Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Page 21
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 21 íslensk systkini létu draum sinn rætast: Reka veisluþjónustu og matarklúbb 1 New York Systkinunum Karítas Mitrogogos og Sigurði Baldvini Sigurðssyni hef- ur tekist að láta draum sinn rætast í Ameríku. Fyrir tæpu ári settu þau á laggimar útgáfu matarklúbbs og veisluþjónustu í New York. Viðtök- umar vom svo góðar að þau sjá nú fram á bjarta framtíð. „Atburðarásin að stofnun fyrir- tækisins er einfóld," greinir Sigurður frá. „Það hefur alltaf verið mikiil mataráhugi í móðurættinni. Móðir okkar, amma og langamma vom all- ar húsmæörakennarar. Systir mín hefur verið með áhuga á matargerö frá bemsku og kynnst henni í mörg- um löndum þvi við erum sendiherra- böm. Við höfðum um tíma rætt um hvort ekki væri grundvöllur fyrir atvinnurekstri. Ég er menntaður á markaðssviðinu og systir mín hafði auk þess verið ráögjafi hjá fyrirtæki sem stundaði mikið veisluþjónustu." Siguröur kveðst hafa verið milii starfa og ákveðiö að gefa þessari hugmynd þeirra tækifæri í hálft ár. Reksturinn gekk svo vel að hann er nú alfluttur til New York þar sem systir hans er búsett en hún er gift gríska viðskiptafulltrúanum þar. Meö nýjungar á Ameríkumarkaðnum í upphafi byijuðu þau með tvenns konar rekstur, matarklúbb og veislu- þjónustu. „Við höfum fengið íslenska aðila til að vinna allt prentverk vegna útgáfu matarklúbbsins en hann hefur nýjungar að bjóða sem ekki hafa sést á Ameríkumarkaöi. Það vakti til dæmis athygli að spjöld- in með uppskriftunum voru með sér- stakri lökkun þannig að það gerði ekki til þótt suilaðist á þau. Upp- skriftimar sjálfar eru alþjóðlegar. Þó svo að grunnuppskriftin komi frá einhverri tiltekinni þjóð þá notum við það hráefni sem við teljum hent- ugt hverju sinni. Það besta úr matar- gerð nokkurra þjóða er svo kannski dregið saman og sett á einn disk. Þetta hefur fallið Ameríkumönnum afskaplega vel í geð.“ Fljótlega fengu Karítas og Sigurður fyrirspumir um hvort þau gætu ekki tekið að sér matarljósmyndun og matarráðgjöf, kynningu á nýjirni matvælategundum sem fluttar eru til Bandaríkjanna og uppskriftagerð- ir í tengslum við þá kynningu. Rekst- urinn hefur því vaxið mikið frá því sem þau gerðu sér upphaflega vonir um. Systkinin hafa verið í samninga- viðræðum við útgefendur í Evrópu sem hafa sýnt verkefnum þeirra mikinn áhuga, að því er Sigurður greinir frá. „Þessar samningaviðræður hafa ekki eingöngu snúist um það sem við höfum veriö að fást við hingað til heldur höfum við lagt drög að matar- klúbhi fyrir mismunandi markhópa með ólíkar þarfir." Erfítt að fá íslenskthráefni íslenskir réttir hafa verið kynntir bæði í matarklúbbnum og veislu- þjónustunni. „Þaö hefur verið okkur kappsmál að geta veitt íslenskt hrá- efni í veisluþjónustunni. Viö höfum reynt að nálgast íslenskt hráefni, sér- staklega sjávarafurðir, hjá sölufyrir- tækjum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og íslenskra sjávarafurða í Bandaríkjunum. En jafnvel gegn boði um staðgreiðslu hefur okkur ekki tekist að koma á viðskiptum nema með þeim hætti sem stendur öllum íslendingum til boða, það er að nálgast þessar sjávarafurðir einn laugardag í mánuði. Það hentar ekki fyrirkomulagi okkar. Dreifingarkerfi þessara íslensku fyrirtækja miðast við stofnanamarkaöinn en ekki neyt- endamarkaðinn. Þetta er mjög leið- inlegt því það er ekki skortur á heild- sölum og sölumönnum í Bandaríkj- unum,“ bendir Sigurður á. Þar sem hann fær ekki íslenskan fisk kaupir hann fisk frá Kanada í staðinn. Sigurður leggur á það áherslu að það væri hollt fyrir íslensk fyrirtæki og þjónustuaðila að fara að dæmi annarra norrænna þjóða og taka upp meira samstarf. „Ef um samstarf væri að ræða, þó heilbrigð sam- keppni væri á márkaðnum, væri hægt að spara umtalsvert fé í öllum tilkostnaði." Sigurður segir það tíðkast hjá fyrir- tækjum eins og hann rekur að laus- ráða fólk í verkefni í stað þess að fastráða það. Mikilvægt sé að halda fyrirtækinu skuldlausu og reyna að staðgreiða allt. Þannig sé hægt að láta lítinn draum rætast. Sigurður Baldvin Sigurðsson. DV-mynd GVA Karitas Mitrogogos. Frystikisturnar frá Elcold eru löngu iandskunnar fyrir öryggi og sparneytni. Núna bjóðum við þessar dönsku umhverfisvænu frystikistur á verði sem allir ráða við íslenskir réttir hafa verið kynntir í matarklúbbi Karitasar og Sigurðar. Skiptiborð 41000, 641919 áWHIW!«3fH!BM.i.W.111111II— Hólf og gólf, afgreiðsla 641919 x Almenn afgreiósla 54411, 52870 rcmwirm Cm mnm Almenn afgreiðsla 629400 Grænt símanúmer BYKO Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt númer 996410 W FicaidL Vetið velkomin á Laugaveginn og í Bankastrætið - vinalegar og langar íslenskar verslunargötur )g langar íslenskar verslunargötur -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.