Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1994 Stuttar fréttir Sýndarútför Þusundir Haítíbúa nýttu sér nærvera bandarískra hersveita og sóttu sýndarútfór Cédras her- stjóra. Bandarískir hermenn björguðu tveimur stuðningsmönnum her- stjóra Haítí frá æstum múgnum sem vildi drepa þá. Kalarsatnanþing Jean-Bertr- and Aristide, útlægur forseti Haítí, hefur kallað þing landsins saman til aöíhuga sak- aruppgjöf fyrir herforingjana sem boluðu honum frá völdum á sínum tíma. Bosníu-Serbarhóta Bosníu-Serbar hafa enn einu sinni hótaö sveitum SÞ. Banniðburt Bandarísk stjórnvöld ítreka að þau ætli að fá vopnasölubanni á múslíma í Bosníu aflétt. Ræðakjarnorku Bandarísk stjórnvöld og norö- ur-kóresk ræöa kjarnorkuáætl- anir Norður-Kóreu, þrátt fyrir hótanir þeirra síðarnefhdu um að hætta. Engir fordómar í Sviss Svisslendingar samþykktu naumlega lög sem banna kyn- þáttahatur. Jeitsín hjá Clinton Boris Jeltsin Rússlandsfor- seti er í Banda- rikjunum þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra menn um aö taka verði Rússa al- varlega sem heimsveldi og er búist vió erfiðum viðræðum við Clinton. RifistumRúanda Tvær stofnanir SÞ eru ekki á eitt sáttar um hvort tútsíher- rnerrn drepi nú hútúmenn til að hefha ijöldamoröa á bræðrum sínum. Flóð í Taílandi Áiján manns hafá látist í Qóði á vinsælum ferðamannastað í Tailandi. Stjánapabbi látinn Höfundur teiknimyndasagn- anna um Stjána bláa, Forrest Sagendorf, er látinn. Plágan dreif ist um iandið Plágan, sem hefur geisaó í ind- versku borginni Surat, hefur breíðst út um vesturhluta lands- ins. Rjukandi ráð Helmut Kohl Þýskalands- kanslari fékk heldur rugl- ingsleg boð frá kjósendum um helgina þegar systurflokkur hans í Bæjara- landi vann góðan sigur i kosning- um en hinn stjómarílokkurinn náði ekki manni inn. Múslimardrepa Herskáir múslimar i Alsír hafa drepiö embættismann fyrram sljómarflokks landsins. Réttarhöldidag Réttarhöldin yfir ruöningshetj- unni O.J. Simpson hefjast í dag. Ki ut< i Utlönd Þungur hugur í norskum sjómönnum í garö íslensku starfsbræöranna: Við gerum uppreisn sleppi þeir við dóm - segir talsmaður sjómanna í Norður-Noregi um mál íslensku togaranna „Við hættum auðvitað að fara eftir öllum reglum stjórnvalda um veiðar sleppi íslendingarnir við dóm í þetta sinn. Það verður uppreisn meðal sjó- manna hér í Norður-Noregi. Stjórn- völd hafa látið rányrkjuna viðgang- ast allt of lengi. Nú er nóg komið,“ sagði Robert Hansen, talsmaður sjó- manna í Norður-Noregi í morgun. Hann sagði að sjómenn biðu með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitum dómsmáls á hendur útgerða togar- anna tveggja sem teknir voru á verndarsvæðinu við Svalbarða um helgina. Togaranna er beðið með mikilli eftirvæntingu í Tromsö en Jan Henry T. Olsen. þangað eru þeir væntanlegir á morg- un. Norskir ráðamenn hafa verið var- kárari í orðum en oft áður í fiskveiði- deilunni við íslendinga. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráöherra sagði að ekki yrði fallið frá fyrri áformum um viðræður við íslendinga þann 11. öktóber þótt síðustu atburöir spilltu vissulega fyrir árangri. Gro Harlem Brundtland fosætisráðherra tók í sama streng í viðtali við TV 2 í gær- kvöldi. Norsk 'stjórnvöld reikna meö aö nýjar reglur um veiðar á verndar- svæöinu frá 12. ágúst dugi til aö höfða mál á hendur þeim sem veiða á svæð- inu. Fastlega er búist við í Noregi að málið fari fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag að réttarhöldum loknum í Tromsö. Nýju veiðireglumar eiga að sögn að tryggja hagstæð úrslit fyrir dómstólnum ákveði íslendingar ?ð skjóta málinu þangað. I morgun var norsku strandgæsl- unni hælt í norskum blöðum og lof borið á árangursríka „skyndisókn" hennar á hendur íslenskum veiði- þjófum. Haítibúinn Limuan Fotileese bíður alblóðugur i framan eftir þvi að bandarískir hermenn reiði fram plástrana og geri að sárunum sem hann hlaut þegar stuðningsmaður herstjóranna á eyjunni kastaði grjóti í hausinn á honum í gær. Simamynd Reuter Bandarískir hermenn drepa tíu herlögregluþjóna á Haítí: Múgurinn stal öllu steini léttara frá löggunni og kyssti Kanann - Cédras herstjori sakar bandarísku hermennina um grimmdarverk Hundrað fagnandi Haítíbúa fóra ránshendi um höfuðstöðvar lögregl- unnar og bækistöð hersins í Cap Haitien, næststærstu borg Haítí, í gær. Kvöldið áður lentu bandarískir landgönguliðar í skotbardagá við herlögregluþjóna og drápu tíu þeirra. Múgurinn hafði rúm, dýnur, borð, rafmagnsviftur og pappírsstafla á brott með sér og svo stilltu menn sér upp til myndatöku og brostu sínu breiðasta. Andrúmsloftið minnti einna helst á götuhátíð og þökkuðu margir banclarísku herönnunum fyr- ir komuna. Raoul Cédras, leiðtogi herforingja- stjómarinnar á Haítí, sakaði banda- rísku hermennina um grimmdar- verk á laugardag, að sögn háttsetts bandarísks herforingja. „Cédras sakaöi okkur um grimmd- arverk og kraíðist þess að ég yrði fluttur og dreginn fyrir herrétt," sagði Tom Jones, ofursti í land- gönguliði flotans, yfirmaður sveit- anna í Cap Haitien eftir heimsókn Cédras og Hughs Sheltons, yfir- manns bandaríska herliðsins á eyj- unni. Cédras og Shelton höíðu áöur rætt atburðinn á flugveliinum í höfuð- borginni Port-au-Prince sem er á valdi bandaríska herliðsins. Cédras var heldur þungur á brún. Leiðtogi vopnaðra sveita stuðn- ingsmanna herstjóranna, Emmanuel Constant, sagðist óttast að svipaðir atburðir kynnu einnig að gerast í höfuðborginni. „Spennan fer vaxandi. Mér finnst ég vera í hættu vegna múgsins," sagði Constant. Til skothríðar kom á tveimur öðr- um stöðum á laugardag en ekkert mannfall varð og enginn hlaut sár. Perry landvarnaráðherra sagðist ekki hissa á átökunum í Cap Haitien, þeim fyrstu frá því bandarísku her- mennimirkomutilHaítí. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.