Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 10
10
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
Samkvæmisdansar: sígildir og suður-amerískir Gömludansarnir-Tjútt
Barnadansar - Stjörnumerki DÍ
Uas mf hoU mg góú hreyi'ino syr'ir -aJki íjöhlíyldmm
Allir aldurshópar velkomnir: Börn (4 ára yngst) - Unglingar - Fullorðnir.
Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar
Seljum hina frábæru Supadance dansskó
Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar
Helgi Sigurðsson, 25 ára Skagflrðingur, hljóp undir bagga með norskum víkingavinum:
Stjómaði
hleðsluá350
milljóna torfbæ
- enginn í Noregi kunni lengur listina að hlaða hús úr torfl að fomum sið
Nemendur Helga Sigurðssonar að störfum. Helgi kenndi tíu Norðmönnum
listina að hlaða úr torfi um leið og hann sagði fyrir um vinnubrögð við
uppbyggingu bæjarins.
„Eg var beðinn um að fara út og
leggja á ráðin um upphaf verksins
og kenna þeim sem við það unnu að
hlaða úr torfi. Eftir að ákveðið var
að byggja upp höfðingjasetrið þarna
á Borg í Vesturvogey kom í ljós að
enginn kunni til verka. Því var leitað
til íslands eftir aðstoð," segir Helgi
Sigurðsson, 25 ára gamall Skagfirð-
ingur, sem var í sex vikur í Norður-
Noregi í sumar við endurbyggingu á
stærsta víkingaaldarbæ sem vitað er
um í heiminum.
83 metra
langttorfhús
Vesturvogey er eitt af mörgum af-
skekktum plássum í Lófóten. Enginn
vissi að þarna hefði verið byggð á
víkingaöld fyrr en bóndi nokkur hóf
árið 1970 að plægja land við vatn þar
á eyjunni. Þá komu upp brot af fornu
keramiki og ljóst að meira bjó undir.
Síðar var allur staðurinn grafinn
upp.
Víkingurinn sem bjó á Borg hafði
aðeins eitt hús á jörð sinni, 83 metra
langt og 9 metra breitt langhús þar
sem jafnt menn sem skepnur höföust
við. Það kom mönnum í opna skjöldu
hve stórt húsið var. Hafa menn það
til marks um stórmennskuna á Borg
að húsið er jafnlangt og framhliðin á
konungshöÚinni í Ósló.
Fljótlega vaknaði sá draumur að
endurbyggja höfðingjasetrið á Borg
og nú í sumar hófust framkvæmdir.
Kostnaður er metinn á um 350 millj-
ónir íslenskra króna. Gerhard Hei-
berg, maðurinn sem stjórnaði ólymp-
íuævintýri Norðmanna, var fenginn
til að annast fiármögnunina og tókst
það án teljandi vandræða.
sem ég var þarna var ekki vinnufriö-
ur vegna átroðnings fólks þegar verst
var,“ segir Helgi
Hugmyndin er að hafa búskap að
fornum hætti á Borg auk safns og
veitingasölu. Því má búast við að
ferðafólki fjölgi enn þegar starfsemin
er í raun og veru hafin. Fyrirhugað
er að opna húsið á Borg almenningi
um mitt næsta sumar.
Veggir víkingabæjarins á Borg eru
hiaðnir úr torfi en húsið er þiljaö
innan með timbri og þakið er einnig
úr timbri. Alls eru útveggirnir 200
metra langir og tveggja metra háir
og hálfur annar metri á þykkt neðst.
„Mestu erfiðleikarnir voru við að
finna nothæft torf á hentugum stað,“
segir Helgi. „Jarðvegur er mjög
grunnur á þessum slóðum en
óhemjumikið þarf í svo stórt hús.
Bærinn á Borg hefur verið mun
stærri en skálarnir sem þekktir eru
frá landnámsöld hér á landi. Rústirn-
ar þarna eru Mka eldri. Talið er að
fyrst hafi verið byggt á Borg á sjö-
undu öld, tvemur öldum fyrir fund
íslands."
Hlaðið á
Opið húsídagkl. 13-17.
Starfsemi vetrarins kynnt.Veitingar.
Allir velkomnir.
Víkingabærinn á Borg í Lófóten er 83 metra langur og 9 metra breiður.
Byggingin kostar um 350 milljónir islenskra króna þegar allt er talið.
DV-myndir Norlands Fremtid
Gleymd list að
hlaða úr torfi
Vandinn var bara sá að enginn
Norðmaður kunni lengur að hlaða
hús eins og það sem stóð á Borg.
Vandamál þetta var borið upp á ráð-
stefnu arkitekta í Noregi fyrir
nokkru. Hjörleifur Stefánsson arki-
tekt var þar og benti hann norsku
víkingavinunum á Helga Sigurðsson
sem vænlegan mann til verksins.
Helgi fór út í maí og hófst þegar
handa. Honum til aðstoðar voru tiu
norskir námsmenn sem um leið áttu
aö læra listina. Þeir hafa haldiö verk-
inu áfram eftir að Helgi hélt heim.
„Þetta eru mjög áhugasamir menn
og voru fljótir að læra réttu handtök-
in,“ segir Helgi. „Ég hlóð fyrir þá
ýmis sýnishom af hleðslum til að
nota síðar ef þeir vildu halda áfram.
Norðmenn eru mjög áhugasamir um
að halda sambandi við forfeður sína
og leggja oft mikið fé í að byggja upp
og viðhaída fomum húsum.“
Mikill áhugi
ferðafólks
„Nú þegar er mikill straumur
ferðamanna að Borg. Þangað komu
í fyrra um 80 þúsund gestir og ásókn-
in var enn meiri í sumar. Þann tíma
Nýfundnalandi
Eftir Noregsdvölina brá Helgi sér
vestur um haf til að aðstoða við end-
urbyggingu á víkingaaldarhúsum í
L’anse-au Meadow á Nýfundnalandi.
Þar eru væntanlega rústir húsa ís-
lenskra Vínlandsfara.
„Þarna er eitt langhús og tvö
minni," segir Helgi. „Það voru vand-
ræði með viðhald á þessum húsum
vegna þess að þau voru ekki rétt
byggð þegar þau voru endurreist fyr-
ir nokkrum árum. Því þurfti að
vinna verkið að nýju en það gekk
ágætlega."
Helgi er nú kominn heim og er
þessa dagana að hlaða upp skemmu
í Laufási í Eyjafirði. Hann hefur haft
hleðslu á gömlum húsum að aðal-
starfi undanfarin ár í félagi við tvo
aðra menn.
„Ég er búinn aö vera í þessu meira
og minna frá því ég komst á legg,“
segir Helgi. Hann er fæddur og upp-
alinn á Stóru-Ökrum í Skagafirði og
lærði listina af Jóhannesi Arasyni
hleðslumanni.
„Verkefnum á þessu sviði fer alltaf
íjölgandi. Gömlu torfbæirnir þurfa
mikið viðhald og því nóg að gera
þótt alltaf mætti leggja meira fjár-
magn í gömlu húsin. Mér sýnist við
standa Norðmönnum langt að baki í
þessum efni.“
PORI RETTA ATT!
/ /v /v # / r i/ /v
í SÍMUM: 36645 og 685045
ALLADAGA ki.12-19
lO. sept. 1994
Skírteini afhent í Bolholti 6:
föstudaginn 9. sept. kl. 14-21
ff • Fjölskylduafsláttur
1 1S
Starfsfójk skólans:
Kara Arngrimsdóttir, Jón Pétur Úlfljótsson, Logi Vigþórsson, Ólöf Jóhanna
Sigurðardóttir, Gréta Björg Blængsdóttir og Stefán Guðleifsson.
Dansráð Islands
Tryggir rétta leiðsögn
JÓNS PÉTURS og KÖRU
Bolholti 6 105 Reykjavík