Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Joanna Trollope:
A Spanish Lover.
2. Danielle Steel:
Vanished.
3. Sebastian Faulks:
Birdsong.
4. John Grisham:
The Client.
5. William Boyd:
The Blue Afternoon.
6. Patricia D. Cornwell:
Cruel and Unusuat.
7. Roddy Ooyle:
Paddy Clarke Ha Ha Ha.
8. Tom Clancy:
Without Remorse.
9. Penny Vincenzi:
An Outrageous Affaír.
10. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. Terry Waite.
Taken On Trust.
3. W.H. Auden:
Tell MetheTruthaboutLove.
4. J. McCarthy 8i J. Morrell:
Some Other Rainbow.
5. Alan Ciark:
Diaries.
6. Bill Bryson:
The Lost Continent.
7. H. Rheingold:
Superstereogram.
8. Bill Bryson:
Neither here nor there.
9. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
10. Robert Calasso:
The Marriage of Cadmus
and Harmony.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Jan Guillou:
0ie for oje.
2. Fay Weldon:
Farlige aspekter.
3. Peter Hoeg:
Froken Smilias
fornemmelse for sne.
4. Dan Turéll:
Vrangede bílleder.
5. Bret Easton Ellis:
American Psycho.
6. Maria Helleberg:
Undtagelsestilstand.
7. Saint-Exupery;
Den lille prins.
(Byggt á Politiken Sondag)
Af kynferðis -
legri áreitni
Spennusagnahöfundurinn Michael
Crichton er óragur að takast á við
heilagar kýr. í næstsíðustu skáld-
sögu sinni, Rising Sun, gagnrýndi
hann ótæpilega stóraukin japönsk
áhrif í bandarísku efnahagshfi. Sag-
an, og kvikmyndin sem á henni var
byggð, vakti af þessum sökum miklar
umræður í Bandaríkjunum og víðar.
í nýjustu spennusögunni fjallar
hann um ekki síður eldflmt efni;
kynferðislega áreitni á vinnustað.
Og á þann hátt að deilum hefur vald-
ið vestanhafs.
Kvenforstjórinn
Sagan heitir Disclosure og lýsir
hatrammri valdabaráttu í tölvufyrir-
tækinu Digital Communications Tec-
hnology (DigiCom). Risafyrirtækið
Conley-White er í viðræðum um yfir-
töku á DigiCom. Uppstokkun og
mannabreytingar eru í vændum.
Tom Sanders er deildarforstjóri
fyrirtækisins í Seattle á vesturströnd
Bandaríkjanna. Flestir telja víst að
hann fái stöðuhækkun í kjölfar end-
urskipulagningar á rekstrinum. Öll-
um á óvart fer svo ekki. Þess í stað
er kona að nafni Meredith Johnson
valin í embættið. Hún var um
skamma hríð sambýliskona Sanders,
mörgum árum áður.
Meredith Johnson kallar Sanders
til sín á skrifstofu sína í lok vinnu-
dags, býður honum áfengi og reynir
mjög ákveðið að fá hann til maka við
sig. Sanders, sem er giftur maður,
segir nei á síðustu stundu.
Morguninn eftir er honum tjáð að
ISCLOSURi
ICHAEL
CRICHTON
Urnsjón:
Elías Snæland Jónsson
nýi forstjórinn hafi sakaö hann um
kynferðislega áreitni. Ekki er hlust-
að á skýringar hans og honum gert
ljóst aö hann eigi enga framtíð lengur
hjá fyrirtækinu.
Gagnsókn
Þegar Sanders hefur loksins áttað
sig á alvöru málsins ræður hann sér
lögfræðing. Sá er kona sem hefur
mikla reynslu í málum af þessu tagi,
nema hvað skjólstæðingarnir hafa
yfirleitt verið konur.
Sanders ákveður að berjast fyrir
heiðri sínum og starfi og kærir nýja
forstjórann fyrir kynferðislega
áreitni. Hlýst af þessu mikill darr-
aðardans svo sem við er að búast.
Tilraunir Sanders tii að leiða sann-
leikann í ljós er meginþema sögunn-
ar, en Crichton blandar mörgu öðru
inn í frásögnina. Hér sem í fyrri bók-
um sínum nýtir hann þekkingu sína
á möguleikum tækninýjunga til hins
ýtrasta. Að þessu sinni eru það
furðuheimar þess sem gjarnan er
nefnt sýndarraunsæi (virtual real-
ity).
Og svo kemur auðvitað í ljós að
ekki er allt sem sýnist hjá DigiComp
og víða finnast leyndir þræðir manna
á milli.
Þessi nýja saga Crichtons er í sama
gæðaflokki og fyrri spennusögur
hans. Allt frá því hann íjallaði um
ógnvekjandi möguleika á því að
gervitungl bæru hættulega vírusa til
jarðar í The Andromeda Strain hefur
hann verið öllum öðrum snjallari í
að tengja saman undraveröld tækn-
innar og hörkuspennandi atburða-
rás. Honum hefur farið fram ef eitt-
hvað er. í það minnsta er Disclosure
ein af þeim spennusögum sem
ómögulegt er að leggja frá sér fyrr
en í bókarlok.
DISCLOSURE.
Höfundur: Mlchael Crichton.
Ballantine Books, 1994.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Winston Groom:
Forrest Gump.
2. John Grisham:
The Client.
3. Tom Clancy:
Without Remorse.
4. Tom Clancy:
Clear and Present Danger.
5. Míchael Crichton:
A Case of Need.
6. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
7. Stephen King:
Nightmares & Dreamscapes.
8. Laura Esquivel:
Like Water for Chocolate.
9. Phillip Margolin:
Gone, but not Forgotten.
10. Judith Michael:
Pot of Gold.
11. Catherine Coulter:
The Wyndham Legacy.
12. Tony Hillerman:
Sacred Clowns.
13. Scott Smith:
A Simple Plan.
14. Carol Higgins Clark:
Snagged.
15. John Saul:
Guardian.
Rit almenns eðlis;
1. Thomas Moore:
Care of the Soul.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Bailey White:
Mama Makes up Her Mind.
4. Susanna Kaysen:
Girl, Interrupted.
5. Joan W. Anderson
Where Angels Walk.
6. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird Sings.
7. M. Hammer & J. Champy:
Reengineering the Corporation.
8. Peter D. Kramer:
Listening to Prozac.
9. Joe McGinniss:
The Last Brother.
10. Sophy Burnham:
A Book of Angels.
11. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
12. Norman Maclean;
Young Men & Fire.
13. Peter Mayle:
A Year in Provence.
14. Lewis B. Puller jr.:
Fortunate Son.
15. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
(Byggt á New York Times Book flevíew)
Vísindi ________________________
„Karlapillan" stendnr
í lyfjaframleiðendum
Getnaðarvarnarpilla fyrir karlmenn hefur verið að veltast í tilraunaglösum
vísindamanna um árabil. Ekkert af helstu lyfjafyrirtækjum heims sýnir
málinu áhuga.
Fundu upp
nýjabanana
Landbúnaðarsérfræðingum í
Hondúras hefur lánast að búa til
alveg nýja banana sem ætlunin
er að setja á markað áður en langt
um liður. Bananar þessir hafa
það m.a. til brunns aö bera að
þeir þola betur ásókn sníkjudýra
og myglusveppa en eldri frændur
þeirra.
Mikil vinna liggur að baki
ræktun á nýju afbrigöi af bönun-
um því byrja verður á byrjuninni
og rækta fram nýtt afbrigði af
villtum bönunum. Þeir eru hins
vegar heldur harðir og bragð-
vondir.
Allir ræktaðir bananar eru
kynlausir og því er ekki hægt að
breyta þeim með kynbótum.
Þetta gerir ræktun nýrra af-
brigöa seinlega enda tók um 30
ára aö þróa nýja aihrigðið.
Betri vöm
gegnhjarta-
áföllum
Læknar í Boston i Bandaríkjun-
um hafa endurbætt fyrri aðferðir
til að meta líkur á hjartaáfoEura.
Þetta eykur aö sögn enn líkumar
á því aö hægt sé að koma hjart-
veiku fóiki til hjálpar áður en það
fær áfall.
Til þessa hafa læknar mælt
magn eins ensims í blóðinu en
læknamir í Boston vilja mæla
magn tveggja ensíroa. Mælingar
á ensímunum tveimur hafa gefið
rétta vísbendingu um ástand
sjúkinganna í 96% tilvika. Áður
var árangurinn 70%.
Meira en áratugur er hðinn frá því
fyrsta getnaðarvarnarlyfið fyrir
karla kom fram á sjónarsviðiö. Samt
er staðan enn sú að helstu lyfiafyrir-
tæki heims vilja ekki kannast við
þennan möguleika á getnaðarvöm
og enn er „karlapillan“ að veltast í
tilraunaglösum vísindamanna.
Reyndar er það svo að ekki er enn
um pillu að ræða þegar talað er um
hhðstætt lyf og konum stendur til
boða sem getnaðarvörn. „Karlapill-
an“ er nefnilega sprauta. Hún þykir
fremur ólíkleg til vinsælda þegar
aðrar þægiiegri getnaðarvarnir em
fyrir á markaðnum.
Undanfarin 7 ár hafa breskir vís-
indamenn rannsakað möguleikann á
að gefa körlum hormónið testerón til
að koma í veg fyrir myndun á sæöis-
frumum. Þetta hefur gefið góða raun
og aðferðin er nærri örugg og ekki
óöruggari en aðrar getnaðarvamir.
Um 700 hjón hafa tekið þátt í tilraun-
unum og hefur sprautan aðeins
bmgðist einu sinni.
Nú eru einnig hafnar tilraunir með
að gefa hormónið í töíluformi en ekki
liggur enn fyrir hvemig það gefst.
Tilraunin er gerð á 24 sjálfboðaliðum
í Manchester á Englandi.
Engin sérstök hætta er tahn fylgja
þessum hormónagjöfum þótt enn
hafi ekki tekist að sanna að aðferðin
sé alveg hættulaus fremur en pillan
fyrir kvenfólkið.
Ráðamenn víða um löng hafa lýst
áhuga á þessari nýju getnaðarvöm
og gera sér vonir um að hún dragi
úr fólksfjölgun. Læknar benda á að
alltaf þegar nýir möguleikar á getn-
aðarvömum koma fram á sjónar-
sviðið eykst áhugi almennings á að-
ferðum til að takmarka barneignir.
„Karlapillan" þykir því áhtlegur
kostur til að hemja endalausa fjölgun
jarðarbúa.
Væntanlegir framleiðendur láta
hins vegar bíða eftir sér. Ekkert af
stærstu lyfjafyrirtækjum heims hef-
ur sýnt nýju piilunni áhuga. Enn eru
það aðeins smáfyrirtæki sem sjá
framtíð í framleiðslu á pillunni.
Tregða lyfjafyrirtækjanna er rakin
til þess að þau græða þegar stórfé á
framleiöslu á eldri getnaðarvömum.
Því óttast þau að framleiðsla á enn
nýrri getnaðarvörn leiði aöeins til
harðnandi samkeppni og minni
framleiöslu á fyrri varningi.
Þá þykir það stór galli að lyfinu er
sprautað í líkamann. Bót verður þó
ef til vill ráðin á því vandamáli innan
skamms. Einnig dregur það kjark úr
lyfjarisunum að þeir hafa allir orðið
að standa í dýrum málaferlum vegna
getnaðarvarnanna sem þegar eru á
markaönum. Þetta eru mál vegna
aukaverkana og vegna þess að vöm-
in hefur bmgðist. Vegna þessa vilja
fyrirtækin aö kostir og gallar nýrrar
getnaðarvarnar verði kannaðir í
þaula áður en ákvörðun um fram-
leiðslu er tekin.
Tungl Mars
voru hringur
Bandarískir stjarnfræðingar
haía sett fram þá kenningu aö
Fóbos og Deimos, tunglin tvö á
braut um reikistjörnuna Mars,
séuleifar af hring. Til þessahefur
aimennt verið litið á tunglin sem
venjulega loftsteina sem lent hafi
of nærri stjömunni og farið að
snúast um hana.
Stjarnfræðingarnir byggja mál
sitt á því að Fóbos og Deimos eru
mun minni en önnur þekkt tungl
í sólkerfi okkar. Þá em þau
óregluleg í lögun og tiltölulega
eðlislétt. Þvi er það hald manna
að Mars hafi eitt sinn fyrir langa
löngu haft um sig hring eins og
Satúmus. Hringur þessi hafi
smám saman þést og orðið að
tveimur tunglum.
Ævagömul
mengun
Sænskir vísindamenn hafa
komist að því að íbúar Suður-
Evrópu voru farnir að ausa yfir
þá mengun fyrir 2600 árum. Þetta
hefur komiö i ijós við rannsóknir
á setlögum í sænskum vötnum.
Fyrstu merki mengunarinnar
eru tengd viö vinnslu Grikkja á
silfri. Þeir fundu þennan góð-
málm í blandi við blý. Við hreins-
un málmsins barst mitóð af blýi
út i andrúmsloftið og barst alia
leið tO Svíþjóðar.
Umsjón
Gísli Kristjánsson