Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 Útlönd Níuflokkarbjóða fram í Danmörku Stiómarflokkar: Jafnaðarmenn Leiða núverandi stjórn. Hafa verkalýöshreyíinguna að bak- hjarli. Fengu 37,4% atkvæða í kosningunum 1990. Leiðtogi er Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra. Radikalevenstre Frjálslyndur miöflokkur. Leið- togi Marianne Jelved efnahags- ráðherra. Fékk 3,5% atkvæða ár- ið 1990. Miðdemókratar Klofnuöu frá jafnaðarmönnum árið 1973. Leiðtogi er Mimi Jak- obsen. Fengu 5,1% viö síöustu kosningar. Kristilegi þjóðarfl. Borgaralegur miðflokkur. Leggur áherslu á fjölskyldumál. Leiötogi er Jan Sjuresen orkuráð- herra. Fékk 2,3% atkvæða við síðustu kosningar. Stjómarandstaða: íhaldsmenn íhaldssamur borgaraflokkur. Leiddi stjóm á árunum 1982 til 1993. Leiðtogi er Hans Engell for- sætisráðherraefni. Flokkurinn fékk 16,0% viö síðustu kosnhigar. Venstre Bændaflokkur og flokkur smá- atvinnurekenda. Leiötogi er Uffe Eliemann-Jensen forsætisráð- herraefni. Fékk 15,8% við síðustu kosningar. Framfaraflokkur Stendur lengst til hægri. Lækk- un skatta er aðalbaráttumálið. Leiðtogi er Pia Kjærsgaard. Fékk 6,4% við síðustu kosningar. Sósialíski þjóðarfl. Vinstriflokkur með áhuga á umhverfismálum. Leíðtogi er Holger K. Nielsen. Fékk 8,3% við síðustu kosningar. Einingarflokkiainn Býður fram í fyrsta sinn nú. Var áður danski kommúnista- flokkurinn. Lýtur samstjórn flokksmanna. í SUMARBÚSTAÐINN GASOFNAR Á ÚTSÖLUVERÐI Innrauður gasofn með þremur hitaflötum og -stillingum. Eldsneyti: Propan-flöskugas Varmaorka: 1500/3000/4500 W Gaseyðsla: 120-350 gr./klst. Ytri mál: H=44 D=39 B=72 cm. 15% AFSLÁTTUR 1 1 .890,- staðgr. EINNIG RAFMAGNSÞILOFNAR Á AFAR HAGSTÆÐU VERÐI. /rOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 I>V Málefnin hafa vikið fyrir skítkasti 1 dönsku kosningabaráttunni: Uffe er orðinn eins og uppstökkur api - sagði Poul Nyrup um höfuðandstæðing sinn en er sjálfur kallaður sauður „Uffe Ellemann er orðinn eins og úrillur og uppstökkur api,“ sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, í hita kosninga- baráttunnar í gær. Þetta þótti tíðind- um sæta því að jafnaði er Poul Nyrup manna stilltastur og ræðst sjaldan með fúkyrðum að aðstæðingum sín- um. Uffe haföi áður lýst því yfir að utan- rikisstefna núverandi stjómar væri með öllu ósýnileg. Sjálfúr var hann utanríkisráðherra í 11 ár og hefur enn hug á embættinu hggi stóll forsætisráð- herra ekki á lausu. Uffe lét ekki líkja sér við apa án þess að svara fyrir sig. Hann kallar Poul Nyrup nú sauð. Orðaskipti þessara helstu stjórn- málaleiðtoga í Danmörku sýna að málefnin hafa að mestu vikið fyrir skítkasti. Kosningabaráttunni lauk á stóryrðum í gærkveldi en í dag kjósa Danir. Poul Nyrap ákvað fyrir fáum vik- um að boða til kosninga fyrr en nauð- syn var á vegna deilna um nýtt fjár- lagaframvarp. Hann tók með því mikla pólitíska áhættu því sterkar líkur eru á að stjórnin falli í kosning- unum. Það stafar þó ekki af yfirvofandi fylgishrani hjá jafnaðarmönnum, flokki forsætisráðherrans. Sam- starfsflokkarnir þrír eru allir smáir og eiga undir högg að sækja. Jafnvel er búist við að einhverjir þeirra nái ekki 2% lágmarkinu og þurrkist út af þingi. Venstre, flokki Uffe Ellemanns, og íhaldsmönnum er samt ekki spáð auknu fylgi þannig að vel gæti farið svo að Poul Nyrap sæti áfram við stjórnvölinn sem sigurvegari kosn- inganna. Slagurinn nú stendur ekki síður milli Venstre og íhaldsmanna en milli stjórnar og stjórnarandstæð- inga. Þessir tveir berjast um foryst- una á hægri væng stjórnmálanna. Reuter Uffe Ellemann-Jensen, leiðtogi Venstre-flokksins í Danmörku, hefur beitt sér af hörku á lokaspretti kosningabar- áttunnar í Danmörku. Hann stefnir að sigri en skoðanakannanir benda til að sá sigur verði minni en líkur voru á fyrr á árinu þegar Uffe var manna vinsælastur i Danmörku. Símamynd Poiioto Nýjustu skoðanakannanir 1 Danmörku: Ríkisstjórnin lifir á stuðningi frá vinstri Nýjustu skoðanakannanir í Dan- mörku benda til að ríkisstjórn Pouls Nyrups Rasmussens haldi velh þrátt fyrir að einhverjir af núverandi stuðningsflokkum falli út af þingi. Talsmenn flokkanna til vinstri við Jafnaðarmenn, flokk Pouls Nyrup, hafa lýst áhuga á að styðja stjómina til að koma í veg fyrir að hægrimenn setjist í valdastólana á ný. Sósíalíska þjóðarflokknum er spáð 6 til 7% fylgi og Einingarflokknum, sem áður kenndi sig við kommún- isma, er spáð tæpum fjórum prósent- um. Gangi þetta eftir gæti Poul Ny- rup reitt sig á fylgi þessara flokka þurrkist bæði Kristilegi þjóðarflokk- urinn og Miðdemókratar út af þingi. Jafnaðarmönnum er nú spáð 36% atkvæða. Það er einu prósenti minna en í síðustu kosningum. Venstre, flokki Uffe Ellemanns-Jensen, er spáð um 20% atkvæða og dalar fylgi hans með hverri skoðanakönnun. íhaldsmönnum er spáð sama fylgi og áður eða um 15%. Verði þetta niðurstaðan hefur Uffe Ellemann lokst tekist að gera Venstre að stærsta borgaraflokknum Danmörku. Dönsku kosningarnar 50? 45- 40- 35" 30 • 25- 20- 15' 10- 5’ o- Stjðm Sjómarandst. Vinstrifl. DV Framfaraflokknum er spáð um 6% fylgi. Það er álíka stuðningur og flokkurinn naut í síðustu kosning- um. Til samans er núverandi stjómar- flokkum spáð 46,1% atkvæða. Borg- araflokkunum í stjómarandstöðu er spáð 41,7% og vinstriflokkunum tveimurafganginum. Ritzau Tafir á stjómarmyndun í Svíþjóö: Carlsson vill ræða meirihlufastjórn Tafir hafa orðið á myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð þrátt fyrir ótvíræðan sigur Ingvars Carlssons og jafnaðarmanna í kosningunum um síðustu helgi. Carlsson vill ræða vandlega við Bengt Westerberg, leiðtoga Þjóðar- flokksins, áður en hann ræðst í að mynda minnihlutastjóm. Fyrir kosningar lýsti Westerberg áhuga á að starfa með jafnaðarmönnum og vill Carlsson ekki ganga fram hjá honum þrátt fyrir að Þjóðar- flokkurinn hafi tapað nokkru fylgi í kosningunum. Eftir sem áður er talið að Carls- son vilji helst mynda minnihluta- stjórn. Hann kann þó bráðlega að þurfa á stuðningi frá vinstri eða hægri að halda. Því er skynsamleg- ast í stöðunni að halda góðu sam- bandi við hugsanlega samstarfs- flokka. Carlsson lætur hins vegar þessa dagana eins og hann eigi allra kosta völ og nýtur þess að enginn hefur hag af að fella minnihlutastjórn hans fyrst um sinn. Ingvar Carlsson. Hægri flokkarnir vilja bíða fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið í nóvember áður en þeir ráðast af hörku gegn Carlsson. Vinstrimenn vilja sjá breytta efnahagsstefnu og verða þar að treysta á Carlsson. Því er líklegast að Carlsson myndi minnihlutastjórn sína fyrir helgi og láti reyna á stuðning við hanaánýkjörnuþingi. tt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.