Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 42
50
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
Afmæli
Kjartan T. Ólafsson
Kjartan Theophílus Ólafsson vél-
fræðingur, írafossi, Grímsnes-
hreppi, verður sjötugur á morgun.
Starfsferill
Kjartan fæddist á Látrum í Aöal-
vík og ólst þar upp til 1928, á Point
Roberts í Washingtonfylki í Banda-
ríkjunum 1928-32, á Látrum 1932-35,
á Stað í Aðalvík 1935-40 og átti síðan
enn heima á Látrum eftir það.
Kjartan hóf sína sjómennsku dag-
inn eftir fermingu, á árabátum og
mótorbátum. Hann lauk hinu
minna mótomámskeiöi á ísafirði
1944, stærra mótornámskeiðinu í
Reykjavík 1951, stundaði vélvirkja-
nám í Hamri hf. 1953-56, lauk námi
við Vélskóla íslands 1958 og öðlaðist
meistararéttindi í vélvirkjun 1962.
Kjartan stundaði sjómennsku til
ársloka 1959, síðast sem yfirvél-
stjóri, hóf þá störf við Sogsvirkjun
og var vélstjóri í Steingrímsstöð,
varð þar stöðvarstjóri 1963 en hefur
starfað við írafoss frá 1978.
Kjartan sat í hreppsnefnd Grafn-
ingshrepps 1962-78, í skólanefnd
Ljósafossskóla 1962-78 og var gjald-
keri skólahéraðsins 1970-86.
Fjölskylda
Kjartan kvæntist 19.7.1951 Bjarn-
eyju Ágústu Skúladóttur, f. 26.10.
1926, húsmóður. Hún er dóttir Skúla
Þórðarsonar, skipasmíðameistara á
ísafirði, og Sigrúnar Finnbogadótt-
ur húsmóður.
Kjörsonur Kjartans og sonur Ág-
ústu er Jökull Veigar, f. 21.12.1948,
rafvirki í Reykjavík.
Börn Kjartans og Ágústu eru Ólaf-
ur Helgi Kjartansson, f. 2.9.1953,
sýslumaður á ísafirði, kvæntur Þór-
dísi Jónsdóttur hárgreiðslukonu og
eiga þau fjögur börn; Skúh, f. 1.9.
1954, viðskiptafræðingur og MBA í
hagfræði, búsettur í Denver í Col-
orado í Bandaríkjunuih, kvæntur
Nancy Ann Barish; Hjálmar, f. 1.3.
1958, viðskiptafræöingur í fram-
haldsnámi í hagfræði í Bandríkjun-
um, en kona hans er Guðný Anna
Arnþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
og deildarforstjóri á Borgarspítalan-
um; Bergdís Linda, f. 1.8.1963, há-
skólanemi í íslensku, búsett í
Reykjavík, en maður hennar er
Þórður Kristjánsson forritari og
eiga þau tvær dætur.
Systkini Kjartans eru Ragnhildur
Hulda, f. 3.10.1918, húsmóðir í Kefla-
vík; Oddný, f. 26.6.1921, kjólameist-
ari í Reykjavík; Ásta, f. 21.11.1922,
kennari og BA í Reykjavík; Friðrik
Steinþór, vélstjóri og atvinnurek-
andi í Reykjavík; Sveinn, f. 16.4.
1936, d. 7.1.1967, rennismiður í
Reykjavík; Helga, f. 3.12.1940,
meinatæknir í Reykjavík.
Foreldrar Kjartans voru Ólafur
Helgi Hjálmarsson, f. 14.11.1895, d.
17.6.1974, útvegsb. á Látrum og í
Bandaríkjunum, bóndi og vélvirkja-
meistari, og Sigríður Jóna Þorbergs-
dóttir, f. 2.12.1899, d. 20.3.1983, hús-
freyja.
Ætt
Ólafur Helgi var sonur Hjálmars,
útvegsb. í Stakkadal, Jónssonar, b.
á Látrum, Hjálmarssonar. Móðir
Hjálmars í Stakkadal var Ásta Theó-
phílusdóttir, b. á Látrum, Ólafsson-
ar. Móðir Ástu var Gróa Árnadóttir
frá Látrum. Móðir Gróu var Ásta
Guðmundsdóttir, prests á Stað, Sig-
urðssonar, prests í Holti, Sigurðs-
sonar, prófasts þar, Jónssonar, próf-
asts í Vatnsfirði, Arasonar, sýslu-
manns í Ögri, Magnússonar prúða.
Móðir Sigurðar Sigurðssonar var
Helga Pálsdóttir, prófasts í Selárdal,
Bjömssonar, sýslumanns á Bæ,
Magnússonar. Móðir Helgu var
Helga Arngrímsdóttir, læröa á Mel,
Jónssonar og Sólveigar kvenna-
blóma Gunnarsdóttur, sýslumanns
á Víðivöllum.
Móðir Ólafs Helga var Ragnhildur
Jóhannesdóttir frá Stakkadal en
móðir hennar var Herborg Zakar-
íasdóttir, systir Sigurfljóðar,
langömmu Áma Gunnarssonar,
fyrrv. alþingismanns, og systir Zak-
aríasar, langafa Rannveigar Guð-
mundsdóttur alþingismanns. Her-
borg var einnig systir Ingibjargar,
Kjartan T. Olafsson.
langömmu skáldkvennanna Fríðu
og Jakobínu Sigurðardætra.
Sigríður var dóttir Þorbergs, b. í
Efri-Miðvík, Jónssonar, b. í Reka-
vík, Björnssonar, b. þar, Guð-
mundssonar. Móðir Þorbergs var
Sífáar Jónsdóttur frá Kvíum í
Grunnavíkurhreppi. Móðir Sigríðar
var Oddnýjar Finnbogadóttur, b. í
Efri-Miðvík, Árnasonar, og Her-
borgar Kjartansdóttur.
Kjartan er að heiman á afmælis-
daginn.
Axel Hólm Gíslason
Axel Hólm Gíslason bóndi, Svart-
árdal í Skagafirði, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Axel fæddist á Laugarbóli í Skaga-
firði og ólst þar upp viö öll almenn
sveitastörf. Hann starfaði við
Áburðarverksmiðjuna í Gúfunesi
1960-62, vann á bílaverkstæði hjá
Áge Michaelsen í Hveragerði í tvö
ár og hóf síðan búskap ásamt konu
sinni í Skagafirði. Þau flutti í Mið-
dal í Skagafirði 1973 og hafa stundað
þar búskap til skamms tíma en dótt-
ir þeirra og tengdasonur tóku við
búskapnum sl. vor.
Fjölskylda
Kona Axels frá 1964 er Jódís Ingi-
björg Jóhannesdóttir, f. 8.4.1944,
húsfreyja en þau giftu sig 23.7.1967.
Hún er dóttir Jóhannesar Bjarna-
sonar og Moniku Helgadóttur frá
Merkigili í Austurdal.
Börn Axels og Jódísar eru Monika
Sólborg Axelsdóttir, f. 24.9.1967, iön-
tæknifræðingur og bóndi í Miðdal,
gift Hafsteini Kristinssyni, vélfræð-
ingi og bónda, og eiga þau einn son,
Andra Frey, f. 30.6.1991; Jóhannes
Axel, f. 22.8.1972, sjómaður á Þórs-
höfn en unnusta hans er Kapitóla
Jónsdóttir.
Albróðir Axels er Ingólfur, f. 1942,
kaupmaður, búsettur í Garðabæ.
Hálfsystkini Axels, samfeöra, eru
Hreinn, f. 1951, sjómaður og véla-
maður á Grenivík; Sigurlaug, f. 1963,
bóndakona í Hlíð í Tunguhlíð; Gísli,
f. 1971, sjómaður á Grenivík.
Foreldrar Axels eru Gísli Ingólfs-
son, f. 12.9.1918, b. á Laugarbóli, nú
búsettur á Grenivík, og Sólborg
Axel Hólm Gíslason.
Sveinsdóttir, f. 26.2.1913, húsfreyja,
búsettíReykjavík.
Axel verður að heiman á afmælis-
daginn.
Til hamingju með
afmælið 23. júlí
Hátúni 12, Reykjavík.
85 ára
Pálína Sigurðardóttir,
Nýbýlavegi 28, Hvolsvelli.
75 ára
Friðbjöm Þórhallsson,
Kirkjugötu 3, Hofshreppi.
Guðrún Sveinbjörnsdóttir,
Hjallalundi 15e, Akureyri.
Ólöf Konráðsdóttir,
Skólavörðustíg 31, Reykjavik
70 ára
Hákon Elías Kristjánsson,
Þverholti 30, Reykjavík.
Einur Einarsson,
Óðinsgötu 4, Reykjavik.
Sigurður Jónsson,
Ystafelli2, Ljósavatnshreppi.
Ólöf Helga Gunnarsóttir,
Vesturgötu 35, Reykjavík.
Magnús Snajbjörnsson,
Araarsíðu 2, Akureyri.
Guðríður Júlíusdóttir,
Ásvallagötu 19, Reykjavík.
60 ára
Hulda Jónsdóttir,
Seljalandsvegi36, ísafirði.
Sigurlaug Egilsdóttir,
Máná, Tjörneshreppi.
Þórdís Óskarsdóttir,
Árstig 7, Seyðisfirði.
Þórdís Óskarsdóttir,
Árstig7, Seyðisfirði.
ÓlöfÖlafsdóttir,
Efstahjalla 15, Kópavogi.
Magnfríður Ðís Eiríksdóttir,
Torfufelli 23, Reykjavík.
50 ára
Abdeslam Bouazza,
Hávallagötu 17, Reylgavík.
Guðmundur Teitsson,
Skólastíg32, Stykkishólmi.
Þorgeirlngva-
son,
stöðvarstjóri
Póstsogsímaí
Mosfellsbæ,
Asparfelli6,
Reykjavík.
Eiginkona Þor-
geirserGttðrún
Þorgeirsdóttir bankagjaldkeri. Þau
verða að heiman á afmælisdaginn.
Lárus Ingi Guðmundsson,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Stuðlaseli 24, Reykjavík.
Sjöfn Gunnarsdóttir,
Hverfisgötu 72, Reykjavík.
Helga Jónsdóttir,
Hólabergi 16, Reykjavík.
40 ára
Laura Scheving Thorsteinsson,
Álfabergi 20, Hafnarfirði.
Jón Kristján Þorvarðarson,
Háagerði47, Reykjavík.
Gunnar Einarsson,
Eyrarbraut 20, Stokkseyri.
Jóhannes Jóhannesson,
Laugarbrekku 13, Húsavik.
Lilja Þórey Þórðardóttir,
Víðigrund 7, Akranesi.
Stefanía Skarphéðinsdóttir,
Skógum, Austur-Eyjatiallahreppi.
Páll Finnbogi Aðalsteinsson,
Nestúni7, Stykkishólmi.
Margrét Sigurðardóttir,
Flögusíðu 6, Akureyri.
Árni Árnason,
Brúarási 12, Reykjavík.
Davíð Hauksson,
Skarðshlíö 9h, Akureyri.
Sigrún Lára Björnsdóttir,
Aðalgötu 8, Árskógshreppi.
80 ára
Ólafur Ólafsson,
Hátúni lOa, Reykjavík.
75ára
Anna Jóhannsdóttir,
Vogatungu 6, Kópavogi.
Soffia Jóhannesdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Vilborg Berentsdóttir,
Fellsmúla 5, Reykjavík.
70 ára
EinarLárusson,
Bakkavegi2, Þórshöfn.
Guðlaugur V.
Eiríksson
byggingamcist-
ari,
Víðigrund 49,
Kópavogi.
Eiginkonahans
erÞórey
Björnsdóttirfrá
Hraunkotií Að-
aldal, húsfreyja.
Guðlaugur og Þórey taka á móti
gestum á heimili sínu kl. 15.00-17.00
á morgun, sunnudag.
Hallfríður Eiðsdóttir,
Tröð, Ólafsvík.
60ára
Ólafur Rafnkelsson,
Hraunteigi 19, Reykjavík.
50 ára
Egill Örn Jóhannesson,
Tunguvegi 42, Reykjavik.
Bára Friðriksdóttir,
Kötlufelli 7, Reykjavík.
Páll Magnússon,
Rauðalæk 40, Reykjavík.
Erna Guðrún Einarsdóttir,
Jóruseli 10, Reykjavík.
40ára
Kristinn Rafnsson,
Brekkubyggð 52, Garöabæ.
Edda María Guðbjörnsdóttir,
Flúöaseli 60, Reykjavik.
Eirikur Þorsteinsson,
Túngötu 16, Vestmannaeyjum.
Sólrún Guðleifsdóttir,
Jaðarsbraut 39, Akranesi.
Páll Breiðfjörð Eyjólfsson,
Háabergi 43, Hafnarfirði.
Bjarni Jónsson,
Brávallagötu 16, Reykjavík.
Magnús Andrésson, Hrísmóum 1,
Garðabæ.
Sviðsljós
Eyða öll-
um stund-
um saman
John Kennedy og leikkonan Daryl
Hannah fóru nýlega saman í fimm
daga frí þar sem þau sigldu um á bát
sem móðir Johns, Jacqueline heit-
inn, átti. Vinir þeirra segja að John,
sem er 33 ára gamall, og Daryl, sem
er 34 ára gömul, eyði miklum tíma
saman og þá sérstaklega eftir
Jacqueline lést. Þau fari m.a saman
á rúlluskauta og í líkamsræktina á
hverjum degi.