Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 9 Stuttar fréttir Útlönd Jákvædir Kanar Bandaríkjastjórn mun líta já kvæðum augum allar breytingar í lýðræðisátt á Kúbu. Bosníu-Serbar segja að alþjóð- legri friðaráætlun verði hafnað í bjóðaratkvæði um helgina.; Kozyrev hjá Milosevic Andrej Koz- yrev, utanrik- isráðherra Russiands, ræddi við Mi- losevic Serbíu- forseta um af- nám viðskípta- þvingana í skiptum fyrir stuðning Serbíu við friðaráætlunina. írski lýöveldisherinn hefur gef- iö til kynna að hann muni láta af skæruhemaði sínum á Norð- ur-írlandi. Fjöiskylda fórst briggja rnamia pólsk flölskyida fórst í umferðarslysi við Ström- stad i Svíþjóð um helgina. Ráðherrar Karíbahafsþjóöa og fleiri ræða áætlanir um hugsan- lega innrás á Haítí. Viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna er í Kína til að undirrita samninga um viðskipti landanna. Sijórnarflokkurinn í Mexíkó sigraði í forsetakosningunum með minnsta mun í 65 ár. Löggurfarast Pimm starfsmenn bandarisku fíkniefnalögreglunnar fórust í flugslysi í Perú. Handtökur í Marokkö Lögregla í Marokkó hefur handtekið menn grunaða um að drepa ferðamenn og ræna. Kohlkominníham Kolú Þýska- landskanslari hleypti íjöri í kosningabar- áttuna í gær þegar liann kraíðist þess að fyrirrennari sinn, Helmut Schmidt, fordæmdi jafiiaðar- menn fyrir að stóla á kommún- ista tii að ná völdum í austur- þýskufylki. Vildu selja Picasso Belgar hafa rekið úr landi þijá Svía sem reyndu að selja málverk eftir Picasso. Verkunum stálu þeir úr nútimalistasafinnu í Stokkhóltni. Afturhaldsklerfcur rekinn Prestur hefúr verið rekinn úr starfi í Sviþjóð fyrir aö amast við kvenkynsprestum. Hann fær bætur fyrir vinnumissi. Reuter, TT Varðskipsmönnum á Oðni tekið með yfirveguðu fálæti í Barentshafi: Oðinn hef ur ekkert að gera í Smugunni - segja norskir strandgæslumenn en amast þó ekki við starfsbræðrum sínum „Það veldur okkur engu hugar- angri að vita af þeim á Óðni þama en nærvera þeirra er heldur ekki á nokkum hátt nauðsynleg. Norska strandgæslan getur sinnt öllum þeim verkefnum sem íslensku varðskips- mönnunum em ætluö,“ segir John Espen Lien, talsmaður norsku stand- gæslunnar í Tromsö, í viðtali við NTB-fréttastofuna. Óöinn kom í Smuguna um helgina og á að vera þar næstu vikur. Komu skipsins var beðið meö nokkurri eft- irvæntingu í Noregi. Strandgæslu- menn hafa þó fyrirmæli um að am- Norðmenntaka danskantogara Danski togarinn Lasiry var staðinn að ólöglegum síldveiðum innan 200 mílna lögsögu Noregs aðfaranótt sunnudagsins og færði varðskipið Nordsjöbas hann til hafhar í Eger- sund. , Norska lögreglan mun í dag taka afstöðu til þess hvort skipstjórinn verði sektaður og hvort afli og veið- arfæri verði gerð upptæk. Að sögn yfirmanns suðurdeildar norsku strandgæslunnar hafði skip- stjóri togarans ekki skráð réttan afla í veiðidagbók skipsins. NTB Kastróbannar börnumaðflýja áflekum Fidel Kastró Kúbuforseti hefur fyrir- skipað strand- gæslu landsins og lögreglu að koma í veg fyr- ir að fólk fari frá landinu í ótryggum bátum og flekum ef böm em um borð. Reuter Tvökornabörnog konafórustí umferðarslysi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona, nýfætt bam hennar og annað þriggja mánaða bam fómst í umferðarslysi á þjóðveginum milh Vagnhárad og Nyköping í Svíþjóð síðdegis í gær. Ökumaðurinn, systir hinnar látnu, komst lífs af, svo og þrjú böm. Systumar tvær og bömin þeirra fimm vora á heimleið til Östergöt- lands þegar ökumaðurinn missti stjóm á bifreiðinni með þeim afleið- ingum að hún valt og hafnaði á klettavegg. tt Varðskipið Oðinn. ast ekki á nokkum hátt við starfs- bræðrum sínum frá íslandi. Norðmenn líta svo á að varðskips- mönnum á Óðni sé ætlað að hjálpa íslenskum togaramönnum komi til átaka á vemdarsvæðinu við Sval- barða. Em í því sambandi enn rifjað- ir upp atburöir þegar skotið var á Hágang n þann 5. ágúst. Norskir strandgæslumenn fúllyrða þó að ekki verði stofhað til átaka við íslenska varðskipsmenn að nauð- synjalausu. Strandgæslan er með skipið Grims- holm í Smugunni til að fylgjast með veiðum þar. Meiri viðbúnaður er á verndarsvæðinu við Svalbarða en þar hefur að sögn ekkert skip dýft trolli í sjó í hálfan mánuð. Strand- gæslumenn óttast þó fjöldainnrás togara á svæðið taki með öllu fyrir veiði í Smugunni. Nú em 44 togarar í Smugunni sam- kvæmt talningu norsku strandgæsl- unnar. Af þeim era 28 skráðir á ís- landi en 16 undir hentifána. Flestir þeirra em í eigu íslendinga. Afli hef- ur verið misjafn undanfama daga. Góð skot öðm hvom en ördeyða þess ámilh. ntb SERHÆFT KRIFSTOFUTÆKNINAM Áhrifaríkt, markvisst og ódyrt 114 klst. starfsmenntunamámskeið með áherslu á alhliða undirbúning fyrir skrifstofustörf. Verð aðeins 75.800 • _kr. stgr. Afb.verð 79.800 kr. eða 5.043 • ~ kr. á mánuði! Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið. KENNSLUGREINAR: - Almenn tölvufræði - Windows gluggakerfið og MS-DOS - Ritvinnsla - Töflureiknar og áætlanagerð - Glærugerð og auglýsingar - Umbrotstækni - Bókfærsla - Verslunarreikningur - Tölvufjarskipti Valtýr Pálsson: Mér koma einungis í hug þrjú orð til að lýsa náminu hjá Tölvuskóla Reykjauikur; ÁHRIFARÍKT, MARKVISST OG ÓDÝRT. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kiktu til okkar í kaffi. I Tölvuskóli Reykjavíkur BORGARTÚNI 28.105 REyKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 ------m----------------- _ — j---------til k; rði • Grafarvogi • íka á kvöldin ! • Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.