Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 43
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 51 Afmæli Vera Aðalbjömsdóttir Vera Aöalbjömsdóttir, starfsmaður RÚV, Reykjamel 6, Reykjavöllum, Mosfellsbæ, er sextug í dag. Fjölskylda Vera er fædd á Siglufiröi og ólst upp þar og í Sugandafiröi og í Reykjavík. Hún var í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Vera hefur unn- iö á nokkrum stööum auk þessa aö sinna húsmóðurstörfum. Hún hefur m.a. starfað hjá Álafossi, á Reykja- lundi, í Stórutjarnarskóla og Hafra- lækjarskóla í Suður-Þingeyjarsýslu, á Hótel Húsavík og í mötuneyti Sjónvarpsins. Vera giftist 30.12.1952 fyrri manni sínum, Ragnari Guöna Gunnars- syni, f. 17.9.1929 í Neskaupstað, ljós- myndara. Þau skildu. Foreldrar hans: Gunnar Kristinn Sæmunds- son, klæðskeri í Stykkishólmi og síðar í Reykjavík, og kona hans, Rósa Guðmunda Kristjánsdóttir. Seinni maður Veru var Guðmundur Haraldsson Norðdahl, f. 29.2.1928 í Reykjavík, tónhstarkennari. Þau skildu. Foreldrar hans: Haraldur Norðdahl Skúlason, tollvörður í Reykjavík, og kona hans, Valgerður Jónsdóttir. Börn Veru og Ragnars Guðna: Ragnheiður, f. 25.6.1953, húsfreyja í Reykjávík, hennar maður var Ólaf- ur Arnason nemi, þau skildu, þau eiga tvö börn, Árna Pétur og Ragnar Má; Rósa, f. 13.12.1954, garðyrkju- fræðingur í Reykjavík, maki Sigurð- ur Valur Sigurðsson myndskreytir, þau eiga tvö böm, Daníel og Eddu, dóttir Rósu og Ingvars Sigurðsson- ar, ketil- og plötusmiðs í Hvera- gerði, er Sigrún; Björn Ingi, f. 25.1. 1958, stálskipasmiður í Reykjavík, maki Þuríður Þórðardóttir, starfs- maður Bókaútgáfunnar Þjóðsögu, fyrri kona Björns Inga var Hanna Fríða Jóhannsdóttir, þau skildu, þau eiga eina dóttur, Katrínu Ósk, fóstursonur Björns Inga og sonur Þuríðar er Ástþór Tryggvi Stein- þórsson; Gunnar, f. 20.6.1959, tölvu- tæknifræðingur í Tromso í Noregi, maki Bente Gamst skrifstofumaður, þau eiga tvö börn, Alexander og Fanneyju; Ehsabet, f. 23.11.1960, fóstra í Reykjavík, maki Guðni Örn Jónsson byggingatæknifræðingur, þau eiga þrjú börn, Guðnýju, Ömu og Jón Ragnar; Lhja, f. 14.4.1963, tannfræðingur í Reykjavík, maki Sigurður Vhberg Sigurjónsson læknir, þau eiga einn son, Sigurjón. Bróðir Veru: Sverrir, f. 11.3.1937, bifreiðastjóri í Reykjavík, maki María Fransisca Aöalbjörnsson kennari, fyrri kona Sverris var Freyja Jónsdóttir, þau skildu, börn Sverris og Freyju eru Ragnheiður Jónína, Aðalbjörn Jón, Ágúst Borg- þór og Sæmundur Pétur, fóstursyn- ir Sverris og synir Maríu Fransiscu eru Ari Normandy Sverrisson og Jón Paul Sverrisson. Hálfsystkini Veru: Skúli Grímsson Norðdahl; Ingibjörg Grímsdóttir Norðdahl; Guðmundur Grímsson Norðdahl; Guðjón Grímsson Norðdahl. Foreldrar Veru: Aðalbjöm Péturs- son, f. 28.8.1902 í Hafnardal í Naut- Vera Aðalbjörnsdóttir. eyrarhreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu, d. 13.1.1955, gullsmiöur á Akureyri, Siglufirði og í Reykjavík, og kona hans, Ragnheiður Guðrún Guðjónsdóttir, f. 7.10.1912 á Suöur- eyri í Súgandafirði, d. 11.2.1988. Vera er að heiman á afmæhsdag- inn. Ólöf K. Jónsdóttir Ólöf Kristín Jónsdóttir, fyrrverandi húsmóðir í Steinholti á Bakkafirði, Dálksstöðum á Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjarsýslu, sem dvahð hefur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri frá 20.júní sl., verður ní- ræð á morgun. Starfsferill Ólöf er fædd á Hamri í Vopnafirði og dvaldi á þeim slóðum fyrstu fimm árin en í Skeggjastaðahreppi eftir það. Hún ólst upp hjá móður sinni sem var bústýra á Hamri og síðar vinnukona á Skeggjastöðum 1921-22. Þar var Ölöf samtíða eigin- manni sínum, Jónasi Gunnlaugs- syni, og gerðist bústýra hans í Við- vík í Skeggjastaðahreppi 1923. Þau , giftusigáriðeftirogfluttuaðDaL húsum í sama hreppi og bjuggu þar tíl 1943. Þá fóru Ólöf og Jónas að Skeggjastöðum en 1944 fluttu þau í Steinholt á Bakkafirði og bjuggu þar th hann lést, 1969. Frá þeim tíma hefur Ólöf dvalið hjá dætmm sínum og flölskyldum þeirra. Fyrst hjá Jónu á Akureyri og síðustu árin hjá Sigurlaugu á Dálksstöðum á Sval- barðsströnd. Fjölskylda Ólöf giftist 12.1.1924 Jónasi Gunn- laugssyni, f. 21.6.1897, d. 18.6.1969, bónda og pósti á milli Bakkaijarðar og Þórshafnar. Foreldrar hans: Gunnlaugur Vhhjálmur Jakobsson og Jóhanna María Janusdóttir. Þau voru lengst af í vinnumennsku og húsmennsku í Skeggjastaðahreppi. Böm Ólafar og Jónasar: Þórhalla, f. 16.2.1924, húsmóðir á Bakkafirði, maki Hhmar Einarsson, þau eiga tvö börn; Jóhanna Júlíana, f. 2.7. 1926, d. 28.9.1968, húsmóðir í Reykjavík, hennar maður var Guð- mundur Vagnsson, þau eignuðust fimm börn en tvö eru látin; Arn- mundur, f. 16.8.1928, sjómaður á Bakkafirði, hans kona var María Guðmundsdóttir, d. 29.1.1982, þau eignuðust sex börn; Sigurlaug, f. 18.9.1930, húsmóðir á Dálksstöðum, maki Ingi Þór Ingimarsson; Júlíus, f. 17.4.1932, verkamaður á Vopna- firði, maki Anna Benediktsdóttir, þau eiga þijú börn; Bára, f. 4.8.1933, húsmóðir í Kópavogi, maki Eðvarð Hjaltason, þau eiga tvö börn; Hilma Fanney, f. 20.10.1934, d. 5.7.1935; Ingvar, f. 14.1.1936, sjómaður á Bakkafirði, maki Ingibjörg Þór- hahsdóttir, þau eiga tvö börn; Kol- brún, f. 23.3.1940, húsmóðir á Akur- eyri, maki Björn H. Sveinsson, þau eiga fimm börn; Jóna, f. 13.10.1948, húsmóðir á Akureyri, maki Jakob Ámason, þau eiga tvö böm. Bama- Olöf Kristín Jónsdóttir. barnabörnin eru þrjátíu og átta. Hálfsystir Ólafar, sammæðra: Sig- ríður H. Samúelsdóttir, f. 22.1.1918, fyrrv. ráðskona að Tóvegg i Keldu- hverfi en nú búsett á Húsavík. Hálf- systur Ólafar, samfeðra: Unnur, f. 27.10.1918, búsett á Akureyri; Marta, f. 20.1.1920, búsett á Akureyri; Ásta, f. 24.11.1926, búsett á Akureyri; Elsa, f.16.6.1916, látin. Foreldrar Ólafar: Jón Ólafur Stef- ánsson (Vopni), f. 28.11.1884, d. 18.12. 1984, lengst af verkamaður á Akur- eyri, og Júlíana Gísladóttir, f. 9.7. 1881, d. 10.9.1932, vinnukona og húsmóðir í Skeggjastaðahreppi. Ólöf tekur á móti gestum á heim- hi dóttur sinnar á Dálksstöðum á afmæhsdaginn. Vigfús Einarsson Vigfús Einarsson bifreiðastjóri, Smáratúni 20, Selfossi, verður sjö- tugur á mánudaginn. Starfsferill Vigfús fæddist á Gljúfrum í Ölf- usi og ólst þar upp th 1932 en síðan að Helh í Ölfusi. Hann stundaöi barnaskólanám á Selfossi, stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1944-45 og hefur síðan sótt ýmis námskeið, s.s. verkstjórnamá- mskeið. Vigfús ólst upp við öll almenn sveitastörf og var auk þess við ýmis störf á unghngsárunum, s.s. í vegavinnu, við torfskurð og skurðgröft. Hann var kaupamaður að Hamraendum í Stafholtstungum 1943, vertíðarmaður á Flankastöð- um í Miðnesi, starfaði hjá Jarðbor- unum ríkisins 1945-48 og flutti með konu sinni að Geldingalæk á Rang- árvöllum þar sem þau vom ráðshjú um skeið. Vigfús og kona hans hófu svo búskap á Seljatungu í Gaulverja- bæjarhreppi, ásamt Gunnari, mági Vigfúsar, og konu Gunnars, Vh- helmínu. Auk bústarfa stundaði Vigfús ýmis önnur störf, m.a við sláturhús og fiskverkun. Þá var hann verkstjóri við Sláturhús Hafnar á Seifossi á sláturtíðum 1954-72. Vigfús og kona hans fluttu á Sel- foss 1973 og var hann gjaldkeri Hafnar 1973-89 en hefur frá 1990 ekið eigin sendibíl, einkum í þágu Sjúkrahúss Suðurlands. Fjölskylda Vigfús kvæntist 22.4.1948 Ses- selju Sumarrós Sigurðardóttur, f. 22.4.1915, húsfreyju. Hún er dóttir Sigurðar Einarssonar, b. að Víði- nesi og Seljatungu, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur ljósmóður. Börn Vigfúsar og Sesselju eru Einar Páh, f. 3.11.1948, starfar við landbúnað í Gaulverjabæ; Sigurð- ur, f. 17.8.1950, þjónn í Reykjavík og á hann fjögur börn; Ingibjörg, f. 19.5.1956, útgerðartæknir og skrifstofumaður hjá Granda í Reykjavík, gift Ólafi Jónssyni frá Eyrarbakka og eiga þau eina dótt- ur. Systkini Vigfúsar: Gunnar, f. 1.9. 1913, sjómaður í Reykjavík; Valur, f. 12.6.1915, d. 1986; Vigdís, f. 1917, d. 1924; Sigurður, f. 21.9.1918, bú- settur á Selfossi; Hjalti, f. 25.8.1921, d. 1993; Valgerður, f. 19.7.1926, verslunarmaður og húsfreyja í Reykjavík; Álfheiöur, f. 1.8.1928, húsfreyja í Reykjavík; Skafti, f. 13.10.1929, verkamaður á Selfossi; Sigríður, f. 10.5.1931, símamær á Selfossi; Benedikt, f. 17.9.1932, d. 1993, bifreiðastjóri á Selfossi; Sig- tryggur, f. 18.8.1935, bifreiðastjóri á Selfossi. Foreldrar Vigfúsar voru Einar Sigurðsson, f. 16.11.1884, d. 22.7. 1963, bóndi að Gljúfri og Helli í Ölfusi, og k.h., Páhna Benedikts- dóttir, f. 28.7.1890, d. 18.9.1962, húsfreyja. Vigfús Einarsson. Ætt Einar var sonur Sigurðar Sig- urössonar og Valgerðar Einars- dóttur sem bjuggu á Bakka. For- eldrar Páhnu voru Benedikt Kristj- ánsson og Álfheiður Sigurðardóttir er bjuggu að Viðborði við Homa- fjörð. Vigfús verður að Efstalandi í Ölf- usi laugardaginn 3.9. og tekur á móti gestum þar á mhli kl. 15 og 18. afmælið 4. september Sesselja Benediktsdóttir, Brimnesbraut 3, Dal vík. Gísli Kristinsson, Hlemmiskeiði 2, Skeiðahreppi. kl. 15-18 á afmæbsdaginn. Sólveig Geirsdóttir, Tjaidanesí 1, Garðabæ. Jón Hannesson, Grenivöhum 12, Akureyri. 60ára Alfred Eugen Anderson, Strandgötu 17, Hafnarfirði. Annalísa H. Sigurðardóttir, Þórunnarstrætill8, Akureyri. Guðmundur Maríasson, Tangagötu 31, ísafirði. Ingibjörg Jósefsdóttir, Álfaskeiði 45, Hafnarfirði. Ásmundur Daníelsson flugvélstjóri, Einarsnesi40, Reykjavík. Eiginkona hanserElsa Magnúsdóttir, húsmóðir og afgreiðslumaður. Þaueraaðheiman. Guðbjartur Þorvarðsson, Naustabúð 6, Hehissandi. Skúli Halidórsson, Hjallaseh 10, Reykjavík. Erla Víglundsdóttir, Áshamri 4, Vestmannaeyjum, Kristján Þ. Jónsson, Brekkustíg 5, Bakkafirði. HelgaÞ. Stephensen, Undralandi 4, Reykjavík. 70 ára Guðrún L. Vilmundar, Dunhaga ll, Reykjavík. Húntekurá mótigestumí Rafveituheim- ilinu v/Raf- stöðvarveg frá Ólafur Rögnvaldsson, Munaðarhóli 19, Hellissandi. Regína Geirsdóttir, Sunnuhhð, Vopnafirði. Anna Sigrún Björnsdóttir, Kirkjuteigi 23, Revkjavík. Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson, Kaplaskiólsvegi 51, Reykjavik. Sigríður Hahdórsdóttir, Steinahlíð8a, Akureyri. Margrét Harðardóttir, EiðLsmýri 14a, Seltjaraamesi. GunnarB. Baldvinsson, Engihjalla 25, Kópavogi. Tómas Rasmus, Eyrargötu 17, Eyrarbakka. 95 KAUPBEIÐNI Nafn: Kennit: Heimilisfang: Slmi: Q EuroCH Visa.nr: Gildistlmi: Q Póstkrafa: l~lStór-Revkjavikursvæðið n Akureyri Undirskrift: I t 1 slembimiöi 2 slembimiðar Þú fyllir út kaupbeiðni/r og velur hvort þú viljir sjá leikina á Akureyri eða Stór-Reykjavíkursvæðínu. slembimiöapottinum verða 5000 miðar og því er ekki öruggt að jiú fáir miða. Slembimiðinn gildir á eitt leikkvöld sem eru 2 eða 3 leikir. í pottinum verða 250 miðar á útsláttarkeppnina og eru þeir mun verðmeiri. Ef heppnin er með þér getur þú fengið miða á úrslitaleikinn fyrir aðeins 2500 kr.l Þeir aðilar sem verða dregnir út fá skriflegt svar fyrír I október og greiða þeir 2500 kr. fyrir slembimiðann. EINKASÖLUAÐILI RA^VÍS Pósthólf 170,602 Akureyri. S: 96-12999, 96-12800, 91-641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.