Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Side 40
48
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1894
Sviðsljós
Elísabet Taylor vill að Larry hafi gott samband við dóttur sína. Litla Megan er fyrsta barnabarn Larrys og tíunda barnabarn Liz. Þetta litla kríli hefur komið
á sættum milli föður og dóttur sem höfðu ekki talast við i 20 ár.
Bam kemur á sáttum
- innan fjölskyldu Elísabetar Taylor
Elísabet Taylor hefur nú tekist að fá eiginmann sinn,
Larry Fortensky, og dóttur hans, Júlíu, til að sættast
eftir 20 ára ósamkomulag. Hún hefur notað fyrsta barna-
barn Larrys til að fá feðginin til þess að talast við og
þykir henni hafa tekist ótrúlega vel því faðirinn og dóttir-
in þykja mestu þrjóskudýr ef því er að skipta.
Raunar hefur Liz Taylor mikið dálæti á þessari ný-
fæddu dótturdóttur Larrys sem hlotið hefur nafniö Meg-
an. Hún hefur lagt ríka áherslu á að halda góðu sam-
bandi við bamið en til þess að svo gæti orðið þurftu
móðir þess og afi að geta talast við. Fortensky-fjölskyldan
hafði ekki komiö saman í mörg herrans ár og það var
ekkert útlit fyrir að svo yröi á næstunni. En þá greip Liz
í taumana.
Afi í fyrsta sinn
Elísabet Taylor á hvorki meira né minna en níu barna-
börn, en eiginmaðurinn Larry á aðeins eitt, þ.e.a.s. litlu
Megan. Hann hafði heldur lítið af dóttur sinni, Júlíu, að
segja í uppvextinum því hann yfirgaf móður hennar þeg-
ar Júlía var ungbarn. Hún fékk ekkert tækifæri til þess
að kynnast föður sínum þegar hún óx úr grasi og smám
Júlía sá föður sinn varla meðan hún
var að alast upp. Hann yfirgaf móð-
ur Júlíu þegar Júlía var tveggja ára
og það hefur hún ekki getað fyrirgef-
ið honum fyrr en nú.
saman varð hún bitur og reið út í hann fyrir að hafa
yfirgefið mæðgurnar. Þannig liðu 20 ár án þess að þau
heföu minnsta samband.
Liz var ákveðin í að breyta þessu, hvernig sem hún
færi að því. Sjálf vildi hún gjarnan vinna vináttu Júlíu
og þegar litla stúlkan fæddist kom tækifærið upp í hend-
urnar á henni. Hún tók nýbakaðan afann og móðurina,
Júlíu, saman í innkaupaleiðangur til þess að kaupa ýmis-
legt sem þá stuttu vanhagaði um. Þá ákvað Larry að litla
Megan þyrfti nauðsynlega að fá rugguhest. Endirinn
varð sá að farið var með splunkunýja vöggu, troðfulla
af fatnaði og leikföngum handa litlu stúlkunni.
Tengdasonurinn líka
Liz hefur einnig komið á sæmilegum friði milli Larrys
og tengdasonar hans, byggingaverkamannsins Ronnie
Henderson. Satt að segja hefur Larry ekki haft mikið álit
á honum en sagt að hann væri ábyrgöarlaus drykkju-
bolti. Liz minnti hann á það að hann væri engu betri
sjálfur því hann hefði orðið að fara í áfengismeðferð
vegna ofneyslu. Larry skildi fyrr en skall í tönnum og
hefur nú friðmælst við Ronnie líka.
Dætur Söru Ferguson og Andrews:
Beatrice ersvolík
móöursinni að það
er lyginni líkast. Auk
útlitsins hefurhún
erft skapið frá henni.
Eugenie verðurlik-
ari föður sínum með
hverjum deginum
sem liður. Á inn-
felldu myndinni er
Andrew fimm ára.
Þær sverja
sig í ættina
Það er óhætt að segja að systurnar bornar eru saman gamlar myndir af
tvær,BeatriceogEugenie,dætur foreldrunum og myndir af systrun-
hertogans af York, sverji sig í ættina. um. Beatrice hefur meira að segja
Sú eldri er lifandi eftirmynd móður- erft rauða hárið frá mömmu sinni
innar og hin yngri alveg eins og faö- en Eugenie er dökkskolhærð.
ir hennar. Þetta sést greinilega ef
Þótt þau geti ekki búið saman geta þau þó alltént verið stolt af dætrum sínum.
Ólyginn
sagði...
... að Lisa Marie Presley, dóttir
Elvis Presleys, hefði oftsinnis að
undanfórnu heimsótt vin sinn
Michael Jackson á búgarð hans í
Los Angeles. Lisa Marie er ný-
skilin og menn segja að hún sæki
í friðinn hjá Michael. Sonur
hennar, Benjamin, hefur einu
sinni fengið að fara með mömmu.
... að Carl Philip Svíaprins hefði
fengið mótorhjól á fimmtán ára
afmælinu sínu. Það þýðir að líf-
vörður hans hafi einnig fengið
söngvari Julio Iglesias hefði feng-
iö húðkrabbamein. Hann hefur
nú leitað sér hjálpar í Bandaríkj-
unum hjá færustu læknum. Eftir
aðgerðir sem.söngvarinn gekkst
undir hefur hann hvílt sig á bú-
garði sínum í Argentinu ásamt
kærustunni Miranda.
... að leikkonan Mia Farrow
hefði nú ættleitt eitt barn til við-
bótar öllum hinum og væri núna
orðin ellefu barna móðir. Hún
lætur sig ekki muna um það þó
einstæð sé. Litla stúlkan sem Mia
ættleiddi hefur fengið það skrítna
nafn; Keini Shea.
... að í tilefni af nýafstaðinni
HM-í fótbolta kæmi hér smáfót-
boltafrétt; knattspymuhetjan
fyrrverandi, Pelé, sem er orðin
53ja ára, kvæntist fyrir stuttu
hinni 34ra ára Assiria Seixas
Lemos. Mikið var um dýrðir á
brúðkaupsdaginn þrátt fyrir að
þau bæði væru að ganga i hjóna-
band í annað sinn.