Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Ekki til frambúðar Ólíklegt er aö hin nýja stjórnmálahreyfmg, sem er að veröa til í kringum Jóhönnu Sigurðardóttur, muni ein sér raska íslensku flokkakerfi þegar til lengri tíma er htið. Til þess skortir hana styrk og sérstöðu. Aftur á móti má vel vera að henni takist að sópa til sín fylgi í næstu þingkosningum með svipuðum hætti og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar gerði árið 1987. Sá flokkur reyndist bóla og lifði varla út kjörtíma- bilið. Veikleiki hinnar nýju stjórnmálahreyfingar er marg- þættur. Helstu vandkvæðin eru þau að hreyfmguna og foringjann skortir skýr stefnumið sem greina hana frá öðrum flokkum og flokksbrotum vinstri manna. Það skiptir líka máli að Jóhanna Sigurðardóttir er sjálf augljóslega einfari á félagslegum vettvangi. Hún er ekki geislandi stjómmálaforingi sem dregur til sín aðdáendur og fylgismenn. Þess vegna mun henni veitast erfitt að byggja upp varanleg stjórnmálasamtök. í morgun hafði enn aðeins frést af þremur úrsögnum úr Alþýðuflokknum Jóhönnu til stuðnings. Engin þeirra skiptir máli. Engar vísbendingar eru um fjöldaúrsagnir úr flokknum. Er þetta óneitanlega heldur neyðarlegt. Styrkleiki Jóhönnu Sigurðardóttir er sú ímynd sem menn hafa af henni sem heilsteyptri hugsjónakonu sem stendur vörð um réttindi og kjör hinna efnaminni í þjóð- félaginu. Það mun ef til vill nægja henni til árangurs í næstu kosningum, en er eitt sér ekkert til að byggja á th frambúðar. Jóhanna hefur um langt árabh notið þeirra forréttinda að fá að helga sig þröngum en þýðingarmiklum mála- flokki. Menn vita hvar þeir hafa hana þegar ýmis félags- leg málefni eru til úrlausnar. En á flestum öðrum sviðum stjómmálanna er hún lokuð bók. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki lent 1 því eins og margir aðrir stjómmálamenn að sitja undir ásökunum um spilhngu og misnotkun á póhtísku valdi. Það er vafa- laust ein ástæðan fyrir vinsældum hennar. En hún hefur verið undarlega þögul þegar spjótin hafa staðið að henn- ar gamla flokki. Athyglisvert er að nánustu samverkamenn Jóhönnu í hinni nýju hreyfmgu em helstu málsvar^r Guðmundar Árna Stefánssonar sem sætir óvenjuharðri gagnrýni inn- an flokks sem utan fyrir valdbhndu. í gagnrýninni á embættisverk hans felst greinilega krafa um siðbót í stjómmálum. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Jóhanna leiði þau mál hjá sér. Jóhanna hefur í sumar átt viðræður við forystumenn Alþýðubandalags og Kvennahsta. Það vekur upp spurn- ingar um það í hverju ágreiningur hennar við þá flokka fehst. Standa þeir henni ef th vih nær en Alþýðuflokkur- inn? Upplausn og flokkadrættir einkenna vinstri væng ís- lenskra stjórnmála um þessar mundir. Hvorki fleiri né færri en átta skipulögð stjórnmálasamtök hafa haft það að markmiði að sameina svokahaða félagshyggjumenn. Auk Alþýðuflokks og Alþýðubandalags em þetta Félag fijálslyndra jafnaðarmanna, Birting, Framsýn, Jafnaðar- mannafélag íslands, Nýr vettvangur og Félag um Reykja- víkurhsta. Hreyfing Jóhönnu Sigurðardóttur er níundu samtökin sem boða samfylkingu félagshyggjumanna. Þeim sem utan þessara fylkinga standa er óskhjanlegt hvernig auk- in sundmng getur stuðlað að sameiningu. Guðmundur Magnússon „Þegar gerð þessara níu kilómetra jarðganga lýkur verða byggðarlögin sitt hvorum megin við Botns- og Breiðadalsheiði orðin ein samgöriguleg heild.“ Betri vegir auka arðsemi Hægt en örugglega miðar upp- byggingu veganna um landið. Ný- lega lauk lagningu bundins sbtlags á veginum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Ástæða er til þess að rifja upp þá stórkostlegu áfanga sem eru að nást víða annars stað- ar, ekki síst í kjölfar fram- kvæmdaátaks ríkisstjórnarinnar sem mun skila eitthvað á þriðja milljarð króna aukalega til vega- framkvæmda. Það munar vissu- lega um minna. Vestfirðir hafa löngum staðið höllum fæti hvaö samgöngur varð- ar. Aðstæður til vegagerðar eru erfiðar og kostnaður því mikill samfara slíkri uppbyggingu. Ferðamenn sem vitja Vestfjarða dást hins vegar margir að því hversu mikið og hratt hefur miðað við vegagerðina. Það eru vissulega orð að sönnu. Vestfjarðagöng og vegurinn um Hálfdán Vitaskuld ber Vestfjarðagöngin langsamlega hæst að þessu leyti. Þegar gerð þessara níu kílómetra jaröganga lýkur verða byggðarlög- in sitt hvorum mégin við Botns- og Breiðadalsheiði orðin ein sam- gönguleg heild. Hið glæsilega mannvirki, Dýrafjarðarbrú, hefur þegar skapað alveg ný viðhorf. Þá hafa stórhuga framkvæmdir á Ós- hlíð gjörbreytt til batnaðar vegin- um á milli Bolungarvíkur og Isa- fjarðar. Draumurinn um „Vestur- borg“, sem talinn var óraunhæfur fyrir röskum áratug, er því að ræt- ast. Sama máli gegnir um sunnan- verða Vestfirði. Vegurinn um Hálf- dán, á milli Tálknafjarðar og Bíldu- dals, er glæsilegt mannvirki sem tryggir öruggar vetrarsamgöngur á milli þéttbýlisstaðanna í Vestur- Barðastrandarsýslu. KjaUarinn Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Gjörbreytt búsetuskilyrði Þessar samgönguframkvæmdir á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum eru smám saman að gjörbreyta búsetuskilyrðunum. At- vinnulífið á svæðinu er núna að fara í gegnum mikla deiglu vegna erfiðleika í sjávarútvegi. I því sam- bandi er verið að ræða um sam- starf og samruna fyrirtækja sem óhugsandi hefði verið nema vegna þess að vegakerflð hefur batnað. Þannig eru fjárfestingar í sam- göngumannvirkjum að sanna þýð- ingu sína dag hvern um þessar mundir og treysta undirstöður at- vinnulífsins. Þá laða einnig bættar samgöngur að ferðamenn og auka þannig viö atvinnustarfsemina með nýjum hætti. Dæmi um það má fmna víða á Vestfjörðum, svo sem í Stranda- - sýslu, með stórbættu vegakerfi, eða Vestur-BarðastrandarSýslu með tilkomu nýja Baldurs. Stór verkefni fram undan Enn eru stórvirki fram undan. Gilsfjarðarbrú er næsta stórverk- efnið á Vestfjörðum í samvinnu við Vestlendinga. Því ber mjög að fagna. Miklar vegaframkvæmdir í Strandasýslu hafa vitaskuld verið liður í því að tengja norðurhluta Vestfjarða og Strandir við aðalþjóð- vegakerfi landsins. Áfram þarf að halda á sömu braut og hyggja nú að vegagerö í ísafjarðardjúpi. Vega- gerð á Barðaströnd í sumar er til marks um þann ásetning að leggja áherslu á að greiða leið manna frá þéttbýlisstöðunum í Vestur-Barða- strandarsýslu að ferjuhöfninni á Brjánslæk. Þannig blasa verkefnin víða við þó mikið hafi áunnist. En mikil- vægt er að hafa í huga að skynsam- leg uppbygging í vegamálum er þjóðhagslega arðbær og skapar möguleika á nýrri viðspyrnu í at- vinnumálum, eins og dæmin sanna frá Vestfjörðum. Einar K. Guðfmnsson „Þessar samgönguframkvæmdir á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum eru smám saman að gjör- breyta búsetuskilyrðunum.“ Skoðanir annarra Skattalagabreytingar „Skattalagabreytingar síðustu ára hafa miðað að þvi að gera skattkerfið einfalt og skilvirkt. Allar breytingar, sem gera kerfið ílóknara og dýrara, þarf aö réttlæta sérstaklega og þær þurfa að svara kostn- aði. Það er rétt í prinsippinu að hafa sérstakt skatt- þrep fyrir þá tekjuhæstu, sama hvaða vinnu þeir stunda. Það á hins vegar ekki rétt á sér ef kostnaður- inn verður meiri en tekjumar sem af því fást.“ Úr forystugrein Pressunnar 15. sept Skrautleg stjórnarþátttaka „Stjómarþátttaka Alþýðuflokksins er nú að verða æði skrautleg og það Uggur í augum uppi að allur þessi atgangur veikir ríkisstjórnina. Hlutskipti Sjálfstæðisflokksins í þessu máli er athyglisvert. Línan í þeim herbúðum er sú að vera afar hneykslaö- ir á aðfórum kratanna og heilagir í framan. Þaö er hins vegar deginum ljósara aö ábyrgð Sjálfstæðis- flokksins í þessu máh er mikil pg hún minnkar ekk- ert þótt persónu Guðmundar Árna Stefánssonar sé fórnað í öllum sjónleiknum." Úr forystugrein Tímans 17. sept Tækifæri til sparnaðar „í ályktun aðalfundarins (Landssamband kúa- bænda, innsk. DV) er bent á að yfirvofandi innflutn- ingur gerir kröfur til bænda og afurðastöðva um hagræðingu og' verðlækkanir. Á síðastliönum þrem- ur árum hafi flest stærri tækifæri til sparnaðar í mjólkurvinnslu hins vegar verið ónotuð og æ ljósara verið að tímaskeið hins verndaða og örugga um- hverfis mjólkurframleiðslu og vinnslu heyri brátt sögunni til og við því verði að bregðast." Úr forystugrein Mbl. 18. sept

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.