Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 Lárus Ýmir Óskarsson. Hef ekki geð í mér til að standa í slagsmálum „Þetta er eiginlega þannig aö á íslandi eru svo litlir peningar og svo eru fáeinir kvikmyndaleik- stjórar hér frekir á allan fjand- ann. Það gerir þaö aö verkum að á íslandi er voöa vandlifað fyrir okkur hina sem kjósum annan lífsstíl. Þetta er bara einhvem veginn þannig aö sumir hafa ekki geð í sér til þess aö láta vaða yfir sig né til þess aö standa í slags- málum,“ segir Lárus Ýmir Ósk- arsson í Pressunni. Ummæli Pínulítil kauphækkun „Ég hef sagt sem svo að við þess- ar aðstæður sé eölilegt að ganga út frá því að til einhverra kaup- hækkana komi. Ég hef hins vegar undirstrikaö það mjög rækilega aö þær kauphækkanir verða að vera innan þeirra marka að við séum ekki að skerða samkeppnis- hæfni okkar,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í DV. Hlýtur að vera að grínast ' „Þetta hlýtur að vera grín hjá framkvæmdastjóra VSÍ að tala um 1 til 2 prósenta launahækkan- ir í komandi kjarasamningum," segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, í DV. Segir þetta líta vel út „Á ríkisspítalana vantar 250 milljónir, á Borgarspítalann vantar 240 milljónir og á Landa- kot vantar 180 milljónir. Svo segir fjármálaráðherra að þetta líti bara vel út,“ segir Guðmundur Bjarnason í Tímanum. Er hægt að skilja list? Þorsteinn tíylfason heimspek- ingur mun í kvöld halda fyrirlest- ur í Listasaftiinu á Akureyri. Fyr- iriesturinn nefnist Er hægt að skilja list? Allir eru velkomnir og er enginn aðgangseyrir. Opið hús (Gunnarsholti í tilefhi af töðugjöldum Rangæ- inga verður opið hús iaugardag- inn 20. ágúst fra kl. 10-18. Ailir eru velkomnir. Fundir Aðalfundur Landssam- bartds kúabænda Aðaifundur Landssambands kúabænda veröur haldinn að Flúðum í Ámessýslu dagana 22. og 23. ágúst. Fundurinn verður settur ki. 11.00 á mánudagsmorg- un og reiknað meö að honum ljúki kL 17.00 þriðjudag. Þetta breytist vegna setningu nýrra laga. Gætum tunguimar Rétt væri: Þetta breytist vegna sctningarnfcrvL laga. £Z oo Blíðviðri á höfuð- borgarsvæðinu Norðaustangola eða kaldi með rign- landi. Sunnanlands og vestan verður ingu eða súld á Norður- og Austur- aftur á móti þurrt og lengst af létt- _________________________________ skýjað. Hiti breytist lítið. Á höfuö- VfirSrirS í riarr borgarsvæöinu verður norðaustan- vtíuxiu 1 Udy golaogsíðarkaldi.Lengstafléttskýj- að. Hiti 11-15 stig yfir daginn, en 6-9 landi. Þó verður sums staðar þurrt stig í nótt. fram eftir degi vestan til á Norður- Sólarlag í Reykjavik: 21.31 Sólarupprás á morgun: 5.33 Síðdegisflóð í Reykjavík 17.23 Árdegisflóð á morgun: 5.43 Hcimild: Almanak Haskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí alskýjað 9 Akumes rigning 9 Bergstaöir alskýjað 8 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 9 Kirkjubæjarklaustur skúr 9 Raufarhöfn rigning 9 Reykjavík lágþoku- blettir 6 Stórhöfði léttskýjað 8 Bergen skýjað 13 Helsinki skýjað 12 Kaupmannahöfn rigning 16 Stokkhólmur skýjað 16 Barcelona þokumóða 23 Berlin súldá síð.klst. 13 Feneyjar heiðskírt 18 Frankfurt úrkomaí grennd 15 Glasgow skúr 13 Hamborg súld 15 London rigning og súld 15 Lúxemborg súld 13 Nice léttskýjað 23 Róm heiðskirt 22 Vín skýjað 17 Ólafur Skúlason, umsjónarmaðurútivistarsvæðisins að Reynisvatni: r a „Tiiurðin að útivistarsvæðinu að Reynisvatni var að vinur minn, Bjami H. Bjamason, sem var með Reynisvatn á leigu, bauð mér sam- starf um aö sleppa fiski í Reynis- vatn og selja síðan veiðileyfi en ég hafði veriö með slíka starfsemi 1 Hvammsvik i Hvalfirðinum. Ég sló til og við byrjuöum í fýrrasumar. Fiskurinn kemur úr eldistööinni á Laxalóni. Þetta framtak okkar vakti strax athygli og aðsókn var ágæt í fyrrasumar en hefur stór- aukist f sumar," segir Ólafur Skúlason, sem rekur fiskeidisstöð að Laxalóni og er umsjónarmaður útivistarsvæðisins að Reynisvatni. Mikil aðsókn hefur verið í veiöina í sumar og hefur sitthvað veriö gert til aö auka fjölbreytnina. í dag er Reynisvatn vinsælt útivistar- svæði, svæði sem er innan borgar- markanna en þó algjörlega laust við skarkala borgarlífsins. „Við erum á öðru ári með veiðina í vatninu og má segja að sumarið Olafur Skúlason. í fyrra hafi verið tilraun sem gekk það vel að við ákváðum að halda áfram og þá kannski ekki síst eftir reynsluna í vetur en þá vorum viö með dorgveiði sem gafst mjög vel. Það sem hefur kannski skipt sköp- um með aðsóknina i sumar er að við ákváðum að vera með eignar- kvóta þannig að þegar fólk kaupir veiðileyfið þá kaupir það um leið fimm fiska kvóta sem það getur veitt upp í eitt skipti eða í fleiri skipti. Það getur stundum viðrað iila til fiskjar, þá er bara að koma og reyna aftur.“ Ólafur sagði aðspuröur að búiö væri að selja yfir 3000 veiðiieyfi í sumar sem er mjög gott. „Þessi mikla aðsókn hefur gert það að verkum að við höfum bætt alla aöstöðu fyrir veiðimennina og er- um nýbúnir að stofhsetja hesta- leigu og markmiöið er að staðurinn veröi fjölskylduparadís þar sem öll flölskyldan getur gert sér eitthvað til dundurs. í sumar höfum við til dæmis veríð með tófuyrðlinga sem eru mjög gæfir og hafa börn hænst aðþeim.“ Ólafur sagði að meiningin væri að halda áfram með dorgveiðina í vetur og mun þá fólki vera boðið upp á að fiaka fiskinn og grafa hann. Ólafur sagði, þegar hann var spurður um áhugamál, að þau tengdust golfíþróttinni, enda hefði hann aiist upp á Laxalóni, sem er í jaðri golfvallarins í Grafarholti. Eiginkona Ólafs er Hildur Haralds- dóttir og eiga þau tvö böm. Myndgátan Sveitakeppni unglinga í golfi Það hefur sýnt sig á undanfóm- um vikum að unga kynslóðin í golfíþróttinni veitir þeim eldri og reyndari haröa keppni og telja margir að upp sé að koma hópur af mjög sterkum kylfingum. íþróttir Unglingarnir reyna með sér í sveitakeppni nú um helgina og fer sveitakeppni eldri ungiinga, 15-18 ára, fram í Vestmannaeyj- um og sveitakeppni unglinga, 14 ára og yngri, fer fram á Akra- nesi. Keppnm hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Fjórir leikir eru í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöid. Seifoss ieikur gegn Þrótti R. á Selfoss- veili, á Akureyri leika KA-Þrótt- ur, í Kópavogi HK-Leiftur og á ÍR-veili leika IR og Fylkir. Skák Þessi staða er úr skák stórmeistaranna Arturs Jusupov og Erics Lobron, sem hafði svart og átti leik, á stórmótinu í Múnchen fyrr á árinu. Val svarts stendur um að taka peðið á g6 með drottningu sinni eða leika 50. - De4 sem við fyrstu sýn virðist sterkari. En hvert yrði þá svar hvíts? Eftir 50. - De4 lumar hvítur á 51. Dxg5 +!! Kxg5 52. g7 og svartur er varnar- laus. Þetta sá Lobron og lék því 50. - Dxg6 en þá var 51. De5! mjög sterkt. Hvítur hótar nú 52. HflB og ef 51. - Re4 52. Hf8 Dg7 53. Hh8+ Kg6 54. Dxh5+ Kf6 55. Hh6+ og vinnur. Eftir 51. - Rh7 52. Hf5! vann hvítur létt. Skákinni lauk með 52. - b4 53. cxb4 c3 54. Df4+ Kg7 55. De5+ Kh6 56. Df4+ Kg7 57. Hxd5 Rf6? svartur gafst upp um leið, því að eftir 58. Hg5 er öllu lokið. Jón L. Árnason Bridge Enginn veit nákvæmlega hvernig á að meðhöndla niu spila lit í sögnum, sumir Hjósa að stökkva á litinn en aðrir vilja fara rólegu leiðina. í þessu dæmi var ró- lega leiðin farin með slæmum árangri. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og NS á hættu: ♦ KDG107 V K3 ♦ -- + KG9762 ♦ ÁD10975432 + ÁD10 ♦ 98642 V 109642 ♦ KG + 3 * Á3 V ÁDG875 ♦ 86 + 854 Noröur Austur Suður Vestur 1+ 24 2f Pass 2* 34 3» Pass 3* 4* 4» 54 5» p/h 64 6f Dobl Laufútspil hefði sett samninginn hratt og örugglega tvo niður en vestur valdi að spila tígulkóngnum út. Það var freist- andi að spila trompi eftir að hafa trompað tígulinn í blindum en sagnhafa grunaði að trompið lægi illa eftir sagnirnar. Hann spilaði því spaða á ásinn, trompaði seinni tigulinn með kóngnum og tók síðan 4 sinnum spaða og henti laufum heima. Þegar það gekk allt saman eins og í sögu var lega spilanna orðin ljós. Laufi var nú spilað, trompað heima og bæði sagn- hafi og vestur því með 5 tromp. Sagnhafi tók trompásinn og spilaði sig síðan út á trompsjöu og endaspilaði vestur í litnum. Austur fékk að sjá eftir að hafa ekki far- ið alla leið í 7 tígla því að þeir eru aldrei nema einn niöur. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.