Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 22
34 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 AfrnæH Sigurjón Ólafsson Siguijón Ólafsson, fyrrverandi vitavörður á Reylqanesvita, Höfn- um, GuUbringusýslu, Austurgötu 19, Keflavík, er áttatíu og flmm ára ídag. Starfsferill Siguijón er fæddur í Efli-Hlíð í Helgafellssveit og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Hann var í Vatns- holti í Grímsnesi 1923-26 en fluttist þá til Reykjavikur og bjó þar með ömmu sinni, Ragnhildi Bjamadótt- ur, til 1931. Siguijón var aðstoðarmaður í Reykjanesvita hjá Jóni Guðmunds- syni 1931-33 og var síðan sjómaður í Reykjavík og Höfhum. Hann vann við hafnarmál í Hafnarfirði en var vitavörður á Reykjanesi 1947-76. Siguijón vann eftir það á Keflavík- urflugvelli og í fiskviimslu í Kefla- vík. Fjölskylda Siguijón kvæntist Sigfríði Pálínu Konráðsdóttur, f. 15.5.1921, d. 29.8. 1975, húsmóður. Foreldrar hennar: Jón Konráð Klemensson, sjómaður og verkamaður á Skagaströnd, og kona hans, Ólína Margrét Sigurð- ardóttir. Böm Sigurjóns og Sigfríðar: Ragnhildur Krisfjana, f. 10.12.1942; Konráð Óli, f. 14.12.1943, bifvéla- virki, kvæntur Önnu Soffiu Jó- hannsdóttur; Jónatan Ægir, f. 27.11.1946, bifvélavirki, kvæntur Sigrúnu Pétursdóttur; Sigríður Bryndís, f. 15.2.1948, gtft Gísla Ól- afi Ólafssyni; Gréta Súsanna, f. 30.6.1949; Ólafur Hannes, f. 16.12. 1950, vélstjóri, kvæntur Sigurrós Magnúsdóttur; Kristjana Þómnn, f. 15.6.1953; Kristín Álfheiður, f. 24.8.1955; Bergþóra Valborg, f. 6.2. 1957, gift Sigurvin Ægi Sigurvins- syni; Ólöf Jóna, f. 8.5.1958; Bryndís Björk, f. 7.2.1960; Ólína Margrét, f. 28.5.1961, gift Hauki Sigurðssyni; Guðrún Svana, f. 10.2.1963, gift GottsveiniEggertssyni; Sæmunda Ósk, f. 25.2.1966, sambýlismaður hennar er Sturla Ólafsson. Afkom- endur Siguijóns og Sigfríðar (böm, bamaböm og bamabamaböm) em sextíuogfjórir. Hálfsystkini Siguijóns, samfeðra: Björgvin Borgfjörð, Elínborg, NúmiLórenz. Foreldrar Siguijóns: Ólafur Hannes Lámsson Fjeldsted, verka- maður í Kópavogi, og Kristjana Siguijónsdóttir. Ætt Ólafur var sonur Lárusar Fjeldsted, b. á Kolgröfum í Eyrar- sveit, og Sigríðar Hannesdóttur. Kristjana var dóttir Siguijóns Þorkelssonar, húsmanns á Hofs- stöðum, og Sigríðar Jónsdóttur. Sigurjón Ólafsson. 95 ára 70 ára Karl Sveinsson, Laugamesvegi 106, Reykjavík. 85 ára Ifjáimar Helgason, Holtagerði 84, Kópavogj. Guðmunda Arnadóttir, Skipasundi 64, Reykjavik. Sigurbjörg Eiriksdóttir, Æsufelli 2, Reykjavík. Kristín F. Hjörvar, Ásholti 40, Reykjavík. 50ára 80 ára S vava Hannesdóttir frá Kefia ví k, Stangarholti 3, Reykjavík. Eiginmaður hennarerGest- urGuðjónsson fráBæíLóni. Þautakaámóti gestumíRaf- veituhúsinu frá kl. 17ídag. BaldurS. Baldursson, Álfhólsvegi 15a, Kópavogi. Guðmundur Kristinsson, Miðvangi 129, HafharfiröL Halldór Friðriksson, Núpabakka 15, Reykjavík. Ágúst Jónsson, Flyðmgrandae, Reykjavík. 40ára 75 ára Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Langanesvegi 22, Þórshöfn. Ólafia Einarsdóttir, Urðargötu 7, PatreksfirðL Sigurborg Sigurðardóttir, Grænuhlíð, Reyöarfirði. Herdís Dröfn Bald vinsdóttir, Malarási 16, Reykjavík. Jón Gústaf Pétursson, BaðsvöUum 7, Grindavík. Kristin Jensdóttir, Vesturbraut 20, HaíharfirðL Brynhildur Bjarnadóttir, Heiðmöik 29, HveragerðL Snæbjörn Kristjánsson, Smárarima 72, Reykjavík. Sólveig H. Þorsteinsdóttir Sólveig Halla Þorsteinsdóttir hús- móðir, Faxabraut 27, Keflavík, varð fertugígær. Fjölskylda Sólveig er fædd á Akranesi og ólst þarupp. Maður Sólveigar er Þorsteinn Jónsson, f. 23.8.1949, stýrimaður á Ólafi Jónssyni. Foreldrar hans: Jón Pálsson og Vilborg Siguijónsdóttir íNeskaupstað. Sonur Sólveigar og Þorsteins: Pálmar, f. 14.7.1994. Dóttir Sólveig- ar: Guðrún Kristín Unnþórsdóttir, f. 25.9.1970, hún á eina dóttir, Nínu Dögg Petersen. Böm Þorsteins: Steinunn, f. 122.1969, hún á einn son, Smára Hólm; Þórir, f. 7.8.1972; Davíðlngi,f. 2.5.1976. Systkini Sólveigar Alma María Jóhannsdóttir, f. 22.8.1956; Ami- bjömKúld, f. 29.12.1960; Hallgrímur Kúld, f. 18.1.1962; Ragna Lóa Stef- ánsdóttir, f. 10.10.1967; Gígja Þor- steinsdóttir, f. 16.11.1959; Christel Sólveig Halla Þorsteinsdótlir. Þorsteinsdóttir, f. 14.11.1964; María Teresa Þorsteinsdóttir, f. 2.12.1974; Gunnar Þór Þorsteinsson, f. 8.9. 1976. Fjögur þau síðasttöldu em búsett í Danmörku. Foreldar Sólveigar: Þorsteinn Freyr Viggósson, f. 20.12.1936, og Inga Lóa Hallgrimsdóttir, f. 14.5. 1936,húsmóðir. Brynja Traustadóttir Brynja Traustadóttir meðferðar- fúlltrúi, Valshólum2, Reykjavik, varð fimmtug á laugardaginn. Fjölskylda Brypja er fáedd í Vestman naeyj um og ólst þar upp að Hásteinsvegi 9. Hún byijaði snemma að vinna í fiski í Eyjum en flutti til Reykjavikur 1984 og starfar nú sem meðferðar- fulltrúi þroskaheftra. Brynja giftíst 31.12.1962 Guð- mundi Kristjáni Stefánssyni, f. 1.5. 1943. Þau skildu 1987. Böm Brynju og Guðmundar Kristjáns; Stefan Viktor, f. 9.9.1961, sjómaður í yestmannaeyjum, hann á einn son; Ágústa Dröfn, f. 14.4. 1963, húsmóðir í Reykjavík, maki Elvar Freyr Jónsteinsson, þau eiga einn son; Lóa Kristín, f. 25.10.1968, sóknarkona í Reykjavík, maki Bjarmar Þór Kristinsson, hún á eina dóttur; Tinna, f. 17.1.1979; Brynja Dís,f. 10.10.1983. Systkini Brynju: Haraldur, f. 22.11. 1939, d. 1993, skipstjóri í Vestmanna- eyjum, maki Edda Tegeder, þau eignuðust fjögur böm; Jón Steinar, f. 3.12.1941, verkamaður í Vest- mannaeyjum; Ágústa, f. 12.2.1943, saumakona á Selfossi, maki Guð- mundur Bimir Sigurgeirsson, þau eiga þijú böm; Óli ísfeld, f. 6.10.1945, læknir í Bandaríkjunum, maki Bonnie Harvey, þau eiga tvö böm; Steinunn, f. 14.12.1948, skrifstofu- maður í Reykjavík, hún á þijú böm; Ásta, f. 26.10.1950, skrifstofumaður í Reykjavík, maki Sigurður Stefans- son, þau eiga fjögur böm; Trausti Ágúst, f. 19.31962, d. 31.10.1969. Foreldrar Brynju: Trausti Jóns- son, f. 11.1.1917, d. 2.1.1994, vörubíl- Brynja Traustadóttir. stjóri, og Ágústa Haraldsdóttir, f. 14.8.1919, d. 27.12.1989, verkakona, þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Meiming Laugarásbíó - Umrenningar: ★ Pabbií hetjuleik Sjálfsagt em til milljón ástæður fyrir því að menn leggja á sig það erfiði að búa til bíómyndir. Sumir hafa metnað til listrænna tilburða, hvort sem þeim tekst nú vel upp eða illa, aðrir vilja kannski bara skemmta sér og öðrum og þar fram eftír götunum. Ekki veit ég hvers vegna Sarafianfjölskyldunni, þeim Tedi og Deran, datt i hug að leggja út á hála braut kvikmyndagerðarinnar en eitt er víst að þeim varð hált á svellinu því, eins og þessi herfilega samsuða Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson þeirra ber með sén enn eitt tilbrigði við stefið um fjöl- skyldufoðurinn sem ræðst gegn ofureflinu til að bjarga fjölskyldu sinni úr klóm illmennanna. Faðirinn heitir Jack og er á ferðalagi um eyðimerk- urþjóðvegi Ameríku með konu sinni og dóttur. Vinur þeirra, Glen, og sonur hans eru í öðrum bíl. Ferðalang- amir lenda í útistöðum við nokkur snarbijáluð img- menni í gömlum og glæsilegum kádilják undir forustu sálsjúklingsins Cliffs og lýkur þeim viðskiptum með dauða Glens og gíslingu konu Jacks og bamanna tveggja. Jack sjálfúr er hins vegar skilinn eftir útí á víðavangi þar sem eitt ungmennanna brast kjark til að drepa hann. Og þá er ekki að sökum að spyrja: Jack tekst með harðfylgi að elta uppi illþýðið og ganga frá þeim sem þeir hafa ekki gengið fiá innbyrðis. Og hananú. Christopher Lambert leikur hvunndagshetjuna Jack. Svona sögur em ekkert vondar í sjálfu sér en Saraf- ianamir era svo hæfileikalausir, Tedi við skriftimar og Deran við leikstjómina, að undran sætir. Hver flatneskjan rekur aðra í handritinu og aulaspekin er á hveiju strái. Efnismeðferðin er í svipuðum dúr, kranaskot á kranaskot ofan, að og frá og til hliðar, myndavél framan á brunandi bílum til að reyna að hleypa einhverri spennu og kannski dulitlum hraða í þessa annars liflausu ófreskju. Christopher Lambert leikur aðalhetjuna, hinn hug- umstóra Jack, og er hann jafngóður eða vondur og efni standa tíl, alveg eins og allir hinir leikaramir. Umrenningar (Roadflower). Handrit: Tedi Sarafian. Leikstjórn: Deran Sarafian. Leikendur: Christopher Lambert, Craig Sheffer, Michelle Forbes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.