Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 Stuttar fréttir Utlönd VandiíRúanda Öryggismál eru nú eitt alvar- legasta vandamáliö i ílótta- mannabúðum í Rúanda en flokk- ar glæpagengja ógna mjög hjálp- arstaríi í búðunum. FlóttifráKúbu Bandaríska iimílytjendaeftirlit- ið tilkynnti að það mundi hand- taka alla flóttamenn frá Kúbu. MinnaafClinton Clinton Bandarikjafor- seti hefur ákveðið að láta minna á sér bera í fjölmiðl- um en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að taia of mikið og gera of mikíð aö því að koma fram við opinber tækifærí. EldaráKrít Mikiir skógareldar hafa geisað á Krít síðustu tvo daga og um 300 hektarar lands hafa brunníð. Japanír hófu í gær að bora stærstu undirgöng heims, 9,4 km löng, sem tengja munu borgimar Kawasaki og Kisarazu. HræddsrvidyfHöku Embættismenn frá Volvo sögðu að samningar um sameiningu bílaverksmiðjanna Volvo og Re- nault hefðu farið út um þúfur vegna ótta Volvomanna um yfir- töku Renaultverksmiðjanna. Hib'iKúveit Hiti fór upp í 51° C í Kúveit í gær, en hæsti hiti sem mælst hef- ur er 58° C og mældist í Líbýu- eyðimörkinni árið 1992. Innfæddirfáland Ástralíustjórn tilkynnti að Ma- oríar fengju aftur yfirráðin yíir Símpson eyðimörkinni i mið- hluta landsins, 23.000 kms svæöi. Grafinnmeóbilnum Breskm: atvinnubílstjóri fékk síðustu ósk sína uppfyllta þegar hann var grafinn við hlið hils síns, Thunderbird, árgerð 1964. Jimi Hendrix Gítarar og fatnaður úr eigu rokk-: kóngsins sái- uga Jimi I-Iendrix seld- ust á metupp- hæð á uppboði í gær, um 220 milljónir króna, --------- ham uppboösskrifstofunni. Eitraðímlsgripum Níu ára frönsk stúlka lét lífið þegar hún drakk blásýrueitraðan vökva sem kokkáJaður elskhugi ætlaði keppinautí sínum. Notuðbrjjóstahöld Breska lijálparstofnunin Knie- ker Aid sendi stóran farm af not- uðum brjóstahöldum og öðrum undirfatnaði til Rússiands, en mikill skortur er á nútíma undir- fatnaði í Rússlandi. Leisði morðingja Bandarískur leigusali hefur verið ákærður fyrir að leigja kín- verska leigumorðingja til að drepa systur sína, eiginmann hennar og bam þeirra. Ijðnanna Kvikmyndin Lion Kmg á senni- Iega eftir að færa Disney kvik- myndafyrirtækinu yfir 100 miilj- arða króna í tekjur. Keutcr Norska ríkisstjómin sætir gagnrýni meðan biðstaða er í Smugudeilunni: Lýgur að fólkinu til að bæta stöðu sína - segja stjórnarandstæðingar og sjómenn gagnrýna fiskifræðinga fynr svik „Ríkisstjórnin hefur blekkt fólk hvað varðar alla samninga um Sval- barða og vemdarsvæðið þar,“ segir Erling Holmeset, einn talsmanna Norges Fiskarlag í samtali við NTB- fréttastofuna. Hann og fleiri áhrifamenn innan samtakanna hafa síðustu daga gagn- rýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir framgöngu hennar í málinu og halda því m.a. fram að um leið og búið sé láta stjóm fiskveiða á svæöinu í hendur Evrópusambandinu hamist yfirvöld gegn veiðum íslendinga þar. Tilgangurinn sé að afla stuðnings Jan Henry T. Olsen. meðal sjómanna við inngönguna í Evrópusambandið en ekki að draga úr veiöum á svæðinu. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra er m.a. sakaður num tvöfeldni í máhnu. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa svarað þessum ásökunum fullum hálsi og segja að stjórnin hafi engan blekkt. Norðmenn hafi áfram yfirráð á Svalbarða og verndarsvæðinu og að ríkisstjórnin æth af fullri einurð að koma í veg fyrir ofveiði. Sjómenn hafa einnig krafist út- færslu landhelginnar í 250 mílur í stað 200 mílnanna. Þessu hefur verið hafnað, sem og kröfum um að gengið verði fram af fuilri hörku gegn togur- unum sem veiða í Smugunni. Sjómenn hafa einnig gagnrýnt fiskifræðinga hjá norsku hafrann- sóknastofnuninni fyrir svik við mál- staðinn með því að leggja til að ís- lendingar fái veiðikvóta á hinum umdeildu svæðum. Forstjórinn Jó- hannes Hamre er m.a. sakaður um að hafa farið langt út fyrir verksvið sitt með tillögum í þessa veru. Þá þykir það óþarfi að fiskifræðingar haldi á lofti upplýsingum um að ekki séofveiðiáþorskiíSmugunni. NTB Elísabet II. Bretadrottning er sérstakur heiðursgestur á Samveldisleikunum sem nú standa yfir í Bresku Kólumbíu i Kanada. Hún hefur hrifið þegna sina i þessu víðlenda ríki en um leið hafa aðskilnaðarsinnar í Quebec notað tækifærið og lýst óánægju sinni með „útlendan" þjóðhöfðingja. Simamynd Reuter Túnfiskstríðið: Spænskirsjó- mennskutuá franskan starfsbróður „Við hörmum að til átaka skuli hafa komið og að einn úr hópi Frkkanna skyldi særast," sagöi Luis Atienza, sjávarútvegsráð- herra Spánar, í gærkveldi um skotbardaga sem varð á milli spænskra og franskra sjómanna á Biskayailóa í gær. Flytja varð franskan sjómann á sjúkrahús eftir bardagann en hann er nú á batavegi. Spánverj- amir réðust á Frakkana og sök- uðu þá um að nota ólögleg reknet við túnfiskveiðar á flóanum. Frakkarnir sögðust fara að lög- um í einu og öllu. Spánverjar sáu þá ekki annan kost vænni en að stöðva veiðar Frakkanna með vopnavaldi. Mikil harka hefur undanfarnar vikur verið í deilunni um túnfisk- inn á Biskayaflóa. Hafa bæði Bretar og Frakkar sætt árásum Spánverja. Bresk og frönsk herskip eru á svæðinu til að veija sína menn meðan sjómenn frá Spáni saka ríkisstjórn sína um linkind í bar- áttunni viö útlenda lögbrjóta. Hafa þeir því tekið lögin í sínar hendur og ítrekað ráðist á erlend fiskiskip, sem þó hafa heimild til veiðaáflóanum. Reuter Skiptar skoðanir í Noregi um afstöðuna til Svalbarðadeilunnar: Erff ið áróðursstaða í Norður-Noregi - segir Eiður Guðnason, sendiherra í Ósló, en skilningur meiri sunnar í landinu „Eg finn það hér í Ósló að sjónarmið ís- lendinga mæta skilningi og margirteljaþað sanngirnismál að við fáum rétt til veiða í Bar- entshafi til jafns við aðrar Evrópuþjóðir. Þessu er hins vegar ekki að heilsa í Norður-Noregi. ís- lendingar eiga sér fáa málsvara þar eins og við er að búast," segir Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Ósló, í viðtali við DV. Eiður sagði að til stæði að hann héldi norður á bóginn áður en langt um hði til að kynna sjónarmið ís- lands í Svalbarða- og Smugudeil- unni þar. Hann sagði að mannfæð í sendiráðinu réði miklu um að ekki hefði enn reynst unnt að beita sé utan höfuðborgarsvæðisins. Eiður sagði greinilegt að stóru blöðin í Ósló tækju ekki málflutn- ing ríkisstjómarinnar upp gagn- rýnislaust. Einkum væri Aften- posten reiðubúið að skoða málið frá fleiri en einni hlið. Sömu sögu væri að segja um Dagbladet en Verdens gang, útbreiddasta blað Noregs, hefði síðustu vikur verið fremur neikvætt í garð íslendinga. í Noregi liggur það orð á að hrifning þeirra á Verdens gang á Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra mót- aði oft skrif blaðins. „Við hér í sendiráðinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að kynna málstað íslendinga í deilunni," sagði Eiður. „Ég hef ver- ið í vitölum hjá ríkisútvarpinu og fleiri útvarpsstöðvum. Þá var við- tal við mig hjá TV Norge fyrir skömmu vegna þessa máls. Við höfum einnig reynt að leið- rétta allan misskilning og missagn- ir sem komið hafa fram. T.d. var ræðu Helga Ágústssonar á úthafs- veiðiráðstefnunni í New York dreift til allra fjölmiðla. Þar svaraöi hann þeirri gagnrýni aö íslending- ar hefðu skipt um skoðun í hafrétt- armálum. Við höfum einnig verið í sam- bandi viö fulltrúa í utanríkismála- nefnd þingsins og fleiri áhrifamenn á þinginu og miðlað þeim gögnum frá íslandi. Þá hafa menn á borð við Iva!r Eskeland reynst okkur betri en engir og útskýrt stöðu ís- lands í blaðagreinum. Ég met stöðuna svo að málstaður íslands hafi komist til skila en hlýt einnig að viðurkenna að við náum ekki til Norður-Noregs þar sem rík- isstjórnin er þó umfram allt á at- kvæðaveiðum. Fiskveiðideflan brennur mjög á sjómönnum þar norður frá og því erfitt að beita sér þar,“ sagði Eiður. Eiður Guðnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.