Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Hallarekstur spítalanna Enn einu sinni eru fjárhagsmál sjúkrahúsanna komin í ógöngur. Enn einu sinni hafa útgjöld ríkisins vegna heilbrigðismála farið langt fram úr áætlunum og ijárveit- ingum. Enn einu sinni standa ráðamenn frammi fyrir þeim vanda að hækka framlög til reksturs sjúkrahús- anna eða framkvæma niðurskurð. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa Ríkis- spítalamir farið 600 milljónir króna fram út áætlun. Heilbrigðisráðherra segir að það þurfi aukafjárveitingar um tvo til þrjá milljarða til viðbótar í reksturinn á næstu íjárlögum að óbreyttu ástandi. Mönnum er það minnisstætt að í upphafi kjörtímabils- ins lét Sighvatur Björgvinsson, þáverandi heilbrigðisráð- herra, til skarar skríða gagnvart heilbrigðiskerfmu. Hann boðaði margvíslegar spamaðarhugmyndir og fylgdi þeim eftir í mikilh andstöðu við hagsmunahópa, svo sem lækna og lyfjafræðinga. Það var á þessum for- sendum sem íjárveitingar til heilbrigðismála voru ákveðnar. Þetta var hður í þeirri viðleitni ríkisstjómar- innar að halda ijárlögunum í skeflum. Hvort heldur því er um að kenna að Sighvatur hætti sem heilbrigðisráðherra eða tregðu heilbrigðisyfirvalda og forráðamanna á því sviði að fylgja niðurskurðinum eftir er ljóst að gífurlegur hallarekstur blasir við á Rík- isspítölum og Borgarspítala. Það má gagnrýna Guðmund Árna Stefánsson, sem gegnt hefur stöðu hehbrigðisráðherra aht þetta ár, fyrir hnkind og það má gagnrýna lækna og forráðamenn spít- alanna fyrir tilhtsleysi gagnvart þeim ásetningi stjórn- valda að draga úr útgjöldum spítalanna. Það er eflaust mikið bmðl sem á sér stað í sjúkrahúsarekstri og innan- mein í allri framkvæmd. Það má sjálfsagt deila um mikh- vægi þeirra verkefna og aðgerða sem hehbrigðiskerfið hefur tekið að sér. Aht hjálpast þetta að. En vandi sjúkrahúsanna og rekstur þeirra er svo risa- vaxinn að það verður með engri sanngirni hægt að benda á sökudólg og segja: þetta er honum að kenna. Vandinn hggur einfaldlega í því að íslendingar gera kröfu th fuh- kominnar hehbrigðisþjónustu án þess þó að hafa efni á henni. Hugmyndir hafa verið settar fram um einhvers konar nefskatta á sjúkhnga og það jafnvel eftir efnum og aðstæðum. Raunar hefur kostnaður almennings hækkað verulega fyrir almenna læknis- og hjúkrunar- þjónustu með auknum gjöldum, en aht kemur fyrir ekki. Bæði er að sjúkhngaskattar mælast misjafnlega fyrir og hækkuð gjöld hafa ekki skilað sér. Það er rétt hjá forráðamönnum spítalanna að það er ekki endalaust hægt að skera niður starfsemi og manna- hald nema það bitni á þjónustunni og forgangsröðinni og í stórum dráttum virðist niðurstaðan verða sú að þjóðin verði einfaldlega að sætta sig við þau útgjöld sem hið opinbera leggur af mörkum með skattpeningum borgar- anna. Ef almenningur vhl hágæða- og fyrsta flokks heh- brigðisþjónustu, nánast ókeypis, þá verður þessi sami almenningur að sjálfsögðu að sætta sig við raunhæfar og ríflegar úárveitingar th að mæta þeim útgjöldum. Það er ekki sífeht hægt að höggva í sama knérunn nema eitt- hvað gefi eftir. Þar með er ekki sagt að stjómvöld eigi að gefast upp á því verki að spara og hagræða í rekstri sjúkrahús- anna. Slíkt aðhald er bráðnauðsynlegt. En við verðum sennhega að horfast í augu við þá staðreynd að hehbrigð- isþjónustan verður ahtaf dýr og haga skattlagningu og fjárveitingum í samræmi við það. Ehert B. Schram „Almenningur er orðinn þreyttur á sífelldum áköllum um hjálp og oft gengur treglega að safna. Samúðin fer þverrandi." Simamynd Reuter Flóttamanna öngþveiti Flóttamannahjálp Sameinuöu þjóðanna var stofnuð 1951, fyrst og fremst til að hjálpa þeim sem flúðu til vesturs frá kommúnistaríkjum. Þetta átti að vera bráðabirgðastofn- un og starfa í þrjú ár en umboð hennar hefur verið framlengt síðan um íimm ár í senn og fjárframlög hafa einkum verið sótt til Banda- ríkjanna, Japans og Evrópusam- bandsins, auk frjálsra framlaga einstakhnga. Almenningur er orðinn þreyttur á sífelldum áköllum um hjálp og oft gengur treglega að safna. Sam- úðin fer þverrandi. Ógnirnar í Rú- anda eru aðeins eitt mál af mörg- um. Þær tvær milljónir sem þar hafa verið á flótta eru aðeins hluti vandans. Horfinn stöðugleiki Vandinn liggur ekki síst í því að kalda stríðinu er lokið, og þar með þeim stöðugleika sem því fylgdi. Ný stríð, sem kraumað hafa eða legið í dvala áratugum saman, blossa nú upp hvarvetna, eins og í Júgóslavíu þar sem engu er líkara en allt sé óbreytt frá 1914, eða jafn- vel 1878. Styrjaldir sem spruttu upp úr jarðvegi kalda stríðsins, svo sem í Afganistan og Angóla, hafa öðlast sitt eigið líf og halda áfram en nýj- ar og gamlar blossa upp í Súdan, Sómalíu, Líberíu, Rúanda og fyrr- um Sovétríkjum. Enginn veit hvernig allt æxlast í Suður-Afríku og ástandið er ótryggt á ótal stöð- um. Fyrir 20 árum voru flóttamenn í heiminum taldir 2,4 milljónir. Nú eru þeir um 23 milljónir. Þar við bætast þær milljónir sem ekki hafa flúið milli landa, heldur flosnað KjaUajrinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður upp innanlands og eru á framfæri hjálparstofnana. Það eru samtals um 26 milljónir, þannig að saman- lagður fjöldi flóttafólks í heiminum er hvorki meiri né minni en 49 milljónir. Þetta er meira en hjálp- arstofnanir ráða viö. Ný ásjóna stríða Þau stríð sem nú geisa eru ann- ars eðlis en þau sem Sameinuðu þjóðunum var æflað aö takast á við. Nú eru þetta nær eingöngu innanlandsstríð. Óbreyttir borgar- ar eru oftar en ekki beinlínis skot- mark hernaðarins. Ákveðnir trú- arhópar, ættbálkar eða þjóðflokkar eru lagðir í einelti og þeir skipulega drepnir eða hraktir á brott, svo sem múslímar í Bosníu (2,7 milljónir á flótta) eða Kúrdar í írak og Tyrk- landi, eða þá Tútsí og Hútú. Risaveldin hafa séð flestum þess- ara ríkisstjórna fyrir vopnum en þær skirrast heldur ekki við að beita skipulegri landeyðingu og beita hungursneyð sem vopni, eins og í Eþíópíu og Súdan. Sums staðar er algert stjórnleysi, eins og í Afg- anistan, Líberíu og Sómalíu, þar sem segja má að allt ríkisvald sé horfið. Illu heilh stefnir í sömu átt víðar og flóttamannastraumurinn mun enn aukast langt umfram getu umheimsins til að takast á við hann. Enn önnur hlið á þessu er fólksflótti til Vestur-Evrópu og meðfylgjandi andúð og árekstrar. Aht ber að sama brunni. Þetta er eitt allra stærsta vandamál nútím- ans, miklu stærra en menn hafa efni á að leiða hjá sér th lengdar. Gunnar Eyþórsson „Enn önnur hlið á þessu er fólksflótti til Vestur-Evrópu og meðfylgjandi and- úð og árekstrar. Allt ber að sama brunni. Þetta er eitt allra stærsta vandamál nútímans ... “ Skoðanir annarra Sendiherrann heim „Eins og málum er komið nú ber aö kaha heim sendiherrann í Osló og jafnvel að leggja sendiráðið í Osló niður. í framhaldi af því gæti verið óhjákvæmi- legt að shta stjómmálasambandi við Noreg a.m.k. meðan máhð væri rekið. Við höfum sjaldan átt skiln- ingi að mæta hjá norskum stjómvöldum, en reynsla okkar af norsku þjóöinni er önnur. Það er hkast því, að norsk stjórnvöld geti ekki fyrirgefið að forfeð- ur okkar flýðu Noreg vegna ofríkis sameiginlegra forfeðra okkar beggja." Gunnlaugur Þórðarson hrl. í Mbl. 18. ágúst. Gjaldþrotaleiðin „Hér á landi hafa stjórnmálamenn og fleiri haft uppi gáleysislegt tal um gjaldþrot. Það hefur jafnvel verið talað um gjaldþrotaleið fyrirtækja sem efna- hagsúrræði... í nafni byggðastefnu hefur verið haldið áfram að lána fyrirtækjum á vonarvöl. í nafni at- vinnusköpvmar hefur fé verið ausið í fyrirtæki sem höfðu engan rekstrargrundvöh.“ Úr forystugrein Alþbl. 18. ágúst. Ráðstef nur á íslandi „Skemmtanir er atriði sem menn horfa á þegar ráðstefnustaður er valinn. Þegar mönnum berst hins vegar til eyrna að bjór og léttvín sé selt hér á okur- verði hætta þeir viö að koma. Eins og sterkefnaður Bandaríkjamaður sagði við mig: „Það er ekkert mál að kaupa flugmiða á fyrsta farrými fyrir 100 þúsund krónur en að borga 500 krónur fyrir eitt bjórglas þar dreg ég mörkin". Vandinn liggur hjá íslendingum sjálfum svo lengi sem þeir sætta sig við að greiða þetta verð fyrir vínveitingar þá mun ekkert breytast í þessum málum.“ Ársæll Harðarson, framkvstj. Ráðstefnuskrifstofu íslands, í Viðskiptablaðinu 17. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.