Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 Fréttir Eigandi Gýmis um niðurstöðu rannsóknar varðandi staðdeyfilyfið litocaine: Bara ágiskun hjá RLR - menn verða að vera hundrað prósent vissir um svo alvarlega hluti gagnvart mér „Ég gaf hestinum ekki þetta lyf innan við tíu klukkustundum áður en hann var felldur. Gýmir fékk þetta lyf hins vegar á laugardegi viku fyrir mótið. Ég er búinn að lesa þessa nið- urstöðu. Þar stendur ekkert sem þeir geta staðfest - að hesturinn hafi feng- ið lyfið tíu tímum fyrir keppni. Þetta er meira ágiskun. Þetta er ekki sam- kvæmt stöðluðum niðurstöðum," sagði Hinrik Bragason, eigandi Gýmis, sem var felldur á landsmót- inu eftir að hann fór úr Uði á fætí í keppni. Hinrik er staddur í Þýska- landi og var spurður um niðurstöðu rannsóknar sem var gerð á vegum rannsóknarstofu Háskólans í lyfja- fræði. Samkvæmt upplýsingum RLR leiddi hún í ljós að hestinum var gef- ið staðdeyfilyfiö litocaine innan við tíu klukkustundum áður en hann var felldur. Ástæða þess að rann- sóknin var gerð var einmitt gnmur þessa efnis enda hefði hesturinn vart fundið fyrir þeim fæti sem fór úr liði í keppninni vegna staðdeyfingar. Því hefði farið sem fór. Fram hafði kom- ið hjá sjónarvottum að hesturinn var haltur landsmótshelgina. Þessu hef- ur Hinrik neitað. - Rannsóknaraðilar skilgreina lyfia- niðurstöðuna á þann hátt að hestin- um hafi verið gefið lyfið innan við tíu klukkustundum áður en hann var felldur. „Það er að mínu mati bara ekki rétt.“ - Þeir segja innan við tíu klukku- stundum en þú hefur sagt viku fyrir keppni. Er þetta ekki fullmikill mun- ur? „Þriðjudaginn eftir slysið afhent- um við yfirlýsingu frá dýralæknin- um mínum sem meðhöndlaði hest- inn allan tímann. Þar kemur fram hvenær Gýmir fékk þetta tiltekna lyf. Við áttum því alltaf von á að lyf- ið fyndist í hestinum. En það sem stendur í rannsóknargögnunum er ekkert sem getur fengið menn til að staðfesta að hesturinn hafi fengið þetta tíu tímum fyrir keppni.“ - Það er gert engu að síður. „Minn dýralæknir er búinn að skoða þetta og yfirfara. Að því er ég best veit er ekkert þama sem segir fast til um að hestinum hafi verið gefið þetta lyf inn tíu stundum fyrir keppni eða fyrr.“ - Er það þá beinlínis rangt að Gými hafi verið gefið litocaine innan við tíu klukkustundum fyrir keppni? „Það eru engar niðurstöður í rann- sókninni sem sanna það.“ - Er fullyrðingin þá röng? „Að minu mati er hún röng. Þetta verður að vera hundrað prósent. Það má enginn vafi leika á neinu þarna. Við erum aö tala um mjög alvarlega hluti sem snúa að mér. Menn verða að geta staðið algjörlega fastir á því sem hefur verið haldið fram - en þeir geta ekki gert það. Ég veit best sjálfur hvaö hesturinn fékk og hve- nær. Samkvæmt minni vitímd var þetta ekki svona," sagði Hinrik Bragason. Ekki náöist í Helga Sig- urðsson dýralækni sem meðhöndlaði Gými fyrir keppni. Torfærukeppni: Áhorfendur á sjúkrahús Fjórir áhorfendur á torfæru- keppni, sem fram fór á Glerárdal of- an Akureyrar um helgina, voru flutt- ir á sjúkrahús eftir að hafa fengið yfir sig möl og gijót frá einni bifreið- inni í keppninni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu brotnaði afturdrif í bifreiðinni þegar hún var í síðustu þrautínni. Bifreiðin hélt áfram upp brekkuna á framdrif- inu en þetta óhapp varð til þess að bifreiðin jós gijóti og möl yfir þá áhorfendur sem næstir voru. Fiórir þeirra voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, sár tveggja þeirra þurfti aö sauma saman en meiðsli fólksins reyndust ekki alvarleg. SjáKstæðis- flokkurkominn meðkjörfylgi Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups nýtur ríkisstjómin nú 46% fylgis. Ef kosið væri nú fengi Alþýðu- flokkurinn tæplega 9% atkvæða, Framsóknarflokkurinn tæplega 21%, Sjálfstæðisflokkurinn um 38%, Alþýðubandalagið tæplega 14%, Kvennalistinn 12% og listi Jóhönnu Sigurðardóttur 5%. Stuttar fréttir Þúsundir ferðamanna hafa ferðast um Jökulsárlónið í sumar með bátum Ferðaþjónustunnar á staðnum en sigling- ar hófust um lónið sumarið 1985. Siðasta sumar fóru um 18 þúsund manns um lónið og að sögn Sigurbergs Arnbjörnssonar, eins þeirra sem sér um siglingarnar, má gera ráð fyrir að fjöldinn verði enn meiri í ár. „Fólk kemur aftur og aftur til okkar og jafnvel útlendingarnir koma að ári með vini sina með sér,“ segir Sigurbergur. Siglingin um lónið tekur hátt i klukkustund og er farið inn á milli ísjakanna. Fara þarf með varúð enda vefta jakarnir oft til með miklum gusugangi. Fegurðin er mikil og á siglingu um lónið er ferðalöngum boðið að bragða á ísmol- um. Talið er að klakinn hafi myndast úr snjó sem féll á Vatnajökul á landnámsöld. DV-mynd Kristján Ari Arason Kekla þenstút Hekla hefur þanist út í tengsl- um \1ð jarösKjálftatirinuna við Hveragerði. Samkvæmt Mbl. hafa jarðskjálftar í Hveragerði fylgt eldgosum í Hekiu. Fæiribflar Alls fækkaði um 4.300 bíla í bif- reiðafloti landsmanna á siðasta ári. Alls hefur fækkað um 9 þús- und í flotanum síðan bílaeignin náði hámarki 1988. Tíminn greindi fiá þessu. Símaskráinleiðrétt Póstur og simi hefur sent ieið- réttingarseðla til simnotenda vegna villna í símaskránni. Um er að ræða nöfn og símanúmer lækna og nokkurra einstaklinga. Engin nafnleynd Forsætisráðuneytiö hefur aug- lýst embætti umboðsmanns bama laust til umsóknar. Um- sækjendum er ekki boðin nafn- leynd eins og tíðkast hefur. Minkaveiðinjókst Um 7000 minkar veiddust á landinu í fyrra en það er rúmlega þúsund minkum meira en árið þar á undan. Venjuleg ársveiði hefiir verið 4500-6000 minkar. Tíminn greindi frá þessu. Aðilar innan stjómar Kirkjugarða Reykjavíkur: Vilji til að semja af sér 15 milljóna dóm - viðræður hafa fariö fram viö Ukkistuvinnustofa Eyvindar Ámasonar Samkvæmt heimildum DV hafa aðilar innan sljómar Kirkjugarða Reykjavikur að undanfomu verið i viðræðum við forsvarsmenn Lík- kistuvinnustofu Eyvindar Áma- sonar um að gert verði samkomu- lag vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kirkjugörð- unum var gert að greiða stofunni um 15 milljónir króna vegna ólög- mætra viöskiptahátta. Auk þess hefur verið rætt um að koma rekstri útfararþjónustu kirkju- garðanna í „varanlegt og viðun- andi form“. Samkvæmt heimildum DV hafa framangreindar viðræður verið óformlegar en rekstrarstaöa Lík- kistuvinnustofunnar er mjög slæm sem stendur - greiðslur vegna dómsniðurstöðunnar hafa ekki verið inntar af hendi. Kirkjugarðar Reykjavíkur vora dæmdir til að greiða Líkkistu- vinnustofu Eyvindar Ámasonar um 15 milljónir króna í skaðabætur þar sem þeir töldust hafa tekið við- skipti af fyrirtækinu á 8 ára tíma- bili með því að nota kirkjugarðs- gjöld til að niðurgreiða útfarar- þjónustu. Þannig hefði líkkistu- vinnustofan farið halloka hvaö varðar samkeppnishæfni. Eftir þetta var málinu áfrýjað sem þýddi að engar greiðslur þarf að inna af hendi. Líkkistuvinnu- stofan hefur átt í verulegum rekstrarörðugleikum, m.a. vegna byggingar á húsnæði fyrir rekstur- inn sem risið er gegnt Fossvogs- kirkjugarðinum. Starfsmenn Toll- stjóraembættisins stöðvuðu starf- semi í húsinu á miðvikudag vegna vangoldinna gjalda en opnað var á ny í gær. Eftir að dómurinn gekk var tals- verðum fiármunum í eigu Kirkju- garða Reykjavíkur ráðstafað til að stofna sjálfstætt fyrirtæki í útfarar- þjónustu. Kirkjugarðamir héldu þannig starfsemi sinni áfram með óeðlilegum hætti að áliti forsvars- manna Líkkistuvinnustofunnar. Eftir þetta var lagt fram erindi til umboðsmanns Alþingis vegna breytinganna hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Málið er þar í vinnslu en kvörtunin gengur út á að emb- ættisfærslur dómsmálaráðherra hafi ekki verið í samræmi við lög um viðskiptahætti. Auk framan- greindra aðgerða var gripið til þess ráðs í vetur að fara fram á svokall- aöa löggeymslu vegna málsins. Umframeyðsla sjúkrahúsanna: Þeir sem bera ábyrgðina verða kallaðir á teppið - segirSighvaturBjörgvinsson „Það er ekki málið að loka stofnun- um eða hætta að taka á móti sjúkling- um. Aðalatriðið er að finna hvað hefur komið fyrir og reyna svo að takast á við þann vanda,“ segir Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fiárlaga á fyrri hluta ársins kemur fram aö til aö tryggja óbreyttan rekstur sjúkrahúsanna í Reykjavík þurfi að koma til viðbótar- framlag úr ríkissjóði upp á 630 millj- ónir. Helstu skýringamar á fiárvönt- uninni era aukin útgjöld vegna kjarasamninga, kostnaöarauki um- fram áætlanir vegna bráðavakta, auk þess sem sértekjur hafa verið ofáætlaðar. Sighvatur segir að nú þegar séu hafnar viðræður milh heilbrigðis- ráðuneytisins og sjúkrahúsanna þar sem fara á ofan í saumana á vandan- um og finna spamaðarleiöir. Þega séu hafnar viðræður við Borgarspít alann þar sem vandinn er mestur. „Menn heimta skýringar. Komi ljós að fiárþörfin stafi af því að laui hafi hækkað vegna kjarasamning þá hljóta viðbótarframlög að kom til. Þaö er ekki hægt að refsa stofnun um fyrir það sem fiármálaráðherri gerir. Komi hins vegar í ljós a sjukrahúsin hafi lagt út í nýja starí semi án þess að tryggja sér nauðsyn legt fiármagn verður rætt við þá sen bera ábyrgðina á því.“ Aðspurður segir Sighvatur kom; ti* sreina að skipa tilsjónarmenn ei i á Þó síður von á því. Þrátt fyrir ai heimild sé fyrir slíku inngripi hal enn ekki reynt á hana. „Það er ekk góð latína að eyða umfram efni. Þei sem bera ábyrgð á slíku verða kallað ir inn á teppið og kraíðir svara.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.