Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 15 Þegar manneskjan býr út af fyrir sig með sól, tungl og stjörnur sem nánast eina Ijósgjafann getur landið tekið á sig ógnvænlegar myndir í huga hennar. Ótti, fáfræði og frjótt ímyndun- arafl verða oft til þess að einstaklingurinn telur einföldustu hluti í náttúrunni vera merki um yfirnáttúrleg fyrirbrigði. DV-mynd GVA Loddarar hindur- vitnanna blómstra Það er merkileg þverstæða að á okkar tímum, þegar vísindi og tækni gegnsýra daglegt líf almenn- ings sem hefur í sífellt ríkari mæli langt skólanám að baki, skuli hjá- trú og hindurvitni vera einn gróða- vænlegasti atvinnuvegurinn. Hvemig í ósköpunum stendur á þvi að tæknivætt þjóðfélag síauk- innar menntunar er svo galopið sem raun ber vitni fyrir aUs konar bábiljum og staðlausu rugli? Því er vandsvarað. Auðvitað er ekkert nýtt að fólk sé blekkt af snjöllum sjónhverf- ingamönnum, fégráðugum trúar- pröngurum og samviskulausum svindlurum af hinu fjölbreytileg- asta tagi. Sú saga er jafngömul mannkyninu. Aukin menntun engin vöm? Það er hins vegar einkar merki- legt að átta sig á þvi að stóraukin almenn menntun og þekking á ver- öldinni virðist ekki vera sú vöm gegn hjátrú og hindurvitnum sem ætla mætti. Sjálfsagt þykir engum undarlegt að meðal ómenntaðra þjóðflokka hafí óprúttnum svokölluðum galdralæknum og töframönnum tekist að halda heljargreipum um daglegt líf manna. Fáfræðin opnar dyr óttans - ótta við allt það sem einstaklingurinn skilur ekki. Ósvífnir svindlarar hafa aUtaf nýtt sér slíka andlega veikleika fólks til að öðlast völd, áhrif, peninga. Margar frumstæðar þjóðir trúðu á stokka og steina, á drauga og aft- urgöngur í trjám og runrnun og refsiglaða guöi sem þurfti að blíðka eða heita á með fómum af ýmsu tagi, jafnvel mannfómum. I þeirra augum bjuggu töfra- mennimir einir yfir þekkingu á guðum og djöflum, lífinu og dauð- anum. Og höföu þau sambönd við æðri máttarvöld, góð og ill, sem þurfti til að lækna - eða drepa. Þaö er enginn eðlismunur á þeim hindurvitnum sem nú tröllríða þjóðfélaginu, þrátt fyrir langskóla- menntun stórs hluta þjóðarinnar, og þessari fáfræðihjátrú frum- stæðra þjóða. Einangrun og myrkur Skammt er síðan íslendingar bjuggu í myrkri og einangrun. Raf- ljós og eiginlegt þéttbýli vom óþekkt fyrirbrigði aUt fram á þessa öld. Þegar manneskjan býr við slík skilyrði, út af fyrir sig með sól, tungl og stjörnur sem nánast eina ljósgjafann, getur landið tekið á sig ógnvæniegar myndir í hugum fólks - ekki síst að vetrarlagi. Ótti, fá- fræði og frjótt ímyndunarafl verða oft til þess að einstaklingurinn tel- ur einföldustu hluti í náttúrunni vera merki um yfimáttúrleg fyrir- brigði. Þjóðsögur liðinna alda bera glöggt vitni um slíkt. Forfeður okk- ar sáu í myrkrinu drauga og forynj- ur, álfa og huldufólk, tröll og skrímsli af ýmsu tagi og bjuggu til mergjaðar sögur um samskipti sín við slíka óvætti. íslendingar fyrri alda höfðu að sjálfsögðu gilda afsökun fyrir hjá- trú sinni; samtíma þeirra skorti jafnt andlegt sem veraldlegt ljós. Þeir sem nú lifa eiga ekkert slíkt skálkaskjól til að afsaka bábiljutrú sína. Þjóðfélagið hefur gefið þeim, sem kjósa að greiða braut boðbera hindurvitnanna undir lok tuttug- ustu aldarinnar, aUar forsendur til að vita betur. Girnilegur markaður Það hefur vart farið fram hjá neinum að við lifum þessi árin á tímum hins fijálsa markaðar. Flest er falt á markaðstorginu mikla og næstum allar leiðir leyfilegar til að pranga „vörunni" inn á fólk. Hjátrúin virðist harla gimilegur markaður fyrir innlenda sem er- lenda loddara. Til landsins koma kaupahéðnar og sérvitringar í kippum að boða hið fáránlegasta bull og virðast græða vel á trúgirni íslendinga. Fjölmargir innlendir aðilar stunda hliðstæða starfsemi og hafa nóg að gera. Nú munu sumir vafalaust segja sem svo að loddarar hindurvitn- anna séu einungis að nýta sér Laugardags- pistHl Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri markað sem sé fyrir hendi og því ekkert óeðlilegt við starfsemi þeirra. Því er til að svara að nú orðiö er sú krafa almennt gerð til þeirra sem selja vömr til almennings að þær séu ósviknar. Nefna má tvö algeng dæmi um þetta: Komist salmonella í kjúkl- ingabú er því umsvifalaust lokað og sala framleiðslunnar bönnuð. Sé kaupahéðinn að selja eftirlíking- ar af þekktu vörumerki sem hina einu sönnu framleiðslu er starf- semi hans stöðvuð og vömrnar gerðar upptækar. Almenningur er með öðmm orð- um varinn gegn vömsvikum og til- raunum til að selja honum eitthvað sem reynst getur hættuleg líkam- legri heilsu hans. Loddarar hindurvitnanna eru ekki háðir neinu slíku eftirliti eða aðhaldi. Og þó getur grimmileg markaðssetning sumra þeirra haft mun verri áhrif á andlega velferð „viðskiptavinanna“ en skemmd matvæh hafa á líkamlega Uðan þeh-ra. Gert út á sjúklinga ÓgeðfeUdast er þó að margir þessara loddara gera út á þá sem minnst mega sín; iUa fama sjúkl- inga sem af eðlilegum ástæðum vilja grípa sérhvert hálmstrá til að reyna að ná góðri heUsu á ný. Hingað tU lands hafa komið sölu- menn erlendra sjúkrastofnana tU þess eins að reyna að selja dauð- vona sjúkUngum síðasta hálmstrá- ið dýru verði. Slíkar stofnanir em gjarnan staðsettar í bandittalýð- veldum þar sem aUt er leyfilegt ef þú mútar réttum aðUum. Þessir kaupahéðnar hafa boðist til að lækna alvarlegustu sjúkdóma samtímans, þar á meðal krabba- mein, meö einfóldum hætti, bara ef tékkheftið er í lagi. Og það er ekki verið að tala um neinar Utlar fjárhæðir fyrir íslenskan almenn- ing heldur hundruð þúsunda eða jafnvel núlljónir króna fyrir með- ferð sem skilar engum árangri. Vart er hægt að ímynda sér ógeðslegri starfsemi en aö glepja dauðvona fólk tU að setja síöustu fjármuni sína, og jafnvel ættingja sinna Uka, í gagnslausar skottu- lækningar. Elmer Gantry græðir enn Sjónvarpsvæddur Elmer Gantry kom nýverið í heimsókn til íslands í því skyni að gera nokkur einfold kraftaverk, svo sem að lækna sjúka, um leið og hann setti saman enn einn sjónvarpsþáttinn tíl dreif- ingar víða um heim. Elmer Gantry? Jú, það er höfuðpersónan í sam- nefndri skáldsögu efdr bandaríska rithöfundinn Sinclair Lewis. Sagan kom út árið 1927 en þremur árum síðan fékk Lewis bókmenntaverð- laun Nóbels. í þessari skáldsögu gefur Lewis áhrifamikla mynd af ókræsilegri starfsemi bandarískra farandpre- dikara sem svífast einskis tU að hafa áhrif á fólk, einkum í því skyni að tæma peningaveski manna. Elmer Gantry hefur um áratuga skeið veriö eins konar tákn um slíka loddara. Farandpredikarar af hans tagi voru auðvitað fyrirrenn- arar þeirra bandarísku ofurmilla* sem undanfarin ár hafa rakaö sam- an ógrynni fjár vestanhafs meö sjónvarpstæknina að vopni. Enn í hjólastólunum Eftir samkomuna í Kaplakrika hafa ýmsir komið fram og tahð sig hafa fengið lækningu meina sinna. Það kemur ekki á óvart. VUmundur Jónsson, sem lengi var landlæknir, ritaði eitt sinn um slík atvik: „Aldrei hefir heldur sú íjarstæða eða viðbjóður verið borin fram tU lækninga, að þúsundir vottorða hafi ekki legið á lausu um gUdi þeirra lækninga og góðan ár- angur af þeim. Dómgreind almenn- ings á sjúkdóma, bata þeirra og lækningu er sem sé næsta bágbor- in. Sá sannleikur dylst fyrir ótrú- lega mörgmn að þó að ýmsir sjúk- dómar batni að vísu fyrir læknisað- gerðir, og sumar aöeins fyrir þær, batna enn fleiri sjúkdómar án aUra aðgerða og einnig ótrúlega margir þrátt fyrir hinar óskynsamlegustu og jafnvel hættulegustu aðgerðir." Fjöldinn aUur af alvarlega sjúku fólki lét blekkjast til að mæta í Kaplakrika í von um lækningu meina sinna. Þetta fólk hélt allt saman á brott að samkomunni lok- inni í sömu hjólastólunum. Sú staðreynd segir aUt sem segja þarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.