Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 13 Teygjan í þjóðlífinu íslenskt efnahagslíf hefur oftast nær verið eins og veðrið - sífelldir umhleypingar. Ymist hefur fólk haft aUt of mikla vinnu eða allt of litla. Atvinnuleysið er þó sýnu verra. Eftirsóknarvert verður því að teljast það markmið að jafna út hvers konar efnahagslegar sveifl- ur. Hvernig tökum við slakann af? Stundum hefur heppnin verið með okkur, svo sem þegar hending réð því að framkvæmdir við ál- verksmiðju í Straumsvík hófust 1967, nánast um leið og síldarstofn- ar hrundu og verðfall varð á freð- fiskmarkaði vestra. Við vorum ekki jafn heppin þegar ekkert varð úr framkvæmdum við álverk- smiðju á Keilisnesi. Æskilegt væri að ávallt væru ein eða fleiri stórframkvæmdir tilbún- ar á teikniborðinu sem stofna mætti til þegar að kreppti. En einn- ig má vinna gegn atvinnuleysi með viðhorfsbreytingum - að við höld- um ekki að vinnumarkaður okkar takmarkist eingöngu við gamla Frón. Tvenns konar atvinnuleysi Atvinnuleysi er einkum af tvenn- um toga. Ánnars vegar eru þeir sem alls ekki fá vinnu, hvar sem þeir leita fyrir sér. Fátt er ömur- legra en sú höfnun sem því er sam- fara. Hins vegar er atvinnuleysi sem er bundið við tiitekna staöi eða tilteknar atvinnugreinar. Þá má einatt komast í vinnu með því að sýna af sér frumkvæði og dugnað - með því leggja land undir fót eða með því að sætta sig við vinnu í annarri atvinnugrein en þeirri sem skólagöngu manns hæf- ir bezt. Þau umskipti geta verið þroskandi, standi þau ekki svo lengi að við týnum niður þeirri þekkingu og þjálfun sem við höfum lagt á okkur að öðlast með langri skólagöngu. Alþjóðlegur vinnu- markaður? Á liðnum áratugum hafa íslend- Kjallariim Sigurður Gizurarson sýslumaður ingar sýnt mikinn dugnað og aðlög- unarhæfni þegar þeir m.a. hafa brugðist við atvinnuleysi með því að leita sér vinnu erlendis - t.d. á hinum Norðurlöndunum. íslenskir iðnaðarmenn hafa lagt leið sína til Svíþjóðar og getið sér gott orð. Etód er þó ávallt víst að hinar Norðurlandaþjóðirnar vanti vinnuafl. En með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu opnast okkur fleiri dyr, sem getur komið sér vel. Og sem aðili að alþjóðasam- starfi og alþjóðastofnunum á ísland rétt á allmörgum störfum erlendis. Utanríkisráðuneytið gæti látið gott af sér leiða með því að greiða götu fólks sem áhuga hefur á að öðlast dýrmæta reynslu við störf á er- lendri grund. Sigurður Gizurarson „Utanríkisráðuneytið gæti látið gott af sér leiða með því að greiða götu fólks sem áhuga hefur á að öðlast dýrmæta reynslu við störf á erlendri grund.“ ,Ýmist hefur fó!k haft allt of mikla vinnu eða alltof litla. Frá stofnfundi atvinnulausra á sínum tima. Endurskoðun menntastefnu Undanfarin misseri hefur orðið æ háværari sú krafa samtaka at- vinnurekenda að fá að hafa aukin áhrif á þróun íslenska menntakerf- isins. Aukinn áhugi atvinnurek- enda á menntun er að sjálfsögðu af hinu góða en í ákafanum virðast mönnum yfirsjást nokkur grund- vallaratriði málsins. Vandrötuð leið Þó að menntakerfinu hér sé í ýmsu ábótavant veröur því varla einu kennt um einhæft og veik- burða atvinnulíf. Einfaldar stað- reyndir eins og smæð eigin mark- aðar, fjarlægð frá öðrum mörkuð- um, stutt iðnaðarsaga og ofurvægi sjávarútvegs i atvinnulífi lands- manna, skipta þar augljóslega miklu máli. Krafa íslenskra at- vinnurekenda er fyrst og fremst endurómur af kröfugerð samtaka atvinnurekenda í Norður-Evrópu sem í lok síðasta áratugar vonuð- ust til að geta, með auknum áhrif- um á menntakerfiö, betur brugðist við þeirri ógn sem þeir töldu stafa af straumlínulöguðu samspili ríkis, skóla og fyrirtækja í Japan. At- vinnurekendum í Norður-Evrópu er þó orðið ljóst að þessi leið er vandrötuð og ekki einu sinni víst að hún liggi þangað sem ætlunin var að halda. Einn virtasti athafna- maður Danmerkur, Mads Övhsen, framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækis- ins Novo-Nordisk, heldur því t.d. fram að það vitlausasta sem há- skólar geti gert sé að aðlaga mennt- unina framleiðslu fyrirtækja. Övl- Kjallariim Margrét Rósa Sigurðardóttir bókagerðarmaður isen lét þessi orð falla í erindi sínu á Soröráðstefnunni sem mennta- málaráðuneytið danska stóð fyrir í lok síðasta mánaðar og vöktu þau að vonum óskipta athygh þeirra sem á hlýddu. Yfirskrift ráðstefn- unnar var: „Hvað veldur gæðum æðri menntunar og rannsókna í Danmörku?" Það er skoðun Övhs- en að þeir sem stýra framhalds- skólum landsins geti ekki gert meiri vitleysu en þá að taka til við að „framleiöa" nemendur sniðna fyrir þarfir atvinnulífsms eins og þær eru á hverjum tíma. Rök Övhs- en virðast augljós og eiga örugglega ekki síður við á íslandi en í Dan- mörku. Hann segir að eðli málsins samkvæmt hafi þeir sem standa í atvinnurekstri mikinn áhuga á framtíðinni. Þá skorti þó oft þá frjóu hugsun sem til þarf til að sjá hvað fyrirtækjunum er fyrir bestu. Þar þurfl æðri menntun að hjálpa upp á sakimar. Övlisen segir þetta ástæðuna fyrir því að atvinnulífið hafi þörf fyrir fólk með fjölbreytta menntun sem jafnframt standist mál á heimsmælikvarða í sínu fagi. íslenskir atvinnurekendur geta ör- ugglega lært nokkuð af orðum Övl- isens um menntun og rannsóknir. Krafa hans um sjálfstæði mennta- stofnana er sérstaklega athyglis- verð í ljósi umfangsmikiha eigin rannsókna Novo-Nordisk. Á síð- asta ári kostaði sá þáttur reksturs fyrirtækisins 1,745 mihjónir danskra króna eða nær 20 milljörð- um íslenskra króna. En það er svip- uð upphæð og fer til reksturs Kaup- mannahafnarháskóla á ári. Hægar í sakirnar Menntakerfi þurfa endurskoðun- ar við eins og það annað sem á að endast lengi. Endurskoðunin þarf þó að beinast að fleim en að full- nægja stundarþörfum íslenskra fyrirtækja. Þó að því sé ekki að neita að íslensk fyrirtæki hafi oft átt erfitt uppdráttar vegna ytri erf- iðleika og andsnúins rekstrarum- hverfis þá verður heldur ekki séð að rekstur þeirra gefi sérstakt til- efni til að hleypa þeim með puttana í menntakerfi þjóðarinnar. Ef litið er til nágrannalanda okkar sést að þar er farið hægar í sakirnar þegar breytingar í menntamálum eru annars vegar. Spumingin er: Getur verið að helsti óvinur íslenska menntakerfisins sé skortur á hefð- um og sú óskhyggja að endurskoð- un menntakerfisins leysi náttúru- legan vanda fámennrar þjóðar í stóru landi fjarri alfaraleið? Ef eitt- hvert vit á að vera í endurskoðun ríkjandi menntastefnu þarf að byrja á að aðgreina raunverulegan vanda frá tilbúnum og skilgreina langtímamarkmið við þau skilyrði sem hér era ríkjandi. Margrét Rósa Sigurðardóttir Getur verið að helsti óvinur íslenska menntakerfisins sé skortur á hefðum og sú óskhyggja að endurskoðun menntakerfisins leysi náttúrulegan vanda fámennrar þjóðar í stóru landi Qarri alfaraleið?“ Meðog Ráðherrarþiggiboð fyrirtækja i iaxveiði athugavertvið slíkboð „Eg sé ekH- ert athuga- vert við þaö að fyrirtæki bjóði ráðhcrr- um í laxveiði þegar um er að ræða per- sórmlegt boð vegna kunn- insskapar og samvimtu á sviði verk- te s' efnaöflunar í öðrum heimshluta eins og þegar ístak bauö samgönguráöherra í laxveiði nýlega. Ég er fylgjandi því að fyrirtæki geti boðið ráð- herram í slíkar veiðiferðir því að illt er í efni ef menn sem eiga við- skipti saman geta ekki boðið hver öðrum í mat, svo að dæmi sé nefnt. Ráðherrar mega ekki vera svo heilagir að enginn megi bjóða þeim neitt þó að auðvitað séu tak- mörk fyrir shkum boðum. Ég treysti mér ekki til að segja hvar þau mörk liggja en staðhæfl að fstak hafi ekki farið út fyrir þau mörk og get ekki séð aö út fyrír þau takmörk sé farið þegar um persónulegt boð er að ræða.“ Jónas Frimanns- son, aðstoöarfram- kvæmdastjóri is- lags vinnuvélaeig- enda. Æsérgjöf tilgjalda „Ég er ekki á móti lax- veiðum al- mennt en mér flnnst ákaf- lega óeðliiegt að stórfyrir- tæki bjóði stórum verk- „... . kaupa, eins og *r ®in Sigurðar- tildæmisráð- ^oHlr’ . ram' herra, í lax- kvæmdastjór, Fe- veiöar og aðr- ar boðsferðir. Mér finnst það siðleysi af ráð- herrum að þiggja boð frá stórum viðskiptaaðilum þó að vitað sé aö bæðí flármálaráðherra og forsæt- isráöherra þiggi svona boð. Mér finnst að ráðherrar þurfi að sýna siðferðisþrek og meta hvort þetta eigi við. Æ sér gjöf til gjalda og því eru ráðherrar að einhverju leyti skuldbundnir gestgjöfum sinum eftir slík boð. Ekki er hægt að banna sjálf- stæöum fyrirtækjum að bjóða fulltrúum amiarra sjálfstæðra fyrirtækja í mat og ferðir enda er það stundum ákveðin hvatning og umbun fyrir viðkomandi starfsmenn. Þegar fyrirtæki bjóða ráðherrum í veiðiferðir eru þau að búa til velvild sem önnur fyrirtæki á sama markaði hafa ekki og eiga ekki kost á. Fyrir- tækin standa því ekki lengur jafnfætis í samkeppninni á sama markaði. Mér flnnst eðliiegt að stór og smá fyrirtæki setji sér siðferðis- reglur þar sem komið verði i veg fyrir að menn taki við gjöfum og umbunum sem þeir myndu ekki fá ef þeir gegndu ekki þessum störfum enda er það ígildi mútu- þægni. Mér finnsl sjálfsagt að hafa reglur um þetta 1 stjórnkerf- inu og mér finnst að við þurfum að taka okkur á í þessum efnum. Oft hefur verið orðrómur um aö gjafir eða boð hafi liðkað fyrir viðskiptum og slíkt á auðvitað ekki að gerast.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.