Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 4
Fréttir Jeltsín Rússlandsforseti: FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 Sendi einkaþotu til Islands til að ná í Ladaforsfjórann - sem er samstarfsmaöur og ráðgjafi forsetans Aðalforstjóri Lada-verksmiðjanna í Rússlandi, Vladimir Kadanikov, var staddur hér á landi frá 5. til 14. ágúst sl. í boði Gísla Guðmundsson- ar, forstjóra Bifreiða og landbúnað- arvéla. Kadanikov, sem er náinn samstarfsmaður Jeltsíns forseta, varð í flórða sæti við val forsætisráð- herra Rússlands á síðasta ári. Hann hefur verið þingmaður síöustu árin. Kadanikov ferðaðist vítt og breitt um landið að þessu sinni en hann hefur tvisvar áður komið til lands- ins, fyrst árið 1989. Hann þurfti hins vegar að fara fyrr heim nú en ráð- gert hafði verið til viðræðna við Jeltsín en forsetinn sendi einkaþotu eftir Kadanikov. „Hann var hér í fríi með fjölskyld- una. Þau voru öll sammála um að ísland væri paradís á jörðu,“ segir Gísh. Kadanikov hefur verið forstjóri Lada í 6 ár. Höfuðstöðvar verksmiðj- anna eru í borginni TogUatti sem er við Volgubakka, eina 1000 km frá Moskvu. Verksmiöjurnar framleiða 800 þúsund bíla á ári og hefur borgin verið köUuð „Detroit" Rússlands. í borginni búa 350 þúsund manns og þar af vinna 150 þúsund í Lada- verksmiðjunum. Áhrif Kadanikovs eru því mikil í borginni. Tekjur hestamanna — mánaóartekjur í þúsundum króna á árinu 1993 — 28 Oli Herbertsson 36 Baldvin Ari Guðlaugsson 56 Ásgeir Herbertsson 54 Albert Jónsson, Votmúla I I 64 Indriði Ólafsson, Þflifu i i . - 69 Einar E. Gíslason, Varmahlíð | j 69 Reynir Sigurstefnsson, Hlíðarbergi i i 93 Hafliði Halldórsson I í , 102 Sveinn Guðmundsson, Sauðárkróki 117 Ágúst Sigurösson, Kirkjubæ 150 Einar Bollason 173 Hinrik Bragason 249 Gunnar Arnarsson SHHH 274 Sigurbjörn Bárðarson i ! f; 0 50 100 150 200 250 300 rmiU Bandaríski togarinn: Farinn á Svalbarðasvæðið? „Hann var að veiðum í Smugunni innan um okkur. Hann hííði og fór eitthvað, ég veit ekki hvort hann fór á Svalbarðasvæðið," segir Guð- mundur Gíslason, stýrimaður á Skagfirðingi SK, við DV. Einn bandarískur togari er að veið- um í Barentshafmu. Skipið, sem heit- ir Ocean Hunter, mun hafa tilkynnt norsku gæslunni að hann viður- kenndi ekki lögsögu Norðmanna á Svalbarðasvæðinu. Guðmundur sagðist hafa heyrt þetta haft eftir honum. Nú velta menn fyrir sér hvort tog- arinn sé á fiskverndarsvæðinu og þá hvort Norðmennirnir muni ganga að honum á sama hátt og íslendingum. Umboðsaðili bjórs ítrekar kröf u sína Þorsteinn Halldórsson, umboðs- maöur Bitburger bjórs, hefur í bréfi til fjármálaráðherra ítrekað kröfu sína að fá að leysa úr tollvörugeymsl- unni vörusendingu frá umbjóðanda sínum án afskipta ÁTVR. Eins og greint hefur verið frá í DV telur Þorsteinn það einungis á færi fjármálaráðuneytis að leggja gjöld á áfengi samkvæmt gildandi tollskrá og í samræmi við EES-samninginn. Þorsteinn sendi tollstjóranum í Reykjavík bréf þessa efnis og sendi tolistjórinn erindið til fjármálaráð- herra tU „þóknanlegrar athugunar". Svar fjármálaráðherra hefur hins vegar ekki borist. Þorsteinn segir að langt sé liöið frá því aö erindið var sent ráðuneytinu og minnir hann á í nýjasta bréfi sinu að vara umbjóðanda síns sé með tak- markað geymsluþol. Því sé orðið að- kallandi að það fái eðlUega afgreiðslu án frekari tafa. Minnir hann að að í stjómsýslulög- um sé kveðið á um að ákvörðun í máh skuU tekin svo Ujótt sem unnt er, að öðmm kosti beri samkvæmt sömu lögum að skýra frá ástæðum tafanna og hvenær ákvöröunar sé að vænta. Úttekt á tekjum hestamanna: Þekktir hestamenn vart matvinnungar - Sigurbjöm Bárðarson tekjuhæstur með 274 þúsund á mánuði AthygU vekur að tekjur hesta-, tamningamanna, reiðkennara og sölumanna hesta á síðasta ári eru frekar lágar miðað við það sem ætla mætti af umfangi starfsemi þeirra. Tekjuhæstur er Sigurbjörn Bárð- arson, íþróttamaður ársins hjá DV, með 274 þúsund krónur á mánuði. Á hæla hans fylgir Gunnar Arnarsson með 249 þúsund krónur. Hinrik Bragason, eigandi Gýmis sem sleg- inn var af á dögunum, er þriðji tekju- hæsti einstaklingurinn með 173 þús- und krónur á mánuði. AlUr þrír eru hestakaupmenn, auk þess sem þeir stunda önnur störf tengd hesta- mennsku. Einar Bollason, sem rekur umsvifamikla hestaleigu, er með 150 þúsund krónur í mánaöartekjur. Meðal tekjulágra manna í þessu fagi eru bræðurnir Óli og Ásgeir Herbertssynir, Óli með 28 þúsund krónur í mánaðartekjur og Ásgeir með 56 þúsund krónur. Baldvin Ari Guðlaugsson frá Akureyri var ein- ungis með 36 þúsund krónur á mán- uði á seinasta ári og Albert Jónsson í Votmúla með 54 þúsund. Indriði Ólafsson, Þúfu, einn eigenda stóð- hestanna Þorra og Orra, var með 64 þúsunda króna mánaðartekjur. Úttekt þessi nær einungis til tekna en ekki launa. Um er að ræða skatt- skyldar tekjur í fyrra eins og þær voru gefnar upp til skatts eöa áætlað- ar og reiknað útsvar af. Slippstöðin Oddi: Forstjórastaðan laus Staða forstjóra Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akureyri hefur verið aug- lýst laus til umsóknar og er leitaö að manni með tækni- og/eða við- skiptamenntun. Guðmundur Tulinius, sem gegnt hefur stöðunni, sagði í samtali við DV að ráðning hans hefði alltaf verið tímabundin og um það hvort hann yrði hugsanlega á meðal umsækj- enda um stöðuna vildi hann ekkert segja. Um verkefnastöðu fyrirtækisins sagði Guðmundur aö hún hefði verið góð aö undanfórnu og svo yrði fram í september en þess bæri að vísu að geta að nú störfuðu færri menn í stöðinni en áður. Um stærri verkefni fram undan sagði Guömundur að engir samningar um slík verkefni væru komnir það langt að hægt væri að tjá sig um slíkt opinberlega. „Það er alltaf óvissutími á haustin og við reynum að takmarka þá óvissu eins og við getum," sagði Guðmundur. Grunnskólinn í Stykkishólmi: Óánægja með ráðn- ingu skólastjóra - enginn til svara 1 menntamálaráöuneytinu „Það er meö ólíkindum að ráð- herra skuli ekki veita þeim manni stöðuna sem hefur meiri menntun. Þetta er í algerri andstöðu við fyrri yfirlýsingar hans um gildi menntun- ar,“ sagði reiður viðmælandi DV vegna .ráðningar menntamálaráö- herra í stöðú skólastjóra grunnskól- ans í Stykkishólmi. Tveir umsækj- endur voru um stöðuna, Gunnar Svanlaugsson, yfirkennari og aðstoð- arskólastjóri í skólanum til nokk- urra ára, og Kristinn Breiðfjörð Guð- mundsson, skólastjóri að Reykjum í Hrútafriði. Skólanefnd mælti með Kristni í starfið í skjóh meiri mennt- unar hans en ráðherra setti hins veg- ar Gunnar í starfið til eins árs. „Eftir að umsóknimar' vom af- greiddar héðan til ráðuneytisins er kosning til sveitarstjómar dæmd ógild og þar með var nýkjörin skóla- nefnd ógild til umflöllunar um málið. Að athuguðu máh tekur ráðherra þá ákvörðun að hann vhji ekki ráða í þessa stöðu á þessum grundvelh því sú ráðning gæti orðið ógild vegna þess að réttir umsagnaraðilar hafl ekki verið til staðar. Niðurstaðan varð sú að hvorug umsóknin er af- greidd en aðstoðarskólastjóra skól- ans er fahð að gegna starfinu til eins árs. Samkvæmt gmnnskólalögum er aðstoðarskólastjóri staðgengill skólastjóra. Bráðabirgðaráðstöfunin byggist á þessu óvissuástandi sem ríkir í sveitarsjórnarmálum á staðn- um,“ sagði Snorri Þorsteinsson, fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis. Enginn hefur verið við í ráðuneyti menntamála th þess að svara fyrir þessi mál. Að sögn Harðar Lárusson- ar, deildarstjóra í framhaldsskóla- dehd, reka menn aðeins inn nefið th þess að afgreiða mál þessa dagana en eru að öðru leyti í fríi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.