Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 12
12 Spumingin Hver er uppáhaldsstaður þinn á íslandi? Brynja Sævarsdóttir: Bláa lóniö. Helga Friðriksdóttir: Svartifoss. Linda, Signý og Gerða: Tálknafjörð- ur. Guðrún og Bjarki: Berserkjahraun. Eva og Bjartur: Ásbyrgi. Mjöll og Frosti: Bræðraborg í Borg- arfirði. Lesendur Hálf áttræður kransæða- sjúklingur gengur aftur Andrés H. Valberg malari skrifar: Ég var fluttur í sjúkrabíl á hjarta- deild Landspítalans árið 1990, en hafði þjáðst áður í mörg ár af ýmsum meltingarsjúkdómum, svo sem magabólgum, skeifugamarsári, rist- ilbólgu og gylbnæð. - Með þessa heilsu gat gamall maðurinn ekki unnið nema hálfan dag og þótti gott. Vegna þessa sótti á mig þunglyndi og algjör uppgjöf var á næsta leiti. Þessi erfiðismaður, sem ég var, hafði þrælaö frá barnsaidri eða í 70 ár og kveið mest fyrir því að þurfa að leggj- ast fyrir sem sjúklingur á annarra framfæri, gleypa í mig margar teg- undir af rándýrum meðulum og reyna margar sortir af erlendum, dýrum pakkamat eins og gæludýr, og vera hafður að féþúfu þeirra fram- leiðenda. Til að stytta þessa raunasögu fór ég austur í sveitir til að leita að and- legum sólargeisla hjá fólkinu á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, og komst þar m.a. í kynni við Maríbygg- iö sem búið er að rækta þar í nær 40 ár án þess að sá mikh lækninga- máttur sem í því er væri kannaður. Ég fékk því nokkur kfió af bygginu tíl prufu, handmalaöi það og byijaöi að borða; 2 kúfaöar matskeiðar að morgni og 1 að kvöldi út í súrmjólk eða graut. Fór ég og með hluta af því til rannsóknar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Keldnaholti. Kom í ljós að þar bar mest á trefja- efni, eitthvað um 28%, ásamt öUu því sem nauðsynlegt er hverjum manni, svo sem prótein, steinefni, kalíum, fosfór, kalk, magníum og natríum. - Strax á fyrsta degi fór þetta að verka og síöastliðin 3 ár hef ég, þessi aldr- aði unglingur, varla unnið skemur en 12 tíma á dag. Nú eru möluð mörg tonn af korni á ári á Þorvaldseyri og þaö notað bæði í grófu (t.d. út í súrmjólk) og eins fínmalað tU baksturs. Þetta er eina komið á íslandi sem er þurrkað við heitan blástur frá hitaveituvatni og er því alveg laust við mengun frá olíubrennsluhita. Nú langar þennan afturgengna mann, sem ég er orðinn, að láta gott af sér leiða og hjálpa fólki á öUum aldri tíl að ná tapaðri heUsu eða tU að halda því sem guð gaf, og tU þess þarf að kenna fólki á rétt mataræði og lifnaðarhætti, sem er mjög frá- brugðið því sem tíðkast í dag. Eg var skoðaöur hjá Hjartavemd nýlega og borin saman rannsókn frá 1990, og er útkoman einstaklega hagstæð þrátt fyrir hækkandi aldur, enda orð- inn þjáningalaus með öUu. Þökk sé Trefjarnjöli, bygginu frá Þorvalds- eyri. Óska ég svo öllum langra líf- daga með guös hjálp og góðra manna. R *.t <* : 3 !: V R t R M 1 1. 1 1 S «: l: N \ j TREFJA 1 s, li Andrés, sem kveið þvi að leggjast fyrir sem sjúklingur á annarra framfæri, tók til við neyslu á grófu byggi frá Þorvaldseyri og telur sig síðan í hópi aldraðra ungiinga. Bankinn minn og debetkortið Daddi skrífar: Bankinn minn hefur búið til debet- kort fyrir mig með kennitölu, mynd og tilheyrandi. - Þegar ég fékk þetta spjald í hendur hélt ég að komist hefðu á gagnkvæmir samningar um það að ef ég héldi öll skUyrði bank- ans, hvaö snertir notkun á kortinu, sæi bankinn minn um að ég gæti notað kortið við mín viðskipti, svipaö og væri ég með tékkheftið mitt góða. Sannarlega er það ekki svo. - Eftir lestur á sex siðna bæklingi um debet- kort - Reglur og skiimálar, útgefiö af öUum kortaútgefendum, snýst aUt um ábyrgð mína á kortinu. Einnig týndu og stolnu, en bankinn minn í gegnum 45 ár er „ekki ábyrgur fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku debetkortsins er hafnað" (bls. 3, grein 7.4). Eftir stutta athugun á tékkheftinu get ég notað debetkortið í u.þ.b. 10% þeirra greiðslna sem ég inni af hendi mánaðarlega og hef því aldrei annaö en óhagræöi af notkun kortsins í öU- um hinum tilfeUunum. Ég vildi láta þetta sjónarmið koma fram í umræðunni um debetkortið og aUt ruglið í kringum það, án þess þó að nafn mitt eða kennitala kæmi fram við yfirskrift þessa pistils, til þess aö koma í veg fyrir að starfsfólk debetkortaútgefendanna geti hugs- anlega farið inn í sínar tölvur og skoðað bankaviðskipti mín í hvaða banka sem er eða í öUum bönkum og upplýst almenning um innstæðu eða innstæðuleysi á reikningum mínum - í dagblöðum. Benny Hinn og kraftaverkin hans og kaUa Bandaríkjamenn þó ekki aUt ömmu sína þegar um góða prédikara er að ræða. Þeir veröa að vera alveg sérstakir til að ávinna sér hyUi almennings. Ég er þess fuUviss að Benny Hinn á marga aðdáendur hér á landi sem þekkja hann orðið af afspum og ekki kannski síður hjá þeim sem hafa kynnst honum í sjón- varpsþáttum Omega-sjónvarpsstöðv- arinnar hér. Ég vona að þessi heim- sókn Benny Hinns skUji eftir sig djúp en heUlarík spor, svo mikUs vænti ég af komu hans hingað. Benny Hinn (t.v.) að störfum á einni af samkomum sínum vestanhafs. Þorsteinn Sigurðsson skrifar: Ég fyUtist gleöi við að heyra um að bandaríski sjónvarpsprédikarinn Benny Hinn væri væntanlegur tU íslands. Hann mun ætla að efna tU samkomu hér á landi nk. sunnudags- kvöld í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Þar sem hann hefur predikað er al- gengt að þúsundir manna komi á samkomu til hans og fjöldi manna hefur læknast á samkomunum. Ég varð sjálfur vitni að einni slíkri sam- komu er ég var í Orlando fyrir rúmu ári en þar er bækistöð þessa mikla prédikara og andans manns. Benny Hinn er sá bandarískur prédikari sem mest er horft á í sjón- varpi um þessar mundir í heimalandi Hringið í sima 632700 millikl. 14og 16-eðaskrifíð ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 ' Alþjóðadóm- stóHinníHaag! Árni Jónsson hringdi: Síðan hvenær er nú Alþjóða- dómstóllinn í Haag orðinn átrún- aðargoð okkai- íslendinga?. Er ekki allt í einu farið að hengja hatt sinn og von á aö þessi dóm- stóU, skipaöur örvasa gamal- mennum úr hópi uppgjafa póh- tíkusa og sendiherra, sé það skjól sem okkur íslendingum verður notadrýgst! Ég segi: Aldrei til Haag með raáliö. meðbyssuna Gissur skrifar: . _ Fallbyssan fjarlægð af Óðni áð- ur en hann fer í Barentshafiö. - Er þetta nú ekki dæmigerð sýnd- armennska og bjánaháttur eins og hann gerist verstur í þjóðfélag- inu? Hvaða máli skipti byssan þar sem hún var? Eða er hugsunin að láta útlendinga segja sem svo; Alltaf eru íslendingar boðberar friöar og réttlætis hvar sem þeír fara. Mikið er þetta nú væn og góð þjóð, hvergi vilja þeir ófriö!! JónogséraJón Ragnar Tómasson skrifar: í æsku sótti ég sunnudagaskóla og safhaði Jesúmyndum. Mér er Ijúft að trúa og treysta á Jesú og gæsku hans. - Seinna sóttu efa- semdir að. Ég sá ekki að þeir trú- uðu væru samferöamönnum sín- um betri eða umburöarlyndari en aörir. Kærleiksboðskapurinn hafði gleyinst. Ástin lætur illa aö stjórn og hvorki vald né auður ná að tendra loga hennar eða slökkva. Hún gerir engan mun á Jóni og séra Jóni. - Sóknin á Sel- fjarnarnesí stendur frammi fyrir vali: stendur hún með presti sín- um eða meirihluta sóknamefnd- ar; með kærleiksboðskapnum eða fordæmingunni? Hvaö liefði Kristur gert? Framtíðin í fingraförunum Ólafur hringdi: : Mikiö er rætt um hin margvís- legu greiðslukort og notkun þeirra. Ein aöferðin veitir mönn- um heimild til fjárúttcktar úr hraöbönkum eöa annars staðar með þvi að stimpla inn sérstakt leyninúmer. Oft klúðrast þessi framkvæmd, menn gleyma réttu núroeri o.s.frv. Einhvers staðar las ég að í þróun væri notkun fingrafara í tengslum við per- sónuskilríki og úttektir úr banka- stofnunum. Líklega er framtíðin fahn í fingrafórum í miklu fleiri tilvikum en i dag er raunin. Leiðréttingá lesendabréfi Sigga Vigga skrifar: Eg er sú er sendi inn bréfið um eldra fólkið og garðaviðhaldið í borginni sem birtist í DV12. þ.m. Ég sagði að þarna borguðu aldr- aðir og öryrkjar 500 kr. fyrir hveija aöstoð. - Hiö rétta er aö þetta eru u.þ.b. þijú þúsund kr. yfir sumarið og í bréfinu leit þetta út eins og einhverjir nytu sér- stakra fríðinda hjá borginni. Konan sem um var rætt bað mig svo að skila innilegri kveðju og þökkum fyrir þessa frábæru þjónustu borgarinnar, svo og unglinganna sem að þessu hafa unnið. Þetta er hennar síöasta sumar í húsínu og nú tekur yngra fólkið við því í hennar íbúð kem- ur hvorkiöldungurné öryrki. En verið getur að þá verði að opna budduna betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.