Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994 Neytendur Ný skýrsla Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins: Handvömm iðnaðarmanna og hönnuða oft orsök tjóna - 15. hver fjölskylda greiðir 200-300 þúsund kr. árlega vegna vatnstjóns „Það kom okkur verulega á óvart hversu stór hluti tjóna í heimahús- um er vatnstjón vegna bilaðra hita-, frárennslis- og neysluvatnslagna. Ending lagnakerfa er ekki í neinu samræmi við endingu þeirra bygg- ingarhluta sem hylja þau, gólf endast t.d. í 100-200 ár en pípulagnir í 20-30,“ sagði Einar Þorsteinsson, deildar- stjóri lagnadeildar Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins, en hann vann skýrslu sem stofnunin sendi nýlega frá sér um rannsókn á vatnstjónum í íbúðarhúsum, orsök- um þeirra og afleiðingum. „Tjónin verða helst við innsteyptar eða aðrar huldar lagnir sem ekki eru sýnilegar og aögengilegar, t.d. í gólfi, undir baðkeri eða í einangrun útveggja. Lagnirnar tærast í sundur vegna raka í umhverfmu og byrja að leka. Þetta er bara venjulegt járn sem þolir ekki að liggja í bleyti. Lek- inn uppgötvast svo ekki fyrr en of seint þegar tjón hefur þegar hlotist af,“ sagði Einar. Mjög algengt er að endurtaka þurfi viðgerð lagnakerfis eftir nokkur ár og þá aftur í kjölfar vatnstjóns vegna þess að ekki var komist fyrir hina raunverulegu or- sök. Samkvæmt skýrslunni er skýringu á orsökum vatnstjóna oftast að fmna í óheppilegri staðsetningu lagna, lé- legum frágangi lagnaumhverfis, rangrar efnisnotkunar miðað við aðstæður eða annarrar handvamm- ar iðnaðarmanna og hönnuða. Einar sagði ástandið t.d. mjög slæmt vestan Elliðaáa (í Eossvogi, Hlíðunum og í vesturbæ) en betra fyrir austan Ell- iðaáa (í Árbæ og Breiðholti) en bygg- ingafulltrúi gerði auknar kröfur í þeim húsum sem byggð voru upp úr 1970. Aðgengilegar lagnir „Fólk á að biðja arkitekt og pípu- lagningahönnuð hússins um utaná- liggjandi lagnir í opnum stokkum. Það er hægt að hylja þær snyrtilega meðfram gardínum eða ööru svo fólk taki ekki eftir þeim en þær verða að vera aðgengilegar. Þetta tíðkast t.d. í Skandinavíu en þar er bannað að leggja lagnir inn í veggi. Að sama skapi þarf að vera rist eða lúga fram- an við baðker og sturtubotna," sagði Einar. Aðspurður hvort ekki væri hægt að nota betri efni sem ekki tærast sagði hann plast reyndar þola rak- ann betur. „En þar eru ljón í vegin- um. Byggingafulltrúinn í Reykjavík, Hitaveita Reykjavíkur og reglugerðir þessu tengdar eru okkur andsnúnar í því að taka upp ný efni. Byggingar- yfirvöld á höfuðborgarsvæðinu leggjast gegn því að nota plast í lagn- ir og telja að það geta valdið vand- Þegar skipt er um lagnir komist sé fyrir orsökina, eru þær nýju oft iagðar á sama stað án þess að lekann inn um útvegg hússins. 80% ' 70 Héildarflökkúíi vatnstjóná eftir upptökum Flokkun bilana rennslis- rörakerfum eftir upptökum i 8% 7 6 5 4 3 ■ m m m I 1 I I I l Rörakerfi Tæki og Mannleg Annaö búnaður mistök Innri Ytrl Brot Stífla Ytrl Tregt tæring áverki tæring rennsli ræðum. Menn hafa áhyggjur af því að það verði of auðvelt fyrir einstakl- inga að kaupa og leggja slíkar lagnir sjálfir þannig að það verði ekki rétt gert. Fólk gæti einnig skort þekkingu á því að sjá muninn á góðu og lélegu plastefni þar sem það er ekki svo auðvelt," sagði Einar. Hann sagði byggingafulltrúa úti á landi þó eitt- hvað farna að leyfa plastlagnir. 15. hver fjölskylda í skýrslunni kemur fram að bóta- greiðslur tryggingafélaganna vegna vatnstjóna eru töluvert yfir milljarð- ur árlega, verulega mikið hærri upp- hæð en t.d. bruna- og innbrotstrygg- ingar til samans. Þar af eru 8% ein- göngu vegna bilunar í vatnslásum undir baðkörum, eða 80 milljónir. „Það má reikna með að hver fjöl- skylda verði fyrir vatnstjóni á 15 ára fresti, eða 15. hver fjölskylda á ári, sem kostar að meðaltali 200-300 þús- und krónur hvert. Þau geta auðvitað verið miklu meiri eða miklu rninni," sagði Einar. Algengt er að vatnslásar (t.d. i baðkörum) fari að leka innan tíu ára. Innilokað vatn veldur skemmdum og alls konar örverur lifa þar góðu lífi. Að lokum tærast lagnir og stórtjón hlýst af. „Við höfum brotið blað í neyt- endaþjónustu vátryggingafélaga og lengt afgreiðslutíma félagsins. Það verður opið frá kl. 8-17 í vet- ur eða einni klukkustund lengur en þekkst hefur áður,“ sagði Ólaf- ur Jón Ingólfsson, starfsmanna- stjóri hjá Sjóvá-Almennum, í samtali við DV. Aðspurður sagði hann tilgang- inn vera að koma til móts við þarflr neytenda þar sem mikið væri hringt þegar húsio væri lok- að. „Þetta kostar félagið ekkert meira, starfsfólkið er vant að vinna sveigjanlegan vinnutíma og nú verður bara séð til þess að það séalltaf einhver á staðnum," sagöi Ólafur Jón. baðsæti Barnabaðsæti geta verið hættu- leg ef þau eru notuð rangt. Holl- ustuvernd ríkisins hefur borist tilkynning erlendis frá um að 15 ungbörn hafi drukknaö i baðker- um eftir að hafa verið skilin eftir ein í slikum sætum. Baðsætin eru af mörgum gerð- um og ýmist með föstu sæti eða lausum svampsætispúða. Á botni sætanna eru festar gúm- eða plastsogskálar sem ætlaðar eru til að festa sætið við botn bað- kera. Hættan felst í fólsku öryggi forráða- eða umsjónarmanna bamanna. Þeir telja börnin örugg og bregða sér frá en sogskálarnar era í raun alls ekki nægilega traustar og losna auðveldlega við hreyfingu barnanna. Margar mismunandi gerðir af baðsætum eru á markaði hér á landi og er merkingum rnjög áfátt. Við athugun HoUustu- verndar ríkisins fannst aðeins ein tegund baðsæta með skýrri að- vörunarmerkingu sém skráð var á ensku. Engin tegund var með notkunarleiðbeiningum á ís- lensku eða aðvörun um að skilja börnin aldrei eftir ein í þeim. Telur Hollustuvernd því brýna ástæðu til að vara alla foreldra og umsjónarmenn ungbarna við notkun slíkra baðsæta. Fyrir þá sem er u hrifnir af sýrð- um gúrkum er tilvalið að útbúa sínar eigin. Það bæði sparar pen- inga og eykur ánægjuna af því að borða þær. Eftirfarandi upp- skrift fengum við hjá Áslaugu Kristjánsdóttur en þeir sem vilja geta minnkað magnið. 10 gúrkur 2 Zi lítrar edik 1 V< kg svkur gúrkukrydd ('/« box eða 1 bréí) 1 tsk. betamon Skrælið gúrkurnar, takið kjarn- ann úr þeim og skerið þær í lengj- ur. Sjóðið löghm ásamt gúrkun- um í 3-5 mínútur og látið í hrein- ar krukkur með loki. Súr síld Við látum einnig fljóta með uppskrift af súrri síld frá Ás- laugu. 4 síldarflök 1 stór laukur 10 svört piparkorn 1 blað lárviðarlauf 5 msk. edik 1 Vi dl vatn 1 dl sykur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.