Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 37 Elínbjört Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Gallerís Foldar, í nýjum sýningarsal. Sýningar í nýjum húsakynnum Gallerí Fold, sem fram aö þessu hefur verið til húsa í Austur- stræti 3, hefur nú flutt í stærra húsnæði að Laugavegi 118d en gengið er inn frá Rauðarárstíg. Auk þess sem galleríið selur myndlistarverk eftir marga myndlistarmenn er boðið upp á sýningar í rúmgóðu sýningar- plássi. Sýningar Nú eru þar í gangi tvær sýning- ar. Bragi Ásgeirsson sýnir verk sín. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og er- iendis, auk þess sem hann hefur kennt við Myndhsta- og handíða- skóla íslands og verið myndhst- argagnrýnandi Morgunblaðsins frá 1966. Gaherí Fold kynnir einnig verk eftir Söru Vilbergsdóttur. Hún sýnir pastelmyndir í kynningar- horni gallerísins. Sara stundaði nám við Myndhsta- og handíða- skólann í Reykjavík og fram- haldsnám við Statens Kunstaka- demi í Ósló. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum hér á landi og erlendis. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenn- ingu fyrir verk sín. Afreksmaraþon- hlauparar á „gamals" aldri Hlaup er íþrótt sem allir aldurs- flokkar geta stundað og sjálfsagt er breiddin hvergi meiri þegar aldur er hafður í huga meðal af- reksmanna á hlaupabrautinni. Elsti maraþonhlauparinn sem unniö hefur gullverðlaun á ólympíuleikjunum er Mamo Wolde sem var rúmlega 36 ára gamah þegar hann sigraði á ólympíuleikjunum 1968. Hann er samt ekki sá elsti sem hefur unn- ið maraþonhlaup í alþjóðlegri keppni. Jack Holden frá Bret- landi var 43 ára gamall þegar hann varð Evrópumeistari í maraþonhlaupi árið 1950 og sama ár vann hann samveldisleikana og varð breskur meistari í mara- þonhlaupi. Blessuö veröldin Elsti sigurvegari kvenna í maraþoni Joyce Smith frá Bretlandi er elsta kona sem hefur unnið alþjóða- keppni í marþonhlaupi. Hún var tæplega 42 ára þegar hún varð Bretlandsmeistari árið 1978. Þremur árum síðar náði hún sín- um besta tíma, 2:29,43, sem er frá- bær tími hjá 45 ára gamahi konu. Maraþontvíburar Japönsku tvíburarnir Shigeru og Takesshi Soh eru engir venjuleg- ir tvíburar. Báðir eru þeir frá- bærir maraþonhlauparar. Þeir eru fæddir 9. janúar 1953 og hafa báöir verið sigursæhr í marþon- hlaupum. Bestu tímar þeirra eru Takeshi 2:09,5 (1978) og Shigeru 2:08,55 (1982). Tvíburamir Syl- viane og Patricia Puntous frá Kanada eru einnig ágætir mara- þonhlauparar en þær komu sam- tímis í mark í Orlando árið 1983 á tímanum 2:42,53. Greiðfært á helstu leiðum Flestar leiðir á landinu eru í góðu standi og greiðfærar öllum bílum. Nokkrir vegavinnuflokkar eru þó að Færðávegum vinnu og er enn verið að vinna í Langadal og á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum fyrir austan er einnig verið að laga veginn. Flestar leiðir á hálendinu eru enn aðeins jeppafærar og hefur ekki orðið mikil breyting á að undanförnu. Sprengi- sandsleiðimar og leiðir yfir Kjöl eru í þannig ástandi ásamt nokkmm fleiri leiðum. Nokkrar leiðir eru þó opnar öhum venjulegum bílum. Ástand vega [3 Hálka og snjór ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir (F) Fært flallabílum Bike Night I kvöld verður í fyrsta skipti hald- ið svonefnt Bíke Night á Hard Rock Café og verður þar ýmíslegt á döf- inni, t.d. boðið upp á sérstakan matseðh sniðinn að þörfum hjóla- fólks með ódýrum tilboðum á mat og bjór. Sams konar kvöldskemmt- anir eru orðin þekkt fjTirbæri er- lendis og eru þessi kvöld vel sótt af hjólafólki. Snigiabandið góð- kunna mætir á staðinn þegar líða tekur á kvöldiö auk þess sem stofn- að verður til happdrættis með veg- legum vinningum. Stefnt er að því Sniglabandið leikur á Hard Rock í kvöld. að hafa hópkeyrsiu í thefni kvölds- ins. Sniglamir ætia að safnast sam- an á Ingólfstorgi kl. 20.00 en ekið veröur th veislunnar kl. 20.30. Sonur Kristínar og Valdimars Litli drengurinn á myndinni hann var viktaður eftir fæðingu fæddist á fæðingardeild Landspít- reyndist hann vera 3925 grömm og alans23.ágústklukkanl0.l2.Þegar 54 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Kristín S. Guömundsdótt- ir og Valdimar Óskarsson og er hann fyrsta bam þeirra. Arnold Schwarzenegger leikur njósnarann Harry Tasker í Sönn- um lygum. Tvöfalt líf Harrys Arnold Schwarzenegger og leikstjórinn James Cameron hafa gert góða hluti saman í Termina- tor myndunum tveimur og því þótti það spennandi kostur að leiða þá saman á ný í Sönnum lygum (Tme Lies). Myndin er tal- in meðal dýrustu kvikmynda sem gerðar hafa verið og er heilmikið sjónarspil. Schwarzenegger leikur njósn- arann Harry Tasker sem lifir tvö- földu lífi. Hann talar sex tungu- mál og vinnur á alþjóðavettvangi fyrir leyniþjónustu sem vinnur að því að koma í veg fyrir hryðju- verk þar sem kjarnorkuvopn eru notuð. Af öryggisástæðum hefur hann aldrei sagt konu sinni, sem leikin er af Jamie Lee Curtis, viö hvað hann vinnur í raun og veru. Hún hefur alltaf haldið hann vera tölvusölumann og finnst hann vera orðinn óspennandi. James Cameron er meistari tækninnar í kvikmyndum og eru kvikmyndir hans æði djarfar í þeim efnum - og rándýrar eftir því - en eftir hann liggja líka frá- bærar spennumyndir. Bíóíkvöld Nýjar myndir Háskólabíó: Blóraböggullinn Laugarásbíó: Umrenningar Saga-bíó: Eg elska hasar Bíóhöllin: Sannar lygar Stjörnubíó: Gullæðið Bíóborgin: Úti á þekju Regnboginn: Flóttinn Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 205. 29. ágúst 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,750 68,950 68,890 Pund 105,410 105,730 105,330^, Kan. dollar 50,110 50,310 49,870 Dönsk kr. 11,0340 11,0780 11,1040 Norsk kr. 9,9520 9,9920 10,0120 Sænsk kr. 8,8890 8,9240 8,9000 Fi. mark 13,4470 13,5010 13,2540 Fra. franki 12,7560 12,8070 12,7710 Belg. franki 2,1203 2,1287 2,1209 Sviss. franki 51,7200 51,9300 51,4600 Holl. gyllini 38,9100 39,0700 38,8900 Þýskt mark 43,7100 43,8400 43,6300 it. líra 0,04315 0,04337 0,04352 Aust. sch. 6,2050 6,2360 6,1970 Port. escudo 0,4286 0,4308 0,4269 Spá. peseti 0,5256 0,5282 0,5300 Jap. yen 0,68640 0.68850 0,70160 irskt pund 103,830 104,350 103,960 SDR 99,62000 100,12000 100,26000 ECU 83,2500 83,5800 83,4100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 7~ r~ 3 F~ 9 10 1 r IX rr rr 18 /?- 18 i /<7 |zo Lárétt: 1 einbeitni, 6 dreifa, 8 armur, 9 tómt, 10 megn, 11 egg, 13 krafa, 15 rækt- ar, 16 grip, 17 hangsir, 19 frjó, 20 ræna. Lóðrétt: 1 bundin, 2 hnoðar, 3 fónn, 4 hnappar, 5 tvíhljóöi, 6 ritfæri, 7 fasða, 11 gætnir, 13 kvæöi, 14 þreytt, 15 hross, 16 knæpa, 18 svik. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 tekt, 5 slý, 8 áreitir, 9 pilla, 10 te, 12 án, 13 tefur, 14 dafni, 16 lit, 18 niöi, 19 at, 20 eirið. Lóðrétt: 1 táp, 2 erindi, 3 kelta, 4 tilefni, 6 litu, 7 ýr, 11 erfið, 12 árla, 15 iði, 17 te.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.