Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 7
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 7 Fréttir Verðlaunatölva frá Eltech á óviðjafnanlegu tilboðsverði 8^9 Ytri-Torfustaöahreppur: Nýrsveilarstjóri Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki; Nýr sveitarstjóri, Björn Her- mannsson, hefur verið ráðinn til starfa í Ytri-Torfustaðahreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Björn, sem var valinn úr hópi 13 umsækjenda, er framkvæmdastjóri Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum. Áður starfaði hann sem framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða og sat á síöasta kjörtímabih í bæjar- stjórn ísafjarðar. Árbæjarsafn: Sjónarhorn á sjálfstæði Ráðstefnan Sjónarhorn á sjálfstæði - lýðveldið ísland 50 ára verður hald- in á morgun í Komhúsinu í Árbæjar- safni. Ráðstefnan er framlag sagn- fræðinga til 50 ára afmælis lýðveldis- ins og er haldin af Sögufélaginu, Sagnfræðistofnun Háskólans, Sagn- fræðingafélagi íslands og Árbæjar- safni. Fyrirlestrar er varöa sjálfstæð- isbaráttuna verða allan daginn. í til- kynningu frá fundarboðendum segir að söguskoðun sjálfstæðisbaráttunn- ar sé á margan hátt orðin úrelt en sagan sé engu að síður jafn mikilvæg nú og áður. Ráðstefnan er öllum op- in. Skagaströnd: 300 þúsund til jarðhitaleitar Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Hreppsnefnd Höfðahrepps ákvað í sumar að kosta 300 þúsundum til jarðhitaleitar í nágrenni Skaga- strandar, í ljósi þess að víða um land þar sem talin hafa verið köld svæði, hefur fundist heitt vatn. Samið var við jarðfræðistofuna Stapa að sjá um tilraunaboranir og rannsóknir á svæðinu. Smugusvæöið: Þorskur étur þorsk - skorturaætifyrirfiskinn „Þorskurinn sem við veiddum á Svalbarðasvæðinu er um 4 prósent rýrari en þorskur á íslandsmiðum. Ég opnaði stórþorsk til að sjá hvað væri innan í honum og hann var tómur að því undanskildu að í maga hans var hálfmeltur þorskur 30 til 40 cm langur,“ segir Hafþór Gylfa- son, afleysingaskipstjóri á frystitog- aranum Örvari HU sem var að veið- um í Smugunni og á Svalbarðasvæð- inu í síðasta mánuði. Fregnir berast af því frá íslenskum sjómönnum á þessum slóðum að þorskurinn sé mjög horaður og vanti greinilega æti. Talað er um allt að 5 smærri þorskum í maga eins. Menn velta fyrir sér orsökum þess að þorskurinn er farinn að éta úr eigin stofni. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir þaö þekkt að þorskurinn éti í einhverjum mæli bræður sína. Þess séu þó fá dæmi að þetta gerist í miklum mæli. „Þetta gerðist á íslandsmiðum í talsverðum mæli eitt árið. Ég þekki ekki hvernig þessu er farið í Barents- hafinu. Það er spurning hvort þarna er eitthvað óvenjulegt á ferð. Þetta sýnir að það er skortur á æti. Þaö er vitað að loðnustofninn á þessu svæði er í mikilli lægð og veiðar hafa veriö alveg bannaöar á loðnu síðustu 12 mánuði. Þetta var mjög áberandi þegar mögru árin komu í Barents- hafmu 1986 til 1987. Þá hrundi loðnu- stofninn á þessum slóðum en þetta virtist svo lagast þegar loðnan kom upp aftur,“ segir Jakob. Geisladiskar, geisladrif og hljóðkort. Mögnuð verð ! ttvður til GÓLFEFNA VEISLU afsláltur af öllum gólfeftium í örfáa daga og um helgar Uka! 8 • S: 91-813500 í samvinnu við Eltech Research í Bandaríkjunum býður Hugver nú á ótrúlegu verði tölvu sem fékk “Best Buy” umsögn í tímaritinu PC-World. Þessi vél er hraðvirkari í Windows en 66 megariða tölvur sem kosta tugþúsundum meira : 66 MHz 486 örgjörvi, 4Mb RAM, Local Bus 1 Mb skjákort með Cirrus hraðli, Local Bus diskstýring, 280 Mb 9,6 ms harður diskur, turnkassi, MS samhœfð mús, vandað “alíslenskt” lyklaborð, 14" lággeisla, NI, “full screen” skjár: kr 136.860,- Með OKI 400er geislaprentara : Móðurborð, harðir diskar, skjákort, diskstýringar o.fl. aflager á góðu verði. Allir helstu íhlutir og ísetning. Föst tilboð. Helstu gerðir PC-tölva, þ.m.t. Pentium 90 MHz■ Kannaðu málið! kr 179.860,- Hugver Laugavegi 168 s. 91-620707 f. 91-620706

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.