Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 23 Sumarmyndasamkeppni DV og Kodak: Fólkið og dýrin Fólk og dýr er eitt alvinsælasta myndefni íslendinga ef marka má allar þær skemmtilegu myndir sem sendar hafa verið í sumarmynda- samkeppnina. Ef myndimar em skoðaöar má sjá óteljandi aíbrigði af alls kyns uppstillingum með hestum, lömbum, hundum og hverju einu úr dýraríkinu. Hér á síðunni má sjá lít- ið sýnishom af þessum skemmtilegu myndum. Aldrei áður hafajafnmarg- ar skemmtilegar myndir borist í keppnina og verður því úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina. Skiladagur í keppninni er hðinn og hefur þátttakan aldrei verið meiri en í ár enda eru glæsileg verðlaun í boði fyrir réttu myndimar. Fyrstu verðlaun em ferð til Flórída með Flugleiðum, önnur verðlaun Canon EOS 500, þriðju verðlaun era Kodak Phono CD geislaspilari, fjórðu verð- laun era Canon AS-1 vatnsmyndavél og fimmtu til sjöundu verðlaun era Canon Prima AF 7 myndavélar. í dómnefnd keppninnar sitja Gunn- ar V. Andrésson og Brynjar Gauti Sveinsson frá DV og Gunnar Finn- bjömsson frá Kodak. Úrsht í keppn- inni verða gerð ljós 17. september nk. en verðlaun verða afhent í Kringl- unni sunnudaginn 2. október. Þá verða verðlaunamyndirnar stækk- aðar og sýndar almenningi í Kringl- unni. Tamningameistarinn iitli telur að hér sé sjálfur arftaki Michaels Jordan og hefur sett á hann húfu merkta Chicago Bulls. Sá fjórfætti er kannski ekki alveg til í körfu - að minnsta kosti ekki á þeirri stundu sem mynd- in var tekin. Þaö var Einar Einarsson, Mýrarkoti 6, 225 Bessastaðahreppi, sem tók myndina. „Vinátta" nefnir Ijósmyndarinn þessa mynd af þeim Hinriki og Sörla sem þarna hvila sig eftir ferðalag. Það er Halldóra Hinriksdóttir, Hringbraut 34, 220 Hafnar- firði, sem tók myndina. „Og þá var hlegið og hlegið". Án efa hafa þau heyrt einhvern óvenjusniðugan brandara en því miður láðist Ijósmyndaranum að senda hann með. Það var Eygló A. Siguröardóttir, Skarðshlíð 29b, 603 Akureyri, sem tók myndina. Hér eru það vinirnir Sjöfn og Jói sem hafa lagt sig í grasið og virða fyrir sér hið fallega íslenska landslag. Hvað er lika betra en láta sér liða vel með besta vinin- um. Það var Ólafía Guðmundsdóttir, Laufvangi 2, 220 Hafnarfirði, sem tók myndina. „Æfingar fyrir Fegurðarsamkeppni íslands eru i fullum gangi. Eins og sést á mynd þessari á Rjómalind P. mikla möguleika á sigri og ekki spillir fyrir að vera ófeimin i klæðaburði," segir i texta með þessari skemmtilegu sum- armynd sem Hólmfríður Jóhannesdóttir, Víðimel 19, 107 Reykjavik, sendi í keppnina. Hér sjáið þið harmóníkudúett þeirra Hauks og Garms. Garmur virðist taka vel undir harmónfkuleikinn og ekki verður betur séð en hann sé að taka ariu fyrir gesti og gangandi. Það er Sigrún Svansdóttir, Skeiðsfossi, 570 Fljótum, sem sendi þessa skemmtilegu mynd i keppnina. Kjartan Guðbrandsson íslandsmeistari í vaxtarrœkt og kraftlyftingum. Hannveit hvaðþarf' til að ná árangri. " Ég veit hvað góð nœring og rétt matarœði skipta miklu máli. Þess vegna vel ég Science Diet fyrir strákana mína." Hunda og hatta eigendur Byltingarkennt heilfoður Hill’s SCIENCE DIET, sem dýralœknar um allan heim mœla stöðugt með iggSB Bernharð Laxdal d ý ra I œ k n i r mœlir með notkun á Science Diet. Hann veit hvað er hollast. ”Gœludýrahorníó Njarðvík fœst aðeins í sérverslunum Goggar & Trýni Austurgata 25, Hf. Dýraland Akranesi FULL ENDURGREIDSLA EF FÓÐRIÐ UPPFYLLIR EKKIÞINAR STRÖNGUSTU KRÖFUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.