Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994
3
Fréttir
Verkalýðsarmurinn VÍ112. sætið í Reykjavík:
Hef áður þurft
að berjast
fyrir þingsæti
- segir Guðrún Helgadóttir alþingismaður
„Ég er svo sem ekkert farin að setja
mig i stellingar fyrir komandi forval
eða prófkjör að öðru leyti en því að
ég hef þegar lýst því yfir að ég gefi
kost á mér áfram og tel mig eiga
heilmikið verk óunnið. Svo verður
máður bara að lúta því hvort einhver
vill mann,“ sagði Guðrún Helgadótt-
ir, þingmaður Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, í samtali við DV.
Því er haldið fram að verkalýðs-
armur flokksins ætli að koma manni
í 2. sætið á listanum viö næstu kosn-
ingar. Til þess þarf að sigra Guðrúnu
Helgadóttur í forvali en hún skipar
nú 2. sætið á listanum.
„Ég hef aldrei gert neina kröfu til
þess að eiga eitthvert sæti. Ég hef
bara orðið að lúta niðurstöðu for-
vals. í upphafi fór ég inn á þing úr
fjórða sæti á listanum. Þar næst fór
ég inn úr þriðja sætinu og tvisvar
hef ég verið í öðru sæti,“ sagði Guð-
;rún.
Hún benti á að hafi menn hug á að
vega að sér og koma einhverjum úr
verkalýösarminun í 2. sætið þá hafi
það svo sem verið reynt fyrr.
„Einu sinni gerði Ásmundur Stef-
ánsson, þáverandi forseti ASÍ, atlögu
að því sæti sem ég sat í. Hann til-
kynnti það meira að segja opinber-
lega. Ég fór í slaginn við hann og bar
sigur úr býtum. En eins og ég segi
geri ég ekki kröfu til aö ég eigi eitt-
hvert sæti en ég berst fyrir sætinu
sem ég er í. Ég tel heldur enga ástæðu
til aö ætla að kjósendur í Reykjavík
hafi sérstakan áhuga á því að ég
hætti á þingi. Ég vil hins vegar endi-
lega benda þeim mönnum á, sem
hafa áhuga á að koma fólki úr verka-
lýðsarmi flokksins á þing, að berjast
fyrir því að Alþýðubandalagið fái
fleiri menn kjörna í Reykjavik en
ekki að vera að berjast innbyrðis um
sætin," sagði Guðrún.
Lára V. Júlíusdóttir:
Fylgi Jóhönnu
úr flokknum
„Ég fylgi Jóhönnu út úr Alþýðu-
flokknum. Ég gekk í flokkinn fyrir
tilstilli Jóhönnu og til að vinna með
henni. Ég hef reynt að gera það eftir
bestu getu og hef staðið með henni í
þessum hremmingum. Mér finnst
skorta á einlægni hjá stjórnmála-
mönnum og að þeir vinni að sínum
málum af fullum hug. Ég held áfram
að styðja Jóhönnu því að hún er ekta
og einlæg í sínum málum en ég ætla
ekki í framboð sjálf,“ segir Lára V.
Júlíusdóttir lögfræðingur.
Ekki er búist við því að mikill fiöldi
fólks gangi úr Alþýðuflokknum í
kjölfar úrsagnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttur úr flokknum. Það er þó ljóst
að hörðustu stuðningsmenn Jó-
hönnu, til dæmis Lára V. Júlíusdótt-
ir, Þorlákur Helgason og Sigurður
Pétursson og Ólína Þorvarðardóttir,
munu ganga úr flokknum. Ekki hef-
ur náðst í Braga Guðbrandsson, fyrr-
verandi aðstoðarmann Jóhönnu, og
því ekki vitað hvaða afstöðu hann
tekur.
Nokkrir félagar í Jafnaðarmanna-
félagi íslands yflrgáfu Alþýðuflokk-
inn um leið og félagið sagði sig úr
Alþýðuflokknum.
Loönuvertíöin:
Af lahæsta skipið nálg-
ast 10 þúsund tonn
Sigurður VE er aflahæsta skipið
það sem af er loðnuvertíðinni. Veiðin
hefur verið afar dræm að undan-
fömu og t.d. bárust ekki nema tæp-
lega 7 þúsund tonn á land í síðustu
viku. Loðnan finnst ekki en menn
eru vissir um að þegar hún kemur í
leitirnar muni færast mikið líf í veið-
arnar.
Afli Sigurðar VE er nú 9.405 tonn
en næstu skip era; ísleifur VE 8.855
tonn, Húnaröst RE 8.363 tonn,
Hólmaborg SU 7.781 tonn, Bjarni Ól-
afsson Ak 7.770 tonn, Hákon ÞH 7.499
tonn, Börkur NK 7.367 tonn, Örn KE
7.325 tonn og Grindvíkingur GK 7.174
tonn.
Alls hafa 43 skip fengið úthlutaðan
loðnukvóta og hafa 38 þeirra hafið
veiðar.
Ungir framsoknarmenn:
Vilja jöf nun atkvæðavægis
„Það er ekki hægt að búa til lengd-
ar við kosningalög sem mismuna
þegnunum. Kosningalög eru horn-
steinn lýðraeðis í hverju landi og þar
eiga alUr að sifia við sama borð,“
segir í ályktun sem samþykkt var
samhljóða á miðstjórnarfundi Sam-
bands ungra framsóknarmanna sem
fram fór á Hvalfiarðarströnd um
helgina.
I ályktuninni segir að þó lands-
mönnum sé víða mismunað eftir
búsetu verði slíkt ekki lagfært með
misvægi atkvæða. Þá segir að núver-
andi kosningalög séu ekki á vetur
setjandi. Þingmenn eru sagðir van-
hæfir í máhnu og því þurfi að leita
aðstoðar manna sem ekki stunda
pólitísk hrossakaup.
Þjóðvegahátíðinni er lokið
en viö höldum áfram..
Hátíðakvöldverður með þjóðlegu ívafi. Létt ekemmtidagekrá með dar\eis
eöng og gamanmálum. Óevikin hátíðardagekrá með íelenekum
etjörnufane. Þjóðhátíðardaneleikur fram á rauða nótt.
Z/y/y/i d As//ú)/stst/ //trd Áf’///t/////ff///// -íÁ/z/i/////////'//)/
y//////////////^, y/y// /'f/y// y/'///s//\ //■//. ■
//’ ■j////
v/</////
Edda "Edda' ' Björgvinsdóttir
fjallkona, ráðskona og kvenréttindakona
Sigurður £>iggi Sigurjónsson
aerobikkennari, garðyrkju- og tamningamaður
Þjórhallur "Laddi' ' Sigurðsson
glímu-, brennu- og fjallkóngur og sláturhússtjóri með meiru.
Dagskrárstjórn er í höndum þjóðhátíðarnefndar Sögufélagsins Mímis
en formaður hennar er
Haraldur "HalH" Sigurðsson
hreppstjóri, djákni og hundahreinsunarmaður héraðsins.
ötjórnin er í höndum Björns G. Björnssonar.
Auk þeirra koma fram söngvararnir Guðrún Gunnarsdóttir og
Reynir Guðmundsson, með einni bestu danshljómsveit landsins Saga
og tugir annarra þekktra persóna úr þjóðlífi og fjölmiðlum.
9 HUMARFYLLT LAXAVEFJA HREPPSTJÓRANS eða
KAMPAVÍNSBÆTT þJÓÐHÁTÍÐARSÚPA MEÐ KjÚKLlNGUM OG ÞISTLUM
ORILLSTEIKTUR LAMBAHRYGGUR FRAMREIDDUR MEÐ
SMjÖRRlSTUÐUM JURTUM FJALLKÓNGSINS eða
HUNANGSGLJÁÐUR GRÍSAHRYGGUR FJALLKONUNNAR eða
GRÆNMETISRÉTTUR SÖGUFÉLAGSINS _________
HINDBERJATERTA KVENRÉTTINDAKONUNNAR,
MEÐ VANILLUSÓSU eða
ÍSRÉTTUR DJÁKNANS, Á SÚKKULAÐIGRUNNI SllRlfiJW
Verð: 4.700 kr.
Pantið tímaniega í síma 91-29900 (söludeild)
Sértilboð á gistingu