Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994
Staðlaður samningsskilmáli er samningur útbúinn að öllu leyti eða að hluta, til samræmis við áöur geröa
fyrirmynd skilmála og er ætlað að nota á sams konar hátt viö gerð fleiri en eins samnings sem fjallar um
sams konar efni.
Staðlaðir
samnings-
skilmálar
Á ýmsum sviðum réttarins og í
viðskiptalífinu er mikið um notkun
svokallaðra staðlaðra samnings-
skilmála. Staðlaður samningsskil-
máli er samningur útbúinn að öllu
leyti eða að hluta, til samræmis við
áöur gerða fyrirmynd skilmála og
er ætlað að nota á sams konar hátt
við gerð fleiri en eins samnings sem
fjallar um sams konar efni. Viö-
skiptalíf nútímans krefst aukinnar
skilvirkni sem gerir samningsform
sem þetta að kjörinni lausn.
Einhliða, tvíhliða
og opinberir skilmálar
Staðlaðir samningsskilmálar
geta eftir eðh sínu og efni verið ein-
hliða og tvíhliða. Einnig eru til svo-
kallaðir opinberir skilmálar. Ein-
hhða eru skilmálar þegar annar
samningsaðihnn hefur útbúið
samning án þess að hafa verið í
samráði við fyrirhugaða samnings-
aðha. Samningsaðhinn er því oft í
erfiðri samningsaðstöðu og verður
að ganga að stöðluðu ákvæðunum.
í þessum tilfehum er semjandi skil-
málanna í mun betri samningsað-
stöðu og undanþiggur sig ábyrgö á
ýmsan hátt. Gott dæmi um skil-
mála sem þessa eru vátrygginga-
skírteini.
Tvíhhða samningsskhmálar eru
samningar sem samdir eru af báð-
um aðhum. í þessari samningsað-
stöðu eru báðir samningsaðhar
nokkurn veginn jafnir. Islenski
staðahinn um gerð verksamninga
(ÍST 30) er dæmi um tvíhhða samn-
ingsskilmála.
Opinbera samningsskhmála
semja stjómvöld, og eru þeir notað-
ir á thteknum afmörkuðum svið-
um, eins og eyðublöð þau sem fé-
lagsmálaráðuneytið gaf út fyrir
húsaleigusamninga.
Algengustu svið skilmála
Algengustu svið staðlaðra samn-
Umsjón
ORATOR
félag lögfræðinema
ingsskhmála em meðal fyrirtækja
í flutningsstarfsemi, vátrygginga-
starfsemi, fasteigna- og skipasölu,
verk- og kjarasamningar svo nokk-
ur dæmi séu tekin. Iðulega rís
ágreiningur í einhhöa samningum
um það hvort tiltekið ákvæði innan
samnings sé bindandi. Enginn vafi
er á því að staðlaðir skilmálar
verða hluti af samningi ef skhmál-
arnir eru skýrir og undirritaðir af
báðum aðhum. Hins vegar er einn-
ig algengt að staðlaða formið vísi
th annarra skilmála. Meginreglan
í þeim tilfellum er sú að samnings-
aðih verður ekki bundinn nema
honum hafi veriö kunnugt um þá
við samningsgerðina. Tilvísanir í
aðra samninga geta verið munnleg-
ar eða skriflegar.
Staðlaðir skilmálar geta verið
hluti af samningi án þess að vísað
sé sérstaklega th þeirra. Þetta getur
veriö vegna viðskiptavenju, sem
ræðst af réttarsambandi aðha, yfir
langan tíma. Þegar staðlað ákvæði
er í samningi er gerð rík krafa til
samningsaðila að hann geri við-
semjanda grein fyrir ákvæðinu,
sem oft á tíðum er víðtæk undan-
þága frá ábyrgð. í þessum thfehum
er gerður munur á þvi hvort við-
semjandi þess sem skhmálana ger-
ir stundi viðskiptastarfsemi á því
sviði aö atvinnu eða hvort um al-
mennan borgara er að ræða sem
hefur enga reynslu á því sviði.
Undanfarandi viðskipti aðila geta
einnig skipt máh hvað þetta varð-
ar.
Gagnkvæmur vilji
Við túlkun staðlaðra samnings-
skilmála er grundvaharregla að
finna gagnkvæman vhja beggja
aðha samnings. Staðlaður samn-
ingsskilmáh getur borið með sér
stöðluð fyrirmæh og einstakhngs-
bundin fyrirmæli. Hafi verið sett
einstakhngsbundin ákvæði í samn-
ing þá ganga þau framar stöðluðu
ákvæðunum. Tilgangm- og afstaða
aðilanna við samningsgerð geta
einnig veitt vísbendingu hvernig
túlka eigi samninginn. Séu óljós
ákvæði í samningi þá ber að túlka
þau þeim aðila í óhag, sem samdi
samninginn. Oft á tíðum er unnt
að bera saman sams konar samn-
inga milli annarra aðha th að skýra
umræddan samning. Helsta leið-
beiningarreglan er þó sú að skýra
samning þannig aö hann leiði th
eðhlegrar niðurstöðu fyrir báða
aöila.
Sviðsljós
í hringiðu helgarinnar
Þaö var mikið um að vera í Perlunni um helgina þegar íslenskir blómafram-
leiöendur héldu sýningu á því sem þeir hafa í boði í blómaframleiðslu og
skreytingum. Mjög margt var á sýningunni enda var hún bæði augnayndi
og fræðandi.
Elín Ósk Óskarsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Kristj-
án Jóhannsson fagna hér eftir frumsýningu Þjóðleikhússins á óperunni
Vald örlaganna eftir Verdi sl. laugardag. Sýningarnar verða alls 16 og gera
má ráð fyrir fuhu húsi á hverja sýningu, enda um stórsýningu að ræða.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, heiðraöi Svein Einarsson, leik-
hússtjóra og rithöfund, á sextugsafmæh hans á sunnudaginn. Þjóðleikhúsið
efndi th hátíðardagskrár til heiðurs afmæhsbaminu og var þar margt góöra
gesta.
Þeir Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Einar Long, Þorkell Snorri Sig-
urðsson og Sigurður Hafsteinsson em alhr meðhmir í Golfklúbbi Reykjavík-
ur og vora viðstaddir verðlaunaafhendingu íyrir 50. firmakeppni klúbbsins
nú um helgina. Golfklúburinn bauð meðlimum sínum og velunnumm upp
á veitingar að verðlaunaafhendingu lokinni og var aðalumræðuefnið að sjálf-
sögðu golf, bæði fortíð þess og framtíð.