Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1994, Qupperneq 26
34
FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994
Fólk í fréttum dv
Kjartan Jóhannsson
Kjartan Jóhannsson, sendiherra í
Genf í Sviss og fyrrverandi alþingis-
maöur og ráöherra, tók við starfi
framkvæmdastjóra hjá EFTA í gær.
Starfsferill
Kjartan er fæddur í Reykjavík
19.12.1939. Hann er stúdent frá MR
1959 og byggingaverkfræðingur frá
Kungliga Tekniska Högskolan í
Stokkhólmi 1963. Kíartan tók MS-
próf í rekstrarverkfræöi frá Illinois
Institute of Technology í Bandaríkj-
unum 1965 og doktorspróf í rekstr-
arhagfræði frá sama skóla 1969.
Hann stundaði nám í rekstrarhag-
fræði við Háskólann í Stokkhólmi
1963-64.
Kjartan var dósent við HÍ1974-89,
rak sjálfstæða ráðgjafarþjónustu
1968-78, var þingmaður Alþýöu-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
1978-89, sjávarútvegsráðherra
1978-80, viðskiptaráðherra 1979-80
og sendiherra hjá EFTA frá 1989.
Kjartan var í stjórn RARIK
1969-74 og ISAL1970-75. Hann var
formaður útgerðarráðs Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar 1970-74 og
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1974-78.
Kjartan var varaformaður Alþýöu-
flokksins 1974-80, formaður Styrkt-
arfélags aldraðra í Hafnarfirði
1976-79, formaður Alþýðuflokksins
1980-84, í nefnd um endurskoðun
bankakerfisins 1979-85, fulltrúi á
allsherjarþingum SÞ1976,1982 og
1985 og fulltrúi íslands á þingi Evr-
ópuráðsins 1980-89. Hann var í
stjórn Grænlandssjóð 1985-87, for-
maður íslandsdeildar í þingmanna-
nefnd EFTA1985-89, í stjórnarnefnd
Ríkisspítalanna 1987-89, formaöur
nefndar um staðgreiðslu skatta
1987, nefndar um húsnæðislán
1988-89 og Evrópustefnunefndar
1988-89.
Kjartan hefur skrifað bækur,
bæklinga og bókarkafla um ýmis
efni. Ennfremur fiölmargar greinar
í margvíslegum fagtímaritum, dag-
blöðum ogvíðar.
Fjölskylda
Kona Kjartans er Irma Karlsdótt-
ir, f. 26.3.1943, bankafulltrúi. For-
eldrar hennar: Alf Eriksson, f. 14.9.
1919, bifreiðastjóri, og Gerda André-
asson, f. 10.4.1922, verslunarmaður.
Dóttir Kjartans og Irmu: María, f.
22.3.1963.
Systir Kjartans: Ingigerður María,
f. 13.5.1944, verslunarmaður.
Foreldrar Kjartans: Jóhann Þor-
steinsson, f. 9.5.1899 á Berustöðum
í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, d.
16.3.1976, kennari ogforstjóri, og
Astrid Þorsteinsson, f. 13.11.1908 í
Visnum í Svíþjóð hjúkrunarfræð-
ingur.
Ætt
Jóhann var sonur Þorsteins, b. á
Berustöðum í Ásahreppi, Þorsteins-
sonar, hreppstjóra á Syðri-Rauða-
læk í Holtum og Berustöðum, Jóns-
sonar, b. á Hrygg í Flóa, Einarsson-
ar. Móðir Þorsteins hreppstjóra var
GuðlaugHelgadóttir, systur Guð-
mundar, afa Nínu Sæmundsson list-
málara. Annar bróðir Guðlaugar
var Bjarni, langafi Guðbjarna, fóður
Sigmundar, fyrrv. háskólarektors,
og Sveinbjörns, bankastjóra í Hafn-
arfirði. Móðir Þorsteins Þorsteins-
sonar var Amdís Helgadóttir, b. á
Litlaparti í Þykkvabæ, Einarssonar,
og konu hans, Önnu Magnúsdóttur.
Móðir Önnu var Ragnhildur Áma-
dóttir, b. í Hábæ, bróður Vilborgar,
móður Rannveigar, konu Bjarna
riddara og langömmu Matthíasar
skósmiðs, afa Matthíasar Mathies-
en.
Faðir Ingigerðar var Runólfur, b.
í Áshóli, bróðir Sigurðar, langafa
Sigþórs, föður Guðmundar, skrif-
stofustjóra í landbúnaðarráðuneyt-
inu. Runólfur var sonur Runólfs, b.
á Brekkum í Holtum, Nikulássonar,
b. í Narfakoti í Njarðvík, Snorrason-
ar. Móðir Runólfs á Brekkum var
Margrét, systir Þorgerðar, móður
Guðnýjar skáldkonu, móðurömmu
Kjartan Jóhannsson.
Haralds Níelssonar prófessors, föð-
ur Jónasar, fyrrv. bankastjóra.
Systir Guðnýjar var Margrét, amma
Ólafs Friðrikssonar verkaiýðsleið-
toga. Bróðir Guðnýjar var Magnús,
langafi Björns, fyrrv. háskólabóka-
varðar og HaRdórs, fyrrv. skatt-
stjóra Reykjavíkur, Sigfússonar.
Önnur systir Margrétar var Guð-
rún, amma Björns M. Olsen há-
skólarektors og langamma Auðar,
fyrrv. ráðherra og Jóns Auðuns,
fyrrv. dómprófasts.
Afmæli
Gunnar Þórarinn Guðmundsson
Gunnar Þórarinn Guðmundsson,
fyrrv. landbúnaðarverkamaður,
bifreiðastjóri og verkstjóri, til heim-
ilis að Hvassaleiti 46, Reykjavík, er
áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Gunnar fæddist á Breiðabólstað á
Skógarströnd og ólst þar upp fyrstu
tíu árin en flutti síðan með fiöl-
skyldu sinni að Kljá í Helgafells-
sveit þar sem hún bjó 1919-22. For-
eldrar hans bjuggu síðan að Ósi á
Skógarströnd en Gunnar var þá
annars staðar til heimilis. Hann bjó
síðan með foreldrum sínum og
systkinum í Ólafsey undan Skógar-
strönd frá 1925 og flutti með þeim
til Reykjavíkur 1935.
Auk landbúnaðarstarfa vann
Gunnar hjá Alliance i Reykjavík
1932 og starfaði síðan hjá því fyrir-
tækinu frá 1935 og þar til það hætti
störfum 1966. Hjá Alliance starfaði
Gunnar m.a. á sumrin á Djúpuvík
1936—46, vann lengi við afgreiðslu
togara fyrirtækisins í Reykjavík og
var verkstjóri þar frá 1950. Þá starf-
aði Gunnar hjá Timburverslun
Árna Jónssonar 1966-79, lengst af
bílstjóri.
Fjölskylda
Gunnar er elstur níu systkina, auk
þess sem hann átti eina hálfsystur,
samfeðra. Systkini hans: Sólveig, f.
1911, lengst af saumakona í Reykja-
vík; Halldór, f. 1913, húsasmíða-
meistari í Djúpuvík, Keflavík og
Reykjavík; Björn, f. 1916, d. um 1950,
starfsmaður hjá Ö. Johnson og
Kaaber; Sigríður, f. 1917, húsmóöir
í Reykjavík; Lárus, f. 1919, d. 1991,
verkamaður í Reykjavík og Kefla-
vik; Elín, f. 1923, húsmóðir í Reykja-
vík; Unnur, f. 1925, húsmóðir í
Reykjavík; Þóra, f. 1928, húsmóðir í
Reykjavík. Hálfsystir Gunnars,
samfeðra, var Aðalheiður, f. 1899,
nú látin, kennari og síðar húsmóðir
íReykjavík.
Foreldrar Gunnars voru Guö-
mundur Halldórsson, f. 26.2.1871,
d. 23.4.1945, bóndi á Breiðabólstað,
að Kljá og í Ólafsey og síðar verka-
maður í Reykjavík, ogönnur k.h.,
Gíslína Margrét Bjömsdóttir, f. 3.8.
1888, d. 7.11.1962, húsfreyja.
Ætt
Guðmundur var sonur Halldórs,
b. á Fáskrúðarbakka og víðar í
Miklaholtshreppi, Guðmundssonar,
b. á Stóruþúfu, Litluþúfu, Gröf og
Miðhrauni í Miklaholtshreppi,
Þórðarsonar, ættföður Hjarðarfells-
ættarinnar Jónssonar, b. á Höm-
rum, Jónssonar. Móðir Þórðar var
Guðný Halldórsdóttir, úr Eyrar-
sveit, Bárðarsonar. Móðir Guð-
mundar var Ingibjörg Sigurðardótt-
ir, b. á Eiði, bróður Jóns á Hömrum.
Móðir Halidórs var Þóra Þórðar-
dóttir, frá Borgarholti, Þórðarsonar.
Móðir Guðmundar á Breiðabólstað
var Elín Bárðardóttir, b. á Flesju-
Gunnar Þórarinn Guðmundsson.
stöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Sig-
urðssonar.
Margrét, móðir Gunnars, var dótt-
ir Bjöms, b. á Emmubergi á Skógar-
strönd, Magnússonar, og k.h.,
Margrétar Magnúsdóttur.
85 ára
Þórtiý Sveinbjörnsdóttir,
Vailholti 16, Selfossi.
80 ára
Erlendur Einarsson,
Bústaðavegi 77, Reykjavik.
Helga Guðmnndsdóttir,
Kópavogsbraut lb, Kópavogi.
Mikael Einarsson,
Stórholti 8, Akureyri.
75 ára
Guðrún Hallgr únsdóttir,
Bjamastöðum, Dalvík.
70ára
Oddgeir Einarsson,
Gnoðarvogi78, Reykjavík.
Hlöðver F. Magnússon,
Helium, Hoita- og Landsveit.
Sigríðnr Hannesdóttir,
Lyngheiði 1, Hveragerði.
Gyða Gísladóttir,
Stóragerði21, Reykjavík.
Hún ererlendis.
60ára
Ólafsvegi 23, Ólafsfirði.
Ingi Þormar Páisson,
Kringlumýri22, Akureyri.
Þórunn Rögnvaldsdóttir,
Austurbergi 32, Reykjavík.
Sólveig Pétursdóttir,
Hafnargötu 20, Keflavík.
Baldur Sigfússon,
Amarhrauni25, Hafnarfirði.
Bára Freyja
Vemharðsdótt-
ir,
Grundartanga 19,
Mosfellsbæ.
Húntekurámóti
gestumáheimili
sínueftirkl.20á
afinælisdaginn.
Hreinn Steinsson,
Sléttahrauni 25, Hafnarfirði.
50ára
Ólafur Kristinsson,
Skeljagranda 11, Reykjavík.
Sveinbjörn Kristjánsson,
Bláskógum 16, Reykjávík.
Kristinn Orri Erlendsson,
Lágholti 14, Mosfellsbæ.
Vigfús Árnason,
40 ára
Kristin Hanna Didriksen,
Boöagranda 4, Reykjavík.
Sigurlína Magnúsdóttir,
Þrúðvangi8,Hellu.
Jóna Bryndís Gestsdóttir,
Laugarvatni, Dalseli, Laugardals-
hreppi.
Björk Emilsdóttir,
Álfheimum 72, Reykjavík.
Jóhannes J.I. Guðmundsson,
Laufengi 34, Reykjavík.
Sigurlaug Jónsdóttir,
Holtsgötu 21, Hafiiarfirði.
Jón GuðniBergsson,
Heiðmörk5,Selfossi.
Steindór I. Andersen,
Hlíðarbraut 5, Hafnarfiröi.
Regína Þorbjörg Reginsdóttir,
Löngumýri 34, Akureyri.
Sigurður G. Sveinbjörnsson,
Álfalandi 15, Reykjavik.
Stefanía Guðjónsdóttir
Stefanía Guðjónsdóttir, húsfreyja á
Finnsstöðum I í Eiðaþinghá, er ní-
ræðídag.
Starfsferill
Stefanía fæddist í Hamragerði í
Eiðaþinghá og ólst upp í þeirra
sveit. Hún lærði fatasaum á Seyðis-
firði á ámnum 1921-23 og var
kaupakona hjá Sveini Jónssyni og
Sigríði Fanneyju Jónsdóttur á Egils-
stöðum á ámnum 1921-26. Stefanía
varð síðan húsfreyja að Finnsstöð-
um I þar sem hún heldur enn heim-
ili með Jóni syni sínum.
Stefanía var stofnfélagi Kvenfé-
lags Eiðaþingháa og starfaði fyrir
félagið til 1977.
Fjölskylda
Stefanía giftist 15.6.1930 Árna
Jónssyni, f. 13.5.1896, d. 17.5.1967,
bónda á Finnsstööum I. Hann var
sonur Jóns Árnasonar og Steinunn-
ar Hinriksdóttur, bónda og hús-
freyju á Finnsstöðum I.
Böm Stefaníu og Árna eru Sigríð-
ur, f. 14.5.1930, húsmóðir á Akur-
eyri, gift Jóhanni Helgasyni og em
börn þeirra Stefán, Helgi, Árni,
Hólmfríður, Sigríður, Eiríkur og
Jónína; Jón Steinar, f. 13.12.1932,
bóndi á Finnsstöðum I; Kristinn, f.
4.6.1938, bílstjóri á Egilsstöðum,
kvæntur Sjöfn Helgadóttur og eru
synir þeirra Ámi og Helgi; Sveinn,
f. 16.9.1940, sparisjóðsstjóri í Nes-
kaupstað, kvæntur Kapitólu Jó-
hannesdóttur og eru böm þeirra
Sveinn, Elín Hildur, Stefania Anna
og Eva Steinunn; Guðný, f. 18.4.
Stefanía Guðjónsdóttir.
1942, húsmóðir á Eskifirði, gift Agn-
ari Sigþórssyni og em börn þeirra
Anton og Svanhildur; Arinbjöm, f.
6.4.1946, bóndi á Finnsstöðum I,
kvæntur Jóhönnu S. Ragnarsdóttur
og eru börn þeirra Ámi Jón, Stefán,
Ragnar Elvar og Elín Björg.
Systkini Stefaníu: Ingvar, f. 8.4.
1902, bóndi í Dölum; Þorsteinn, f.
23.6.1903, verkamaður á Seyðisfirði;
Anna, f. 14.10.1905, saumakona í
Danmörku; Kristinn, f. 25.9.1908,
dó ungur; Soffia, f. 25.9.1909, versl-
unarmaður í Reykjavík; Laufey, f.
14.2.1911, kennari og húsmóðir í
Mýnesi; Þorvaldur, f. 14.11.1914,
leigubílstj óri í Kópavogi; Guðný, f.
23.4.1915, ljósmóðir í Reykjavík;
Þorleifur, f. 11.10.1916, klæðskeri í
Reykjavík.
Foreldrar Stefaníu vom Guðjón
Þorsteinsson, f. 26.11.1892, d. 10.12.
1923, bóndi að Uppsölum í Eiðaþing-
há, og Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 2.3.
1881, d. 19.8.1968, húsfreyjaþar.
Stefanía verður að heiman á af-
mælisdaginn.