! pass 2tíglar 2spaðar 5tíglar 6spaðar pass pass 7 tíglar pass pass dobl pass pass pass Norður reyndi að grugga vatnið, en Siglfirðingarnir fóru ótrauðir í sex spaða. Rússarnir tóku þá fórnina, sem kostaði 1400. Það gat verið eins impa gróði, því sex spaðar gefa 1430. En víkjum í lokaða salinn. Þar sátu Karl og Kjartan n-s en A. Gromev og I. Khiouppenem a-v. Karl kom „fjöldjöflinum" á framfæri: Norður Austur Suður Vestur 21auf dobl 4tíglar 4spaðar pass 5 tíglar pass Sspaðar pass pass pass Norður lyfti tígulás og vestur vissi þá hvar spaðakóngurinn var. Hann trompaði, tók spaðaás og fékk síðan 13 slagi. Það voru samt aðeins 710 og ísland græddi 12 impa. Leikurinn endaði 15-15. Stefán Guðjóhnsen 8 7 6 5 4 3 2 1 34. d6! Dc5 Peðið má ekki þiggja vegna hróksskákar í borðinu. 35. He7 Bc6? Tapar strax en 35. - Dd5 36. De2! er óþægilegt á svart. 36. Hxg7! Kxg7 37. Dc3+ Kf7 38. Df6+ - Svartur gaf og ekki seinna vænna því að hann er mát í næsta leik. Vel var að mótinu staðið og að- stæður voru góðar. Næst er fyrir- I Jttt j£l a Á Jl í a m m: i I m A A ai* A ABCDEFGH hugað að mótið verði haldið í Winnipeg að þremur árum liðnum. Sveit UMSK sigraði Skáksveit Ungmennasambands Kjalarness var sigursæl á lands- móti ungmennafélaganna á Laug- arvatni um síðustu helgi, fékk 15,5 vinninga. Sveitina skipuðu Sævar Bjarna- son, Róbert Harðarson, Jónas P. Erlingsson og Jón Þór Bergþórs- son. I 2. sæti varð Umf. Geisli frá Súðavík (Guðmundur Gíslason, Ægir Páll Friðbertsson, Sigurður Daníelsson og Baldur Daníelsson) með 13 v. og UMSE og HSB deildu 3. sæti með 11,5 v. Keppnin þótti ákaflega skemmti- leg og settu nokkrar gamlar kemp- ur, sem sjaldan sjást tefla á skák- mótum nú á dögum, mikinn svip á. Skákstjóri var Guðmundur Búa- son. Selfyssingar stóðu að mótinu og gerðu það með sóma - lifnað hefur yfir skákfélaginu á Selfossi eftir nokkurra ára doða og er nú gróska í skáklífinu. -JLÁ og vöndud heimilistæki slluboro frá 15,900 ofnar frá 24,900 RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 .. kynningartilboð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.