Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 22
22 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 Sérstæö sakamál Einn af öðrum... Rétt fyrir jólin 1983 fékk lögreglan í einu hverfa Manhattan í New York fregnir af því að á næstunni yrði þar mjög mikið framboð á eit- urlytjum. Málið var mikið til um- ræðu í fíkniefnadeildinni og var ákveöið að reyna að hafa uppi á þeim sem stæðu að baki sölunni. Skyldi ýmsum aðferðum beitt. Þannig gerðist það að meðal þeirra sem voru á ferli á helstu verslunar- götunum í jólaösinni voru rann- sóknarlögreglumenn dulbúnir sem flækingar. Einn þeirra var Henry Kellner, en hann hafði alltaf kosið að starfa einn þrátt fyrir þá áhættu sem því fylgdi. Hann var talinn einn duglegasti maður fíkniefna- lögreglunnar. Kellner hafði ekki lengi farið um sem flækingur þegar til hans kom Jason nokkur Swane og bauö hon- um fíkniefni. Var Kellner ljóst að Swane var sjálfur neytandi og seldi smáskammta til að afla fíár til að standa undir eigin fíkn. Kellner hafði ekki sérstakan áhuga á að sjá Swane dæmdan. Hann sagði hon- um því að hann skyldi sleppa hon- um við handtöku ef hann benti á þá sem létu hann fá fíkniefnin til sölu. Ábendingin Swane gerði sér ljóst að hann átti ekki um marga kosti að velja og eftir nokkurt þóf nefndi hann tvo menn, Wayne Machnik og Frank, en eftirnafn þess síðara kvaðst hann ekki þekkja. Kellner, sem hafði verið fenginn að láni frá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Bronx, var ekki í miklum vanda með að hafa uppi á Machnik. Hann átti heilsu-( ræktarstöð í Bronx, ekki langt frá' heimili Kellners. Ekki liðu margir dagar þar til einn af uppljóstrurum Kellners gat skýrt honum frá því að Machnik ætti félaga, Frank Greco, og var Kellner fljótur að finna hann á sakaskrá lögreglunnar, enda hafði hann gerst sekur um mörg afbrot um dagana, reyndar allt frá fímmt- án ára aldri þegar hann lagði út á glæpabrautina. Næstu daga fór „flækingurinn" Kellner oft fram hjá heimili Mach- niks og á Þorláksmessu sá hann Frank Greco koma að húsinu. Var hann greinilega með eitthvað undir frakkanum. Kellner fylgdist með honum fara inn í húsið en ákvað að bíða í nokkrar mínútur áður en hann réðist til inngöngu. Tilboðið Kellner hringdi ekki dyrabjöll- unni þegar hann kom að íbúð Machniks. Hann sparkaði upp hurðinni og stökk inn með skamm- byssu í hendinni. „Ein röng hreyfing og þið deyið báðir,“ sagði rannsóknarlögreglu- maðurinn. Machnik og Greco voru ekki í minnsta vafa um að Kellner væri alvara. Þeir lyftu því möglunar- laust höndum yfir höfuð. Á borðinu miili fíkniefnasalanna tveggja var poki sem hafði greinilega að geyma heróín. Machnik og Greco gerðu sér fulla grein fyrir því að þeir gátu átt von á löngum fangelsisdómi. Greco, sem gerði sér líka ljóst að maður eins og Kellner hefði ekki háar tekj- ur, ákvað þvi að taka nokkra áhættu. Hann horfði í augu Kelln- ers og lét hendumar síga hægt. Svo tók hann skókassa af hillu undir borðplötuimi, opnaði hana og sýndi innihaldið. Þar voru þúsundir í notuðum seðlum. Greco greip handfylli af þeim og rétti Kellner með orðunum: „Leyfðu okkur að sleppa og þú mátt eiga þá.“ Wayne Machnik. Féll fyrir freistingunni Kellner þagði í smástund. Greco taldi þögnina sér í hag og taldi fram þrjú þúsund dali. „Þeir létta þér jólahaldið," sagði hann. „Þetta er ekki nóg,“ svaraði Kellner. „Þögn mín kostar meira en þetta.“ Þá taldi Greco fram allt það sem í kassanum var og reyndist það vera níu þúsund dalir. Hann skipti seðlunum í tvo jafna stafla og ýtti öðrum í áttina til Kellners. „Ertu ánægður með að við skipt- um svona?“ spurði hann. „Já,“ svaraði Kellner og stakk peningunum í vasann. Svo bætti hann við: „En ég kem aftur. Héðan í frá vil ég fá þrjú hundruð dali á viku.“ Greco kinkaði koli. „Þú færð þrjú hundmð á viku en þá séröu til þess að við fáum að vera í friði.“ „Ég gef engin fyrirheit," svaraði Kellner, „en ég kem í næstu viku og þá er skynsamlegast fyrir ykkur að hafa peningana tilbúna." Viðbrögðin Machnik og Greco voru ekki al- ánægðir meö samkomulagið en litu á það sem eins konar tryggingu. Og fram í maí 1985 gekk allt vand- ræðalaust fyrir sig hjá þeim. En þá gerðist dálítið sem fíkniefnasalam- ir höfðu ekki búist við. Kellner sagðist vilja fá fimm hundmð dali á viku framvegis. „Það verður allt í lagi,“ svaraði Greco, en honum var ekki alvara meö þessum oröum. Þeir Machnik ræddu kröfuna og komust að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki borg- að Kellner fimm hundruð dah á viku. Þá yrði tap á sölustarfsem- inni. Yrðu þeir hins vegar ekki við kröfu Kellners mættu þeir búast Jason Swane. við fangelsun. Eftir nokkra um- ræðu kom þeim félögum saman um að hvomgur kösturinn kæmi til greina. Grípa þyrfti til sérstaks úrræðis. KeUnér yrði að hverfa af sjónarsviðinu. Stefnumótið Föstudaginn 31. maí 1985 hringdi Greco til KeUners og sagði: „Komdu ekki í íbúðina til okkar. Það er fylgst með henni. Komdu í Bronx-almenningsgarðinn eftir klukkutíma." Hefði Kellner verið á lögreglu- stöðinni hefði hann getað spurst fyrir um hvort einhverjir starfsfé- laganna væm að fylgjast með íbúð Machniks. En hann var heima hjá sér og lét það vera, enda fannst honum ekkert ósennilegt að ein- hver vildi kanna hvort Machnik hefðist eitthvað ólöglegt að. Kellner kom í almenningsgarð- inn þegar klukkuna vantaði tutt- ugu mínútur í níu um kvöldið og beið í bíl sínum í tíu mínútur áður en hann gekk inn í nær mannlaus- an garðinn. Nokkrum mínútum síðar komu þeir Machnik og Greco. Þegar þeir áttu um tíu metra ófama til Kellners gengu þeir inn í mnna og bentu Kellner á að koma á eftir. Skothvellirnir heyrðust vart út fyrir garðinn hafi þá nokkur heyrt þá. Eftir morðið gengu þeir Mach- nik og Greco að bíl þess fyrr- nefnda. Greco bað Machnik að aka niður að Brooklyn-brú því hann ætlaði að kasta skammbyssunni fram af henni. Annað morð Á leiðinni að brúnni lá leið þeirra félaga um vöruhúsa- og verkstæða- hverfí og var þar varla nokkur á ferð. Skyndilega tók Greco upp skammbyssuna og skaut þremur skotum í höfuð Machniks. Síðan fleygði hann byssunni við brúna, fór heim til sín og fékk sér snafs. Hann hafði losnað við tvo vand- ræðamenn á einu kvöldi, lögreglu- þjón og félaga sem hafði ánetjast eigin söluvamingi. Morguninn eftir fannst líkið af Kellner. Þar eð um morð á lög- reglumanni var að ræða hófst þeg- ar í stað umfangsmikii rannsókn. Varð ljóst að Kellner hafði verið skotinn af stuttu færi með .44 hlaupvíddar magnum-byssu. Skömmu síðar fannst líkið af Machnik. Leiddi rannsókn í ljós að hann hafði verið skotinn með sams konar skammbyssu. í von um að morðinginn heföi fleygt vopninu í höfnina voru froskmenn látnir leita í henni og höfðu þeir heppnina með sér. Sérfræðingar gátu svo staðfest skömmu síðar að kúlum- ar, sem höfðu banað þeim Kellner og Machnik, heföu báðar komið úr þessari byssu. Reynt hafði verið að ná framleiðslunúmerinu af henni með þjöl en með sérstökum tækjum tókst að kalla það fram. Handtakan Meðan rannsóknarlögreglumenn leituðu að þeim sem selt hafði byss- una var gerð leit í skáp Kellners á lögreglustöðinni. Þar fannst skýrsla um fíkniefnasölu þeirra Machniks og Grecos en hún var ódagsett. Byssusalinn fannst fljótlega. Hann viðurkenndi að hafa selt Frank Greco byssuna án þess að skrá söluna. Þótti nú ljóst hver morðinginn væri. Greco var handtekinn skömmu síðar. í fyrstu kannaðist hann ekki við að vita neitt um örlög þeirra Kellners og Machniks, en eftir margra tíma jfirheyrslur játaði hann loks. Þá reyndi hann að kaupa sér frelsi með því að segja til um hveijir höfðu séð þeim Machnik fyrir fíkniefnunum. Hefndin Fáir lögreglumenn vom við útför Henrys Kellners. Og Greco var ekki ákærður fyrir að hafa myrt lög- reglumann heldur morð á tveimur afbrotamönnum. Þetta varð til þess að hann fékk ekki dauðadóm. En með því að segja frá því hveijir komu fíkniefnunum í sölu hjá þeim Machnik undirritaði Greco sinn eigin dauðadóm. Hann tilnefndi menn úr mafíunni. Enginn samfanga Grecos gat sagt til um með hvaða hætti hann dó. Morðingi hans fannst þvi aldrei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.