Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 37 Verk eftir Jóhönnu Þórðardóttur í Norræna húsinu. DV-mynd ÞÖK Lágmyndir unnar í tré í Norræna húsinu stendur nú yfir sýning á lágmyndum eftir Jóhönnu Þóröardóttur. Á sýning- unni eru sextán myndir unnar í tré og leitast Jóhanna við að ganga svo nærri hugtakinu lág- mynd að mörkin milli lágmyndar og málverks verða óljós. Verkin Sýningar eru öll unnin á þessu ári og því síðasta. Jóhanna Þórðardóttir nam myndlist við Myndhsta- og hand- íðaskólann á árunum 1963-1967 en stundaði síðan framhaldsnám í Amsterdam og í Stokkhólmi. Sýning hennar í Norræna húsinu er önnur einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í flölda samsýninga hér heima og erlendis. Þess má geta að í ár var Jóhanna hlutskörpust í tveimur lokuðum samkeppnum um útilistaverk á Djúpavogi og á Dai- vík. Sýning Jóhönnu stendur tO 28. ágúst og er opin daglega kl. 14-19. Fólk hefur verið að ráða kross- gátur i áttatíu ár. Litlar breytingar á hálendisvegum Spáð er góðu ferðaveðri um allt landið um helgina og verða því sjálf- sagt margir til þess að fara út úr bænum. A nokkrum stöðum á þjóð- Færð á vegum vegum landsins er verið að endur- bæta vegi, gera við þá og setja nýja klæðingu. Á leiðinni Reykjavík- Akureyri eru vegavinnuflokkar við vinnu á Öxnadalsheiði og Langadal og þar eru hraðatakmarkanir. Svo er einnig um leiöina Hofsós-Siglu- íjörður á Mið-Norðurlandi og á Aust- urlandi eru nokkrar leiðir sem þarf að gæta varúðar á. Litlar breytingar eru á vegum á hálendi íslands. Flest- ar leiðir eru aöeins færar jeppum og fjórhjóladrifsbílum en þó eru nokkr- ar vinsælar leiðir opnar öllum bílum og má þar nefna Landmannalaugar. Ryþmablúshljómsveitin Búgí- menn spilar á Blúsbarnum í kvöld og annað kvöld. Búgímenn flytja ryþmablús og létt rokk í anda hljómsveita eins og Fabulous Skemmtanir Thunderbirds, en þá hljómsveit stofnaði Jimmy Vaughan, bróðir Stevie Ray Vaughan. Þá leikur hljómsveitin vinsæl ryþmablúslög, vesturstrandarblús og rokkstand- arda, auk þess sem eitthvað af frumsömdu efni fylgir með. Búgí- mennina skipa þeir Gunnar Eiriks- son, söngur og munnharpa, Einar Valur Einarsson, bassi, Svanur Karlsson, trommur, og Jóhannes Snorrason, gítar. Búgimenn. DV-myndJAK Brúðkaupsafmæli Krossgátur í áttatíu ár Bandaríski blaðamaðurinn Arthur Wynne fann upp kross- gátuna 21. desember 1913. Wynn vann við New York World, skrif- aði um spil og leiki og var stöðugt Blessuð veröldin á höttunum eftir einhverjum nýj- ungum. Hann minntist leiks frá Viktoríuskeiðinu sem afi hans hafði sýslað við forðum daga. Hann kallaðist töfraglugginn. Hann teiknaöi leikinn upp eftir minni, setti svarta reiti hér og þar og skrifaði síðan hsta með 32 skil- greiningum. Þar meö hafði hann fundið upp krossgátuna og birtist fyrsta krossgátan í vikulegu aukablaði New York World 21. desember 1913. ii ára: Stálbrúðkaup 12 ára: Silkibrúðkaup 13 ára: Knipplingabrúð 14 ára: Fíiabeinsbrúðkaup 15 ára: Kristalsbrúðkaup 16 ára: Skógarbrúðkaup 17 ára: Leirbrúðkaup 18 ára: Fjörubrúðkaup 19 ára: Sólarbrúðkaup KUI 20 ára: Postulínsbrúðkaup Matador varð til á kreppuárunum Bandaríkjamaðurinn Charles Darrow fann upp Matador kreppuárið 1933. Hann var at- vinnulaus þegar hann fann upp spilið sem tengist fyrst og fremst fjárfestingu í fasteignum. Spilið kallast Monopoly á ensku og götunöfnin í fyrstu útgáfunni voru fengin að láni ffá Atlantic City. Matador varð fljótt geysi- vinsælt spil og hefur bandaríska fyrirtækið Parker-Brothers selt meira en 80 milljón spil. myndinni fæddist á fæðingardeíld ingu og 50 sentímetrar á lengd. Landspítalans8.ágústkl. l.52.Hún Foreldrar hennar eru Sólveig ----------------------------------- Kristinsdóttir og Sigurður Indriða- Bam daqsins fn- Hún/ tvo *?ræðJlu£’,Indriða ____________ => Svavar, 4 ára, og Sigurð Runar, 1 'h árs. Fyrir utan Gamla bíó sem nú hýsir íslensku óperuna. í þá gömlu, góðu daga Um það bil átján þúsund manns hafa nú séð nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíó- daga. Það er kannski ekki eins mikil aðsókn og menn áttu von á, en aðsókn er jöfn. Bíódagar segja frá lífi Tómasar, 10 ára, sumarið 1964 þegar ekkert sjónvarp var nema Kanasjón- varpið sem kemur aðeins við sögu. Þá léku strákar sér í fót- bolta, stofnuðu götufélög og fóru á 3-bíó með fangið fullt af hasar- blöðum. Þessu lífi lifir Tómas þar Bíóíkvöld til hann er sendur í sveit og upp- lifir öðruvísi veröld. Þar kynnist hann karlinum Tona sem Jón Sigurbjörnsson leikur eftir- minnilega. Með aðalhlutverkið, Tómas, fer Örvar Jens Arnarsson og bróðir hans Nikulás er leikinn af Ornf ri Helgasyni. Margir þekktir leikar- ar fara með hlutverk í myndinni, má þar nefna Rúrik Haraldsson, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Ladda, Sigurð Sigurjónsson, Eddu Heiðrúnu Backman, Pálma Gestsson, Magnús Ólafsson, Ró- bert Arnfmnsson, Magnús Ragn- arsson, Hjalta Rögnvaldsson. og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Nýjar myndir Háskólabíó: Fjögur brúðkaup . Laugarásbíó: A Bronx Tale Saga-bíó: The Mighty Ducks 2 Bíóhöllin: Maverick Stjörnubíó: Bíódagar Bióborgin: Ég elska hasar Bíóborgin: Hold og blóð Regnboginn: Flóttinn Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 198. 19. ágúst 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,800 68,000 68,890 Pund 105,100 105,420 105,330 Kan. dollar 49,310 49,500 49.870 Dönsk kr. 11,0810 11,1250 11,1040 Norsk kr. 9,9890 10,0290 10,0120 Sænsk kr. 8,7920 8,8280 8,9000 Fi. mark 13,3330 13,3870 13,2540 Fra. franki 12,8010 12,8520 12,7710 Belg. franki 2,1306 2,1392 2,1209 Sviss. franki 52,3100 52,5200 51,4600 Holl. gyllini 39,1400 39,3000 38,8900 Þýskt mark 43,9800 44,1100 43.6300 ít. líra 0,04299 0,04321 0,04352 Aust. sch. 6,2450 6,2760 6,1970 Port. escudo 0,4280 0,4302 0,4269 Spá. peseti 0,5242 0,5268 0,5300 Jap. yen 0,68860 0,69070 0,70160 irskt pund 103,620 104,140 103,960 SDR 99,28000 99,78000 100,26000 ECU 83,5000 83,8400 83,4100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan i z 'i v- 5' (o t- á s " /0 II lí JT* n 1T- }(p iU Ib Lárétt: 1 svik, 7 innyíli, 8 njörva, 10 iíf- færi, 11 gangflöturinn, 12 innsiglis, 14 óðagot, 15 tindar, 17 tré, 18 frestaði. 19 útgerðarmaður. Lóðrétt: 1 útferð, 2 einungis, 3 nið, 4 fyr- irlesturinn, 5 fantur, 6 snúningur, 9 mál- ar, 13 kvenmannsnafn, 15 klampi, 16 sefi, 17 þegar. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skemma, 8 voða, 9 álm, 10 öflug, 11 dá, 12 filmur, 14 toga, 16 ári, 17 hrolls, 19 átt, 20 ósýn. Lóðrétt: 1 svört, 2 koffort, 3 eðli, 4 maula, 5 mág, 6 aldurs, 7 smárinn, 13 máls, li, got, 17 há, 18 ló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.