Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 dv____________________^_________Meiming Verk Kristjáns H. Magnússonar í Stöðlakoti: Einf aldleiki áranna fyrir stríð Oft sannast hiö fomkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi og getur það mætavel átt við um listmálarann Kristján H. Magnússon sem lagði stimd á listnám í Bandaríkjimum á þriðja áratugnum og sýndi víða um lönd við góðan orðstír en hlaut ekki sömu viðtökur hér heima. Kristján lést langt um aldur fram árið 1937, aðeins þijátíu og fjögurra ára að aldri. Magnús H. Kristjánsson, sonur Kristjáns, efndi til yfirhtssýn- ingar á verkum Kristjáns í Listamannaskálanum árið 1952 á uppgangs- tíma afstraktgeómetríunnar og mim sú sýning ekki hafa hlotið þá at- hygh sem vert hefði verið. Nú á tímum endurmats og jafngildis stílteg- unda í hstum horfir hst Kristjáns H. Magnússonar öðruvísi við frá sjónar- hóh hérlendrar hstasögu. Magnús H. Kristjánsson, sem um langt árabil Myndlist Ólafur J. Engilbertsson hefur búið á Spáni, er nú kominn til landsins og hefur undirbúið sölusýn- ingu á verkum föður síns í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Náttúran eins og hún er Á sýningunni eru átján verk, unnin í marga miðla. Mest er um olíumál- verk en ennfremur eru þar nokkrar vatnslitamyndir, ein pastelteikning, tvær unnar með viðarkolum, tvær með blýanti og ein grafíkmynd, unnin með blandaðri tækni á síðasta æviári hstamannsins. Kristján hlaut á ferh sínum einkum lof fyrir landslagsmyndir sínar og í Worcester Sunday Telegraph var hann sagður hafa til að bera „heiðarleika til að mála náttúr- una eins og hún er án hliðsjónar af norrænum goðsögnum". Listgagnrýn- andi Observer sagði árið 1931 að í málverkum Kristjáns „lifnaði yfir óbyggðum landsins... sökum hinna síbreytilegu og áhrifamiklu ljósa- skipta sem hstamaðurinn legði sig fram um að mála“. Western Morning News tók svo djúpt í árinni að segja Kristján „í tölu hinna bestu málara sem komið hefðu frá Norðurlöndum". Til marks um vinsældir Kristjáns sem málara seldi hann hverja einustu mynd á sýningu í London árið 1930. Af allri þessari upptalningu að dæma er borðhggjandi að menn reki í rogastans þegar lesinn er dómur „Orra“, Jóns Þorleifssonar, í Morgun- blaðinu 1933 rnn sýningu Kristjáns. Þar segir Orri m.a. aö verk Kristjáns séu „handverk en ekki hst“ og að hann „þræði alþekkt mótív annarra og útþynni þau“. Einfaldleiki og andagift Þegar þessi htla sýning á verkum Kristjáns H. Magnússonar er skoðuð verður fljótt ljóst að þar fór vandvirkur hstamaður sem lagði sig fram um að fanga birtu og bera á dúk þannig að heildarmyndin yrði einfóld og tær. Portrett af Jakobínu (nr. 7) og olíumynd af Búrfelh (nr. 2) eru vel heppnuð verk í þessa veru. Önnur olíuverk vöktu þó ekki síður at- hygli mína. Annars vegar þrjár myndir frá Bandaríkjunum (nr. 3 til 5) vegna expressjónískra áhrifa sem raska þó ekki kyrrð myndanna. Hins vegar andagiftin og útgeislunin í myndinni Epifaniu (nr. 6) sem á senni- lega ekki sína hka í hérlendri hst nema ef vera skyldi hjá Mugg og Ein- ari Jónssyni. Vatnshtamyndin „Við sjávarsíðuna kom mér ennfremur á óvart vegna alþýðlegrar myndsýnar af verkamönnum við höfnina. Úrval- ið er að sönnu ekki mikið á þessari sýningu til að gefa raunsanna mynd af ævistarfí hstamannsins. Á efri hæð Stöðlakots gefur þó að líta ljósmynd- ir Thomsens frá sýningunni í Listamannaskálanum 1952. Annarrar ámóta sýningar verður vonandi ekki langt að bíða því að sögn Magnúsar er markmiðið að safna verkum hans saman í bók og efna í leiðinni til yfir- htssýningar. Sýningin í Stöðlakoti stendur til 11. september. a'úsuúúj ildir út allt árið Ákveðið hefur verið að framlengja gildistíma Atlas-ávísunarinnar til áramóta, en upphaflegur gildistími var til 1. okt. Þessa 4000 kr. ávísun fengu ailir handhafar Atlaskorta og Guilkorta Eurocard. Ávísunin mun gílda við kaup á ferðum í leiguflugi hjá: • Ferðaskrifstofunni ALÍS til Newcastle. • Samvinnuferðum - Landsýn til Dublin. • Úrval - Útsýn tii Edinborgar og Giasgow. Við bendum korthöfum á að framvísa ávísununum strax við bókun hjá 7,5% afsláttur hjá Slater Menswear! Korthafar fá 7,5% afslátt í hinni vinsælu verslun Slater Menswear í Glasgow. ofanrituðum ferða- skrifstofum. M9HMHBnn5SBHKtt9(H9MaB CDATLAS - nýtur sérkjara! KREDITKORT HF. • ÁRMÉLA 28 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: (91) 68 54 99 Hefur þú gert allt sem í þínu valdi stendur til að fyrirbyggja heimsóknir óvelkominna gesta? Hafóu samband við öryggisróðgjafa Vara hf og fóbu ókeypis ró&gjöf. ÞJÓFAVÖRN Þarf ekki að kosta mikib.. ...en getur sparað stórfé AAýror '°u5.n'r ° Þjófavari (auðveld uppsetning*) kr. 9.900.- Zeus - Family Care öryggiskerfi (þráðlaus búnaður - auðveld uppsetning*) kr. 19.900.- Zeus - EG 800 öryggiskerfi (þráðlaus búnaður - auðveld uppsetning*) kr. 53.171.- uk ofantalins búnaðar býður Vari hf fjölbreytt úrval tæknibúnaðar til þjófavarna, eldvarna, aðgangsstjórnunar og eftirlits - með eða án tengingar við öryggismiðstöð. Einnig býður Vari hf slökkvitæki og þjónustu við þau, myndavélakerfi, peninga- og eldvarnaskápa, verðmæta- flutninga og mannaða öryggisgæslu. Öryggisþjónustan Vari hf. er elsta sérhæfða öryggisfyrirtæki á íslandi. Yfir 25 ára reynsla tryggir viðskiptavinum ráðgjöf sem sniðin er að aðstæðum íslenskra heimila og fyrirtækja - og vandaða þjónustu um ókomin ár. Hringdu í síma 29399 (símaþjónusta allan sólarhringinn) eða líttu inn í verslun okkar að Skipholti 7. ÖRYGGIS VÖRURft "Þegar öryggið skiptir öllu" Skipholt 7 sími 29399 opið 10 - 18 mánud. - föstud.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.