Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 15 Frumvarp um spumingarmerki: Námsgagnastofnun lögð niður - í raun? í síðustu grein minni um skólamál í DV er vikið að eliefu óljósum til- lögum skólamálaráðherrans við grunnskólalögin. Hér er farið að- eins nánar út í þessar tillögur og umfjöllun um þær; því þær skilja eftir fleiri spurningar. Að lengja í skólaárinu en ekki í kennsluvikunni Fyrst um lengingu skólans. Talað er um að lengja skólann í tíu mán- uði úr níu. En í greinargerð frum- varpsins er hvergi að því vikið af hverju þessi leið er valin en ekki hin: Að bæta fyrst skólann þann skólatíma sem nú er um að ræða - áður en teygt verður úr skólanum lengra fram á sumarið. Líka til sveitarfélaganna Sú breytingartillaga frumvarps- ins sem ég tel einna varhugaverð- asta er sú sem lýtur að námsgögn- um. Þar virðist um margs konar efnisbreytingar að ræða. 1. Skólum er heimilt að útvega nemendum persóyuleg gögn til náms gegn gjaldi enda komi greiðsla fyrir. 2. Sveitarfélögin eiga samkvæmt frumvarpinu að kosta námsgögn í skyldunámi. Þau geta snúið sér til hvaða aðila sem er í þessu skyni en framlög ríkisins til námsgagna- stofnunar minnki „sem nemur kaupum sveitarfélaga". Verður ekki betur séð en sveitarfélögin eigi aö kosta rekstur Námsgagnastofn- unar þótt stofnunin verði áfram rekin „á vegum ríkisins". Oftrú á samræmd próf í fyrra skrifaði ég nokkrar grein- ar í Vikublaðið um stefnu 18 manna nefndarinnar og varaði við prófa- sýkinni sem ég taldi þar örla á. Því miður hefur þessi prófasýki nú fengið útrás í tillögum nefndarinn- ar. Þar er gert ráð fyrir því í frum- varpinu að sett verði lög um sam- ræmd próf tvisvar á skólagöngu nemenda í grunnskóla auk loka- Kjallajinn Svavar Gestsson þingmaður fyrir Reykvíkinga og fyrrv. menntamálaráðherra prófs í 10. bekk. Og hvergi kemur fram af hveiju tillagan er gerð né hvað þetta kostar - en fullyrt skal hér að kostnaður er mikill og þessi aðferð skilar engum heildarár- angri. Rétt væri að mínu mati - ef peningar væru til í þetta - að kom- ið yrði á reglulegu kerfi könnunar- prófa sem eru sett á skólana á mis- munandi tímum á mismunandi svæðum og í mismunandi greinum. Eða við hverju var svo sem að búast? Hér hefur verið farið yflr nokkur batnandi grunnskólaiög fyrst um sinn. Sú menntastefna sem unnin var í tíð síðustu ríkisstjórnar var unnin af samtökum uppeldisstétta og foreldra. Um þá stefnu var heild- arsamstaða. Líka allra flokka á þingi. Ólafur G. Einarsson hafnaði þeirri stefnu og hefur reynt að framleiða nýja. Það er lofsvert að hann reynir að sýna stefnu; en ár- angurinn er því miður ekki upp á „Ólafur G. Einarsson hafnaði þeirri stefnu og hefur reynt að framleiða nýja Það er lofsvert að hann reynir að sýna stefnu; en árangurinn er því miður ekki upp á marga fiska. Eða við hverju var að búast?“ atriði frumvarpsdraganna. Nú marga fiska. Eða við hverju var að bendir margt til þess að frumvarp búast? þetta verði aldrei að lögum og að Svavar Gestsson við fáum að búa viö óbreytt og „Verður ekki betur séð en sveitarfélögin eigi að kosta rekstur Námsgagnastofnunar... “ segir Svavar í grein sinni. Vaxtamálin eru enn Svo sem lesendum DV er kunnugt hefi ég um árabil skrifað um vaxta- mál. Enn fremur hefi ég nokkrum sinnum lagt fram frumvarp á Al- þingi þess efnis að verðtryggingu fjárskuldbindinga verði hætt. Frumvörpin mættu mikilh and- spymu, ekki síst af hálfu Jóns Sig- urðssonar, þáverandi viðskipta- ráðherra, og Seðlabankans meðan hann laut stjórn dr. Jóhannesar Nordals. Báðir þessir menn hafa fengið hvild frá störfum sínum og þvi er þess að vænta að senn verði dregið verulega úr verðtrygging- unni. Brasilía aðfyrirmynd Raunar hafa nokkur skref verið stigin í þá átt nú þegar. Þannig var upp úr áramótum sett í reglur Seðlabankans að verðtrygging nái aðeins til 12 mánaða innstæðna. Jafnframt hafa skammtímaútlán, 2ja og jafnvel 3ja ára, verið undan- þegin verðtryggingu. Eigi að síður eru enn á markaðn- um verðtryggð skuldabréf að upp- hæð 400-500 milljarðar króna. Þess vegna er að því stefnt að draga úr verötryggingu nýrra skuídabréfa svo að þessu fargangi verði létt af íslensku þjóðinni án meiri skaða. Brasilía var höfð að fyrirmynd þeg- KjaLarinn Eggert Haukdal alþingismaður ar Ólafslög vom samin 1979. í Bras- iliu fór verðbólga á fáum ámm upp í 100% og nokkm síðar upp í 500% á ári - en þá var landið sett undir yfirstjórn Alþjóðabankans. Verðtrygging á íslandi, sem hófst á takmörkuðu sviði 1955, varð alger frá ársbyrjun 1982. Árið eftir, 1983, var lánskjaravisitalan komin vel yfir 70%. Sverfur að atvinnuvegunum Undir lok 9. áratugarins haíði uppsöfnun skulda hjá fyrirtækjum og heimilum orsakað greiðslu- stöðvun og fjöldagjaldþrot ásamt stórfelldu útlánatapi í bankakerf- inu. Náðist þá þjóðarsátt fyrir at- beina aðila vinnumarkaðarins. Vissulega ber að meta það að þjóðin hefir nú loks áttað sig á þeim mistökum sem verðtryggingin var. Skuldabáknið af hennar völdum sverfur að atvinnuvegunum í dag. í ritstjórnargrein Morgunblaðsins 18. maí sl. er vitnað í Sigurð B. Stef- ánsson sem telur „engin rök fyrir þvi lengur, að ísland sé eina ríkið í veröldinni með verðtryggingu sem meginreglu á fjármálamark- aði.“ í hnút íslenskt fyrirbæri Hið nauðsynlegasta á þessu stigi málsins er að afnema lánskjara- vísitölu en taka mið £if vísitölu vöru og þjónustu eins og gert er í öðnim löndum, t.d. varðandi lífeyrissjóði. Lánskjaravísitalan, sem er íslenskt fyrirbæri, er meingölluð. - Hún inniheldur byggingarvísitölu. Ef timbur hækkar í Finnlandi aukast veðskuldir íslendinga. Hún inni- heldur líka launavísitölu. Ef kaup- gjald verkamanna hækkar vaxa skuldir þeirra af íbúðalánum og kjarabótin verður að engu. Það er með ólíkindum að verkalýðshreyf- ingin skuli enn sætta sig við slíkt klúður. Eggert Haukdal „Ef kaupgjald verkamanna hækkar vaxa skuldir þeirra af íbúðalánum og kjarabótin verður að engu. Það er með ólíkindum að verkalýðshreyfingin skuli enn sætta sig við slíkt klúður.“ Meðog Afkoma ríkissjóðs Viðunandi „Við af- greiðslu fjár- laga og í upp- hafi árs var því spáð aö hallinn á rík- issjóöi vrði meiri en þeir 9,6 milljarðar sem gert var Sturia Böðvarsson, ráð fyrir. fjáriaganefnd Al- Ýmislegt þingis. benti til þess að hallinn gæti orð- ið meiri, svo sem aukið atvinnu- leysi. Samkvæmt skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuöi ársins kemur hins vegar í Ijós að í meg- inatriðum hefur tekist aö halda rekstri ríkissjóðs innan þess ramma fjárlaganna. Skýrslan bendir eindregið í þá átt að flár- málaráðherra hafi tekist að ná tökum á ríMsfjármálunum. Að visu hafa útgjöld til heil- brigðis- og tryggingamála í upp- hafi árs orðið meiri en gert var ráð fyrir. Hugsanlega þurfum við að taka okkur lengri tima til að lækka útgjöldin til heilbrigðis- mála en við höfum gert ráð fyrir. Þá hafa ákvarðanir um ein- greiðslur, launaskriö og þyrlu- kaup aukið útgjöldin miöað viö það sem gert var ráð fyrir. Aö teknu tilliti til þess að tekjurnar hafa aukist um þrjá milljarða má hins vegar segja að niðurstaðan sé viðunandi. Engu að síöur verða stjómend- ur ríkisfyrirtækja og ráðuneyta að nota seinni hluta ársins til að ná enn meiri árangri. Það má ekki vera markmíð í sjálfu sér að spenna útgjöldin til hins ýtrasta. Markmiðið er náttúrlega að halda útgjöldum innan hóflegra marka og eyða hallanum á næstu misserum.“ Markmiðfjár- laga fyrir bí „Rekstrar- halli ríkis- sjóðs stefnir í 11 milljarða á þessu ári skv. skýrslu Ríkis- endurskoð- unar sem er mun hærri upphæð en MargrétFrímanns- reiknað var dótfir.fjárlaganefnd með við af- Alþingis. greiðslu flárlaga síðastliðiö haust. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að viö flárlagagerðina voru áætlanir ríkisstjórnarinnar rúm- ar miöað við reynslu fyrri ára. Mnsflárþörf rikissjóðs stefnir í aö vera 31 milljarður á þessu ári, eða 3,3 roilljörðum meiri en gert er ráð fyrir í flárlögum. Þetta er mjög alvarlegur hlutur að mínu mati. Þá hafa spamaðaráform sem gert var ráð fýrir í flárlögum ekki náð fram að ganga, saman- ber í sjúkratryggingum, rekstri sjúkrahúsa, lifeyristryggingum, Atvinnutryggingasjóði og flölda ársverka hjá A-hluta stofhana. Ársverkum hefur til dæmis flölgað um 66 en í flárlögum var gert ráð fyrir að þeim fækkaði um 200 milli áranna 1993 og 1994. Og þrátt fyrir fækkun ársverka frá árinu 1992 hefur þróun launa- kostnaðar hjá þeim sem starfs- mannaskrifstofa flármálaráðu- neytisins annast hækkað um rúmlega þijú prósent. Ef flármálaráöherra eða aðrir geta lýst yfir ánægju með þennan árangur þá vaknar sú spuming hver ætlunin hafi verið í upp- hafi. ÖIl meginmarkmiðin sem ríkisstjórnin setti sér við gerð Qárlaga fyrir 1994 virðast vera fyrir bi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.