Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 28
36
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
Iþróttir
A meðal þeirra bestu
- Sví ar taka enga áhættu og mæta með sitt sterkasta lið gegn íslendingum
Það er ekki oft sem íslenskir knatt-
spymuáhugamenn fá að berja aug-
um eitt alira sterkasta knattspyrnu-
lið í heiminum, sjálfa bronshafana
frá heimsmeistaramótinu í Banda-
ríkjunum í sumar. Þetta gullna tæki-
færi fá íslendingar þegar Svíar etja
kappi við okkar menn í Evrópu-
keppninni á Laugardalsvelli á mið-
vikudagskvöldið kemur. Þetta er
fyrsti leikur þjóðanna í riðlinum en
auk íslendinga og Svía leika Tyrkir,
Svisslendingar og Ungverjar í þess-
um sama riðh. Úrshtakeppnin verð-
ur síðan haldin sumarið 1996 í Eng-
landi.
Tomas Brolin er prímus mótor í
sænska liðinu þegar svo ber undir.
Rinkur leikmaður sem íslendingar
verða ekki sviknir af að sjá.
Hróður sænskra knattspymu-
manna fór heldur betur upp á við í
kjölfar frábærar frammistöðu á
heimsmeistaramótinu í Bandaríkj-
unum í sumar. Flestir vora á því að
Svíar gerðu varla meira í keppninni
en að komast upp úr riðU sínum en
annað átti eftir að koma á daginn.
Svíum óx ásmegin með hverri raun
og fóra alla leið í undanúrsUtin. Þar
var of stór biti að kyngja og fór svo
að þeir lutu í lægra hialdi fyrir BrasU-
íumönnum sem síðar hömpuðu
heimsmeistaratitiinum eins og flest-
um er í ferski minni.
Gamla Svíaseiglan lét ekki slá sig
út af laginu og tvíefldir mættu þeir
Búlgöram í leik um bronsverðlaun-
in. Uppskeran var brons og með þau
í farteskinu héldu Sviar heim á leið
glaðir og hreyknir. Ekki er sagan öll
því þeirra biðu heima fyrir kónga-
móttökur sem lengi verður minnst.
Hundrað þúsunda aðdáenda veifuðu
til goða sinna á leiðinni frá Arlanda-
flugveUi inn í borgina. Svipaðar mót-
tökur biðu síðan þegar komið var til
Gautaborgar. Svíar ætluðu að þakka
sínum mönnum gott afrek og það
gerðu þeir með svo eftirminnUegum
hætti að sjá mátti tárin renna niður
kinnamar á mörgum.
Frábær árangur í Bandaríkjunum
átti eftir að skUa sér. Aðsókn að leikj-
um í sænsku deildunum rauk upp á
við, sænsku landsUðsmennimir vora
margir hveijir að drukkna í atvinnu-
tilboðum og knattspyman fór að fá
mun meira pláss í fjölmiðlum. Knatt-
spyman átti fram að þessu í harðri
samkeppni við aðrar íþróttagreinar
og má í því sambandi nefna íshokkí.
Knattspymuforkólfar í Svíþjóð era í
sjöunda himni með þróunina og sjá
ekki fyrir endinn ef landsUðið heldur
áfram á sömu braut.
Hver er galdurinn
bak við árangurinn?
Hver skyldi svo galdurinn vera á bak
við þessa velgengni sænska lands-
Uðsins. Margar mismunandi skoðan-
ir era á því máU. Ein þeirra er sú
að hópur sænskra knattspymu-
manna hefur leUtið með erlendum
félagsUðum og fyrir vikið bætt sig
mikið og öðlast þroska sem landsUð-
ið hefur síðan fengið að njóta. Hinu
er ekki að neita að sænsk stjórvöld
hafa í gegnumn tíðina hiúð vel að
sínum íþróttamönnum og árangur-
inn hefur svo sannarlega ekki látið
á sér standa. Segja má að Svíar eigi
íþróttamenn í aUra fremstu röð i
flestum íþróttagreinum, bæði hóp-
íþróttum og ekki síður í einstakUngs-
greinum. Þegar haft er í huga að
íbúatala Svíþjóðar er ekki nema í
kringum 8-9 mUljónir er árangur
þegnanna glæsUegur. Fjármagn rík-
isins til íþróttanna hefur skUað sér
margfalt til baka og veröur ekki
metið til fjár.
Þrátt fyrir að Svíar hafi ekki unnið
til margra verðlauna í knattspym-
unni á alþjóða vettvangi má hiklaust
fiUlyrða að landsUð þeirra sé í hópi
þeirra bestu. Árangurinn á HM í
sumar skýtur þeim hins vegar enn
hærra upp á listann. Þegar máUn era
gaumgæfilega skoðuð á frammistaða
Svía í Bandaríkjunum í sumar ekki
Martin Dahlin kemur hingað til lands öðru sinni en hann lék með 21 árs liði Svia gegn Islendingum í Eyjum fyr-
ir nokkrum árum. Þar fer leikmaður í fremstu röð en á myndinni fagnar hann einu marka sinna á HM í sumar.
Thomas Ravelli markvörður verður
betri með árunum og sýndi það
rækilega í verki á HM í Bandarikjun-
um i sumar.
að koma svo ýkja mikið á óvart. í
mörgum stöðum Uðsins eru knatt-
spymumenn í aUra fremstu röð.
Nægir þar fyrst að telja hinn 25 ára
gamla Tomas Brolin hjá ítalska Uð-
inu Parma. Hann er sívinanndi, eid-
snöggur og ekki má Uta af honum
eitt augnablik; teknískur og hefur
næmt auga fyrir spiU. Eftir HM í
sumar varð Parma að gera ailt sem
í þess valdi stóð til að halda þessum
pilti áfram; tilboð komu úr öUum
áttum og undir það síðasta vantaði
ekki mikið upp á að Arsenal hreppti
þennan geðprúða leikmann.
Nú er nefndur til sögunnar Martin
nokkur Dahlin en hann hefur verið
að gera garðinn frægan í þýsku
knattspymunni með Borassia
Munchengladbach. Dahtin kom á
óvart í Bandaríkjunum, blómstraði
þar í þess orðs fyllstu merkingu og
átti stóran þátt í velgengni Svía. Dah-
Un meiddist Utilega í keppninni og
hafa meiðslin verið að plaga hann.
Hann lék þó með Gladbach sinn
fyrsta leik á tímabiUnu í gærkvöldi
og kemur með sænska landsUðinu til
Reykjavíkur. Hinn hávaxni miöheiji,
Kennet Andersson, lék einnig mjög
vel á HM. Hann leikur í Frakklandi
með Caen og gerði nýjan samning
við félagið skömmu fyrir HM. Eftir
keppnina hefði Andersson hins veg-
ar getað gert mun betri samning við
hvaða félag sem var. Hann gladdi
mörg augu útsendara stærstu og
bestu klúbbanna í Evrópu. Johan
Grayff hjá Barcelona hreifst mjög af
pUti.
Markvörðurinn Thomas RaveUi er
orðinn nokkurs konar húsgagn í
landsliðinu, 35 ára gamaU með 118
landsleiki að baki. Líkja má honum
við rauðvín sem verður betra með
áranum. Ravelti leikur með IFK
Gautaborg og hafði úr nokkrum til-
boðum að moða eftir HM en kaus
heldur, að vel athuguðu máU, að
leika með IFK áfram. Þar á bæ eru
menn ekki heldur á neinum sultar-
launum enda IFK atvinnumanna-
klúbbur að fullu. RavelU sagði eftir
HM að hann stæði í markinu á með-
an gengi vel og hann nyti þess fram
í fingurgóma. Ekki verður komist hjá
því að minnast á Stefan Schwarz sem
Arsenal festi kaup á frá Benfica í
sumar. Schwarz náði ekki alveg nógu
vel að sýna hvað í honum í býr á
HM en enginn efast um hæfUega
hans á knattspymuvelUnum. George
Graham, stjóri hjá Arsenal, sagði eft-
ir kaupin á Schwarz að hann myndi
hleypa Ufi í leik Uðsins, hann þekkti
hann af góðu einu enda búinn að
fylgjast með honum lengi.
Af framansögðu má ljóst vera að
leikur íslands og Svíþjóðar á mið-
vikudagskvöldið kemur ætti í öllu
falti að verða hin besta skemmtun.
Aldrei að vita nema okkar menn nái
að velgja bronsUðinu undir uggum,
það er að minnsta kosti von okkar
Islendinga.
Lið Svia sem sló svo rækilega í gegn á HM í Bandaríkjunum í sumar.
Bronslið Svía
Leikmenn Félag Fæddur A Mörk U21
Thomas Ravelli IFK Gautaborg 590813 118 0 10
Lars Eriksson IFK Norrköping 650921 16 0 15
Patrik Andersson M’gladbach 710818 30 1 2
Joachim Björklund IFK Gautaborg 710315 29 0 1
Pontus Kámark IFK Gautaborg 690405 ■ 17 0 13
Roger Ljung Duisburg 660108 54 3 8
Mikael Nilsson IFK Gautaborg 680928 14 0 14
Roland Nilsson Helsingborg 631127 69 1 13
Kennet Andersson Caen 671006 32 16 14
Jesper Blomqvist IFK Gautaborg 740205 11 0 7
Tomas Brolin ParmaAC 691129 39 23 6
Martin Dahlin M’gladbach 680416 34 20 2
Magnus ErUngm. IFK Gautaborg 680708 26 1 10
Klas Ingesson Sheff.Wed. 680820 50 11 4
Henrik Larsson Feyenoord 710920 13 6 11
Hákan Mild Servette 710614 19 4 4
Stefan Rehn IFK Gautaborg 660922 42 6 17
Stefan Schwarz Arsenal 690418 34 5 21
• Þjálfari sænska liðsins er Tommy Svensson, 49 ára að aldri og
fyrrum atvhmumaður í knattspyrnu. Lék með Öster í Svíþjóð og
síðar með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Standard Liege í Belgíu. Eftir
að hafa þjálfað norska liðið Tromsö var hann ráðinn þjálfari sænska
landsUðsins 1991 og tók við starfinu af Olle Nordin.