Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994
9
Utlönd
Ingvar Carlsson
reynirfyrst
meirihlutastjórn
Ingvar Carls-
son, leiðtogi
sænskra jafn-
aöarmanna,
ætlar að ræöa
við stjórnmála-
menn bæöi til
vinstri og
hægri áður en
hann afræður um myndun nýrr-
ar ríkisstjórnar. Hann mun þó
sem fyrr hafa mestan hug á að
reyna að sitja einn við stjórnvöl-
inn og treysta á stuðning annarra
flokka eftir þörfum.
Carl Bildt baðst lausnar í gær-
morgun eftir að ljóst var að stjórn
hans hafði tapað veruiegu fylgi.
Fastlega er búist við að ný stjórn
jafnaðarmannna taki við völdum
næstu daga.
Hvergifleiri
þingkonurení
Svíþjóð
Sænskar konur fagna sigri eftir
þingkosningarnar um helgina.
Nú taka 143 konur sæti á þingi.
Þaö er 41 % þingmanna og er hlut-
fall kvenna hvergi svo hátt á þjóð-
þingum heimsins.
Norskar konur voru áður með
heimsmetiö. Þar eru 39,6% þing-
sæta skipuð konum. Þar á eftir
koma finnskar konur með 38,5%
þingsæta.
Sænskirjá-
mennkomnirí
meirihluta
Sænskir fylgjendur aðildar að
Evrópusambandinu, ESB, kætast
þessa dagana þvi nú lítur út fyrir
að meirihluti landsmanna sam-
þykki inngöngu í sambandið í
nóvember.
Viö kosningamar á sunnudag-
inn voru 6000 kjósendur spurðir
um afstöðuna til ESB. Niöurstað-
an varð að 51,8% vildu ganga í
ESB, 45,5% ekki en 2,7% vissu
ekki hvaö þau vildu. Tvö ár eru
frá því já-menn voru í meirihluta
síöast.
GeorgeShultz
hruggar georg-
ískeðalvín
George
Shultz, fyrrum
utanríkisráð-
herra Banda-
ríkjanna, er
ekki sestur í
helgan stein
þrátt fyrir að
hann hafi sagt
skilið við stjórnmálin fyrir löngu.
Shultz baslar nú við að koma fót-
unum undir vínbúskap í Georgiu,
einu af lýðveldum fyrrum Sovét-
ríkjanna. Þar ræður Eduard
nokkur Shevardnadze ríkjum við
illan leik.
Ekki gengur andskotalaust að ■
koma eöalvíninu á flöskur því
mafían rússneska stal nýverið
öllum tómu flöskunum. Glerið
birtist slðar í Tsjetsjeníu. Shultz
er í samstarfi við vínbændur frá
Kalifornfu við bruggið. Land
undir vínvið er að sögn hvergi
betra S heiminum en í Georgíu.
Hundurdrap
tveggja ára barn
Hundur drap í.gær tveggja ára
dreng í Rovaniemi í Finnlandi.
Hundurinn var í keðju en náöi
samt til drengsins og hafði bitið
hann til ólífis þegar að var kom-
ið. TTogFNB
Vínsjóir Suður-Evrópuríkja eru að kaffæra efnahag Evrópusambandsins:
Skólabörnin verða
að læra víndrykkju
- var tillaga áhyggjufullra landbúnaðarráðherra á fundi í Brussel í gær
Það verður að kenna börnunum
að meta vín þegar í barnaskóla. Að
öðrum kosti læra þau aldrei að
drekka. Þetta er helsta ráð landbún-
aðarráðherra Evrópusambandsins
til að tæma víðáttumikla og djúpa
vínsjói sem safnast hafa fyrir á síð-
ustu árum hjá sambandinu.
Vínkreppan var til umræðu í
Brussel í gær. Landbúnaðarráðherr-
ar frá ríkjum í Suður-Evrópu mæltu
eindregið með því að víndrykkja yrði
tekin inn í 'námskrá skólanna. Um
leið og börnunum væri komið á
bragðið mætti kenna þeim ýmislegt
um næringargildi víns.
Fremur hefur dregið úr drykkju í
Evrópu síðustu misseri og á það sinn
þátt í þvi hve illa gengur að selja
framleiðsluna. Þá brugga vínbændur
meira nú en verið hefur um langan
tima. Því verður að halda ungviðinu
við flöskuna.
Björn Westh, landbúnaðarráð-
herra Dana, var ekki hrifinn af þess-
ari tillögu. Taldi hann nær að lækka
verðið. Starfsbræður hans hlógu að
hugmyndinni. Þá kom og fram tillaga
um að draga úr framleiðslunni. Það
þótti álika gáfulegt.
Enn kom fram tillaga um að binda
í lög að fersk vínber verði ákveðið
hlutfall af fóðri svína og kúa. Ekki
Henry H. Shelton hershöfðingi, yfirmaður bandaríska herliðsins sem sent var til Haíti í gær, ræðir hér við kollega
sinn í her Haíti, stórfylkingarforingjann Enrique Mayard, við komuna til landsins í gær. Bandarisku hermennirnir
eiga að endurreisa lýðræði á Haítí. Símamynd Reuter
Bandarísku hermönnunum vel fagnað við komuna til Haítí:
Amenkanar frelsa okkur
undan oki þjáninganna
Dante Caputo, aðalsendimaður
Sameinuðu þjóöanna á Haítí, er bú-
inn að segja stöðu sinni lausri og
kennir Bandaríkjastjórn um það fyr-
ir að hafa ekki ráðfært sig við hann
né heldur upplýst hann um samn-
ingaviðræðurnar við herstjórana á
Haítí sem leiddu til þess að þeir sam-
þykktu að láta af völdum fyrir 15.
október.
Þúsundir fátækra Haítíbúa þyrpt-
ust niður á höfn í höfuöborginni
Port-au-Prince í gær til að fagna
fyrstu bandarísku hermönnunum
sem stigu þar á land til að endurreisa
lýðræði í landinu og, í augum
margra, frelsa þá undan hungri og
póhtískri kúgun.
Um þrjú þúsund bandarískir her-
menn voru komnir til landsins undir
kvöld í gær.
Fréttir bárust aðeins af pústrum á
einum stað þegar á annan tug ein-
kennisklæddra lögregluþjóna og
borgaraklæddra manna úr heima-
vamarhðinu börðu á hópi manna
sem hrópaði vígorð til stuðnings út-
lægum forseta Haítí, Jean-Bertrand
Aristide.
„Þegar Aristide kemur eftir einn
mánuð eða svo mun ástandið skána.
Núna óttumst við ekki „makútana"
og heimavamarhðið. Bandaríkja-
menn munu frelsa okkur undan oki
mikilla þjáninga, guði sé lof,“ sagði
Mehda, 41 árs einstæð þriggja barna
móðir.
„Það er engin launung á því að fólk
er ekki lengur óttaslegiö," sagði ung-
ur Haítíbúi sem bjó um skeið í
Bandaríkjunum en var sendur aftur
til síns heima.
Aristide tjáði sig ekkert í gær um
samkomulagið sem stjórn Chntons
Bandaríkjasforseta segir að muni
koma honum aftur til valda. Að sögn
talsmanns forsetans útlæga telur
hann ástandið enn of viðkvæmt.
Margir stuðningsmenn Aristides
og baráttumenn fyrir mannréttind-
um vom hins vegar ekki seinir á sér
aö benda á ýmsa vankanta sam-
komulagsins og sögðu að Aristide
hefði ástæðu th að vera ósáttur við
margt í því.
Reuter
fékkst niðurstaða í því máh frekar
en væntanlegri drykkju barnanna.
Því bíður næsta fundar að ákveöa á
hveiju börn, svín og kýr eigi að nær-
ast á næstu árum.
Árlega er nú varið hundruðum
mihjarða íslenskra króna í að geyma
óseljanleg vín í Evrópu.
Ritzau
Nr. Lelkur:_______________________Bððln
Nr. Leikun_________________Rððin
1. Degerfors - AIK 1 - -
2. Göteborg - Örebro -X -
3. Halmstad - Trelleborg -X -
4. Malmö FF - Norrköping 1 - -
5. Frölunda - Hácken 1 - -
6. Coventry - Leeds 1 - -
7. C. Palace - Wimbledon -X -
8. Everton - QPR -X -
9. Leicester - Tottenham 1 - -
10. Man. Utd. - Liverpool 1 - -
11. Sheff. Wed - Man. City -X -
12. Southamptn - Notth For. -X -
13. West Ham - Aston V. 1 - -
Heildarvinningsupphæð:
93 milljónir
13 réttir 2.296.810 kr.
12 réttir 80.740 kr.
11 réttir 6.710 kr.
10 réttir 1.770 kr.
37. leikvika 17.-18. sept. 1994 j
Nr. Leikur:
Rððin
1. Bari - Reggiana 1 - -
2. Brescia - Inter -X -
3. Fiorentina - Cremonese 1 - -
4. Milan - Lazio 1 - - j
5. Parma - Cagliari 1 - -
6. Roma - Genoa_________1 - -
7. Sampdoria - Foggia - X-
8. Torino - Padova 1 - -
9. Como - Atalanta- X-
10. Cosenza - Udinese 1 --
11. Palermo - Aceriale -X -
12. Pescara - Verona -X -
13. Salernitana-Lecce -X-
Heildarvinningsupphæd:
8,9 milljónir
13 réttir
12 réttir
195.670
4.970
kr.
kr.
11 réttir
450 E2
10 réttir
0
kr.