Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 53 Niels-Henning 0rsted Pedersen er heiöursgestur RúRek hátíðar- Innar. Niels-Henning opnar djasshátíðina Heiðursgestur RúRek djasshá- tíðarinnar í ár verður danski bassasnillingurinn Niels-Henn- ing 0rsted Pedersen en það var einmitt koma hans hingað til lands 1977 sem segja má að hafi verið upphafið að hinni nýju djassvakningu á íslandi. Og í til- efni fimmtíu ára afmælis lýðveld- Tónleikar isins hefur Niels hóaö saman fé- lögum sínum sem léku hér 1977, Ole Koch Hansen og Alex Riel, til að endurtaka leikinn. Þeir munu opna djasshátíöina í Útvarpshús- inu á morgun kl. 17.00 og halda um kvöldið tónleika á Hótel Sögu. Við setningu hátíðarinnar munu þeir flytja nokkur íslensk þjóðlög. Niels-Henning Orsted Pedersen er vafalaust einn fremsti kontra- bassaleikari í heiminum. Undan- farin þrjátíu ár hefur hann veriö frægur um allan heim. Tengsl bók- mennta og myndlistar Dr. Jean Lancri, myndlistar- maöur og prófessor í fagurfræði, flytur fyrirlestur í boöi heim- spekideildar Háskóla íslands í dag kL 16.00 í stofu 101 í Odda. Pyrirlesturinn er á ensku og Fundir nefnist When Painting Questions Literature. Jean Lancri hefur fengið við aö rannsaka tengsl bókmennta og myndlistar, jafht i ritum sínum og myndverkum. í fyrirlestrinum verður fjallaö um veggmynd frá upphafi fjórtándu aldar eftir Giotto, Fundinn við Gullna hliðið. Fótbolti, golf og hlaup Það verður mikið um aÖ vera á íþróttasviðinu um helgina í mörgum íþróttum. Eftir smáhlé í 1. deildinni verður keyrt á fullu í dag og verður 16. umferð leikin. í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan. Á KR-vellinum íþróttir keppa KR og Fram, Breiðablik tekur á móti ÍA í Kópavogi, í Keflavik leika ÍBK og FH og á Valsvellinum leika Valur og Þór. Stærsta golftnót helgarinnar fer fram í Vestmannaeyjum. Er þetta síðasta stigamót sumarsins og eftir það ætti að verða ljóst hveij- ir skipa landslið íslendinga í golfl. Fyrir háforsafarmenn er rétt aö benda á golfmót sem fer fram á Bakkakotsvelli í Mosfellssveit Þá eru opin mót á Selfossi og í Grindavik. Allir bestu maraþonhlauparar landsins og áhugasamir skokkar- ar verða efalaust á Selfossi i dag en þá fer þar fram árlegt brúar- hlaup og er keppt í nokkrum vegalengdum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. OO Smáskúrir sunn- an- og vestanlands I dag verður fremur hæg suðlæg eða breytileg átt um allt land, smáskúrir Veðrið í dag sunnan lands og vestan en léttskýjað norðan til. Hiti veröur á bilinu 10-19 stig, hlýjast norðaustanlands. Á höf- uðborgarsvæðinu veröur suðlæg átt, gola eða kaldi og smáskúrir. Hiti 8-13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.37 Sólarupprás á morgun: 6.18 Síðdegisflóð í Reykjavik: 16.58 Árdegisflóð á morgun: 05.20 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri hálfskýjað 17 Akumes rigning 11 Bergsstaðir skýjað 14 Kefia vikurflugvöllur úrkomaí grennd 12 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 13 Raufarhöfn skýjaö 15 Reykjavík úrkomaí grennd 12 Stórhöföi súld 11 Bergen léttskýjað 19 Helsinki skýjað 18 Kaupmannahöfn þokumóða 17 Berlín alskýjað 2l' Feneyjar þrumuveð- ur 20 Frankfurt skúrásíð. klst. 21 Glasgow léttskýjað 17 Hamborg skýjaö 21 London léttskýjað 20 Nice léttskýjað 25 Róm skýjað 27 Vín skýjað 24 Washington skýjað 18 Winnipeg lágþoku- blettir 5 Þrándheimur léttskýjað 20 Myndgátan Dregurtil stafs Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Edward Furlong i hlutverki sínu i Heilaþvotti. Leikur verður raun- veru- leiki Heilaþvottur (Brainscan) er framtíðarmynd þar sem fjallað er um þann litia mun á raunveru- leika og leik sem nýr „leikur" skapar. Edward Furlong leikur sextán ára dreng, Michael, sem er mikill aðdáandi hryllings- mynda. Hann kynnist nýjum ör- tölvuleik og er honum lofaö því að áhrifin verði hrollvekjandi. Forvitni Michaels er mikil og Bíóíkvöld hann stingur diskinum inn í tölv- una sína og allt í einu er hann staddur 1 bakgaröi skuggalegs húss. Ósjálfrátt tekur hann sér hnif í hönd, fer inn í húsið og drepur sofandi mann. Hann yfir- gefur húsið og vaknar heima hjá sér í svitabaði. Hryllingurinn byrjar þegar hann heyrir í frétt- um að maður í nágrenninum hafi werið drepinn með hníf. Edward Furlong, sem leikur drenginn, skaust upp á stjömu- himininn þegar hann lék á móti Arnold Schwarzenegger í Ter- minator 2. Hann lék síðast í My Girl 2. Aðrir leikarar em Frank Langella, T. Ryder Smith og Amy Hargreaves. Nýjar myndir Háskólabíó: Sannar lygar Háskólabíó: Kika Laugarásbíó: Endurreisnarmaðurinn Saga-bíó: Umbjóðandinn Bíóhöllin: Þumalína Bíóborgin: Ég elska hasar Regnboginn: Flóttinn Stjörnubíó: Hcilaþvottur Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 209. 2. september 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,600 68.800 68,950 Pund 106,020 106,340 105,640 Kan. dollar 50,180 50.380 50,300 Dönsk kr. 11.0350 11,0790 11.0480 Norsk kr. 9,9330 9.9730 9,9710 Sænskkr. 8.8980 8,9330 8,9110 Fi. mark 13,4520 13,5050 13.4890 Fra. franki 12,7150 12,7660 12.7790 Belg. franki 2,1145 2,1229 2,1249 Sviss. franki 51,8200 52,0300 51,8000 Holl. gyllini 38.8100 38,9600 38.9700 Þýskt mark 43,5500 43.6800 43,7400 It. líra 0,04328 0,04350 0,04325 Aust. sch. 6,1840 6,2150 6,2190 Port. escudo 0,4266 0.4288 0.4297 Spá. peseti 0,5245 0,5271 0,5265 Jap. yen 0,68730 0,68940 0,68790 Irskt pund 104,530 105,050 104.130 SDR 99,51000 100,01000 99.95000 ECU 83,1700 83.5000 83.440 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.