Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 Fréttir Skóladeilan í Mývatnssveit blossar upp að nýju: Öll grunnskólakennslan í Reykjahlíð í haust - vilji foreldra algjörlega hunsaður, segir einn íbúa í suðurhluta sveitarinnar „Þaö er rétt aö menntamálaráðu- neytið lýsti því yfir aö ef þaö gæti orðið til sátta þá myndi ráðuneytið ekki leggjast gegn því að sama fyrir- komulag væri viðhaft og sl. vetur að hluti kennslunnar færi fram á Skútustöðum. Ráöuneytið tók það hins vegar fram að það gæti ekki gengið gegn vilja sveitarstjórnar og skólanefndar," segir Hinrik Árni Bóasson, formaður skólanefndar í Skútustaðahreppi viö Mývatn, en enn á ný er risin upp deila þar í sveit- inni um fyrirkomulag skólastarfsins. Fyrir ári risu miklar deilur í sveit- inni þar sem íbúar í suðurhluta sveit- arinnar mótmæltu harðlega er leggja átti niður grunnskólakennslu á Skútustööum og flytja alla kennslu í nýtt skólahús í Reykjahlíð. Niður- staða þeirrar deilu var að hluti kennslunnar varö áfram að Skútu- stöðum og þá var m.a. gert þriggja ára samkomulag um áframhaldandi kennslu á Skútustöðum. „Það alvarlegasta við þessa af- greiðslu nú er að hér ræður pólitíkin algjörlega en ekkert er horft til þess árangurs er náðist í fyrra. Sveitar- stjóm og meirihluti skólanefndar hunsa aigjörlega vilja íbúanna þótt ráðuneytið vilji standa við sitt,“ segir Eyþór Pétursson, einn íbúanna í suö- urhluta sveitarinnar. Eyþór segir að miðað við þær tiUög- ur sem liggi fyrir muni þeir nemend- ur sem lengst þurfa að sækja skóla í Reykjahlíð þurfa tæplega 100 km akstur daglega. „Ég sé ekki að um neina samningaleið geti nú orðið að ræða, það er búið að bijóta á hópi fólks hér í sveitinni og mín tilfinning er sú að það fólk muni standa enn betur saman en fyrr.“ Eyþór segir að ekki liggi fyrir hver viöbrögð foreldra í suðursveitinni verði nú. Það sé ekki góður kostur aö þeir foreldrar ráðist sjálfir í að annast skólahald á Skútustööum, en það muni skýrast áður en langt um líður hvað verði til bragðs tekiö. „Það liggur alveg fyrir að vilji for- eldra í suðursveitinni er að skólahald á Skútustöðum verði til frambúðar og þeir eru ekki til viðræðu um ann- að. Það er því alveg ljóst að þótt því yrði frestaö um tvö ár aö flytja allt skólastarf í Reykjahlíð þá yrði ekkert samkomulag aö þeim tíma liðnum. Því miður ræður hér sveitapólitík en ekki velferð barnanna og við erum bara að höggva núna á þann hnút sem annars hefði þurft að höggva á síðar,“ sagði Hinrik Árni Bóasson, formaður skólanefndar. Bæjarstjórar taka yfir- leitt lögbundin sumarfrí Reykjavíkurborg er eina stóra sveitarfélagið í landinu sem gengur út frá því sem vísu að yfirmaður sveitarfélagsins hafl ekki tíma til að taka sér sumarfrí og greiðir honum því þrettánda mánuðinn að fullu. Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Kópa- vogur, Akureyri og Garðabær ganga út frá því sem vísu að bæjarstjórinn taki sér lögbundið sumarfrí á laun- um og borga ekki ótekna sumarleyf- - isdaga á sama hátt og gert er í Reykjavík. Ekki eru til sérstakar bæjarsam- þykktir um orlofskjör bæjarstjóra í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, á Seltjamarnesi og Akureyri en sam- kvæmt upplýsingum bæjarritara á hveijum stað taka bæjarstjórar í flestum tilfellum sumarleyfi í sam- ræmi viö ákvæði kjarasamnings op- inberra starfsmanna. Eftir þvi sem næst verður komist hafa bæjarstjórar um það bil sex vik- ur í orlof þó að ekki sé alltaf allt leyf- ið tekið og stundum sé eitthvað af því flutt milli ára. Þá er í sumum til- fellum gert upp við bæjarstjóra í lok kjörtímabils ef fráfarandi bæjarstjóri hefur átt inni ótekið sumarleyfi. Það mun þó frekar vera undantekning en regla og gildir til dæmis ekki í Kópavogi. „Bæjarstjóri hefur að mestu látið sumarfrí fram hjá sér fara og hlaup- iö bara burt dag og dag með samvisk- una vitlausu megin við borðið. Ég hef aldrei tekið meira en tvær tii þijár vikur í sumarfrí á ári og þá í bitum og aldrei fengið greitt fyrir það sumarfrí sem ég hef látiö ótekið," segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnamesi. Ráðherrar geta fengið ótekna or- lofsdaga gi'eidda ef allir orlofsdag- arnir hafa ekki verið notaöir fyrir 30. apríl ár hvert. Raðherrar fa orlof í 240 vinnustundir á ári eða um 30 daga sumarfrí og er það tilkynnt til starfsmannahalds fjármálaráðu- neytisins. „Reglumar hjá ríkinu um máls- meðferð þessa eru skýrar en ég veit ekki hvort menn nota þær á einhvern hátt og segjast vera í leyfi eða segjast ekki vera í leyfi. Það þekki ég ekki,“ segir Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu. Alþingismenn fá greidd laun í tólf mánuði á ári þó aö Alþingi komi ein- imgis saman í um sex mánuði á ári. Ólafur Ólafsson, skrifstofustjóri Al- þingis, segir aö ekkert sé fylgst með því hvort þingmenn taki sér orlof á sumrin. Þeir séu mikið á ferð um kjördæmin en þess á milli séu þeir á skrifstofum sínum í þinginu. Aöstoðarkona borgarstjóra: Viðræðum við Electrolux er endanlega lokið Útilokað er að byggð verði ný og veita möguleika á kaupleigu. íþróttahöll í Laugardal fyrir heims- Fyrirtækið er ekki tilbúið að fjár- meistarakeppnina í handbolta hér magna tengibyggingu, búnings- á landi næsta vor og er viðræðum klefa, rekstur og viðhald hússins. við Electrolux endanlega lokið. Ef borgin hefði ætlað að byggja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- svona hús hefði hún boðið það út arstjóri hefur sent forráöamönnum en það hefur veriö Ijóst allan tím- Electrolux bréf þar sem fram kem- ann að hún ætlaði ekki að byggja uraðenginntilgangursémeðfrek- upp á sitt eindæmi mannvirki af ari viðræðum þar sem fyrirtækið þessari stærðargráðu," segir Krist- hafi horfið frá tflboði sínu um að ín A. Ámadóttir, aðstoðarkona byggja og reka nýja iþróttahöll f borgarstjóra. LaugardaL í næstu viku hefjast viðræður við „Electrolux býðst til að byggja forráðamenn íþróttahreyfingar- iþróttahöll fyrir Reykjavíkurborg, innar um nauðsynlegar brevtingar annast Qármögnun fyrir borgina á Laugardalshöll fyrir HM ’95. r Hið óbyggða íþróttahús Svo virðist sem skrípaleiknum meö fjölnota íþróttahús fyrir heims- meistarakeppnina í handbolta sé nú loks lokið. Borgarstjórinn hefur tekið af skarið af þeim myndug- leika sem henni er einni lagið. Ingi- björg Sólrún segir að máhnu sé lokið. Hún hafi tekið ákvörðun. Hún ætlar ekki að byggja húsið. Þetta mun vera fyrsta stóra ákvörðunin sem nýi borgarstjórinn tekur og þess vegna er rétt að rifja upp feril málsins svo ekki fari á milli mála hvernig borgarbúar munu í framtíðinni geta átt von á því að borgarstjórinn starfi. í fyrstu lét borgarstjórinn borgar- ráö samþykkja framlag til bygging- ar fjölnota íþróttahúss. Tvö hundr- uð og sjötíu milljónir króna, hvorki meira né minna. Spurningin var hins vegar sú hvort einhver vildi byggja með borginni? Hvað með íþróttahreyfinguna eða ríkisvald- ið? Ingibjörg Sólrún vildi byggja en byggja bara hálft hús og hún vildi reisa höll yfir handboltann ef ein- hver annar vildi borga. Þetta var tilboð sem ekki var hægt að hafna og nú hófst heldur betur handa- gangur í öskjunni. Tilboö bárust eins og skæðadrífa og sænska fyrir- tækið Electrolux bauðst til að byggja með borginni og byggja jafn- vel eitt og sér ef borgin vildi á ann- að borð að þetta hús yrði reist. Nei, sagði Ingibjörg, við getum ekki byggt húsið með hverjum sem er og við höfum ekki efni á að byggja húsið sem við viljum byggja nema einhver annar vilji byggja og borga. Electrolux bauðst til að lána en nei sagði borgarstóri: lánskjörin eru óhagstæð. Viö tökum ekki við lánum sem þarf að borga til baka. Við viljum byggja en það verður að vera fyrir peninga sem einhverj- ir aðrir eiga og borga til baka. Svo kom að því að borgarstjóri fór að skamma þá vesalinga sem vildu byggja með henni og borgar- stjóri sagði að það væri ekkert að marka þá og borgin gæti ekki byggt nema einhverjir aðrir byggðu og borgin vildi ekkert með það hús hafa þegar þaö væri risið. En megum við ekki samt tala við þig? spuröu tilboðsgjafar og Elect- rolux og skrifuðu bréf. Borgarstjóri sagðist ekki taka mark á bréfum og sagðist ekki byggja með mönn- um sem skrifuðu bréf um að þeir vildu byggja fyrir peninga sem borgin á ekki og hefur ekki efni á að borga til baka. Menn geta ekki verið að draga borgarstjórn á asna- eyrunum, segir borgarstjóri og er hin versta. Þetta er auövitað skiljanleg af- staða hjá borgarstjóra. Hún vildi byggja ef einhver vildi byggja meö henni og svo eru menn með þann dónaskap að vilja byggja meö henni án þess að þeir kynni sér það fyrir- fram að borgin hefur ekki efni á að byggja með þeim. Hvers konar fífl eru þessir menn; að leyfa sér að halda að borgin hafi einhvem tímann hugsað sér að byggja fjöl- nota íþróttahús sem hún hefur ekki efni á að byggja? Og hver á svo að nota þetta hús? Ekki ætlar borgin að nota það og ekki ætlar íþróttahreyfingin að nota það, nema það verði byggt og það verður ekki byggt ef engin trygging er fyrir því aö það verði notað, nema það verði byggt. Það er ekki hægt að byggja hús, sem óvist er hvort notað verði, ef það er ekki byggt og ennþá síður ef það verður byggt! Á öllum þessum ferh hefur borg- arstjórinn sýnt af sér festu. Hún þurfti að vísu að fara í sumarfrí til aö hvíla sig á þessu íþróttahúsi sem sífellt var verið aö ónáða hana með. Ekki hafði hún beðið um þetta hús og þaö eina sem borgin hafði gert var að vilja leggja fram fé í hús sem aðrir máttu byggja. En borgin leggur ekki fram fé í hús fyrir aðra en þá sem vilja byggja hús fyrir peninga borgarinnar. Aldrei í líf- inu, segir borgarstjóri og sýnir festu. Fjölnota íþróttahús verður ekki byggt. Það hefur aldrei staðiö til að byggja það. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að ákvörðun um byggingu fjöl- nota íþróttahúss hafi aldrei verið á dagskrá. Óskammfeilnir Svíar og aðrir ábyrgðarlausir menn hafa ginnt borgarstjórann til viðræðna um mál sem aldrei var á dagskrá. Borgin byggir ekki fyrir hvem sem er eða fyrir hvað sem er. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.