Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. fiitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Ðreifing: Simi Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994. Mokveiði við Svalbarða: Norðmenn um borð í SH í morgun „Norska strandgæslan fór um borð í togarann Má frá Ólafsvík áðan. Hún gaf honum viðvörun og fór síöan frá borði. Það heyrist hér að varðskipið Senja sé á leiöinni á Svalbarðasvæði en hér hefur bara verið eitt skip fram að þessu. Ég heyrði þá tilkynna Má að hann væri að ólöglegum veiðum og sögðust koma um borð,“ sagði Haraldur Árnason, stýrimaður á tog- aranum Sigh, í samtali við DV í morgun. Haraldur, sem er á svipuðum slóð- um og Már, sagði að það hefði verið mokveiði í nótt hjá skipunum sem j eru á Svalbarðasvæðinu. Mikil spenna ríkir nú meðal ís- lensku skipstjóranna. Togararnir eru í tveimur hópum. Annar hópur- inn, sem í eru 35 skip, er á Svalbarða- svæöinu eða á mörkum Smugunnar. Hinir eru sunnarlega í Smugunni. Árni Sigurðsson, stýrimaður á Am- ari HU, einu dýrasta skipi íslend- inga, segist hafa heyrt alit upp í 30 tonn í hali hjá skipunum sem eru í línudansinum. „Við erum bara í rólegheitum sunnarlega í Smugunni ásamt 8 öðr- 'T um skipum. Við tökum enga áhættu af því að fara inn á Svalbarðasvæöið. Við erum að fá 2 til 3 tonn í hah. Þar eru um 30 skip sem komin eru inn á Svalbaröasvæðið eða á línunni. Þau hafa farið aht að 4 sjómílur inn á Svalbaröasvæðið,“ segir Árni. Pbkisstjómarflokkamir: Kosningar í vetur? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem DV hefur rætt við, eru farnir að tala um vetrarkosningar. Þeir tala jafnvel um að kosið verði fyrir áramót. Eins og málin standa nú, eftir að Jóhanna Sigurðardóttir gekk úr Al- þýðuflokknum, telja þeir ríkisstjórn- ina ekki hafa tryggan meirihluta á þingi í öllum málum og því sé ekki um annað að gera en rjúfa þing og kjósa. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins fuhyrti að ef kratar láti Guðmund Árna ekki hætta sem ráðherra verði borið fram vantraust á hann á Al- þingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins æth ekki að sitja fram aö kosning- um sem samábyrgir sitji Guðmundur Árni áfram. „Hver ætlar að segja nei við van- *^»trausti á Guðmund Árna?“ spurði þessi þingmaður. LOKI Er ekki rétt að fara að kalla þetta fangelsi fyrir austan Gata-Hraun? Eins bíður fanga vist vegna ofbeldis átti þátt 1 að lúberja mann í Breiðholti og ógnaði bakara með hníf Fjórir piltar á aldrinum 15 ára til 17 ára réðust inn í verslun Nóatúns við Kleifarsel í gærkvöld. Þar ógn- uðu þeir starfsfólki með hníf, hrifs- uðu peninga úr peningakassa og hlupu út í myrkrið. Nokkuð ljóst þykir að um sömu pilta er að ræða og reyndu að ræna sjoppu við Selja- braut í fyrrakvöld en þá var hníf haldið að afgreiðslustúlku og hún kraíln um peningana. Tveir piltanna voru i haldi lög- reglu í morgun en samkvæmt upp- lýsingum DV gengu tveir þeirra enn lausir. Annar þeirra hefur ít- rekað komið við sögu lögreglu í árásarmálum og hlaut nýlega 8 mánaða fangelsisdóm, þar af fimm óskilorðsbundna, fyrir að ráðast á Olöf Jóhannsdóttir, stúlka í Nóatúni. atgreiöslu- sjötugan bakara þar sem hann var víð vinnu sína í sama húsi og versl- un Nóatúns er í. Tók hann taki um báls hans og ógnaði honum með hníf. Stuttu siðar hlaut hann annan dóm fyrir innbrot og var þá einum mánuði bætt við refsinguna. Þá er annað mál á hendur honum til meðferðar hjá ríkissaksóknara en í mars síöastliðnum braust hann ásamt þremur öðrum piltum inn í verslunina Straumnes í Breiöholti. Vegfarandi sá til þeirra og reyndi að hefta för þeirra en þeir réöust að honum þannig að hann hlaut alvarleg líkamsmeiðsl. Auk þess- ara mála hefur hann komiö við sögu lögreglu vegna fjölda innbrota og þjófnaðarmála. Samkvæmt upp- lýsingum DV hafði hann ekki verið sendur í afplánun þar sem beðið var útgáfu ákæru í seinasta mál- inu. „Það komu fjórir menn hlaup- andi inn meö lambhúshcttut og svartklæddir. Þeir hlupu beint að afgreiöslukössunum þar sem ég stóð og öskruðu að okkur að opna peningakassana. Mér brá rosalega mikið, var mjög hrædd. Það kom ekki til þess því þeir gátu opnað kassana sjálfir. Þeir stoppuðu ör- stutt inni og einn þeirra beindi hnif aö okkur allan tímann og varnaði okkur að komast að hin- um. Síðan hlupu þeir út í myrkriö með peningana," segir Ólöf Jó- hannsdóttir, afgreiðslustúlka i Nóatúni, umatburði gærkvöldsins, Litla-Hraun: Enn strjúka þrírfangar Þrír fangar í kringum tvítugt struku á útivistartíma frá Litla- Hrauni um klukkan fjögur í gær. Fangaverðir hlupu strax til og náðu einum fanganna íljótlega. Hinir tveir náðust á sjötta tímanum í og við Eyrarbakka. Fangarnir voru færðir til yfirheyrslu í Síðumúlafangelsið í Reykjavík þar sem þeirra bíður væntanlega einangrun fyrir agabrot. Aðsögn Gústafs Lilliendahl er ekki um hættulega fanga að ræða. Þeir sitja inni fyrir innbrot og skjalafals. Þetta er „besti“ árangur fanganna á Litla-Hrauni í tilraun til stroks á þessu ári en sem kunnugt er voru strok tið á síðasta ári. Þrír bílar skemmdust mikið þegar þeir skullu saman á mótum Vesturlandsvegar og Þverholts í Mosfellsbæ í gærkvöld. Flytja þurfti ökumann eins bílsins og þrjá farþega á slysadeild en þeir munu ekki vera alvarlega slasaðir. DV-mynd Sveinn Gústaf sagði ekkert hafa breyst varðandi öryggi fangelsisins þegar útivistartími fanga væri. „Við erum með hóp af mönnum í útivist á til- tölulega ógirtu svæði. Það er engin breyting fyrirsjáanleg á því þrátt fyr- ir nýja fangelsisbyggingu. Ég veit ekki til þess að nein girðing sé þar á dagskrá," sagði Gústaf. Veðrið á morgun: Kaldi eða stinnings' kaldi Á morgun verður suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi sunnan- og suðvestanlands með skúrum, en þurrt og bjart norðan- og aust- anlands. Veðrið í dag er á bls. 28 RAFMOTORAR Vaulsen L#TT# .. alltaf á miðvikudögum 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.