Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 Fréttir Stuðningsmenn Reykjavíkurlistans í hár saman: Stofnfundi Regnbogans frestað vegna deilna - furðulega að þessu staðið, segir framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins Samtök um Reykjavíkurlistann héldu stofnfund Regnbogans á laug- ardaginn en félaginu er ætlað aö vera samráðsvettvangur borgarfulltrúa og stuðningsmanna listans. Á fund- inum var ákveðið að fresta formlegri stofnun félagsins um nokkrar vikur. Bráðabirgðastjóm var kosin og var henni falið að undirbúa formlega stofnun félagsins. Drög að samþykkt- um félagsins voru kynnt á fundinum. Fyrir fundinn kom fram hörð gagn- rýni á þá sem stóðu að fundarboðun- inni, einkum frá forsvarsmönnum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Bent var á að óverulegt samráð hefði verið haft við flokkana þrátt fyrir aðild þeirra að framboði Reykjavík- urlistans. Samkvæmt heimildum DV varð þessi gagnrýni til þess að ákveð- ið var að boða til ffamhaldsstofn- fundar. „Mér finnst mjög furðulega að þessu staðið. Það var ekkert leitað til flokkanna. Mér skilst að þetta sé eitthvert fólk úti í bæ sem hefur tek- ið að sér að koma þessu af stað. í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það en auövitað voru það flokkamir fjór- ir sem ýttu Reykjavíkurframboðinu úr vör. Án flokkanna hefði þetta aldrei orðið til,“ segir Sigurður Tóm- as Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur fundarstjóra sóttu um 300 manns Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði fund stuðningsmanna Reykjavíkurlistans á Hótel Sögu. DV-mynd JAK fundinn sem stóð í rúma klukku- stund. Umræður snemst einkum um það sem betur mætti fara í drögum að lögum félagsins og uppbyggingu þess. Gagnrýni á tilurð félagsins kom ekki fram. Þá tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri til máls og fagnaöi stofnun félagsins. Aðalheiður Franzsdóttir, sem kjör- in var í bráðabirgðastjórnina, segir að ákvörðunin um að fresta form- legri stofnun félagsins hafi verið tek- in til að gefa borgarfulltrúum Reykjavikurlistans og væntanlegum félagsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á samþykktir félagsins. Ástæð- an hafi ekki verið ágreiningur um stofnun félagsins. Stuttar fréttir TiKinningaleg tregða Greiðslustöövun blasir við mörgum loðdýrabændum þar sem bankar hafa tregðast við að hækka afurðalán til þeirra, rétt eins og um tilfinningamál væri að ræða. Sjónvarpið skýrði frá. Landmannaiaugar heiila Um 20 þúsund manns hafa gist í Landmannalaugum í sumar, að stærstum hluta útlendingar. Sjónvarpiö greindi frá þessu. Tilskipunarbeðið Villidýranefnd hefur lagt til aö heimilaö verði að veiða tjúpu frá 15. október til 22. desember. Um- hverfisráðherra hefur enn ekki gefið út tilskipun um veiðitíma- biliö. RÚV greindi rá þessu. KvBunyndverðurtð Tökum lauk nýverið á kvik- mynd um Jón Leifs tónskáld i leikstjóm Hilmars Oddssonar. Samkvæmt frétt Sjónvarpsins er stefnt að því að fmmsýna mynd- ina í byijun næsta árs. Sameining samþykkt Mikill meirihluti fulltrúa á aö- alfundi Stéttarsambands bænda og Búnaðarþingi samþykktu sameiningu samtakanna um helgina. Nýju heildarsamtökin taka til starfa í byijun næsta árs. Viijafrestafiutningi Samtök fámennra skóla vilja fresta flutningi á grunnskólanum til sveitarfélaga. Þetta kom fram á ársfundi saratakanna sem fram fór um helgina. Ólýsanleg tilfinning - vann 14 miUjónir króna „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég datt í lukkupottinn og drengirnir okkar komu með bikarinn heim eftir 27 ára bið. Allt gerist þetta sama daginn. Þetta er vægast sagt yndislegt," segir Rósa Thorsteinsson, vert í Rauða Ijóninu á Eiðistorgi og mikill stuðningsmaður KR. Aðfaranótt sunnudags vann hún 14 milljónir í spilakassa H.í. sem er á veitingastaðnum. Mikið var um að vera í Rauða Ijóninu í gaer enda fögnuöu KR-ingar sigri í bikarkeppninni á staðnum. Á myndinni eru Rósa og Rúnar Kristinsson, einn besti leikmaður KR í vinningsleiknum gegn Grinda- vík, með mjólkurbikarinn eftirsótta á milii sin. DV-mynd JAK Póstur og sími fer ekki eftir úrskurði ríkisskattstjóra: Bíódagar besta norræna myndin Kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Bíódagar, var valin besta norræna kvikmyndin 1994 á Norrænu kvikmyndahátiðinni í Haugasundi í Noregi. Verð- launaafhendingin fór fram á laugardagskvöldið og tók Friðrik Þór á móti hinum eftirsóttu Amanda-verðlaunum í beinni út- sendingu norska sjónvarpsins. íslensk kvikmynd hefur ekki áð- ur unnið til þessara verölauna. Dómnefhdin var skipuð þekkt- um kvikmyndafrömuðum utan Norðurlandanna. I umsögn nefndarinnar segir að í Biódögum fari saman á einfaldan og Ijóð- rænan hátt næmi leiksijórans fyrir menningu þjóðar og mann- legum gildum, óháö búsetu. Aðrar myndir, sem tilnefndar voru til Amanda verölaunanna en þurftu að lúta í lægra haldi, voru Nattevagten frá Danmörku, Kaikki Pelissa frá Finnlandi, Hodet over vannet frá Noregi og Kærlekens himmelska Helvete frá Svíþjóð. HaHdórBlöndal: Talaekkert umþað „Ég tala ekkert um það. Ég hef ekkert um þetta mál að segja þvf ég hef ekki séð fréttina" sagði Halldór Blöndal samgönguráð- herra þegar DV bar undir hann ásakanir forsvarsmanna Norma hf. í Garðabæ um aö ráðherrann mismunaði skipasmíöastöðvum, annars vegar í kjördæmi sínu, á Akureyri, og hins vegar i Garðabæ. Skuldar hundruð milljóna í virðisaukaskatt - höfum engln fyrirmæli um að borga skattinn, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Pósts og síma „Ríkisskattstjóri var búinn að úr- skurða að Pósti og síma bæri að inn- heimta virðisaukaskatt af fjölda- dreifingu opinna ómerktra og merktra póstsendinga en Póstur og sími hefur ekki farið eftir því. Þetta eru nafnlausar fiöldadreifingar og stofnuninni bæri að greiða hundruö mtiljóna króna í viröisaukaskatt ef fariö væri eftir úrskurðinum. Við höfum skrifaö samgönguráðuneyt- inu bréf út af þessu en höfum ekki fengið svar. Það virðist eiga að svæfa þetta mál í stjórnkerfinu," segir Jón J. Þorgrímsson, eigandi Póstdreifing- ar hf. Póstdreifing hf. hefur fariö fram á fjárhagslegan aðskilnað á útburði bréfa í lokuðum umslögum, sem stíl- uð eru á nafn og dreifmgu merktra eða ómerktra opinna fjöldasendinga, eftir að ríkisskattstjóri komst að þeirri niðurstöðu í vor að greiða bæri virðisaukaskatt af fjöldasend- ingum. Forráðamenn fyrirtækisins telja að um ójafna samkeppnisstöðu sé að ræða og er hugsanlegt að farið verði fram á lögbann á starfsemi Pósts og síma hlíti stofnunin ekki úrskurði ríkisskattstjóra. „Rikisskattstjóri komst að þeirri niðurstöðu í sínu áliti að fjöldasend- ingar væru skattskyldar en við höf- um ekki fengiö nein fyrirmæli um að útfæra það nánar. Núverandi fyr- irkomulag á meðferð virðisauka- skatts var tekið upp í fullu samráði við embætti ríkisskattsfjóra og við erum ekki sammála því að hægt sé að túlka lögin upp á nýtt. Við eigum í viðræðum við ríkisskattstjóra og erum alls ekki að reyna að svæfa málið í kerfinu,“ segir Kristján Indr- iðason, aðstoðarframkvæmdastjóri fiármálasviðs Pósts og sima „Ég vil ekkert segja um það hvað virðisaukaskatturinn getur numið hárri upphceð,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.