Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 13 Bretar og Þjóðverjar gegn Islendingum í Haag 1972: Fréttir Fengu bráðabirgðaúr- skurð innan eins mánaðar „Bretar og Þjóöverjar vísuöu deil- unni til Alþjóöadómstólsins á grund- velli landhelgissamningsins frá 1961 þegar viö færðum landhelgina út í 12 sjómílur. Þeir óskuðu eftir bráða- bírgðaúrskurði 19. júlí 1972. Alþjóða- dómstóllinn felldi úrskurð í málinu 17. ágúst eða tæpum mánuði síðar,“ segir Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Hannes riíjar þarna upp þegar ís- lendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína í 50 sjómílur en á þeim tíma var hann blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ól- afs Jóhannessonar. Hann segir að Bretar og Þjóðverjar hafi beðið dóm- stóhnn um bráðabirgðaráðstöfun til varnar hagsmunum sínum. „Alþjóðadómstóllinn féllst á sjón- armið Breta og Þjóðverja. í dómsorð- inu kom fram að það væri engin stoð fyrir 50 sjómílna útfærslunni í al- þjóðalögum og krafa íslendinga því ógild. Þá fjallaði úrskurðurinn um að ísland mætti ekkert gera einhliða utan 12 sjómílna. Þessi úrskurður tók strax gildi,“ segir Hannes. Hannes segir að dómur hafi svo fallið þremur árum síðar og hann hafi verið í meginatriðum eins og bráðabirgðaúrskurðurinn. „Þegar dómurinn féll var hann þegar marklaus vegna þess að við vorum búnir að semja. Hitt er svo annað mál að við lýstum því yfir strax að við litum þannig á að dómstóllinn hefði enga lög- sögu í þessum málum og þess vegna stóð aldrei tii að hlíta úrskurði hans,“ segir Hannes Jónsson. Baráttan gegn reiðhjólaþjófnuðum: Hugur fylgdi ekki máli meðal f ólks - segir Guðjón Helgason „Ég hef nú ekki sinnt þessu mikiö upp á síðkastið enda ætlaði ég ekki að helga líf mitt baráttunni gegn reið- hjólaþjófum. Menn sem voru þátt- takendur í þessu hafa helst úr lest- inni. Það má segja að meðal sumra hafi hugur ekki fylgt máh en árang- urinn er sá að ég náði að vekja at- hygli á þessu og vonandi hefur það eitthvað að segja,“ segir Guðjón Helgason sem fyrr í sumar vakti at- hygli á því afskiptaleysi sem ríkir gagnvart reiðhjólaþjófnuðum. Guðjón segist óánægður með við- brögð lögreglu gagnvart þessum málum. Hún hafi sagt í fjölmiðlum aö tekið yrði á þessum málum en sú varð ekki raunin. Þaö séu einstakl- ingar eða klíkur sem hafi sig mest í frammi við reiðhjólaþjófnaðina og þá sé hægt að taka úr umferð ef vitn- eskja Uggi fyrir um hverjir þeir séu. Guðjón segir það einnig hafa vakið gremju sína hve afskiptur almenn- ingur sé gagnvart þessu. „Það virðist sem þjóðin sé búin að sætta sig við þetta vandamál og hafi ákveðið að fá greitt úr tryggingafélögum ef reið- hjóli sé stolið. Kerfið vinnur hrein- lega með því,“ segir Guðjón. 99 IÖ 30 39,90 mín. /3 GuííniJfaninrD Laugavegi 178 Kvöldveröartilboð Vikuna 19/8 -25/8 * Sjávarrétta-terrine á salatbeði með spergilsósu * Pönnusteiktur lambahryggsvöðvi með skógarsveppum og púrtvínssósu * Súkkulaði- og peruterta á vanillukremi Kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum AUGLYSINGAR wvvwv Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 632700 - Bréfasími 632727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-16 Sunnudaga kl. 18-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. FJOLSKYLDUBILL A FINU VERÐI! Lada Samara hefur notið gífurlegra vinsælda hérlendis. Sífellt fleiri eru komnir á þá skoðun að það vegi þyngst að aka um á rúmgóðum, sparneytnum og ódýrum bíl þótt eitthvað vanti á þann íburð sem einkennir marga bíla, en kemur akstrinum ekkert við. NY LADA SAMARA 1300 cc, 5 dyra, 5 gíra 594.000 kr. á götuna Útvarp, segulband, hátalarar og mottur 138lflN 40 ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.