Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994 Meiming___________________________________ Örlagavaldið á geislaplötum Um þessar mundir snýst íslenskt tónlistarlíf mjög um „Vald örlag- anna“, hina stórbrotnu óperu Verdis, sem Þjóðleikhúsið sýnir við góðan orðstír og mikla aðsókn. Sá sem þetta skrifar er sjálfsagt ekki einn um að leggjast í skipulega hlustun á óperuuppfærslum áður en hann bregður sér á lifandi uppfærslu sem bæði eykur á ánægju og greiðir úr ýmsum flækjum sem kunna að leynast í frásögninni. Hvað „Vald örlaganna" snertir er brýnt að koma vel undirbúinn til leiks því söguþráðurinn er sannast sagna svo ólíkindalegur - fáránlegur segja sumir - að áheyrandi þarf að hafa sig allan við að fylgja honum eftir. Raunar hef ég heyrt þá skoðun að brota- og tilviljunarkennd atburöarásin í þessu verki eigi ein- mitt að árétta þá fremur óguðlegu skoðun Verdis að mannskepnan sé í einu og öUu leiksoppur örlaganna. Voðaskot í Sevilluborg á Spáni getur því sett af stað keðjuverkandi hörmungar vítt og breitt um Evrópu. En nóg er um dýrðlega tónlist í þessari óperu sem hefst með mögnuðum forleik og býður auk þess upp á glæsilegar aríur bæði fyrir sópran og tenóra, ástardúetta og dramatíska hópsöngva. Dýpt eða hraði Á íslenskum markaði hef ég rekist á þijár útgáfur óperunnar á geisla- plötum, upptöku Sinopolis (DG), Gardellis (EMI) og Serafins (HMV), auk videoupptöku sem James Levine stjórnar. Þær hafa allar sér til ágætis Tórúist Aðalsteinn Ingólfsson nokkuð en samt held ég að útgáfa Sinopolis sé jafnbest ef á heildina er litið. Þótt ítalskur sé hann fram'í fingurgóma, fer Sinopoli að mörgu leyti „óítalska" leið við stjómun ópemnnar, hægir á atburðarásinni, og þar með á hraða, til að komast til botns í þeim tilfmningum sem tónlistin og söngurinn tjáir. Þetta gefur óperanni hæði ljóðrænt og mikilúðlegt yfir- bragð og dregur eflaust fram það besta í hverri rödd. Rosalind Plowright hefur sjaldan verið betri, Agnes Baltsa er áhrifamesta Preziosilla sem nú fyrirflnnst á geislaplötu og þeir Renato Bruson og góðkunningi okk- ar, Paata Burchuladze, em báðir í finu formi. Carreras (Don Alvaro) er sá eini sem ekki veldur hlutverki sínu til fullnustu; er þó alls ekki slæmur. Eldri upptökur EMI gaf nýlega út upptöku frá 1970 þar sem annar ítalskur hljómsveitar- stjóri, Lamberto Gardelh, er \dð stjómvölinn. Hér er á ferðinni meiri hraöi, skarpari andstæður, bæöi í uppbyggingu verksins og samspili radd- anna. Martina Arroyo hefur tæplega mýkt og tilflnningalega vídd Rosa- jh lindar Plowright og Antonio Zerbini er ekki sérlega andríkur Calatrava, en Cappucilli (Don Carlo), Bergonzi (Don Alvaro) og Raimondi (Faðir Guardiano) eru allir prýðilega áheyrilegir. Hins vegar líður öll geislaplat- an eilítið fyrir þurrlegan og „lokaðan" hljóm, sem verður að skrifast á reikning upptökustjóra eða aöstæðna. í leiðinni langar mig rétt að minna á áðurnefnda upptöku Tullio Seraf- ins (1955) vegna þess að hún skartar Maríu Callas upp á sitt allra besta. Hún kemur fram með nýjan skilning á hlutverki Leónóru, fmnur ný blæ- brigði í söngtextanum og keyrir á fullum tilfinningalegum krafti allt í gegn. Callas ber höfuð og herðar yfir aðra söngvara á geislaplötunni og þótt hann stytti textann ótæpilega fer Serafin skynsamlegan milliveg í stjórn sinni. Eitt er víst að enginn aðdáandi Callas verður svikinn af þessari upptöku. La Forza del Destino; DG 419 203-2; Plowright, Carreras, Bruson, Burchuladze, Baltsa; Philharmonia, Sinopoli Umboö á íslandi: Skifan La Forza del Destino; EMI Classics 0777 7 64646; Arroyo, Bergonzi, Cappucilli, Raimondi, Casoni, Evans; Royal Philharmonia, Gardelli Umboö á íslandi: Skífan La Forza del Destino; HMV mono, CDS 47581-8; Callas, Tucker, Tagliabue, Cla- bassi, Nicolai, Rossi-Lemeni, Capecchi; La Scala, Serafin. Umboð á íslandi: Skifan Verslunarhúsnæði! Verslunarhúsnæði, ca 90-150 m2, óskast við Laugaveg. Svarþjónusta DV, sími 632700. H-9488. strax 91- GMC Jimmy 1991 Einstaklega vel með farinn 5 dyra svartur dekurbíll. Rafmagn í rúðum, samlæsing hurða, vél 4,3 I, sjálf- skiptur, litað gler, reyklaus bíll, einn með öllu. Einn eigandi frá upphafi. Ekinn 54.000 km. Frábær fjöl- skyldu- og ferðabíll. Verð kr. 2.650.000, skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar í síma 22013 og 44122. Tólf vindstig - á sýningu Thors Vilhjálmssonar 1 Sóloni Islandus í skrá nýopnaðrar sýningar sinnar í Galleríi Sólon íslandus segir Thor Vilhjálmsson að hvað styðji ann- að, að sínu viti, ritstörf og myndsmíð. Margir geta ugglaust tekið undir þau orð, enda eru mýmörg dæmi þess að rithöfundar stundi myndlist öðrum þræði eða myndlistarmenn ritiist. Fyrir fáeinum mánuðum sýndi t.a.m. Sigurður Guðmundsson myndverk sín á þessum sama stað og haföi þá um svipað leyti gefið út sína fyrstu skáldsögu. Þessa er hér getið vegna þess að þeim listbræðmm, Sigurði og Thor, svipar um sumt Myndlist Ólafur J. Engilbertsson saman þegar kemur að efnisvali og úrvinnslu hug- mynda. Líkt og Sigurður málar Thor á pappír hlaöinn texta og lætur mynd og texta kallast á. Þannig má segja að ritlist og myndhst falli saman í ljúfa löð hjá hvomm um sig, án þess að samanburður á list þeirra sé hér teygður lengra. Thor Vilhjálmsson rithöfundur og listamaður opnaði á laugardaginn myndiistasýningu í Galleri Sólon ís- landus i Bankastræti. \ Innsæi og grallaraskapur Á sýningu Thors eru tuttugu og tvær myndir, allar unnar með olíukrít, bleki, vatnslit og ef til vill fleiri meðölum á prentaðan pappír. Pappírinn er fyrrum forsíður og innsíður dagblaða úr öllum heimshornum, mest ber*þó á dagblöðum rómönsku Miðjarðarhafs- landanna og svo íslenskum. Blöðin gefa myndunum í senn tengsl við hið daglega líf og era listamanninum jafnframt tilefni til myndgerðar. Þar eru undirrituðum hvað efst í huga myndir á borð við „Blóðugt kvöld“ og „Sptiað fyrir fiskinn" (nr. 6 og 7), þar sem Thor hefur spunnið í senn af innsæi og grallaraskap við ljós- myndir og fyrirsagnir blaðanna. Svipað má segja um myndirnar númer 9 og 10, „Snædans" og „Hispurs- leysi“, að því viðbættu að þar skapar grunnpappírinn afar sérstæða myndbyggingu sem minnir að nokkru á ósjálfráðar teikningar súrrealistanna á þriðja ára- tugnum. Fljótandi og fjúkandi Thor tekst hvað best upp í slíkum verkum þar sem myndbyggingin er í senn formföst og fljótandi og litir næsta gegnhetiir, s.s. í mynd númer 13, „Fundur", og númer 17, „Byltingin okkar megin". í þeim verkum og nokkrum öðrum er ekki ýkja langur vegur tti mynd- gerðar skáldbróður Thors, Dags heitins Sigurðarson- ar. Öll sköpun fellur samkvæmt þessum verkum að sama ósi þar sem listirnar renna út í eitt og annað- hvort fljóta eða botnfalla. Hér fýkur hins vegar margt eftir yfirborðinu, enda tólf vindstig a.m.k. í einni mynd og sumt á sýningunni má vissulega kalla „dont og fönd- ur“ að hætti listamannsins. Húmor og frásagnargleði eru aftur á móti þættir sem eru alltof fyrirferðarlitlir í hérlendri myndhst og fá hér að nokkru uppreisn æru. Sýning Thors Vtihjálmssonar í Sóloni íslandusi stendur tti 3. október. Regnboginn - Abir heimsins morgnar: ★★★ Tónlist í mynd Tónlist er órjúfanlegur hluti af Allir heimsins morgnar (Tous les matins du monde). Hin fallega, tregafulla og um leið krefjandi tónhst smýgur inn í áhorfandann og situr þar eftir. Það sem aftur á móti gerir myndina jafn áhugaverða og raun ber vitni er að tónlistin tekur samt aldrei völdin af kvikmynd- inni. Persónurnar eru jafn sterkar og tónlistin og lifa með manni lengi á eftir. Allir heimsins morgnar er fyrst og fremst kvikmynd um tilfinningar. Það er dauði eiginkonu de Sainte Colombe, sem hann syrgir alla ævi, sem gerir það að Kvikmyndir Hilmar Karlsson verkum að hann fer að semja tónhst sem er allri tónl- ist fegurri. Og það er einnig hin dásamlega tónlist Sainte Colombe sem óbeint verður þess valdandi að eldri dóttir hans, Madelaine, tærist upp í ástarsorg. í eftirminnilegu byrjunaratriði, þar sem við fylgj- umst með útlifuðu andhti Gerards Depardieu, sem leikur Marin Marais, eina nemandann sem de Sainte Colombe tók að sér, segir hann nemendum sínum, sem kalla hann meistara, að hann hafi eitt sinn einnig átt sinn meistara. Út frá þessu atriði byrjar hann að rifja upp ævi Sainte Colombe. Marais er sögumaður mynd- arinnar en hann kemur samt ekki tti sögunnar fyrr en um um miðja mynd. Við dauða eiginkonu sinnar einangrar Colombe sig frá umheiminum, byggir sér kofa við setur sitt, þar sem hann leikur mestahan daginn á gömbuna sína, hljóðfæri sem ekki er mikið notaö í dag en hefur greini- lega mikla eiginleika ef marka má tónhstina í mynd- inni. Hann kennir dætram sínum hstina að sptia á hljóðfærið. Brátt spyrst út hæfni hans og fegurð þeirr- ar tónhstar sem hann leikur og hirðin vtil fá hann til sín. Colombe er trúr sinni einangrun og hrekur alla á brott sem til hans koma. Það er aðeins Marais sem fær náð fyrir augum hans og þá aðallega vegna þess að dætur hans sækja það fast aö hann fái leiðsögn. Mad- Nemandinn og kennarinn. Gerard Depardieu og Je- an-Pierre Marielle í hlutverkum sínum. elaine verður yfir sig hrifinn og Marais notfærir sér ást hennar en metnaður hans er mun veraldlegri en Sainte Colombe og brátt sktija leiðir. Sainte Colombe, sem Jean-Pierre Mariehe leikur eft- irminntiega, er þungamiðja myndarinnar og sú per- sóna sem gefur myndinni mest gildi. Það er varla hægt að segja að hann taki ástfóstri við tónlistina held- ur veitir hún honum frið frá sorginni og má með sanni segja að honum sé tila við aha tónlistarmenn og orð hans til hins unga Marais þegar hann segir: „Þú leik- ur af tilfmningu, þú dregur bogann vel, vinstri hönd þín fer fimlega um strengina og trihur þínar eru mjög vel útfæröar, en ég heyri enga tónlist", lýsa kannski best viðhorfum hans til tónhstarmanna. Sagan sem sögð er í Allir heimsins morgnar er ein- staklega áhugaverð, býr yfir miklu innsæi í tilfmning- ar einstakra persóna og verður þegar á hetidina er htið klassískur harmleikur sem býr yfir vissri fegurð sem hin gullfahega tónlist gefur myndinni, en einstaka atriði hefðu þó þolað styttingu. Eitt að lokum. Það ein- tak af myndinni sem Regnboginn býður upp á er í Slæmu ástandi og varla boðlegt. Allir heimsins morgnar (Tous les matins du monde). Leikstjóri: Alain Corneu. Handrit: Pascal Quignard eftir eigin skáldsögu. Tónlistarumsjón: Jordi Savall. Aðalleikarar: Jean-Pierre Marielle, Gerard Depardieu, Anne Brochet og Guillaume Depardieu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.