Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 25 Iþróttir Iþróttir Heimsmeistaramót unglinga í snóker: íslandi stillt upp ífyrstasæti Jóhannes B. Jóhannesson er einn af okkar bestu snókerspilurum af yngri kynslóðinni - og hefur verið valinn til þess að keppa fyrir íslands hönd á Heimsmeistaramóti, 21 ára og yngri, sem fer fram í Finnlandi 21. ágúst til 3. september. Jóhannes mun haida út á morgun. Það vekur mikla athygh að Jó- hannesi er stillt upp í fyrsta sæti fyr- ir keppnina og er það í fyrsta skipti sem ísland er sett svo ofarlega á Heimsmeistaramóti í snóker. í samtali við DV sagðist Jóhannes vera tilbúinn í slaginn: „Ég er í mjög góðu formi núna og ætla mér í það minnsta að ná fram í undanúrslitin," sagði Jóhannes. Jóhannes B. Jóhannesson er hér til vinstri ásamt Kristjáni Helgasyni sem varð heimsmeistari unglinga hér á islandi fyrir tveimur árum. Markverðir beggja liða, þær Sig- friður Sophusdóttir Breiðabliki og Sigríður F. Pálsdóttir KR, hafa skorað í bikarkeppninni í sumar. Sigfríður skoraði úr vítaspyrnu gegn Haukum og Sigríður skoraði úr vitaspyrnu gegn Fjölni. Fimmtán hafa skorað Bæði lið hafa skorað 21 mark í bik- arkeppninni hingað til. KR hefur fengið á sig 5 mörk en Breiðablik ekkert Olga Færseth, Breiðabliki, og Helena Ólafsdóttir, KR, hafa skoraö mest eöa sjö mörk hvor. TekstKRað skora? Sigfríður Sophusdóttir, markvörð- ur Breiðabliks, hefur ekki fengið á sig mark í bikarkeppninni hingaö til og samkvæmt spá hennar um úrslit í leiknum á sunnudag ætlar hún aö halda hreinu í keppninni. Ásta B. með í 6. sinn Ásta B. Gunnlaugsdóttir leikur til úrsiita í bikarkeppni KSÍ í sjötta sinn á sunnudag. Er hún eini leik- maöur Breiðabliks sem hefur orðið bikarmeistari með því liði. Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari og Sigfríð- ur Sophusdóttir markvörður hafa báðar orðið bikarmeistarar með ÍA. Helena, Guðlaug og Sigurlín Helena Ólafsdóttir, Guðlaug Jóns- dóttir og Siguriín Jónsdóttir urðu allar bikarmeistarar með ÍA 1992. Helena og Guðlaug iéku eitt ár með ÍA en Sigurlín er alin þar upp og lék með KR í fyrsta sinn 1993. Barátta á ölium vígstöðvum Það verður örugglega barátta á öll- um vígstöðvum á sunnudaginn. Þar mætast landshðsmarkverðirn- ir tveir, öftustu varnarmenn beggja liða eru jafnframt þjálfarar lið- anna, inni á miöjunni mætast fyrr- um félagar úr Breiðablikí, þær Margrét R. Ólafsdóttir, UBK, og Ásthildur Helgadóttir, KR, og í framlínu beggja liða eru tveir markahæstu leikmenn 1. deildar kvenna Ingibjörg Sólrún helðursgestur Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gisladóttir, veröur heiðursgestur KSÍ á leiknum. Á sunnudaginn klukkan þrjú Leikurinn hefst á sunnudaginn kl. 15.00 á Laugardalsvelli. Miðaverði er mjög stillt í hóf, þaö kostar 500 krónur fyrir fullorðna og 100 krón- ur fyrir böm og gilda aliir miðar í stúku. Sjónvarpað verður beint frá leiknum i Ríkissjónvarpinu. „Stærsti dagur í sögu Fram“ Knattspyrnufélagið Fram tekur á sunnudaginn kemur í notkun nýtt og glæsilegt íþróttahús á félags- svæðinu við Safamýri. Hátíðarat- höfn hefst í íþróttahúsinu klukkan 15 en það verður opnað fyrir gesti klukkan 14.30. Eftir vxgslu hússins verður það til sýnis tii klukkan 17. Byggðaverk hf„ sem hefur annast byggingu íþróttahússins, mun af- henda félaginu það formlega til notkunar. Alfreð Þorsteinsson,. formaður Fram, mun lýsa húsinu og tilurð þess. Hið nýja íþróttahús Fram er reist með verulegu fjár- framlagi Reykjavíkurborgar, skv. samningi miili Rnattspymufélags- ins Fram og borgarinnar sem und- irritaður var 12. nóvember 1992. Markús Öm Antonsson, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, tók iyrstu skóflustunguna aö grnnni hússins 14. mars 1993 og Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttír, núverandi borgar- stjóri, flytur ávarp við opnun íþróttahússins á sunnudaginn kemur. Hið nýja íþróttahús Fram er fyrsta íþróttahúsið sem Knatt- spyrnufélagiö Fram hefur eignast frá því það var stofnað í Lysthúsinu á bak við Aðalstræti 16 í miðbæ Reykjavikur hinn l. maí árið 1908. Önnur mannvirki í eigu félagsins eru Framheimilið við Safamýri, æfinga- og keppnisvellir viö Álfta- mýri og glæsilegur skíðaskáli í Eld- borgargili í Blátjöllum. Vígsluleikur íþrottahússins í handknattleik hefst klukkan 17 og mæta þar Framstúlkur íslands- og bikarmeistumm Víkings. Auk þess munu yngstu leikmenn félagsins sýna listir sínar en þennan sama dag veröur haldinn hinn árlegi Fram-dagur. Eins og áður sagði mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flytja ávarp viö opnun hússins. Eli- ert B. Schram, forseti ÍSÍ, flytur kveðju og Sveinn Ragnarsson flyt- ur ávarp af hálfu eldri Framara. „Þetta er tvímælalaust stærsti dagur 1 sögu félagsins þegar nýja íþróttahúsið verður tekiö í notkun. Þaö hefur háð félaginu í gegnum tíðina að þurfa að leita annaö meö æfingaaðstöðu og kappleiki en með tilkomu nýja hússins opnast nýir möguieikar. Húsið sjálft verður strax klárt til æfinga en væntan- iega munu áhorfendapaliar veröa reistir áður en langt um líður. Hús- ið mun gjörbreyta allri aðstöðu fé- lagsins og það mun koma fram á næstum árum með bættum ár- angri. Hugsanlegt er aö félagið taki upp á nýjan leik grein eins og körfuknattleik sem legið hefur niðri í nokkur ár. Það var einmitt vegna aðstöðuleysis á sínum tíma sem körfuknattleikurinn lagðist af hjá okkur. Það opnast sem sagt ýmsir möguleikar með tilkomu hússins," sagði Alfreð Þorsteins- son, formaður Knattspymufélags- ins Fram, í samtali við DV. Verið að gera klárt fyrir vígslu hússins á sunnudaginn kemur. ALÞJÓÐLEGA OPNA HOTEL SELFOSS MÓTIÐ 1994 Firma- og hópakeppni í knattspyrnu fer fram á Selfoss- velli laugardaginn 27. ágúst nk. og hefst keppni klukkan 10.00. Leikið verður í riðlum á litlum völlum með 7 leikmenn, 2x10 mínútur. Leyfilegt er að nota 2 leikmenn sem leikið hafa í Islandsmóti 1994. Þátttökugjald er 10.000 krónur. Glæsileg verðlaun í boði, auk þess sem verðlaunaður er eftirtektarverðasti leikmaðurinn og fallegasta markið. Skráning í síma 98-22499 fyrir þriðjudagskvöld 23. ágúst. Knattspyrnudeild UMF Selfoss 2. deild Selfossvöllur P.s. Selfoss-Þróttur, Rvík, i dag, föstudag, kl.18.30 hÓPðl Mætum öll á völlinn SELFOSS UMF SELFOSS 1936 Tveir dagar í maraþon Sigfríður Sophusdóttir, markvörður Breiðabliks, og Helena Ólafsdóttir, fyrirliði KR, með bikarinn góða á milli sín. Úrslitaleikur í Mjólkurblkarkeppni kvenna: KR-ingar í fyrsta sinn í úrslitum - en Breiðablik á möguleika að vinna í Qórða sinn Ingibjörg Hinriksdóttir skriíar. Boðið verður upp á nudd í Reykjavíkurmaraþoninu eins og í fyrra og sér Sjúkranuddarafélag íslands um þann þátt. Úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppni kvenna fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 15.00. Þar mætast tvö efstu Uð 1. deildar kvenna; Breiðabhk og KR. Þessi lið hafa haft nokkra yfirburði yfir önnur lið undanfarin ár. Breiðablik varð íslandsmeistari 1990-1992 og KR varð ís- landsmeistari í fyrsta sinn í fyrra. í ár hafa bæði lið sýnt góða knattspymu og verið tvö bestu Uö 1. deildar. Breiðablik í úrslitum bikarkeppninnar í sjötta sinn Breiðabhk mun á sunnudag leika til úr- shta í bikarkeppninni í sjötta sinn. Blika- stúlkumar urðu bikarmeistarar þrjú fyrstu árin sem keppt var í bikarkeppni; árin 1981-1983 og hafa síðan leikið tvívegis til úrslita en tapað fyrir Val 1986 og fyrir ÍA1992. Það era því 11 ár síðan Blikastúlk- urnar urðu síðast bikarmeistarar. Flestir leikmenn Breiðabliks léku með liðinu í úrslitaleiknum 1992 og eru því ekki óvanar þeirri spennu sem skapast í kringum bik- arúrslitaleik. KR í fyrsta sinn í úrslitum KR er að leika í fyrsta sinn til úrshta í bikarkeppninni og hefur því brotið blað í sögu félagsins í annaö sinn á tveimur ámm en KR-stúlkur uröu íslandsmeistar- ar í fyrsta sinn 1993. Þær hafa jafnan ver- ið í hópi bestu kvennaknattspyrnuliða landsins og náðu loks í titil í fyrra. KR hefur á að skipa ungu og efnilegu liöi sem eflaust á eftir að verða í baráttunni næstu ár. Nokkrir lykfileikmenn í liði KR hafa leikið úrslitaleik og þrír þeirra urðu bikar- meistarar með ÍA 1992. Ætlum að brjóta hefðina Helena Ólafsdóttir, fyrirliöi KR, er bjart- sýn fyrir leikinn á sunnudag. „Viö ætlum aö brjóta hefðina í annað sinn og vinna bikarinn, þaö er engin spurning. Ég reikna með að við getum stillt upp okkar sterkasta liði. Gulla (Guð- laug Jónsdóttir) hefur verið meidd í baki og hún og Ásthildur (Helgadóttir) hvíldu gegn ÍA í deildinni. Viö hefðum viljað geta stillt upp okkar sterkasta liði í þeim leik og undirbúið okkur þannig fyrir bikar- leikinn en það var ekki hægt. Leikurinn á sunnudaginn ætti að geta gefið góða mynd af því besta sem kvenna- boltinn býður núna upp á. Ég tel aö KR og Breiðablik ásamt Val eigi bestu hðin á landinu eins og er. Ef liðunum tekst að yfirvinna stressiö þá ættu þau að geta sýnt mjög góða knattspyrnu. Það er ákveð- in reynsla að fara í bikarúrslitaleik, ég fann það vel þegar ég lék með ÍA 1992. Ég hugsa að leikurinn á sunnudag komi til með að jafnast á við leikinn það ár, sem var frábær, og það muna margir eftir hon- um. Við ætlum ekki að láta Blikana taka tvo titla í sumar og við vinnum bikarúrslita- leikinn meö einu marki!“ Reynslan kemur til með að skipta miklu máli Sigfríður Sophusdóttir, markvöröur Breiðabliks, er að leika sinn þriðja bikar- úrslitaleik á jafnmörgum árum. Hún lék með Breiöabliki gegn IA1992, með ÍA gegn Stjömunni 1993 og nú með Blikunum að nýju gegn KR. „Leikurinn leggst vel í mig og við emm staðráðnar í að vinna. Við tökum þessum leik eins og hverjum öömm, okkur hefur gengið vel í sumar og við sjáum enga ástæðu til þess aö breyta til fyrir þennan leik. Það em allir leikmenn okkar í topp- standi og við ætlum að spila okkar fót- bolta eins og viö höfum gert í allt sumar. Það kemur örugglega til með að hafa sitt að segja að við höfum flestar leikið bikarúrslitaleik áður og erum því reynsl- unni ríkari. Það verður vonandi góð stemning á leiknum, ég hef orðið vör viö mikinn áhuga fyrir honum í Kópavogi og það er ástæða fyrir fótboltaáhugafólk aö mæta á þennan leik og sjá tvö bestu kvennalið íslands leika fallegan fótbolta. Viö ætlum að taka tvo titla í sumar og vinnum á sunnudaginn, 2-0.“ Lendir bikarinn þnðja árið í röð á Old Trafford? GísQi Þór Guðmundsscm, DV, Englaxvdi; Nú um helgina hefet fyrsta um- ferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þar sem 22 lið beijast um enska meistaratitilinn. Margir sparksérfræðingar, sem óttuðust að slakt gengi enska landsliðsins að undanfórnu og nýafstaðið heimsraeistaramót myndi leiða af sér litlaust tímabfi og almennt áhugaleysi um enska boltann, hafa tekíð gleði sína að nýju. Megin- skýringamar er að finna í kaupum enskra liða á mörgum frægum er- lendum leikmönum og breyttum dómarareglum sem eiga eflaust eft- ir aö breyta enskri knattspyrnu mikiö. íslenskir áhangendur enska boltans mega því eiga von á jöfnu og skemmtilegu tímabili. Cantona brautisinn Siðastliðin þrjú keppnistímabil hefur Frakkinn Eric Cantona orðið enskur deildarmeistari, í>Tst með Leeds og síðan tvisvar sinnum með Manchester United. Honum hefur veriö þakkað meira en nokkrum öðmm velgengni Manchester iiðs- ins og hæfileikar hans iiafa ýtt við mörgum knattspyrnuáhugamann- inum. Síðastliöin tvö ár ár hefur Bretum (eins og íslendingum) verið gefið tækifæri til að sjá ítalska bolt- ann í sjónvarpinu og séð bestu knattspyrnumenn heims leika list- ir sínar þar sem tækni og útsjónar- semi hefur fengið að ráða. Þetta hefur m.a. leitt af sér þá útbreiddu skoðun að ensk knattspyma verði skemmtilegri og árangusríkari. Svo virðist sem grmidvallarbreyt- inga sé að vænta i þá vem að ensk knattspyrna muni byggja meira en áður á erlendum fyrirmyndum. Ensk lið kaupa stjömur Á sumrin er mest um kaup og sölu á leikmönnum og félögin keppast við að gera sem best kaup. Ofiast er um sölu á milli breskra félaga að ræða, en einn og einn útlending- ur fær að spreyta sig í ensku deild- inni, en sjaldan er um fræga er- lenda leikmenn að ræða. Liöin hafa þess í stað keypt ódýrari leikmenn frá Norðurlöndum og Austur- Evrópu. Kaup Leeds á Eric Can- tona áríð 1991 voru fyrstu stjörnu- kaup enskra liða frá þvi að þeir Ossie Ardiles, núverandi stjóri Tottenham, og Ricki Villa úr heimsmeistaraliöi Argentínu vora keyptir til Tottenham árið 1978. í sumar varð þó breyting á og fyrstir til vora nýliðamir hjá Nott- ingham Forest sem keyptu Hol- lendinginn Bryan Roy frá Foggia á ítaliu fyrir 2,5 millijónir punda. Það var þó ekki fyrr en Tottenham til- kynnti um kaup á Þjóðverjanum Júrgen Klinsmann til liðsins að íþróttasíður ensku dagblaðanna tóku við sér og hófu að skrifa um alla erlenda leikmenn sem væra hugsanlega á leið til landsins. Klinsmann æði Kaupin á Klinsmann, ffá franska liðinu Mónakó, fyrir um 2,6 millj- ónir punda þóttu ekki aðeins at- hyglisverð fyrir það eitt að um frá- bæran leikmann væri að ræöa heldur ekki síður að hann er Þjóð- verji, en þeir hafa ekki veriö algeng sjón í enskri knattspymu. Áhang- endur Tottenham hafa tekið hon- um frábærlega og til aö mynda hefur sala á Tottenham-skyrtum merktum honum ekki stoppað. Auk hans hefur Tottenham keypt rúmenska landsliðsmanninn Dumitrescu, eina af stjörnunum HM í sumar fyrir 2,6 milljónir punda. Ástæðan fyrir þvi að frægir erlendir leikmenn eru tilbúnir að koma til Englands einmitt nú og spila í einni erfiöustu deildar- keppni heims á sér eflaust fjárhags- legar rætur. Þá hafa leikmenn séð velgengni Eric Cantona sem hvatn- ingn og lita á það sem verðugt verk- efni að spreyta sig hér í Englandi eftir velheppnaðan knattspymu- feril annar staöar. Ensk knatt- spyrna á líka eflaust eftir aö njóta góðs af. Milljónamæringar við stjórnvölinn Síðastliöin ár hefur orðiö mikil Jiirgen Klinsmann á eftir að setja skemmtilegan svip á enska bolt- ann. breyting á eign enskra knatt- spymufélaga og mörg þeirra sem stóðu höllum fæti fjárhagslega hafa verið keypt. Féiög eins og Totten- ham, Blackburn, Newcastle, Ever- ton og Celtie í Skotlandi, era nú aö mestu leyti í eign milljónamæringa sem hafa sett gríðarlega fjármuni í rekstur þeirra. Til þessa hefur peningum verið varið í að bæta vallaraöstæður og tíi kaupa á dýr- um leikmönnum. Á hinn bóginn hafa félögin fengið stórlega auknar auglýsinga- og sjónvarpstekjur. Ástæða þess að milljónamæring- ar fiárfesta í knattspymufélögum em hins vegar ekki sprottnar af einskærum áhuga á íþróttinni, heldur einnig á hugsanlegum arði ef vel gengur. Til aö mynda skilaði Arsenal 4 milljónum punda í gróða á síðasta ári og Manchester United 3 milljónum punda. Dómgæslunni breytt Alþjóða knattspymusambandið hefur gefið öllum aðildarsambönd- um sínum fyrirskipun um aö dóm- gæslu verði breytt á sama hátt og var á HM í sumar. Breytingarnar fela meðal annars í sér að leikmenn fái rautt spjald fyrir ólöglega tækl- ingu aftan frá, meiddir leikmenn verði bomir af leikvelli og gert að meiðslum þeirra þar og rangstaða verði ekki dæmt nema línuvörður- inn sé viss um að sóknarleikmað- urinn sé fyrir innan innsta vamar- mann. Þessar brey tingar koma vit- anlega til með að breyta enskri knattspyrnu og margir leikmenn eiga eflaust eftir að fara af leikvelli meö rautt spjald, enda em enskir knattspymumenn þekktir að allt öðru en linkind. Vínnur United í 3. sínn? Með öllum þessum breytingum sem átt hafa sér stað ætti þaö að geta orðið hin besta skemmtun að fylgjast með enska boltanum í vet- ur, bæði í toppbaráttunni og barátt- unni á botninum. Vegna fækkunar á iiðum næstu tvö árin falla fiögur liö úr úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili. Man. Utd mun án efa verða á toppi ensku úrvalsdeíldarinnar, en spurningin er hvort þeim tekst aö vinna titilinn þriðja árið í röö. Það hefúr aðeins einu sinni áður gerst eftir seinni heimsstyrjöld, en þá var það Liverpool sem vann titilinn 1981-1983. Arsenal er það lið sem enskir sparkfræðingar hallast að að muni verða á toppi deildarinnar og ræður þar bæði um kaup liðsin sá Stefan Swartz og hugsanleg kaup á Thomas Brolin. Spá veðbankanna Samkvæmt spám bresku veðbank- anna er Manchester United talið sigurstranglegast, þannig að sé veðjað 4 pundum á þá gefur það 5 pund ef sú spá rætist. Að sama skapi eru Ipswich og nýliðarnir úr Leicester taldir. Spá veðbankanna er þannig: Man.Utd 5-4, Blackbum 7-2, Arsenal 6-1, Newcastle 7-1, Leeds 16-1, Liverpool 16-1, Sheff. Wed 28-1, Aston Villa 33-1, Manc- hester City 40-1, Chelsea 40-1, Ever- ton 40-1, Tottenham 40-1, Wimble- don 50-1, Nott, Forest 66-1, Cr. Palace 66-1, QPR 66-1, Norwich 66-1, West Ham 125-1, Coventry 150-1, Southampton 150-1, ípswich 250-1, Leicester 250-1. Helstu kaup enskra liða á erlendum leikmönnum: Philile Aibert, Belgíu ........Neweastlefrá Anderlecht Ilie Dumitrescu, Rúmeníu .......Tottenham frá S. Búkarest BryanRoy.Hollandi ...........Nott. Forest frá Foggia Júrgen Klinsmann, Þýskalandi ..........Tottenham frá Mónakó Stefan Schwartz, Svíþjóð .............Arsenal frá Benfica Dan Petrescu, Rúmeniu ......Sheff. Wednesday frá Genúa Nii Lamptey, Ghana .......Aston Villa frá Anderiecht Marc Hottinger, Sviss ..............Newcastle frá Sion Michael Steengard, Danmörku ..........Liverpool frá H vidovre Phil Massinga, S-Afríku .............Leeds frá Mamelodi Lucas Redebe, S-Afríku ..........Leeds frá Kaiser Chiefs Claus Thomsen, Danmörku .............Ipswich frá Aarhus Johan Eklund, Danmörku ......Southampton frá Barcelona Cobi Jones, Bandaríkjunum .....Covnetry frá Bandarikjunum Helstu sölur á milli enskra knattspyrauliða; Chris Sutton ..........Blackbumfrá Norwich Carlton Palmer ......Leeds frá Sheff. Wednesday Paul Furlong ...Chelseafrá Watford Vinnie Samways ..........Everton frá Tottenham David May .Man. Utd frá Balckbum JohnFashanu .......Aston Vilia frá Wimbledon Ray Wiikins...Cr. Palace frá QPR DavidRocastle ......Chelsea frá Manchester City Pétur meistari Pétur Guömundsson varð í gær- kvöldi Evrópumeistari lögreglu- manna í kúiuvarpi þegar hann kast- aði 19,80 metra á Evrópumeistara- móti lögreglumanna í London. Þetta kast hans heföi dugað til að ná brons- sæti á Evrópumeistaramótinu sem lauk á dögunum í Helsinki. 2. deM: Grindavíkfær frííkvöld Grindvíkingar fá að hvíla lúin bein í kvöld eftir hina löngu og ströngu viöureign þeirra við Stjörnuna í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í fyrra- kvöld. Leik þeirra við Víking, sem átti að vera í kvöld, hefur verið frestað til klukkan 14 á morgun. Fjórir leikir eru á dagskrá 2. deildarinnar í kvöld og hefjast allir klukkan 18.30. Þeir era: HK-Leiftur, Selfoss-Þróttur R, KA~Þróttur N og ÍR-Fylkir. TonySmithtil Grindavíkur Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Úrvalsdeildarlið Grindvíkinga gekk í gærkvöldi frá samningi viö bandarískan bakvörð að nafni Tony Smith. Ægir Sigurösson, formaöur körfuknattleiksdeildar UMFG, sagöi að þeir hefðu séð Smith á myndbandi og þar væri á ferð fljótur leikmaöur með mikla boltameðferð en Smith er 1,75 metrar á hæð. Hann lék í fyrra með þýska liðinu Hanno- ver. Hann var í háskólanum í Virginu og skoraði að meðaltali 30 stig í leik. ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ Á LAUGARDALSVELLI 7. SEPTEMBER Brolin mætir! HVAÐ MEÐ ÞIG? í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.