Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 Spumingin Ertu í einhverjum klúbbi? Sigurberg Einarsson: Nei. Einar Þór Jónsson: Já, ég er í einka- klúbbnum. Helena Ragnarsdóttir: Já, í sauma- klúbbi. Jenna Gránz: Já, í saumaklúbbi. Kolbrún Þóra Einarsdóttir: Ég er í Krakkaklúbbi DV. Kristbjörg H. Sigurgeirsdóttir: Já, í saumaklúbbi. Lesendur Hótanir í garð Kúbu Sigurlaug S. Gunnlaugsd. skrifar: Stjórn Clintons í Bandaríkjunum notar tíöar siglingar kúbverskra flóttamanna til Flórída sem átyllu til að hóta og áreita ríkisstjóm Kúbu og þorra landsmanna þar. Banda- ríkjaher hefur sent herskip allt aö 12 mílum frá ströndum Kúbu og strandgæslan er meö tugi skipa á þeim slóðum. Þau eiga að tína upp fólk af bátum og fara meö inn á land- svæði Guantanmo flotastöövarinnar sem Bandaríkin halda austast á Kúbu. - Leiguflug frá Bandaríkjun- um hefur veriö bannað svo og pen- ingasendingar til ættingja. Bandaríkjastjórn „hefur gert meira en nokkurt annaö land til að koma stjóm Kastrós frá völdum," sagöi Clinton Bandaríkjaforseti á frétta- mannafundi um þessi mál - „viö höfum gengið hart fram, oftast einir og við höldum því striki með öllum tiltækum aðferðum." Sjö sinnum hefur bátum verið rænt á Kúbu í sumar og tveir menn drepn- ir. Nokkuð fjölmennur hópur milli- stéttarfólks ásamt einstaklingum úr öðmm stéttum væntir þess að auk- inn kapítahsmi minnki erfiðleikana og hefur ætlað að slíkar lausnir væm almennt í aðsigi. Ekkert bendir samt til þess. Bandarísk yfirvöld veita aðeins örfáum landvistarleyfi en hvetja fólk beint og óbeint til aö leggja á sundið. í fyrra sóttu 145 þúsund kúbverskir ríkisborgarar um leyfí til að flytjast til Bandaríkjanna, en tæp tvö þúsund fengu vegabréfsáritun bandarískra yfirvalda, þrátt fyrir samkomulag frá 1984 um 20 þúsund áritanir á ári. Aöfarir fólks úr þessum röðum á hafnargötunni í Havana fyrr í mán- uðinum er „eitthvað sem lagt hefur verið á ráðin um og Bandaríkjastjóm ber að mestu ábyrgð á,“ sagði Kastró, forseti Kúbu, á fréttamannafundi, - því hún „vill blóðbaö, byssubardaga, fyrst og fremst í áróðursskyni en líka til að geta stundað niðurrifsstarfsemi og aö endingu ráðist inn í landið." Áróðursherferð Bandaríkjastjóm- ar beinist einkum að venjulegu vinn- andi fólki utan Kúbu. Markmiðið er að rugla menn eða deyfa hvað varðar stríðsáætlanir stjómar Clintons. Hún á einnig að ýta undir það við- horf að upplausn ríki á Kúbu, skort- ur sé algjör og ríkisstjómin einangr- uð. Erfitt hefur verið að átta sig á þvi gegnum fréttamiðla að þannig standi málin ekki. Þorra landsmanna er ljóst að stríð stendur um líf bylt- ingarinnar á Kúbu sem það styður og tekur þátt í. Kúbverskur drengur bíður þess að verða sóttur af ættingjum í flóttamannabúðum á Guantanamo á Kúbu. Símamynd Reuter Knattspyrnudómurum mútað? Ólafur Halldórsson skrifar: Ég horföi á leik Fram og UBK í Trópídeildinni. Þar varð ég vitni að slíkri dómgæslu að ég get ekki orða bundist. - Dómari leiksins sleppti tveimur augljósumm vítaspymum á Fram á síðustu mínútu leiksins og hafði þá einnig sleppt Frömmumm fyrr í leiknum við vítaspyrnu og útaf- rekstur þegar Kristófer var kominn inn fyrir en var togaöur úr færinu. Ég heyrði á útvarpsstöðinni Bylgj- unni að þar vora menn mér sam- mála um vítaspyrnumar tvær og ég heyrði þar líka að þjálfari UBK hefði kallaö dómarann heigul eftir aö leiknum lauk. Það læðist auðvitað að manni sá grunur að dómarann hafi skort kjart til þess að dæma sam- kvæmt reglum. Ef hann er þá ein- faldlega ekki svona lélegur dómari? Ég veit það svo sem ekki en það læðist einnig að manni sá grunur að hugsanlega sé fariö að múta knatt- spymudómuram. Það er raunar eina haldbæra skýringin á því að dómari geti hagað sér eins og raun ber vitni. - Ég tel fulla ástæðu til að gera þá kröfu til knattspymuhreyfingarinn- ar að hún láti kanna þennan mögu- leika. Mútur til knattspyrnudómara em þekktar um allan heim og við skulum ekki blekkja sjálfa okkur meö því að halda að það geti ekki gerst hér. - Dómgæsla eins og sást í áðumefndum leik hefði viða dugað til þess að rannsókn færi fram. Aðstoð 1 görðum aldraðra: Aðrir njóta góðs af Alltaf veröa einhverjir aó greiða fyr- ir fegrun garðanna. DV áskilur sér rétt til að stytta aósend lesendabréf. Hildur skrifar: Er ég las bréfið í DV fyrír stuttu um aöstoð sem borgin veitir öldmð- um í görðum þeirra sá ég enn eitt dæmiö um hvemig hægt er að mis- nota kerfið. - Láta skattborgara greiöa fyrir sig þessa þjónustu undir því yfirskini að borgin sé að þjónusta hina öldruðu. Það er ergilegt að heyra aldrað fólk tala um aö það þurfi að losa sig við íbúðir sínar, oftar en ekki vegna þess að það getur ekki lengur hugsað um lóðina eða garðinn sinn. Og þama hefur borgin viljað koma til móts viö margt af þessu fólki. En svo er þetta oröinn hálfgerður hjamargreiði því trassamir láta þá vinnu sem borgin lætur í té nægja - og eins og sagði í bréfinu í DV, taka hvorki arfakló og jafnvel slá ekki blettina þess á milli. Alhr sem eitthvað hafa fengist við ræktun þekkja hve mikla umhyggju garðar þarfnast ef þeir eiga að líta sæmilega út. Fólk sem engan áhuga hefur á görðum eða ræktun á ekki að búa í húsum með göröum, heldur í blokk- um. Svona einfalt er þaö. - Garður er granna sættir, segir gamalt mál- tæki, og er þá átt við garð til aðskiln- aðar milli nágranna. En ætli nokkuð sé meira tilefni til ófriðar í þessum lítt rómuöu tvi-þríbýlishúsum en einmitt garðamir? Ég skora á borgaryfirvöld að gera nú gangskör að því að kanna fyrir hveija verið er aö borga með garð- yrkjustörfum við mörg þessara húsa. Ég skora einnig á gamla fólldö að flýja ekki úr íhúðum sínum í rándýr- ar öldrunarblokkir bara vegna þess að það hefur ekki lengur kraft eða þrek í garðvinnuna. Það verður ekki því til minnkunar heldur hinum sem em svo lítilþægir að þiggja ölmusu á besta aldri og njóta þess aö búa með gamalmennum í húsinu. D.K.P. hringdi: Ég er efins um að nokkuð sé eins brýnt í heilbrigðiskerfi okk- ar íslendinga og það aö koma Borgarspítalanum í fúllkomið horf. Þótt stofhunin sé kennd við Reykjavik er þetta orðið meira og minna sjúkrahús allra lands- manna. Þangaö koma þyrlur með slasaða og veika hvaðanæva af landinu og það er ekki verjandi að þessi spítali sé ekki í full- komnu ásigkomulagi. Margt ann- að getur beðiö eða má skera niöur í heilbrigðiskerfinu. En að Borg- arspítalinn sé svo að segja í gjör- gæslu, þaö gengur ekki. Áhrifamikil samkoma Stefán skrifar: Öldmð vinkona mín sem fór á samkomuna hjá Benny Hinn, sjónvarpspredikaranum banda- ríska, segir hana hafa verið mjög áhrifamikla og ekki hafi verið annað að sjá en margir hafi feng- ið bót meina sinna á samkom- unni. - Það skýtur því skökku við að læröir menn hér á landi eins og t.d. aðstoðarlandlæknir og fleiri skuli tjá sig sem andstæð- inga slikra samkoma. Ég hélt satt að segja að landlæknisembættið ætti að fagna fréttum af hverjum þeim sem læknast, hvernig svo sem að lækningum er staðið. Fóikiðvelur Markúsáþing Einar Bjarnason skrifar: Prófkjör sfjórnmálaflokka era mjög þýðingarmikil, þar ræðst að mestu leyti hverjir verða fulltrú- ar á Alþingi. - Það er mín skoðun að Markús Örn Antonsson yrði mjög góöur sem þingmaður Reykvíkinga. Hann hefur mikla þekkingu á borgarmálum og get- ur því gætt hagsmuna Reykvík- inga. Markús tók upp þráðinn í atvinnulífinu eftir aö hann lét öðrum eftir borgarstjórasætið. Margur hefði beðiö á fyrir- greiðslu- stofunni hjápólitíkusum. Ég hvet Reykvíkinga til þess að tryggja Markúsi eitt af efstu sætum í væntanlegu próflqöri. AllsekkiStolt- Nú er stíft þingað um eftirmann hins vinsæla og trausta Manfreds Wörners, sem gegndi starfi fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins. - Norðmenn em sagðir tefla fram Torvald Stolten- berg, svokölluðum sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna, en hann hefur aldrei skilað neinu eða ver- ið áberandi í því starfi. Margir aðrir telja Danann Uffe Elleman- Jensen, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, heppilegan vegna framkomu sinnar og þekkingar á alþjóðamálum. - Við íslendingar eigum þama atkvæði og viö ætt- um ails ekki að Ijá máls á kjöri Stoltenbergs en berjast heldur fyrir kjöri hins danska Uffes EUe- mans. Komdusællog blessaður! Aðalheiður hringdi: Ég mótmæli harölega þessu sí- feUda en ótimabæra slagorði sem ég kaUa, þegar t.d. í útvarpi eða annars staðar þar sem raenn taka tal saman segja: komdu sæll og blessaður! Hér á aöeins að segja „sæU sértu“ eða annað álíka. Menn eru ekki að koma citthvaö þótt þeir taki tal saman, t.d. í Þjóðarsál eða i útvarpsþáttum. Sföan má segja „vertu blessaður" þegar kvatt er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.